Morgunblaðið - 15.10.1993, Side 36

Morgunblaðið - 15.10.1993, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 Minning Sigríður Jónsdóttir Fædd 8. febrúar 1946 Dáin 8. október 1993 Ljúfar minningar koma fram í hugann, nú þegar Sigga, systir mín kær, er látin eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Bernskuheimili okk- ar var við Rafstöðina við Elliðaár sem í þá daga var fyrir utan höfuð- borgina. Þar var mikil friðsæld, fallegur gróður, árniður auk mikils fuglasöngs á vorin og sumrin. Varla var hægt að kjósa sér holl- ari eða betri bústað. Foreldrar okkar, þau hjónin Jón Ásgeirsson stöðvarstjóri (fæddur 26. október 1908, dáinn 20. febr- úar 1978) og Gunnþórunn Markús- dóttir (fædd 30. október 1915) eignuðust undirritaðan 15. apríl 1943, Sigríði 8. febrúar 1946 og Guðrúnu 21. mars 1950. Öll fædd- umst við heima. Æskuárin liðu fremur hratt við gott atlæti á kær- leiksríku heimili. Auk foreldra okk- ar voru móðursystur okkar, þær Stína og Alda, okkur ómetanlegar í uppvexti okkar. Þær gáfu okkur mikinn tíma og margar góðar gjaf- ir. Allstór hópur leikfélaga var til staðar sem undi hag sínum vel í margs konar leikjum, sullandi í ánum eða við heyskap í Ártúni á sumrin. Ekki get ég stillt mig um að segja frá því að Sigga systir var ekki eina „Siggan“ á staðnum. Til þess að aðgreina hana frá hinum var hún kölluð „Sigga Ásgeirs" á meðal leikfélaganna. Var ekki laust við að ég væri aðeins upp með mér vegna þessa. Uppvaxtarár okkar voru góð. Sigga hafði öðruvísi skapferli held- ur en ég og vorum við ekki alltaf á einu máli, en það var sjaldan og aldrei til skaða. Hún var alltaf hún sjálf. Sagði sannfærða skoðun sína með festu en hlustaði jafnframt á viðmælendur sína, virti og tók tillit til þeirra. Sigga var því alltaf sú sama, traust og frábær systir. Foreldrar okkar kenndu okkur bænir, kristna trú og kristinn lífs- stíl. Við sóttum sunnudagaskóla og síðar bamstarf KFUM og K. Frá æskuheimili okkar fórum við út í lífíð með þá trú sem okkur hafði verið kennd í veganesti. Orð- inu hafði verið sáð og það bar sinn ávöxt. Sigga byijaði skólagöngu sína í Landakotsskóla. Þar fékk hún góða kennslu og eignaðist líka ævivin- konur. Sína fyrstu píanótíma fékk Sigga hjá Sínu frænku. Hún var svo við píanónám í Tónlistarskóla Reykjavíkur frá 1955 til 1965. Hún stóð sig vel í öllu sínu námi enda gerði hún kröfur til sjálfrar sín. Ekki lét hún þar við sitja því hún fór í ljósmæðranám og lauk ljós- mæðraprófi 30. september 1968. Sigga var ekki nema nokkur ár „Sigga Ásgeirs", því sumarið 1968 varð hún Sigga hans Péturs. Ástin hafði kviknað og gleði og hamingja fyllti líf hennar. Það var Pétur Sig- urðsson stýrimaður (fæddur 29. júlí 1942) sem hafði þessi góðu áhrif. Það var sannkallaður gæfu- dagur í lífi hennar þegar þau kynnt- ust. Ég veit ekki betur en að allir hennar dagar eftir það hafí verið henni hamingjudagar. Þau giftu sig 19. október 1968. Hjónaband þeirra var farsælt og gott og það er ekki að undra því hún giftist inn í dásamlega fjölskyldu. Hann átti stóran systkinahóp sem tók hana strax inn í hópinn. Mér hefur oft fundist Sigga hafa eignast nokkur systkini í viðbót við okkur Rúnu við það að giftast Pétri. Kom það best fram í veikindum Síggu, hve kært var á milli hennar og systra Péturs. Þær hugsuðu um hana eins og bestu systur á allan hátt, voru sífellt hjá henni með velfamað hennar og líðan efst í huga. Öll þeirra kærleiksríka umhyggja snart okkur sem næst henni stóð- um. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Ómetanleg var umhyggja ykkar, kæru systur. Tengdaforeldrar hennar, þau Sigurður Pétursson (fæddur 6. mars 1912, dáinn 8. júní 1972) og ína Jensen (fædd 2. október 1911) voru henni ástkær og sameinaðist Sigga fjölskyldunni fljótt og vel. Fjölskylda Péturs er gædd smitandi glaðværð sem kemur best fram á góðri stundu. Það hefur alltaf verið ánægjulegt að vera með þeim í afmælum o.þ.h. Glaðværðin var ekki á kostnað annarra heldur kom frá hjartanu. Þessi gleði féll Siggu í geð. Hún tók virkan þátt í frá- sögn og umræðum sem urðu hinar fjörlegustu, gamansamar og krydd- aðar með hæfílegum hávaða og hjartans hlátri. Sigga sat ekki auðum höndum og hún hóf nám í orgelleik við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Sóttist henni námið vel, enda mjög áhuga- söm um orgelleik og kórstjórn. En eitt tekur við af öðru og í júní 1975 flytjast þau Pétur til Suður- eyrar ásamt drengjunum sínum þeim Sigurði (fæddur 23. júlí 1969), Gunnari Þór (fæddur 1. júlí 1971) og Hannesi (fæddur 30. sept- ember 1974). Pétur hafði ráðið sig sem skipstjóra á togara staðarins og Sigga varð organisti og kór- stjóri kirkjunnar. Auk þess kenndi hún tónmennt á staðnum. Þau hjón- in festu kaup á nýju pípuorgeli sem þau svo lánuðu í kirkjuna. Frá því og góðum kór ómaði nú fögur tón- list mönnum til blessunar og Guði til dýrðar. Heimili þeirra var opið heimili, ekki bara ættingjum, held- ur og þeim sem á þurftu að halda, þótt um það væri aldrei rætt. Þau Pétur og Sigga hafa alltaf verið mjög gestrisin og vildu t.d. að kórfélagar þekktu þau ekki aðeins í kirkjunni heldur líka heima fyrir. í sjö ár bjuggu þau á Suðureyri en halda til Reykjavíkur haustið 1982. Þá höfðu þau reist sér hús í Heiðarási 7. Sigga hóf þá aftur að starfa sem ljósmóðir. M.a. tók hún á móti tveimur seinni börnum mínum. Síðar leysti hún af organ- ista Laugarneskirkju og stjórnaði kórnum þar um tíma. Þá varð hún organisti safnaðarins í Grafarvogi. Þar kom hún upp góðum kór sem hún unni og starfaði með þar til heilsan brast. Ógleymanleg er mér heimsókn kórsins til hennar á Grensásdeild Borgarspítalans, þar sem kórinn söng fyrir hana sérstak- lega og okkur hin sem þar vorum. Ég get með sanni sagt að líf mitt hefur verið blessað, m.a. með tveim góðum systrum. Ekki var endalaust hægt að kenna systur mína við mig eins og barna var háttur. Það sem gladdi mig mest var að fínna og vita að ég átti allt- af hlut í hjarta hennar. Nú þegar ég skrifa þessar línur þá gleðst ég samt mest yfir því að vita að líf sitt og starf byggði hún á traustum grunni. Hún átti lifandi trú á Jes- úm, frelsara sinn og Drottin. Yfir sjúkrabeði hennar var sá friður sem er æðri öllum skilningi, sem sá öðlast sem hefur fest traust sitt og trú á upprisnum frelsara sínum. Elsku Pétur, Siggi, Gunnar Þór, Hannes, tengdadætur, móðir mín og systir já, við öll sem syrgjum. Minnumst þess að Drottinn Jesús lofaði því að hann myndi aldrei bregðast okkur eða svíkja. Jafnvel þótt okkur fínnist við nú vera meira einmana en okkur hefði nokkurn tíma órað fyrir, þá getum við samt tréyst því að Hann er eins nærri okkur og bænaandvarp okkar er. Söknuður, sorg og eftirsjá hefur sinn tíma. Gefum því þann tíma sem því ber, en ekki meir. Minn- umst og gleðjumst yfir þeim fjöl- mörgu góðu minningum sem við eigum um Siggu, þakkandi Jesú Kristi fyrir hana, Honum sem er höfundur og fullkomnari trúar okk- ar og sem hefur framtíð okkar í hönd sinni. Páll postuli segir í Fil. 3.13.-14: „Ég gleymi því sem að baki er, en seilist eftir því sem fyr- ir framan er, og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna, sem himinköllun Guðs fyrir Krist Jesúm býður.“ Guð hefur sína ástæðu fyr- ir því að hafa kallað Siggu heim einmitt núna. Við kunnum e.t.v. ekki að skilja það nú, en við treyst- um Honum,-því hann hefur líka tilgang með lífi okkar. Lifum Hon- um því áfram sem hingað til og uppfyllum þann tilgang sem Hann hefur með hveiju okkar. Ég kveð elskulega systur mína með hvatn- ingu til okkar um að beina sjónum okkar til Hans sem er uppspretta allrar huggunar og nýs kraftar. Ásgeir Markús Jónsson. „Guð komi sjálfur nú með náð.“ Með þessum orðum hefst einn af hinum svokölluðu andlátssálmum Hallgríms Péturssonar. Þessir sálm- ar hafa oft verið í huga mínum, er ég hef hugsað til vinkonu minnar, Sigríðar Jónsdóttur, og fjölskyldu hennar þann tíma sem hún er búin að vera sem veikust. Það er búið að vera afar sárt að sjá Siggu veika í næstum tvö ár. Áð vita hana og fjölskylduna beij- ast við veikindin, reyna að sigrast á þeim og svo að gera allt til þess að lífið mætti verða henni léttbær- ara. Það var einstakt að verða vitni að umhyggju allra, sem önnuðust hana. Þar gat að líta fágæta alúð og elsku við að hjálpa henni að halda reisn sinni til hins síðasta. Að sjá Pétur annast hana var að sjá kærleika í verki, kærleika, sem vonar allt, kærleika, sem leitar ekki síns eigin. Kynni okkar Siggu hófust fyrir nærri fjörutíu árum, þegar við sem börn vorum saman barnaskólaferil okkar í Landakotsskóla. Hún átti langa leið í skólann, kom alla leið innan úr Rafstöð. Þaðan gekk strætisvagn á klukkutíma fresti. Þetta var mjög sérstakt og það var mjög spennandi að fá að heimsækja Siggu af ýmsum tilefnum, t.d. á afmælinu hennar í febrúar og þegar snjór var í Ártúnsbrekkunni. Þá var farið með strætó inneftir og þótti mjög traustvekjandi að eiga vin- konu inni í Rafstöð, sem hægt var að leita til í slíkum skíða- og sleða- ferðum. Foreldrar hennar, Gunn- þórunn Markúsdóttir og Jón Ás- geirsson, tóku hlýlega á móti vinum barna sinna og voru einstaklega fús að leyfa bömum sínum að halda boð fyrir vini sína, sem okkur, er nutu, eru afar minnisstæð. Hef ég fengið að njóta vináttu fjölskyldu Siggu alla tíð. Eftir barnaskólann tengdumst við annars konar vináttuböndum. Fjölskylda Siggu var og er trúfast KFUM- og K-fólk og var eðlilegt að fá að fýlgjast með henni þang- að. Sem unglingar áttum við sam- leið í Kristilegum skólasamtökum og síðar gengum við saman inn í AD KFUK. Sú minning er umvafin birtu og hlýju. Við vorum mættar nokkrar saman, allar prúðbúnar á hátíðlegan afmælisfund í stóra saln- um á Amtmannsstíg. Fonnenn KFUK & M, hjónin frú Áslaug Ágústsdóttir og séra Bjarni Jóns- son, voru þama bæði og tóku okkur inn í félagið. Minningarnar eru margar og dýrmætar frá öllum fundum á Amtmannsstíg, skóla- mótum bæði í Vindáshlíð og Vatna- skógi, frá biblíunámskeiðum í Vatnaskógi, gamlárskvöldi í Kald- árseli og samverastundum á heimil- um á unglingsárunum og þá ekki síst frá heimili Siggu í Rafstöðinni. Alltaf var Sigga tryggur vinur. Lífíð leiddi okkur í ýmsar áttir, í mismunandi landshorn og til ann- arra landa. Alltaf var fylgst með úr fjarska, í námi, störfum, lífínu, þegar við stofnuðum heimili, þegar bömin fæddust og þegar við mætt- um mótlæti. Við vissum alltaf af vináttu hvor annarrar, vináttu, sem var traust og sterk. Vináttan var ekki fólgin í mörgum samveru- stundum eða mörgum orðum, held- ur kom hún í ljós, þegar á reyndi. Við áttum vináttu, sem var Guðs gjöf til okkar og það hlýjaði okkur að vita hvor af annarri. Sigga var sérkennilega falleg og mjög margt vel gefíð og til lista lagt. Tónlist var henni í blóð borin og lagði hún ung stund á píanónám bæði í Barnamúsíkskólanum og Tónlistarskólanum. Hún fór í Ljós- mæðraskólann og starfaði sem ljós- móðir. Síðar fór hún í Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lærði að leika á orgel og varð organisti. Bæði þessi störf eru unnin í þágu Guðs og þeim gegndi hún af vandvirkni og samviskusemi. Augnablikið stóra, þegar barn er í heiminn borið, er stund, þegar Guði era færðar þakk- ir og þá er mikið undir störfum ljós- móðurinnar komið. Á sama hátt eru störf organista skapandi og fæða þakklæti til Guðs hjá þeim, sem njóta starfa þeirra. Fyrir félagið okkar KFUK lagði hún mikið á sig m.a. við stjómarstörf og undirleik og var einlæg og traust þar sem annars staðar og þar áttum við alla tíð samleið. Sem eiginkona, móðir, dóttir, systir, mágkona og frænka gegndi Sigga stóram hlutverkum og skilaði öllum vel. Eiginmanni Siggu, móður, son- um og fjölskyldum þeirra vottum við Einar hjartans samúð og biðjum Guð að hugga þau og styrkja. Við verðum að kveðja Siggu, en við munum ekki kveðja minningarnar um hana og vináttu hennar. I huga okkar býr þakklæti. Hún þekkti Jesú Krist, sem er ljós heimsins. Hún bar ljós hans, þar sem hún fór og leiddi aðra með sér inn í birtu og kærleika hans. Guð komi sjálfur nú með náð, nú sjái Guð mitt efni og ráð, nú er mér, Jesús, þörf á þér, þér hef ég treyst í heimi hér. Svo láttu mína sálu nú sjá þig í einni réttri trú, vertu sjálfur ljósmóðir mín, mín sál fæðist í hendur þín. (Hallgrímur Pétursson) Guðrún Edda Gunnarsdóttir. í dag kveðjum við Sigríði Jóns- dóttur, kæran félaga sem flest okk- ar kynntumst fyrst fyrir fjórum áram er hún réðst til starfa sem fyrsti organisti og kórstjóri Grafar- vogssóknar. Það þarf sterkan vilja og mikið hugrekki til að byggja upp kórstarf í nýrri sókn, en Sigríði tókst á stuttum tíma að ná saman hópi fólks sem flest er enn starf- andi í kórnum. Það sýnir svo sann- arlega að vel var af stað farið með kórinn undir hennar stjórn. Flestir höfðu aldrei sungið í kirkjukór áður og var Sigríður oft undrandi hversu fáa sálma við kunnum, en hún lét það ekki á sig fá og lét okkur æfa þangað til hún var ánægð með okk- ur. Því miður fengum við ekki að njóta handleiðslu hennar nema í tvö ár, en eftir þann tíma fór heilsu hennar að hraka þó svo að hún reyndi að taka við kómum á nýjan leik eftir fyrri aðgerðina sem hún þurfti að gangast undir. Þrátt fyrir að samvinna okkar og Sigríðar væri svona stutt tókst okkur að gera margt skemmtilegt saman. Tvívegis fór hún með okkur í Skálholt á kóranámskeið á vegum Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar og tónleikar vora haldnir ásamt ýmsu öðra söngstarfí á vegum sóknarinn- ar. Sérstaklega eru okkur minnis- stæðir fyrstu tónleikarnir sem við héldum, í Kristskirkju. Þar söng Sigríður einsöng, en hún hafði sér- staklega fallega sópran-rödd. Það var mikill kostur fyrir okkur kórfé- lagana og auðveldaði æfingar að rödd Sigríðar var svo góð. Með ótímabæru andláti Sigríðar er gengin yndisleg og hrífandi kona sem verður sárt saknað. Við send- um Pétri, sonum og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Það era mörg lög og sálmar sem tengjast minningu Sigríðar, en al- veg sérstaklega einn sálmur sem hún kenndi okkur: Eigi stjömum ofar á ég þig að finna meðal bræðra minna mín þú leitar Guð. (Sigurbjöm Einarsson) Fyrir hönd Kirkjukórs Grafarvogssóknar, Hildur Gunnarsdóttir. Nú þegar Sigga okkar hefur kvatt, langar okkur að minnast alls þess góða sem við nutum frá henni. Er fyrst að minnast þegar hún var formlega kynnt sem vinkona Péturs bróður. Að vonum vorum við gagnrýnar, en það reyndist ástæðulaust, það leyndist ekki að hún var einstök kona, falleg og björt yfirlitum með bros sem gaf birtu og yl, á sinn hljóðláta hátt vann hún strax hug og hjörtu ijölskyld- unnar. Það hefur ekki verið létt að koma inn í okkar stóru og háværa fjöl- skyldu, en á því tók hún með hlýju og léttu skopskyni sem var einkenn- andi fyrir hennar skapgerð. Guð hafði gefið henni margar góðar vöggugjafir, mikla tónlistarhæfi- i leika, kærleiksríkar ljósmóðurhend- ur og einstakt umburðarlyndi, sem var henni styrkur í erfiðum og löng- um veikindum. Hún kvartaði aldr- ei, en gaf okkur fallegt bros svo lengi sem hún gat. Viljum við þakka öllu starfsfólki Grensásdeildar frá- bæra umönnun, hlýju og nærgætni við hana og fjölskyldu hennar. Sigga var stolt okkar. Þau hjón höfðu heimili sitt opið vinum og vandamönnum og áttum við öll margar góðar ánægjustundir á þeirra fallega heimili. Sigga rækt- aði vel sinn andlega garð og bera synirnir vott um það, elskulegir og ljúfir frændur, sem sjá nú á eftir yndislegri móður og félaga. Uppeld- ishlutverkið leysti hún vel af hendi, sem sjómannskona axlaði hún oft þá ábyrgð ein. Okkur systranum finnst erfitt að fylgja ekki Siggu okkar síðasta spölinn. Elsku Pétur og fjölskylda. í hug- anum erum við hjá ykkur og við og fjölskyldur okkar vottum ykkur samúð og biðjum guð að gefa ykk- ur styrk. Kristjana og Friðrikka. Elskuleg mágkona mín, Sigríður Jónsdóttir, hefur kvatt þennan heim aðeins 47 ára. Síðustu daga hafa minningarnar streymt í huga minn. Ég kynntist Siggu fyrir sjö áram. Þá kom ég fyrst inn á heimili hennar og Pét- urs ásamt bróður hennar. Hún tók mér vel með sínu fallega brosi og hressleika og bauð mig velkomna. Þar var öll fjölskyldan saman kom- in eins og svo oft eftir þetta. Eng- inn var jafn dugleg og Sigga og Pétur að bjóða heim í afmæli eða matarveislur. Ég tók fljótt eftir því hversu mikilhæf og dugleg kona hún var við heimilisstörfin, orgelið, kórstjórnunina, stjórnarstörf í KFUK og ljósmóðurstarfið þar sem ég naut góðs af líka. Þegar ég gekk með mitt fyrsta barn var gott að eiga elsku Siggu að. Ófáar voru heimsóknirnar á spítalann og símhringingar og heimsóknir þegar ég fékk að vera heima. Sigga tók á móti Davíð sem núna er fimm ára og fannst mér það mikið ör- yggi. Tveimur árum síðar var aftur komið að fæðingu og ekki lét hún sitt eftir liggja heldur var mér til trausts og halds þegar Rakel fædd- ist. Mér fínnst í dag yndislegt að eiga fæðingarvottorð barna minna undirrituð_ af elsku Siggu. Þegar Ásgeir maðurinn minn fór til starfa í öðru landi fyrir fjórum árum og var þá oft lengi að heiman var Sigga ein af þeim sem alltaf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.