Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 Vetrarlegt ÞEIR sem voru snemma á ferð- inni í gærmorgun urðu varir við að vetur var genginn í garð. þyngjast á Lágheiði strax í gær- morgun og var hún ekki fólks- bílafær er á Ieið daginn og hið sama var upp á teningnum varð- andi Öxarfjarðarheiði, en hún var jeppafær. • • Okumenn fóru gætilega á sumardekkjum í fyrsta vetrarveðrinu Umferð var óhappalaus MIKIL hálka var á vegum norðanlands í gær en umferð gekk áfallalaust fyrir sig. Ekki var fólksbílafæri yfir Lágheiði og Öxarfjarðarheiði en Víkurskarð var sandbor- ið. Bíll valt á Tjörnesi á miðviku- dagskvöld og er óhappið rekið til hálkunnar sem þar var. Þrennt var í bílnum og sluppu allir án meiðsla, en bíllinn er nokkuð skemmdur eftir veltuna. Hjá lög- reglu á Húsavík fengust þær upplýsingar að mikil hálka væri í bænum og eins í kring en fyrir utan bílveltuna á miðvikudags- kvöld var umferðin óhappalaus. Götur sandbornar Tvö minniháttar óhöpp urðu í umferðinni á Akureyri, tveir bílar skullu saman í kjölfar hálkunnar og bíll rann af hennar völdum á umferðarskilti, en að öðru leyti var umferðin óhappalaus. Gunn- ar Randversson, varðstjóri lög- reglunnar, á Akureyri sagði að ökumenn hefðu varið varlega í fyrstu hálku vetrarins. Helstu umferðargötur voru sandbornar strax í býtið í gærmorgun. Sævar Ingason, lögreglumað- ur á Dalvík, sagði að mjög hált hefði verið á götum bæjarins, en vegurinn milli Akureyrar og Dal- víkur væri að mestu auður. „Fólk passar sig í umferðinni í fyrstu hálkunni, það eru allir á sumar- dekkjum og því ekur fólk gæti- Iega. Venjulega er það svo að umferðin er óhappalaus fyrst þegar hált er, fólk vantreystir sér á sumardekkjunum, en þegar vetrardekkin eru komin undir bílinn þá telja margir sig færa í flestan sjó og gæta ekki eins að sér,“ sagði Sævar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Morgunverkin ÖKUMENN þurftu að byrja á því er út var komið í gærmorgun að hreinsa snjó af bílum sínum. Ekki fólksbílafæri Hjá vegaeftirliti Vegagerðar ríkisins á Akureyri fengust þær upplýsingar í gær að víða hefði verið mikil hálka á vegum, en engar fyrirstöður þannig að ekki þurfti að ryðja. Þá voru einnig víða hálkublettir á láglendi. Vík- urskarð og Ljósvatnsskarð yoru sandborin í gær og það verður væntanlegá gert aftur nú í dag ef ástæða þykir til. Færð fór að Koggti sýn- ir í Gallerí AllraHanda KOLBRÚN Björgólfsdóttir — Kogga — opnar listsýningu í Gall- erí AllraHanda á Akureyri á morg- un, laugardaginn 16. október kl. 14. Sýningin stendur í tvær vikur. Kogga er ein af þekktustu lista- mönnum þjóðarinnar, sem valið hefur leirinn að viðfangsefni. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og síðar Skolen for brugskunst í Kaup- mannahöfn á árunum 1969 til 1975 og við Hoystack School of Art í Maine í Bandaríkjunum árið 1984, sem styrkþegi frá sjóði Pamelu Bre- ment. Kogga hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Að undanförnu hafa verk eftir hana verið á farand- sýningunni Art from Above sem far- ið hefur víða um Bretlandseyjar og verða verk eftir hana af þeirri sýn- ingu á meðal muna sem hún sýnir í Gallerí AllraHanda. Verk Koggu eru unnin í leir og samanstanda af listrænni sköpun þar sem ádeildu og háðs gætir oft en einnig af vönduðu handbragði og ákveðnu notagildi. (FréttatiJkynning.) Morgunblaðið/Sigurður Björnsson Göngufólkið GÖNGUFÓLK í flokki 13 ára og eldri, fremri röð frá vinstri Birna María, Svava og Lísa, en í efri röð eru frá vinstri Ragnar Freyr, Egill, Krislján Hauksson þjálfari, Garðar og Árni Gunnar. Æfingar skíðafólks komnar í fullan gang SKÍÐAFÓLK í Ólafsfirði er fyrir nokkru farið að hugsa fyrir vetrinum þó að enginn sé kominn snjórinn. Frá Sjávarútvegsdeiidinni á Dalvík - V.M.A. 30 rúmlesta skipstjórnarréttindanámskeið veróur haldið ef næg þátttaka fæst. Innritun fyrir 20. október. Upplýsingar í síma 61 380. Skólastjóri. Æfingar hafa staðið í nokkrar vikur hjá öllum aldurshópum og þeir eldri hafa reyndar æft í allt sumar. Eins og fyrri daginn er gangan vinsælust hjá unglingun- um. Kristján Hauksson þjálfar nú göngufólk hjá Skíðadeild Leifturs og sagði hann í samtali við Morg- unblaðið að enn sem komið er væri væri áherslan á þrekþjálfun. Æfingar eru 3-4 sinnum í viku og standa í einn til einn og hálfan tíma í senn. gg -------» » ♦-------- ■ POPPHLJÓMSVEITIN Pláhnetan er að hefja haustferða- lag sitt um sveitir landsins og á laugardagskvöldið 16. október leik- ur hljómsveitin fyrir Norðlendinga í Siallanum á Akurevri. Afturgöngur eftir Ibsen frumsýndar AFTURGÖNGUR eftir Henrik Ibsen í leikstjórn Sveins Einarsson- ar verða frumsýndar á fjölum Samkomuhússins á Akureyri í kvöld, föstudagskvöldið 15. október. Afturgöngur er fjölskylduharm- leikur, þar sem vikið er að þremur atriðum, ónefndum sjúkdómi, upp- reisnargirni konunnar og mögu- legum sifjaspellum. Þetta leikverk Ibsens er nú eitt af umtöluðustu leikritum sem sýnt er á leiksviðum víða um heim og það mest leikna af verkum hans. Sýning Sveins Einarssonar á Afturgöngunum í Kaupmanna- höfn á síðasta ári þótti ein athygl- isverðasta leikhúsupplifun í Dan- mörku og kepptust leikhúsgagn- rýnendur við að lofa sviðsetningu hans. Höfundur leikmyndar er Eiín Edda Árnadóttir, en þetta er í fyrsta sinn sem hún starfar með Leikfélagi Akureyrar, Ingvar Björnsson hannar lýsingu, en Bjarni Benediktsson frá Hofteigi gerði þýðinguna. Leikarar í sýningunni eru fimm. Sigurður Karisson leikari hjá Leik- félagi Akureyrar fer með hlutverk séra Mandersar, frú Alving er leik- in af Sunnu Borg og Ósvald son hennar leikur Kristján Franklín Magnús sem leikur í fyrsta sinn hjá LA líkt og Rósa Guðný Þórs- dóttir sem er í hlutverki Regínu, en hún er fastráðin hjá LA og þá er Þráinn Karlsson í hlutverki Engstrands snikkara. Frumsýning verður sem fyrr segir í kvöld, en önnur sýning er annað kvöld, laugardagskvöldið 16. október, og hefjast sýningar kl. 20.30. HllPg’clllg’tl Morgunblaðið/Rúnar Þór KRISTJÁN Franklín Magnús sem nú leikur í fyrsta sinn hjá Leikfélagi Akureyrar í hlutverki sínu í Afturgöngunum eftir Ibsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.