Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 13 Myndlist Tónlist mmm Sýnd kl. 5.7,9 og 11. FYRIRTÆK3Ð HASKOLABIO Sýnd kl. 4,50,6,20.9 og 11 Veisla í Tónlist Ragnar Björnsson Tjaldið lyftist og Hátíðarmarsinn í C-dúr hljómaði af sviði Þjóðleik- hússins í meðferð Sinfóníuhljóm- sveitar íslands undir stjórn Páls Pampichlers. Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir söng þrjú af þekktustu ein- söngslögum Páls, við píanóleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó- leikari lék eina Búrlesku eftir Pál. Ávörp fluttu forstöðumenn mennta- mála, Ríkisútvarpsins, Reykjavík- urborgar, Þjóðleikhússins og Jón Þórarinsson tónskáld. Afhjúpuð var bijóstmynd af Páli, sem standa skal í Tónlistarskólanum í Reykjavík, en Páll var fyrsti skólastjóri skólans. Þuríður Pálsdóttir þakkaði fyrir hönd aðstandenda heiður og hug sýndan Páli við þessi tímamörk. Veislunni lauk með Introduktion og Pasacagliu, sem skrifuð er fyrir orgel en nú fiutt í hljómsveitarbún- ingi, líklega gerðri af Franz Mixa. Þessi hljómsveitarbúningur er í mórgu ólíkur frumútgáfunni fyrir UM HELGINA Þjóðleikhúsinu orgel. í hljómsveitarútgáfunni er bætt við töktum framan og aftan við, hljómum ög línum bætt inn, sem hvergi eru í orgelútgáfunni og finnst mér öll þessi innskot mjög ólík handbragði Páls og raunar nokkuð utan þeirrar myndar sem Páll skapar í sinni ágætu Pasacagl- íu fyrir orgel. Stundin í Þjóðleikhús- inu var eigi að síður hátíðleg og hlý og verðug þeim höfðingja og listamanni sem Páll var. Hverri þjóð er sjálfsagt nauðsyn að eiga sína vita, sem brenna og vara við blind- skeijunum og vísa leiðina til lands. Til lítils væru þó vitarnir ef enginn sækti sjóinn. J.S. Bach hefði aldrei orðið sá í tónlistarsögunni sem hann varð ef niðurlenski skólinn með frægum og stórmerkilegum tón- skáldum hefði ekki verið búinn að ryðja brautina, ítölsku skólarnir þurftu niðurlensku skólana til að ná að blómstra. Kannske hefði lífs- starf Páls orðið að helluleggja Aust- urstræti, sem voru hans fyrstu handtök í Reykjavík og alls ekki óverðug, ef hann hefði ekki heyrt föður sinn leika á harmoníið frá fæðingu og Brennið þið vitar hefði Páll ísólfsson orðið töluvert öðruvísi hefði Stokks- eyrarfjaran ekki verið leikvöllur Páls, hefði það frábæra tónskáld og dómkirkjuorganleikari Sigfús Einarsson ekki lagt hart að Páli að fara utan til náms, og hefði Jón Pálsson ekki haft auraráðin, hvar hefðu þá spor Páls legið? Þannig erum við, hvert okkar, afleiðing þess sem var, hlekkir í óijúfanlegri keðju þar sem sumir hlekkir fá á sig meira skyn en aðrir. Gleymum því ekki í hrifningu okkar yfir Páli að tónlistargyðjan hafði stigið sín fyrstu spor á Islandi og að við áttum einnig önnur merk tónskáld sem sendu inn heilar kantötur til flutn- ings á þúsund ára alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Við, sem kynnt- umst Páli, munum hann sem töfr- andi persónuieika, framúrskarandi orgelleikara og Bach-túlkanda og fæddan leiðtoga. Framtíðin ákveður hvaða verk hans muni lifa og spá mín er að sum muni endast ís- lenskri þjóð. Nýjar bækur ■ Ut er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Vetrarvirki, sem gefín er út í tilefni af sjötugsafmæli Björns Th. Björnssonar. Um áratugaskeið kenndi Björn listasögu við Háskóla íslands. í bók- inni eru 33 ritgerðir um myndlist sem valdar voru úr miklu safni rit- gerða sem nemendur Björns hafa samið undir leiðsögn hans. Ritgerð- irnar spanna vítt svið og gefa hug- mynd um viðfangsefni í kennslu Björns. Meðal umfjöllunarefna er framúrstefnulist Sum-ara, málarar kreppuáranna, lítt þekktar íslenskar listakonur, Salvador Dali, glerlist Le Corbusier, Safnahúsið við Hverf- isgötu, Paul Klee, teikniseríur og myndskreytingar í barnabókum. Bókin er 397 bls. og prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. og kost- ar 3.990 kr. ■ Út er komin hjá Almenna bóka- félaginu bókin Vinarþel ókunn- ugra í íslenskri þýðingu Einars Más Guðmundssonar. Höfund- urinn Ian McEwan er meðal þekkt- ustu höfunda Breta um þessar mundir. Áður hefur komið út eftir hann á íslensku skáldsagan Stein- steypugarðurinn, 1987, einnig í þýðingu Einars Más Guðmundsson- ar. I fréttatilkynningu segir m.a.: „Skáldagan Vinarþel ókunnugra fjallar um hjón sem eru orðin þreytt hvort á öðru. Þau eru í sumarleyfi í Feneyjum. Þar kynnast þau fyrir tilviljun innfæddum manni sem sýn- ir þeim einkennilega mikinn áhuga. Hann fer með þau á bar, segir þeim frá sérkennilegri æsku sinni og býð- ur þeim síðan heim til sín. Hjónunum fínnst eitthvað ógeðfellt við þennan mann og viðhorf hans, en samt lað- ast þau að honum. Í ljós kemur að ekki býr vinátta að baki vinarþeli þessa ókunnuga manns. Hjónin fá að súpa seyðið af barnaskap sínum.“ Bókin er prentuð hjá Odda hf., er 254 bls. og kostar 2.874 kr. morgun, laugardaginn 16. október. Ólöf Erla sýnir listmuni, unna í stein- leir og postulín. Munimir eru ýmist renndir eða mótaðir og margs konar brennslutækni notuð við brennslu mun- anna. Munimir eru flestir nytjahlutir ýmist litlar seríur eða stakir hlutir. Sýningin stendur frá 16.-31. októ- ber og er opin frá kl. 14-18 alla daga. Torfi sýnir í Asmundarsal Þessa dagana stendur yfir málverka- sýning á landslagsmyndum Torfa Ás- geirssonar í Ásmundarsal, Freyjugötu 41. Torfi stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Isiands, málaradeild, og lauk námi þaðan vorið 1988. Mál- verkin á sýningunni eru unnin með olíulitum á striga og með vatnslitum á pappfr. Sýningin stendur til 24. október og er opin daglega frá kl. 14-21. Asa Olafsdóttir sýnir í Gallerí Úmbru Ása Ólafsdóttir sýnir nú myndir unnar með blandaðri tækni í Gallerí Úmbru á Bernhöftstorfu. Þetta er tólfta einkasýning Ásu, sem auk þess hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og eriendis. Ása hefur tvö sl. sumur dvalið í París og unnið þar að myndlist. Sýningin er opin þriðjudaga til laug- ardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18 til 4. nóvember. Sýning- Félags hús- gagna- og innanhúss- arkitekta Félag húsgagna- og innanhússarki- tekta opnar sýningu í Ráðhúsi Reykja- víkur sunnudaginn 17. október kl. 14. Á sýningunni verða sýnd verk alls niu félagsmanna FHI, þau hin sömu og voru sýnd á alþjóðlegu húsgagnasýn- ingunni í Bella Center í Kaupmanna- höfn í september sl. Sýningunni lýkur 24. október. Gítarleikur í Gerðu- bergi Amaldur Amarson gítarleikari kem- ur fram á einleikstónleikum Gerðu- bergs á morgun laugardaginn 16. októ- ber kl. 17. Arnaldur hóf gítarnám í Svíþjóð 10 ára gamall, en hélt áfram námi við Tónskóla Sigursveins hjá Gunnari H. Jónssyni til ársins 1977. Hann tók lokapróf frá Royal Northem College of Music í Manchester 1982 en kennar- ar hans þar voru Gordon Crosskey, George Hadjinkos og John Williams. Eftir það var Arnaldur eitt ár við fram- haldsnám hjá José Tomás í Alicanle á Spáni og sótti námskeið hjá Alirio Díaz, Oscar Ghiglia, David Russel og Hopk- inson Smith. Arnaldur hefur haldið tónleika víðs- vegar um heim og m.a. komið fram í Bandaríkjunum, á Spáni, í Englandi og á Norðurlöndum. Það er aðeins eitt sem liið iila elskar meira en sakleysi - metnaður! Finna B. Steins- son í Gerðubergi tssm Munið umboösmenn okkar víöa um landið. ; SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 628300 Finna B. Steinsson opnar myndlist- arsýningu I Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sunnudaginn 17. október kl. 15. Finna B. Steinsson lauk námi í myndmótunardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1989 og stundaði framhaldsnám við listaaka- demíuna í Múnchen, m.a. undir leið- sögn Eduardos Paolozzis og lauk þaðan prófi á síðasta ári. Hún hefur fengið viðurkenningar fyrir verk sín í Þýska- landi. Um síðustu áramót var henni veitt viðurkenning úr Listasjóði Penn- ans. Á nýliðnu sumri setti Finna upp umhverfísverkið „1.000 veifur f Vatns- dalshólum" og er sýningin f Gerðu- bergi nokkurs konar framhald þess verks. Sýningin stendur frá 17. októ- ber til 14. nóvember. Hún er opin frá kl. 10-22 mánudaga til fimmtudaga og kl. 13-17 föstudaga til sunnudaga. Marc Einar sýnir olíu- málverk Marc Ein- ar Jóhanns- son opnar sýningu í Gallerí Port- inu, Strand- götu 50 í Hafnarfírði, á morgun, Marc Einar laugardag. Jóhannsson Marc Ein- ar er fæddur árið 1957 í Nauchatel í Sviss og er faðir hans íslenskur en móðirin sviss- nesk. Hann hefur frá barnæsku búið erlendis. Menntun sína hlaut hann í Róm og Genf, en síðustu ár hefur hann búið og starfað á eyjunni Simy í Grikk- landi. Á sýningunni eru 30 olíumálverk sem máluð hafa verið á sl. þrem árum. Marc málar bæði hlutbundnar og óhlut- bundnar myndir eftir því hvað hentar viðfangsefninu hvetju sinni. Sýningin stendur frá 16.-31. októ- ber. Berglind Sigurðar- dóttir í Portinu Berglind Sigurðardóttir opnar sýn- ingu á olíumálverkum í Portinu á morg- un, laugardaginn 16. október, kl. 14. Berglind stundaði nám f Myndlista- skóla Reykjavíkur 1986 og í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands frá 1986-1990. Þetta er önnur einkasýn- ing hennar og stendur hún til 31. októ- ber. Sýningarsalir Portsins eru opnir alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-18. Listmunir unnir í steinleir og postulín í Stöðlakoti Ólöf Erla Bjarnadóttir opnar sýn- ingu í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg á Siemens frystikistur á betra veröi en nokkru sinni fyrr! GT27B02 (2501 nettó) = 42.900 kr. stgr. GT34B02 (3181 nettó) = 47.900 kr. stgr. GT41B02 (4001 nettó) = 51.900 kr.stgr. KvikmyndSydneyPollack „THE FIRM“ TOM CRUISE * ’. . . . / - - • . • ..... ■ , SIEMENS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.