Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 Rætt við 16 ára tvíburasystur, aðra sjónskerta og hina blinda, á degi hvíta stafsins Tvíburar „ÉG VEIT auðvitað ekki hvernig það er að vera eina blinda barnið í fjölskyldu en ég er þakklát fyrir að eiga systur sem býr við svipaðar aðstæður og skilur mig. Ég held að við séum mjög sam- rýndar og við getum taiað saman um allt, t.d. varðandi skólann og það sem viðkemur því að vera blindur,“ segir Sigrún og báðar taka þær fram að þær geri sér grein fyrir því að þær hefðu get- að verið meira fatlaðar. Þær séu þakklátar fyrir að geta t.a.m. klætt sig og hugsað að mestu um sig sjálfar, það geti ekki allir. þarf að sinna öllu landinu er það ekki hægt,“ segir hún. Tómstundir Fyrir utan skólann taka syst- urnar þátt í starfi æskulýðsnefnd- ar Blindrafélagsins og æfa bæði blindrabolta og sund. „Annars byrjuðum við ekki að æfa blindra- bolta fyrr en í febrúar,“ segir Sigrún og bætir við að íþróttin felist í því að fleygja sér fyrir. bolta sem hringli í. „Þátttakend- urnir eru allir með svört gler- augu, bæði til að veija augun og til þess að þeir sjónskertu sjái ekki boltann, og svo henda þeir sér fyrir hann og ættu í raun og veru að vera í eins konar mark- mannsbúningi til að vetja sig í fallinu. Við erum samt ekki ennþá búin að fá svoleiðis af því að við erum svo nýbyijuð. Annars er þjálfarinn okkar mjög áhugasam- ur og var einmitt að sýna okkur myndir frá Evrópumeistaramót- inu. Ég held að hann vilji að við höldum áfram að æfa til að taka þátt í mótum erlendis en það verð- ur svolítið erfitt því að þar eru sérstök karla- og kvennalið en hjá okkur eru oft karlar og konur í sama liði,“ segir Sigrún. Henni finnst sundið líka mjög mikilvægt. „Ekki síst til að ná fram góðri líkamsstellingu en þegar ég les verð ég að beygja mig mikið í bakinu sem er ekki gott,“ segir Sigrún og Sólveig bætir við að þótt þær séu báðar í líkamsrækt nýtist hún þeim ekki eins vel og öðrum. „Skólinn á ekkert íþróttahús og líkams- ræktin er út um allt. Við getum auðvitað ekki tekið þátt í vegg- tennis eða útihlaupi í Öskjuhlíð eins og hinir krakkarnir. I staðinn erum við látnar ganga en það er auðvitað ekki alveg það sama,“ segir Sólveig. Sólveig þurfti að læra að rata í menntaskólabyggingunni áður en skólinn byijaði en Sigrún kemst allra sinna ferða enda skynjar hún útlínur hluta. „Ég sé útlínur fólks en ekki andlitið og geri mér ekki grein fyrir hver er að koma fyrr en sá kynnir sig eða byijar að tala. Ég hef hins vegar ekki þurft að læra blindra- letur og í tímum glósa ég upp eftir kennaranum eins og hinir krakkarnir. Aftur á móti þarf ég að fá lánaðar glósur þegar hann byijar að skrifa á töfluna því oft hefur sá sem kennir ekki tíma til að lesa allt upp sem hann skrif- ar,“ segir Sigrún, sem er í fullu námi á nýmálabraut, og á hrað- ferð í flestum greinum. „Eig- inlega hentar það mér ágætlega,“ segir hún, „vegna þess að þá læri ég meira heima þar sem ég hef betri aðstöðu," bætir hún við. Námið hjá Sólveigu gengur hægar enda er hún alveg blind. Heimanám HEIMANÁM Sigrúnar tekur lengri tíma en flestra annarra, „en það hefst allt“, segir hún. Sigrún stefnir á að ljúka stúdentsprófi á fjórum árum og fara í tungumálanám í Háskólanum, t.d. íslensku eða dönsku, en systurnar hafa báð- ar mikinn áhuga á dönsku. Þannig hefur Sól- veig t.d. tvisvar dvalist stuttan tíma í Refsnæs- blindraskólanum í Danmörku þar sem mikil áhersla er lögð á verklegt nám. Ólíkir tvíburar Jafnvel þó að systurnar segist vera samrýndar eru þær sammála um að á margan hátt séu þær ólíkar. Sigrún sé t.a.m. félags- lyndari en Sólveig. Hún segist hafa farið á fyrsta ball vetrarins í skólanum. „Mér fannst ofsalega gaman og ætla að reyna að fara á öll böllin,“ segir hún en systir hennar segist hafa á tilfinning- unni að hún sé bæði blind og heyrnarlaus þegar hún komi á hávaðasöm böll. „En ég fór á eins konar undirbúningskeppni fyrir mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskólanna og fannst mjög gaman,“ segir Sólveig sem hefur lært á píanó og segist hlusta mest á íslenska tónlist. Sigrún viðurkennir hins vegar að hafa gaman af því að hlusta á þunga- rokk og sígilda tónlist. „Og raun- ar bara alla tónlist,“ segir hún. Enda þótt Sólveig og Sigrún eigi mikið af vinum með fulla sjón segja þær að þeim þyki best að umgangast annað sjónskert ungt fólk. „Það er ekki alltaf að segja: Sjáðu hitt eða sjáðu þetta og benda svo eitthvað lengst í burtu. Og í þeirra hópi gleymir maður oft blindunni,“ segir Sólveig og segist heldur ekki þola þegar fólk vilji fari í „gettuleik“ og spyiji hvort hún viti hver hinn eða þessi sé. „Svo er til fólk sem segir við mig þegar við Sólveig erum sam- an eitthvað í líkingu við spurning- ar eins og: „Heldur þú að Sólveig vilji djús?“ segir Sigrún og þær Sólveig hrista höfuðið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Allt tekur lengri tíma „ÞEGAR maður er blindur tekur allt miklu lengri tíma en annars, t.d. var ég sjö ár að læra að reima. Hendurnar þvældust einhvern veginn fyrir mér,“ segir Sólveig m.a. þegar rætt er um á hvern hátt líf blindra og sjáandi sé ólíkt. Að ofan er hún í matreiðslutíma í Sjón- stöðinni í Blindraheimilinu, Hamrahlíð 17. Þær eru ánægðar að eiga hvora aðra að og segjast hjálpast mikið að. Þannig leiðist þær t.d. yfir- leitt þegar þær eru úti. „Við erum líka svo heppnar að eiga stóra fjölskyldu og hún hefur verið mjög dugleg að hjálpa okkur,“ segir Sólveig og minnist sérstak- lega á Margréti systur sína sem er í 8. bekk í Hlíðaskóla. „Hún hefur verið mjög góð að hjálpa mér,“ bætir hún við og Sigrún heldur áfram og segir að eflaust verði ekki síður mikilvægt að eiga systkini að í framtíðinni en nú. „Við getum þá t.d. hringt í Mar- gréti og sagt við hana si svona: „Heldurðu að þú skutlir mér ekki svolítið núna,“ segir Sólveig glett- in á svip því að það er ekki langt í kímnina hjá systrunum tveimur. Texti: Anna G. Ólafsdóttir „ÞÓ AÐ við séum búnar að hafa langan tíma til að sætta okkur við að sjá ekki eins og aðrir getur maður náttúrlega orðið alveg hundfúll,“ segir Sólveig Bessadóttir, 16 ára, sem hefur verið blind frá fæðingu, og Sigrún tvíburasystir hennar tekur undir með henni þar sem við sitjum í sól- bjartri stofunni heima hjá þeim og ræðum um daglegt líf þeirra I tilefni af degi hvíta stafsins í dag. Sigrún, sem er sjónskert, heldur áfram, og segist ekki geta neitað því að henni finnist súrt í brotið að geta ekki hlakkað til að fá bílpróf eins og jafnaldrar þeirra. „En við fáum auðvitað ýmislegt í staðinn, þjónustu og ágætan félagsskap, t.d. hjá Blindrafélaginu. Svo erum við úrskurðaðir öryrkjar og fáum bætur þótt þær komi auðvitað aldrei í staðinn fyrir fulla sjón.“ Systurnar, sem eru fæddar í Danmörku, komu þremur mán- uðum fyrir tímann í heiminn og voru settar í súrefniskassa. Sól- veig, sem fæddist klukkustund á undan, missti sjónina algjörlega en Sigrún hlaut skerta sjón. Á meðan Sólveig og Sigrún voru enn smábörn fluttist ijölskyldan svo aftur til íslands og systurnar fóru sex ára í Álftamýrarskóla. „Við fórum í Álftamýrarskóla vegna þess að þar var sérstök deilcT fyrir blinda. Annars fannst okkur skólinn mjög þægilegur. Nemendurnir voru fáir, eitthvað um 400 minnir mig, og allir þekktu alla. Þó að það hafi kannski verið í upphafi man ég ekki heldur eftir því að krakkarn- ir væru mikið að spyija okkur spurninga um hvernig við gerðum hlutina eins og Sólveig verður svolítið fyrir núna eftir að við byijuðum í MH,“ segir Sigrún en systurnar hófu nám í Menntaskól- anum í Hamrahlíð í haust. Sólveig virðist hins vegar ekki taka nærri sér spurningar af því tagi sem Sigrún minnist á. „Ég er ekki í fullu námi og er með aðstoðarmenn, krakka úr bekkn- um, til að hjálpa mér. Það eru aðallega þeir sem eru að spyija mig hvernig ég fari að þessu eða hinu en í tímum er ég með sér- stakt tæki, eins konar tölvu með blindraletri. Hérna heima er ég svo með venjulega tölvu og nota hana þegar ég þarf að skila verk- efnum til kennarans. Svo er ég með sumar bækur á spólu en mér líkar það frekar illa vegna þess að þá er ég lengur að vinna verk- efnin. Núna er t.d. verið að koma málfræðibókinni minni yfir af spólu á blindraletur," segir hún. í skólanum „Ég er í þremur aukatímum á viku í íslensku og svo er ég í sérstökum tölvutímum hjá blindri stelpu sem er stúdent frá MH. Hún er að gera fyrir mig sérstaka tölvuskrá núna sem ég geymi í skólanum enda kemst hún varla fyrir á WordPerfect-inu hér heima,“ segir Sólveig og við- urkennir að ágætt fordæmi felist í því að vita til þess að öðrum hafi tekist að taka stúdentspróf við svipaðar aðstæður. En nám hennar einskorðast ekki við menntaskólann. „Ég reyni að fara í tíma í Sjónstöð- inni á hveijum degi nema á fimmtudögum því þá byija ég svo snemma í skólanum,“ segir hún. „Þar læri ég flest af því sem felst í því að vera sjálfbjarga eins og t.d. að elda og svoleiðis því von- andi get ég einhvern tíma orðið svo sjálfbjarga að ég geti flutt að heiman eins og annað ungt fólk og bjargað mér sjálf,“ segir Sólveig en í Sjónstöðinni fer líka fram umferliskennsla og nú er Sólveig að læra hvernig hún get- ur gengið úr skólanum og heim svo ekki þurfi alltaf að sækja hana eins og núna. „Annars þyrfti ég fleiri tíma en vegna þess að umferliskennarinn er sá eini og Athafnasamar í námi og leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.