Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 Takmörkiuiin o g mann- réttindadómstóllinn eftir Sigfús Bjarnason Ég hef orðið var við nokkurn misskilning varðandi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sigurðar Siguijónssonar. Menn hafa haldið því fram að dóm- urinn gefi tilefni til að afnema tak- mörkun á fjölda leigubíla, jafnvel telja þeir að ekki þurfi lengur að fara eftir lögum og reglugerðum um leigubifreiðar. Þetta er hinn mesti misskilningur. í 41. gr. dómsins kemur það fram sem skiptir máli varðandi skipulag leiguaksturs og félagaskyldu í Frama: „Mannréttindadómstóllinn efast ekki um að Frami hafði hlutverki að gegna sem ekki einungis þjónaði atvinnuhagsmunum meðlima þess heldur einnig almenningshagsmun- um og að umrætt eftirlitshlutverk þess hlýtur að hafa verið auðveld- ara vegna skyldu allra leyfishafa á svæði félagsins til að vera meðlim- ir. Samt sem áður er Mannréttinda- dómstóllinn ekki sannfærður um að skylduaðildar að Frama hafi verið þörf til þess að þessu hlut- verki yrði gegnt. í fyrsta lagi bar nefndin1 aðallega ábyrgð á eftirliti með framkvæmd viðeigandi reglna (sbr. 20. mgr. hér að framan). í öðru lagi var aðild alls ekki eina hugsanlega leiðin til þess að neyða leyfishafa til þess að sinna þeim skyldustörfum og ábyrgðarstörfum sem þörf kann að vera á vegna við- eigandi hlutverks, t.d. væri unnt að framfylgja sumum þeirra sem kveðið er á um í viðeigandi löggjöf (sbr. 22. mgr. hér að framan) á skilvirkan hátt án þess að aðild sé nauðsynleg." Með öðrum orðum, Mannrétt- indadómstóll Evrópu viðurkennir að það sé í þágu almenningsheilla að strangt aðhald sé með leiguakstri, en segir að ríkið eigi að leita ann- arra leiða við að framfylgja þessu aðhaldi en að skylda alla atvinnu- leyfishafa að vera í viðkomandi fé- lagi. Það er útúrsnúningur ef því er haldið fram að dómurinn um félaga- skylduna gefi tilefni til að afnema takmörkun á fjölda leigubíla. Þvert á móti staðfestir dómstóllinn nauð- syn takmörkunar. Það er engin til- viljun að það ríkir takmörkun á Q'ölda leigubíla í öllum Evrópu- bandalagsríkjum, Kanada, Banda- ríkjunum og á öðrum Norðurlöndum en Svíþjóð. Takmörkun hefur öðru hverju verið afnumin til reynslu á ákveðnum stöðum t.d. í Bandaríkj- unum og hefur það haft slæmar „Með öðrum orðum, Mannréttindadómstóll Evrópu viðurkennir að það sé í þágu almenn- ingsheilla að strangt aðhald sé með leigu- akstri, en segir að ríkið eigi að leita annarra leiða við aðframfylgja þessu aðhaldi en að skylda alla atvinnuleyf- ishafa að viðkomandi félagi.“ afleiðingar bæði fyrir bílstjóra og viðskiptavini leigubíla. Reynslan frá Svíþjóð Nærtækasta dæmið fyrir okkur er afnám takmörkunar á fjölda leigubíla í Svíþjóð fyrir 3 árum. Það verður í upphafi að gera sér grein fyrir því að þjónusta leigubíla við almenning var mjög léleg fyrir af- nám takmörkunar þar. Hér hafa menn vanist því að geta hringt á bíl og hann kemur fljótlega. Þessu var ekki að heilsa í Svíþjóð og þótti að sjálfsögðu bagalegt. Það var tekin ákvörðun í samvinnu við leigubílstjóra um að afnema tak- mörkun en veita mjög strangt að- hald með leiguakstri. í stuttu máli hefur þessi breyting mistekist hrapallega. Leigubílstjór- ar saka stjómvöld um að hafa ekki staðið við það að veita mikið að- hald. Leiguaksturinn er orðinn vett- vangur fyrir umfangsmikið svindl af ýmsu tagi, almenningur í Svíþjóð hefur ekki lengur traust á leigubíl- stjómm og þjónusta leigubíla hefur hækkað í verði. Það eina sem hefur lagast er að nú er auðveldara að fá bfl en áður. Flestir sem aka leigu- bíl í Svíþjóð em venjulegir menn sem em að sjá sér farborða með atvinnu sinni, en innan um em glæpamenn sem koma óorði á alla stéttina. Nægir þar að nefna, að ekki er talið ráðlegt að senda bamapíur heim með leigubfl og ferðamönnum er ráðlagt að nota ekki leigubfla, því algengt er að leigubílstjórar okri á útlendingum. Til að gefa lesendum mynd af fjölmiðlaumræðunni um leigubíla- mál í Svíþjóð skulum við vitna í Aftonbladet 2. apríl síðastliðinn: ★ Leigubílstjóri á Taxi Stokkholm nauðgaði farþega og var um síðir dæmdur til tveggja ára fangelsis. Þrátt fyrir þetta gat hann áfram unnið sem leigubílstjóri, þar til fjöl- Sigfús Bjarnason miðlar tóku málið upp. ★ Leigubílaeigandi í Farsta leigði ólöglega út leyfí sitt til bílstjóra sem af ýmsum ástæðum höfðu ekki fengið atvinnuleyfi. Einn bílstjór- anna var dæmdur fyrir eiturlyfja- smygl og önnur eiturlyfjabrot. Leigubílaeigandinn var dæmdur í eins árs fangelsi en smyglarann var ekki hægt að dæma fyrir ólöglega atvinnustarfsemi. ★ Bandaríkjamaður borgaði yfir 2.500 sænskar krónur (22.200 ÍKR, innskot SB) fyrir að láta aka sér frá Arlanda-flugvellinum til Stokk- hólms. Englendingur var krafínn um 1.500 sænskar krónur fyrir sömu leið og kærði bílstjórann. Árangur: Ekkert aðhafst - verðlag fijálst. Tekið skal fram varðandi síðasta RAÐAUGÍ YSINGAR fkWl Gömul hljóðfæri Vegna fyrirhugaðrar hljóðfærasýningar í Geysishúsinu í nóvember nk. biðjum við þá, er eiga eða hafa undir höndum gömul, áhuga- verð hljóðfæri, að hafa samband við okkur sem fyrst á skrifstofutíma í síma 678255. FÍH. NAUÐUNGARSALA Átthagafélag Þórshafnar og nágrennis Vetrarfagnaður félagsins verður haldinn í Drangey, Stakkahlíð 17, þann 23. október nk. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Miðar verða seldir í Drangey þriðjudaginn 19. októþer frá kl. 17.00-19.00. Fjölmennum. Stjórnin. íbúð óskast til leigu íbúð, 2-4 herbergi ásamt bílskúr, óskast til leigu á höfuðborgarsvæðinu fyrir eldri mann, ellilífeyrisþega, sem ekki reykir. Fyrirframgreiðsla og skilvísar greiðslur. Vinsamlegast hafið samband við Grétar H. Óskarsson, símar 672232/694121 eða Hjört A. Óskarsson, símar 676272/604395. SIHfl ouglýsingor Uppboð Eftirtafin bifreið verður boðin upp á lögregluvarðstofunni, Ólafs- braut 34, Ólafsvík, laugardaginn 23. október 1993 kl. 11.00: RH-858 Vænta má að greiösla verði áskilin við hamarshögg. Eftirtalið lausafé verður boðið upp á Grundarbraut 10, Ólafsvík, laugardaginn 23. október 1993 kl. 11.30: Axtalux lýsingarrammi, tegnr. 7122, Grafo-Press prentvél, Eskefot myndavél Typ.6001, Kodak samlokuvél typ Prosessor, Kodak fram- köllunarvél fyrir filmur, prentvél Multilith 1850, árg. 1986, ADAST MAXIMA skurðarhnífur. Vænta má að greiösla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn i Stykkishúlmi, 14. október 1993. Uppboð Framhald uppboðs á eftlrtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Sumarbústaöur ásamt lóð nr. 3 (1,4 ha) í landi Hæls, Gnúpverjahr., þingl. eig. Aðalsteinn Steinþórsson, gerðarbeiðandi er BYKO hf., fimmtudaginn 21. okt. 1993 kl. 14.00. Þelamörk 50, Hveragerði, þingl. eig. Eyjólfur Gestsson, gerðarbeið- andi er Byggingarsjóður ríkisins, föstudaginn 22. okt. 1993 kl. 11.00. Hulduhóll 2, Eyrarbakka, þingl. eig. Eyrarbakkahreppur, gerðarbeið- andi er Byggingarsjóður verkamanna, föstudaginn 22. okt. 1993 kl. 13.00. Reykjabraut 23, Þorlákshöfn, þingl. eig. Halldór Páll Kiartansson og Kjartan Halldórsson, gerðarbeiðendur eru Landsbanki Islands, Ölfus- hreppur, Gjaldheimtan í Reykjavík, Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyr- issjóður sjómanna, föstudaginn 22. okt. 1993 kl. 14.00. Noröurbyggð 8, Þorlákshöfn, þingl. eig. Ásgeir Guðmundsson, gerð- arbeiðendur eru Byggingarsjóður rfkisins, S.G. Einingahús hf. og Húsasmiðjan hf., föstudaginn 15. okt. 1993 kl. 14.30. Sýslumaðurinn á Selfossi, 14. október 1993. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1 = 17510158'/2 = I.O.O.F. 12 S 1751015872 = FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Ný, skemmtileg laugardagsferð 16. okt. kl. 13.00: Þingvellir, gömlu eyðibýlin Gengið verður frá Sleðaás um Hrauntún, Skógarkot og Vallar- stíg í Vallarkrók í fylgd Guðrúnar Kristinsdóttur frá Stiflisdal. Haustlitirnir eru enn við lýði. Ein- stakt tækifæri til að kynnast og fræðast um þessa horfnu byggð og fólkið sem þar bjó. 3 klst. ganga. Ekið heimleiðis um Nesja- vallaveginn nýja. Verð 1.100 kr., frítt f. börn m. fullorönum. Brott- för frá BSl, austanmegin (og Mörkinni 6). Sunnudagsferðir 17.október: 1. Kl. 10.30 Ólafsskarðshnúkar - Vífilsfell. 2. Kl. 13.00 Vífilsfell. 3. Kl. 13.00 Jósepsdalur - Ólafsskarð. Opið hús þriðjudagskvöld í Mörkinni 6 (risi). Ferðafélag (slands. NÝ-UNG KFUM & KFUK v/Holtaveg Engin samvera við Holtaveg í kvöld vegna Haustdaga í Vatna- skógi, dagana 15.-17. október. En allir eru velkomnir í Vatna- skóg og að taka þátt í samveru- stundum þar. Nánari upplýsingar á aöalskrif- stofunni í síma 678899. W >> Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Námskeið 2 með Keith Surtees verður haldið föstudagskvöldið 22. októberfrá kl. 18-22 og laugar- daginn 23. októ- ber frá ’kl. 10-17 í Garðastræti 8. Meðal efnis verður: 1. Endurholdgun og karmalög- málið. 2. Skilningur á fyrri lífum og áhrif þeirra á núverandi líf. 3. Fyrri líf og hvernig þau tengj- ast kennslu í spíritisma. Bókanir í símum 618130 og 18130. Stjórnin. >> Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Opið hús með Keith Surtees föstudagskvöldið 15. október kl. 20.00-22.00 í Garöastræti 8. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Vegna unglingamóts í Kirkju- lækjarkoti, Fljótshlíð, um helgina fellur unglingasamkoma niður i kvöld. Mæting á mótið er í Fíla- delfíu kl. 19.00 og brottför kl. 19.30 stundvíslega. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Laugardagur 16. okt. kl. 10 Haustganga Hornstrandafara Árleg haustganga Hornstranda- fara F.i. verður laugardaginn 16. okt. Brottför kl. 10 frá Um- ferðarmiðstööinni, austameg- in. Gengið um Engidal og Mar- ardal að Nesjavöllum. Kvöld- verður í Nesbúð. Allir Horn- strandafarar fyrr og siöar eru hjartanlega velkomnir og gestir þeirra. Nánari upplýsingar um haust- gönguna eru á skrifstofu F.(. í síma 682533 og hjá Guðmundi í síma 686114. Ferðafélag (slands. Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstræti 22. Askriftarsími Ganglera er 39573. ( kvöld kl. 21 heldur Einar Aðal- steinsson erindi, „Vísindi hug- leiðingar", i húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Á laugardag er opiö hús frá kl. 15 tll 17 með fræðslu og umræðum f umsjón Elínborgar Lárusdóttur. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.