Morgunblaðið - 15.10.1993, Page 7

Morgunblaðið - 15.10.1993, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 7 Óskar á Stórhöfða hefur merkt 61 þúsund fugla Vestmannaeyjum. ALÞJÓÐAFUGLADAGURINN var um síðustu helg'i og var af því tilefni boðið upp á ókeypis aðgang að Náttúrugripasafninu í Eyjum. Tveir áhugamenn um fuglamerkingar, Óskar Sigurðsson vitavörður á Stórhöfða og Sigurgeir Sigurðsson, voru á safninu og svöruðu fyrirspurnum gesta um starf sitt við merkingar og röktu hvar fugl- ar sem þeir hafa merkt hafa fundist. Þeir Öskar og Sigurgeir eru afkastamiklir merkingamenn, því Óskar hefur merkt 61.000 fugla og Sigurgeir 15.500 fugla. Á Náttúrugripasafninu var sett upp kort sem sýndi ferðaleiðir fugla sem merktir hafa verið í Eyjum. Mest hefur verið merkt af lunda og lundapysjum í Eyjum og virðist sem pysjan fari héðan til Nýfundnalands og haldi sig þar í tvö ár áður en hún kemur til Eyja á ný. Einnig hafa verið merktar skrofur og fýlar auk ýmissa mófugla. Skrofa sem Sigur- geir merkti fannst til dæmis á Ný- fundnalandi og önnur sem Jóhann Óli Hilmarsson merkti í Ystakletti árið 1991 kom fram í janúar í ár syðst í Brasilíu, í 10.840 kílómetra fjarlægð frá Eyjum. Kristján Egilsson safnvörður Nátt- úrugripasafnsins sagði í samtali við Morgunblaðið að Óskar Sigurðsson væri líklega afkastamesti merkinga- maður lunda í heiminum. Hann hefði merkt 43.000 lunda og pysjur, og 17.000 fýla og 1.000 fugla af öðrum tegundum. Óskar hefur bæði merkt lunda sem hann veiðir í háf, unga sem hann hefur merkt í hreiðri og svo lundapysjur sem fundist hafa í bænum. I haust setti Óskar met í merkingu lundapysja, en þá merkti hann 1.336 pysjur og fann sonur hans, Pálmi, þær flestar í bænum. Aldraðir lundar Af merkingum Óskars má sjá að lundinn getur náð talsvert háum Selfoss 15 viljavera yfír lögreglu FIMMTÁN umsóknir bárust um starf yfirlögregluþjóns við emb- ætti sýslumannsins á Selfossi en Jón I. Guðmundsson yfirlögreglu- þjónn er þar að láta af störfum vegna aldurs. Umsækjendurnir eru Björn Steinn Sveinsson, lögreglumaður á Sauðár- króki, Erlendur Daníelsson, lögreglu- maður á Selfossi, Frímann Hilmars- son, lögreglumaður á Sauðárkróki, Gils Jóhannsson, lögreglumaður á Hvolsvelli, Guðmundur Hartmanns- son, varðstjóri á Selfossi, Guðmundur H. Jónsson, settur yfirlögregluþjónn á Siglufirði, Guðmundur Oli Pálsson, varðstjóri á Sauðárkróki, Jakob S. Þórarinsson, varðstjóri í Reykjavík, Jónmundur Kjartansson, settur yfir- lögregluþjónn á ísafirði, Magnús Kolbeinsson, lögreglumaður á Sel- fossi, Ólafur Ishólm Jónsson, varð- stjóri á Selfossi, Rúnar Valsson, varðstjóri á Vopnafirði, Sævar Gunn- arsson, aðalvarðstjóri í Reykjavík, Tómas Jónsson, aðstoðaryfírlög- regluþjónn á Selfossi, Þorgrímur Oli Sigurðssón, rannsóknarlögreglumað- ur á Selfossi. ♦ ♦ ♦ aldri. Lundi sem hann merkti sem unga í holu 28. ágúst 1960 fann Óskar í holu 4. júlí á síðasta ári, 31 ári eftir að hann merkti lundann. Sigurgeir Sigurðsson hefur mest merkt af pysju sem fundist hefur í bænum og í haust merkti hann 410 pysjur og voru það þrír krakkar sem söfnuðu pysjunum sem Sigurgeir merkti. Sigurgeir hefur í allt merkt 14.000 lundapysjur, mest pysjur sem fundist hafa í bænum, og 1.500 mófugla, mest tjald, stelk og sandlóu. Þeir mófuglar sem hann hefur merkt hafa margir fundist á Bretlandi og í Frakklandi. Kristján sagði að merktir fuglar frá tíu löndum hefðu fundist í Eyjum til þessa og flestir væru þeir frá lönd- um í Evrópu. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Merkismenn ÓSKAR Sigurðsson fuglamerkingamaður og Pálmi sonur hans, en Óskar fræddi gesti Náttúrugripasafnsins um fuglamerkingar og ferðalög fugla um heiminn. Kvennalistinn Vilja stytta vinnuvikuna ALLAR þingkonur Kvennalistans hafa lagt fram þingsályktunartil- lögpi á Alþingi um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir styttingu vinnuvi- kunnar í dagvinnu í 35 stundir í áföngum og án kjaraskerðingar. Með þessu telja þær að hægt verði að skapa fleiri störf. Vilja þingmennirnir að ríkisstjórn- in hafi um þetta samráð við aðila vinnumarkaðarins og jafnframt verði kannað hvort slík aðgerð geti verið liður í kjarasamningum. Við leitum styrktarfélaga í dag 15 .október Á alþjóðlegum ciegi livíta stafsins Eflum námssjóð blindra og sjónskertra á Islandi * Argjald styrktarfélaga er 1.500 kr. Hringdu í síma: 91 - 687333 lfið uerðum uið símann í allan dag © m Blin d r afé l a g i ö V (i m I t'i k b I i n t/ r ti n s / í> II s k <* r / »• (l (i í S I (I ll (l i LIONS IIRHY'FINCJIN A ÍSLANDI l Ið /eggjnni /}()

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.