Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 Samemmg sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Hagsmunir heild- arinnar í fyrirrúmi eftir Svein Andra Sveinsson Meirihiuti landsmanna gengur að kjörborðinu 20. nóvember nk. og greiðir atkvæði um sameiningu sveitarfélaga í sínum landshluta. Er þessi atkvæðagreiðsla liður i því að styrkja sveitarstjórnarstigið í landinu, þannig að færa megi fleiri verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Höfuðborgarsvæðið er í þessu engin undantekning. Svipað og hjá öðrum landshlutasamtökum sveit- arfélaga var skipuð svokölluð um- dæmanefnd, sem samkvæmt nýjum ákvæðum sveitarstjórnarlaga skyldi gera tillögu um breytt umdæma- mörk sveitarfélaga í Iandshlutanum (með hugtakinu „landshluta" er vís- að til landshlutasamtaka sveitarfé- laga). í nefndinni eiga fulltrúa öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu, níu talsins. Úttekt ráðgjafarfyrirtækis Að lokinni ítarlegri umræðu um höfuðborgarsvæðið í heild sinni ákvað nefndin að fela sérfræðingum að gera úttekt á kostum og göllum þess að sameina í fyrsta lagi Mos- fellsbæ, Kjalarnes og Kjós, í öðru lagi Seltjarnarnes og Reykjavík og í þriðja lagi Bessastaðahrepp og Garðabæ. Verkfræðistofa Stefáns Ólafs- sonar vann að þessari athugun fyr- ir nefndina og skilaði niðurstöðum um mánaðamót ágúst og septem- ber. Á grundvelli niðurstaðna þeirra aðila var ákveðið að leggja til að kosið yrði um sameiningu Garða- bayar og Bessastaðahrepps. Aðrir sameiningarmöguleikar orkuðu meira tvímælis. Niðurstaðan varð- andi Reykjavík og Seltjamarnes var ekki mjög afgerandi og vafamál hvort atkvæðagreiðsia yrði lögð til. Varðandi norðursvæðið var niður- staðan sú að Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur væru að óbreyttu ekki í stakk búnir til að taka að sér aukin verkefni frá ríkisvaldinu og að Mosfellsbær væri ekki nógu öflugt sveitarfélag til þess að þjón- usta svo stórt svæði. Ekki var sam- staða um að leggja til kosningu um slíka atkvæðagreiðslu, þannig að til að höggva á hnútinn lagði undir- ritaður til að láta kanna kosti þess að sameina Seltjarnarnes, Reykja- vík, Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós- arhrepp. Samstaða náðist síðan í nefndinni um að leggja til kosningu um þessa sameiningu. Spennandi kostir Þeir kostir sem lagðir hafa verið fram eru að mörgu leyti spenn- andi. Um sameiningu Garðabæjar og Bessastaðahrepps er það að segja, að þar næst hagræðing í formi yfirstjórnunarkostnaðar og minni rekstrarkostnaðar á íbúa. Líkur eru á að skipulagsforsendur myndu breytast við sameininguna; áhersla yrði væntanlega á að byggðir færðust nær hvor annarri með uppbyggingu Garðaholts og að ekki yrði byggður upp þjónustu- kjarni á svæði Bessastaðahrepps. Það, hvort sameining yfirstjórnar og þessar breyttu skipulagsforsend- ur er kostur eða galli, er íbúanna að meta. Um sameiningu sveitarfélaganna fimm er það að segja að slíkt myndi fela í sér algera umbyltingu fyrir íbúa alls svæðisins. Um yrði að ræða eina yfirstjóm og minni rekstrarkostnaður yrði á hvern íbúa á öllu svæðinu. Utsvar myndi lækka til samræmis við það sem gerist í Reykjavík. Þjónusta í jaðarbyggð- unum myndi batna og nýir mögu- Sveinn Andri Sveinsson „Kosningarnar 20. nóv- ember nk. er stærsta skrefið sem stigið hefur verið frá upphafi í þá átt að fækka sveitarfé- lögum hér á landi. Náist markmið þessa átaks ekki er sýnt, að lítið sem ekkert verður af þeim áformum að færa aukin verkefni frá rík- isvaldinu til sveitarfé- laganna í landinu.“ leikar opnuðust varðandi skipulag byggðar. Lyti það annars vegar að minnkandi áherslu á þéttingu Kjósarhreppur Kjalarneshreppur Seítjarnarnes Kópavogur Reykjavík staðð- hrc-ppu; Garða- vbær Hafnarfjörður Garðabær/ Bessast.hr TILLAGA AÐ SAMEININGU: Seltjarnarnes Reykjavík Mosfellsbær Kjalarneshreppur Kósarhreppur Garðabær Bessastaðahreppur Fjögur sveitar- félög á höfuð- borgarsvæðinu byggðar og aukna verndun útivist- arsvæða á svæði Reykjavíkur og Seltjarnarness og hins vegar að hraðari uppbyggingu þéttbýlis og þjónustu bæði á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ. Hvort þetta eru kostir og gallar er íbúanna að meta. Sagan um litlu gulu hænuna Á nánast öllum samkundum sveitarstjórnarmanna undanfarin misseri hafa verið haldnar há- stemmdar ræður um nauðsyn þess að fækka sveitarfélögum með sam- einingu og styrkja þannig sveitar- stjórnarstigið, þannig að færa megi aukin verkefni til sveitarfélaganna. En um leið og slíkar hugmyndir beinast að viðkomandi, þá er því fundið allt til foráttu; sameining henti betur annars staðar. Mjög mörgum sveitarstjórnarmönnum og framkvæmdastjórum sveitarfélaga virðist vera ómögulegt að horfa á hagsmuni heildarinnar, heldur horfa einvörðungu í eigin barm og síns sveitarfélags og spytja: „Hvað græðum við á þessu?“ Framundan eru umræður í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þær múnu veita umsagnir um tillögur umdæmanefndar. Það er von mín að menn horfi þá á hvort sameining geti orðið öllu svæðinu og íbúum þess lyftistöng eða ekki. Ef allir hugsa um eigin skammtíma hags- muni er augljóst að ekkert verður af sameiningu sveitarfélaga nokk- urs staðar á landinu. Kosningarnar 20. nóvember nk. er stærsta skrefið sem stigið hefur verið frá upphafi í þá átt að fækka sveitarfélögum hér á landi. Náist markmið þessa átaks ekki er sýnt, að lítið sem ekkert verður af þeim áformum að færa aukin verkefni frá ríkisvaldinu til sveitarfélaganna í landinu. Áratugir munu þá líða án þess að til slíks flutnings geti komið og áratugir munu líða þar til þjóðin nær fram þeim fjárhags- lega ávinningi sem af því hlýst. Áratugir munu þá líða þar til eina skynsamlega byggðastefnan kemst til framkvæmda. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður umdæmanefndar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hvíti stafurinn - helsta hjálpartæki blindra eftir Arnþór Helgason Alþjóðasamtök blindra hafa mælst til þess að 15. október verði haldinn sem dagur hvíta stafsins. íslendingar urðu fyrstir þjóða við þessum tilmælum og hefur verið haldið upp á þennan dag hérlendis í hálfan annan áratug. Hvíti stafurinn gerir blindum manni kleift að ferðast á eigin spýt- ur á milli staða. Stafurinn er einnig einkennistákn þess sem er sjón- skertur. Þegar einstaklingur sést með hvítan staf á gangi vita flestir vegfarendur að þar fer blindur eða sjónskertur maður og hugsast getur að sýna þurfi honum sérstaka tillits- semi. Hvíta stafinn nota flestir til þess að kanna nánasta umhverfi sitt. Menn halda honum skáhallt fyrir framan sig og hreyfa hann háttbundið til hægri og vinstri. Þannig skynja þeir hindranir í nokk- urra sentimetra fjarlægð. Oftast dugar þessi aðferð til þess að menn fari sér ekki að voða en stundum geta menn verið svo sjálfsöruggir og talið sig þekkja umhverfið svo vel að þeir gæta sín ekki og ganga hraðar en svo að þeir geti numið staðar, verði hindrun á vegi þeirra. Því hefur margur stafkarlinn eða stafkerlingin hrotið ofan í óvænta skurði eða dottið um hluti sem er stillt á miðja gangstéttina. Reyndar eru gangstéttir í Reykjavík þannig úr garði gerðar að menn verða sí- fellt að vera á varðbergi til þess að slasa sig ekki. Hellur eru mis- lagðar og ýmiss konar gildrur eru lagðar fyrir sjónskerta vegfarendur sem kjósa að nota gangstéttirnar. íslendingar hafa lengi stundað þá óhæfu að stilla bifreiðum sínum upp á gangstéttum þótt það sé víðast hvar óheimilt. Þetta skapar stór- kostlega hættu fyrir aðvífandi veg- farendur. Margir hrökklast út í ið- andi umferðina sem fellur fram eins og straumhart stórfljót og vitað er að slys hafi hlotist af. Gildir þessi hætta jafnt um þá sem eru blindir og aðra sem kjósa að fara ferða sinna gangandi. Þá eru gangstéttir, einkum í verslunarhverfum, vinsæl- ar fyrir útstillingar verslana og menn setja stundum blómaker á miðja gangstétt til þess að skreyta nánasta umhverfi fyrirtækja sinna. Margur maðurinn hefur hruflað á sér sköflunginn eftir viðureign við slíka aðskotahluti eða fengið högg í andlitið að ástæðulausu. Þá hefur og margur maðurinn kengbeygt hvíta stafinn eftir að hafa rekið hann undir stuðara bifreiðar sem hefur verið komið fyrir á miðri gangstétt eða jafnvel eyðilagt föt sín. Mjög er misjafnt hvemig vegfar- endur bregðast við þegar þeir hitta fyrir mann með hvítan staf. í mörg- um stórborgum erlendis er sam- stundis boðin fram aðstoð. íslend- ingar eru hins vegar fremur af- skiptalitlir. Sjái þeir að menn séu að rata í ógöngur grípa þeir til sinna ráða og beina þeim á rétta braut. Það gerist stundum að notendur hvíta stafsins villast þegar þeir fara um svæði sem þeir þekkja ekki of vel eða eitthvað hefur borið við sem hrekur þá af leið. Þá skiptir miklu máli að vegfarendur segi skýrt og greinilega til vegar. Ferðir með Strætisvögnum Reykjavíkur geta verið býsna skemmtilegar. Oft verða fróðlegar samræður í vagnin- um og gott er að láta þreytu vinnu- dagsins líða úr sér undir öruggri stjórn bílstjórans. Það hefur nokkr- um sinnum hent mig að sofna á leiðinni ofan úr Hlíðum vestur á Seltjarnarnes. Eitt sinn blundaði ég dálitla stund og þegar ég vaknaði vissi ég ekki hvar ég var því að ég hafði bæði tapað áttum og sá hvort eð var ekki glóru. Ég sneri mér því að konu nokkurri sem sat við hlið mér og spurði hvar við værum. Konan átti greinilega ekki von á svo fávíslegri spurningu og svaraði felmtri slegin: „Guð, við erum á Öldugötunni." Ein skemmtilegasta villan á leið minni um borgina með hvíta stafinn stafaði af því að nýkjörinn forseti vor íslendinga, frú Vigdís Finn- bogadóttir, hafði greint frá því kvöldið áður að sér hefðu borist svo margar vísur að hún gæti gefið út Arnþór Helgason „Hvíti stafurinn gerir blindum manni kleift að ferðast á eigin spýt- ur á milli staða. Stafur- inn er einnig einkennis- tákn þess sem er sjón- skertur.“ vísnabók Vigdísar. Hégómaskapur minn ásamt ódulinni aðdáun á for- seta vorum varð þá til þess að ég tók að yrkja í strætisvagninum og fór of langt. Hlaust af því góð gönguferð í indælu veðri en vísan er svona: Landsmóðir, lifðu heil. Vel þér farnist á forseta stóli. Blómgist þinn hagur að Bessastöðum. Þjóðin mun standa þér að baki. Veturinn er notendum hvíta stafsins oft erfiður. Þá breytast öll kennileiti, enda hefur snjórinn verið nefndur „þoka blinda mannsins“. Blint fólk finnur þá mjög til ófrels- is og hlakkar til vorsins. Blint fólk fylgist með sólbráð og heyrir snjó- inn bráðna. Að vísu geta ýmsir ferð- ast um þau hverfi sem þeir þekkja vel. Fara þeir þá eftir þeim hljóðum sem að eyrum þeirra berast, en í kyrru veðri getur blindur maður heyrt endurkast eða bergmál frá húsum, grindverkum, kyrrstæðum bifreiðum og jafnvel ljósastaurum. Þessi heyrn krefst hins vegar mikill- ar þjálfunar. Á vegum Reykjavíkurborgar hafa að undanförnu verið settir upp götuvitar með hljóðmerkjum við gangbrautir. Þessir hljóðvitar hjálpa sjónskertu fólki að átta sig á því hvar gangbrautir eru. Þá veita hljóðvitarnir mikið öryggi. Því mið- ur verður að segja sem er að sumir þessara hljóðvita hafa ekki fengið að vera í friði fyrir skemmdarvörg- um og á þetta einkum við um hljóð- vitann á horni Stakkahlíðar og Miklubrautar sem er í námunda við Blindraheimiiið í Hamrahlíð 17. í greinarkorni þessu hefur verið drepið á nokkur atriði sem snerta notendur hvíta stafsins. Vonandi verða þessi skrif til þess að opna augu einhverra fyrir þörfum þeirra vegfarenda sem eru sjónskertir eða blindir. Aukin tillitssemi skaðar engan en getur aukið frelsi margra. Höfundur er formaður Öryrkjabnndalags íslnnds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.