Morgunblaðið - 15.10.1993, Side 33

Morgunblaðið - 15.10.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 33 Minning * Níelsína Osk Daní- elsdóttir Wiium Fædd 23. febrúar 1913 Dáin 7. október 1993 í þessum fáu orðum langar mig til að kveðja ömmu mína, Níelsínu Ósk Daníelsdóttur Wiium, sem lést 7. október eftir stutta sjúkralegu. Ég mun ætíð minnast hennar sem mjög skemmtilegrar og hressrar konu. Þó að á háan aldur væri kom- in og heilsan ekki alltaf upp á það allra besta tókst henni yfirleitt að halda góða skapinu. Amma mín var fædd og uppalin í sárri fátækt og þurfti ætíð að hafa mikið fyrir lífinu. Hún var ekki nema 16 ára þegar hún datt á skautum og eftir tvö ár á sjúkra- húsi var hún útskrifuð með ævi- langa fötlun. Það var árið 1932 sem amma giftist Sigurði Magnússyni Wiium og saman áttu þau fjóra syni og eina dóttur. Það var svo árið 1957 að Sína amma missti manninn sinn ojg voru þá framundan erfiðir tímar því að heima voru þrír ungir synir og varð þá amma að fara út á hinn harða vinnumarkað verkafólksins. Vinnudagar ömmu voru langir og ekki bætti fötlun úr, fiskvinna allan daginn og ræstingar f skólum öll kvöld og iðulega um helgar. Amma Sína var líka hörkukona sem bein í nefinu. Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt hana klaga eða bera sig illa. Lífið lék við ömmu þegar hún Fæddur 15. nóvember 1946 Dáinn 7. október 1993 í dag kveðjum við ástkæran son okkar og bróður sem andaðist að morgni 7. október sl. eftir harða en hetjulega baráttu. Ekki kvartaði hann, heldur horfði fram á veginn og eygði alitaf von um bjarta fram- tíð. Sagt er að Guð elski þá er deyja ungir, en alltaf er erfitt að kveðja þá er hverfa yfir móðuna miklu fyr- ir aldur fram. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðmundur var fæddur á Stokks- eyri, sonur hjónanna Víglundar Guð- mundssonar og Ólafar Karlsdóttur, næstelstur níu systkina. Hann ólst upp á Stokkseyri og sextán ára gam- all fór hann að stunda sjóinn og varð sjómennskan hans ævistarf. Guðmundur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Aðalheiði Sigtryggs- dóttur 15. nóvember 1971, en hún var þá ekkja og fjögurra barna móð- ir og gekk hann þeim Jóhanni, 01- geiri, Ellý og Höllu í föðurstað. Árið 1973 eignuðust þau saman dóttur, Melkorku. Barnabörnin eru fjögur og voru þau öll augasteinar afa síns endá var hann mjög barngóður. Við biðjum Guð að blessa og styrkja Nönnu, börnin og fjölskyld- urnar í þeirra miklu sorg. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn þig mig haldið. En þegar þið hlægið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt kynntist seinni afa mínum, honum Jóni Bergmann, árið 1973. Fóru þá í hönd betri tímar og bjó amma mín við mikið ástríki og umhyggju- semi þessa góða manns. Á þessum árum voru öll börn ömmu farin að heiman og barnabörnunum fjölgaði. Móðir mín og faðir minn, sem er næstyngsti sonur Sínu ömmu, slitu samvistir á þessu tímabili og þá reyndust amma og afi mér, bróður mínum og föður einstaklega hjálp- leg og varð af þeim sökum samband okkar mjög náið. Voru þau alltaf tilbúin að hjálpa til og heimili þeirra stóð okkur alltaf opið. Fátt var eins gott og að koma á Baldursgötuna þar sem þau bjuggu lengst af og fengum við alltaf jafn- hlýjar móttökur og stóð aldrei illa á. Þau áttu alltaf góða bíla og má segja að amma hafi verið haldin hálfgerðri bíladellu. Það voru ófá skiptin sem afi og amma óku með mig og son minn hingað og þangað í ýmsum erindum, en afi tók litla Símon frá fyrstu stund sem sínu eigin barnabarni. Það var þungbært fyrir ömmu að sjá á eftir afa árið 1990, enda var afi einstakur maður sem öllum þótti vænt um. Síðastliðin þrjú ár hafa eflaust verið ömmu erfið en það var auðsjá- anlegt að söknuðurinn eftir afa var mikill því hún talaði stöðugt um hann í bréfum sínum til mín. Veit ég að safnaðarstarf við Grensás- sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífínu. (Höfundur ókunnur) Við trúum því að þeir látnu séu ekki horfnir að fullu, þeir eru aðeins farnir á undan. Kæri Gummi, blessuð sé minning þín, við þökkum þér fyrir allt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson). Mamma, pabbi, systkini og fjölskyldur þeirra. Elskulegur frændi minn, Guð- mundur Karl Víglundsson eða Gummi, er dáinn. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum. Það yrði margt, ef telja skyldi það. í lífsins bók það leyfir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (í vökulok eftir Margréti Jónsdóttur.) Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Ur Spámanninum.) Ég krýp og faðma fótskör þína, frelsari minn, á bænastund. Ég legg sem barnið bresti mína, bróðir, í þína líknarmund. Ég hafna auðs og hefðar völdum hyl mig í þínum kærleiks öldum. Ég bið guð að styrkja alla ástvini hans. Blessuð veri minning þín. Hjördís frænka. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. kirkju var það sem hjálpaði ömmu að takast á við sín einmanalegu ár og eiga prestarnir þar, þeir Halldór og Gylfi, miklar þakkir skildar. Ég hringdi í ömmu ekki alls fyr- ir löngu og baðst þá gistingar hjá henni þegar ég kæmi til Islands eftir áramót. Því miður fékk ég ekki að upplifa þá ánægju, en þá sagði amma að hana hefði dreymt afa Jón sl. nótt og hvort það væri ekki undarlegt. Hún vildi nú helst bara fá að fara bráðum og bað Guð um að gefa það að hún fengi held- ur að fara en að verða alveg heilsu- laus. Guð hefur bænheyrt hana ömmu mína og þó við sitjum hér fyllt tómi, sorg og söknuði, er gleð- in samt mikil yfír því að þetta fór eins og amma vildi sjálf. Nú er hún í tryggum höndum hjá Guði og þeim sem stóðu henni næst. Bestu þakkir amma mín fyrir alla hjálp, vináttu, hlýju og ást sem þú hefur veitt mér og bróður mín- Drottins nægð og náð, boðin alþjóð er. Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins dhaf, allt er ljós og líf. (Stefán frá Hvítadal) Elsku Gummi frændi, takk fyrir allar góðar stundirnar þegar ég var lítil og allar stundir sem við áttum saman. Guð blessi þig. Elsku Nanna, amma, afi og fjöl- skyldur. Guð styrki ykkur og blessi í ykkar miklu sorg. Kær kveðja, Kristín Jóhanna. um, föður og syni. Þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar og huga. Að lokum kveð ég þig elsku amma mín og sendi þér þennan sálm: Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (H.P.) Linda Ósk Símonardóttir Wiium. Hún amma mín, Sína Wiium, eins og hún var oftast nefnd, var mér af mínum nánustu einna kærust. Þetta einstaka hörkukvendi sem fram að sínum síðustu vikum hafði gegnt mér móðurhlutverki af ein- stakri natni, meira og minna frá því að ég var sjö ára gamall, en þá missti ég hana móður mína. Hún amma mín kæra var alin upp í sárri fátækt og þurfti hún svo sannarlega að vinna fyrir sínu og marga ógæfuna upplifði hún á sinni viðburðaríku ævi. Voru foreldrar hennar ekki nægum efnum búnir til að halda henni heimili og var hún send í fóstur fyrir fermingar- aldur. Er hún var sextán ára gömul datt hún illa á skautum og varð varanlega stíft hné afleiðing þess. Já, hún amma kunni takt lífsins, auk alls þessa missti hún tvo kæra eiginmenn á ferðinni. Sinn fyrri, Sigurð Magnússon, missti hún árið 1957 og skildi hann eftir sig fjóra syni og eina dóttur. Kom hún þeim hraustum og heilbrigðum út úr hreiðrinu og eru allir þessir ungar heiðarlegir og löghlýðnir sómaborg- arar rétt eins og ömmu var mikil- vægast. Gæfan var henni ömmu minni kæru ekki alltaf óholl. Árið 1973 kynntist hún amma honum afa mínum, Jóni Bergman, og bjuggu þau í hamingju mest megnis á Bald- ursgötu 20. Man ég mjög eftir mín- um árum þar. Hvernig hún amma klappaði alltaf á höndina á mér þegar við horfðum á sjónvarpið og gaf mér ætíð miklu meira á diskinn en ég óskaði eftir. Árið 1990 varð amma fyrir áfalli sem hún komst aldrei alveg yfir, en þá missti hún seinni mann sinn, hann Jón afa. Það sem mér fannst einna sárast við andlát hans var að hann gat ég aldrei kvatt. Amma var alltaf örlítið beisk, en kveinkaði sér aldrei. Hún var sannkallaður jaxl sem kvartaði aldrei. Ég reyndi að heimsækja hana sem mest eftir lát afa míns kæra og urðum við mestu trúnaðarvinir. Við hlustuðum á sinfóníur saman og má geta þess að uppáhaldsverk okkar voru Árstíðirnar eftir Vi- valdi. Amma einfaldlega lognaðist út af, tók á sig mynd fugls, gaf sig á vald tóna, tilfinninga og flaug um heimsins gresjur er við hlustuðum. Amma mín kæra er horfín úr sínum slitna líkama og komin á framandi slóðir, en það sem amma kenndi mér og lagði áherslur á mun ég varðveita alla mína ævi. Heiðar- leiki, siðferði og hinn eini og sanni sannleikur voru hennar einkunnar- orð. Hún var í stanslausri leit að réttlæti. Eitt af því sem amma kenndi mér var að segja ekki orð né tjá tilfinningar sem ég ekki meinti. Það hef ég gert að einu minna „prinsippa". Hana ömmu mína þótti mér svo vænt um að engin orð fá lýst. Fyr- ir hönd okkar föður míns, Símon H. Wiium. StdíD fyrir steinsteypu. Á undan timanum í 100 ár. Léttir meöfærilegir viðhaldslitlir. Ávallt fyrirliggjandi. '/ þþ CO Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, sími 38640 FYRIRLIGGJANDI: GÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR - STEYPUSA6IR - HRJERIVÉLAR - SAGARBLðB - Vdnduð Iramleiðsla. 1973 1993 Mifia KRINGLUNNI 689 LAUGAVEGI 19 o 174 20 ára Bjóðum 30% afslátt af öllum vörum dagana 15. -25. október. Verðdæmi: Blómapeysur kr. 3.990 2.790 Ullarpeysur kr. 5.990 3.990 Bómullarpeysur kr. 5.990 3.990 Úlpur kr. 9.990 6.990 Hippamussur kr. 3.990 2.790 Blazerjakkar kr. 8.990 6.290 Dragtir kr. 14.990 9.990 Allt nýjar vörur frá London, París og Amsterdam. NOVELL Ráðstefna Novell ráðstefna verður haldin að Hótel Holiday Inn í dag 15. október kl. 13.00 í boði Novell og Tæknivals. Fyrirlestrar fara fram á ensku. Þátttaka er öllum opin meöan húsrúm leyfir og tilkynnist Tæknivali í síma 681665. ]Ág Tæknlval Skeifan 17, sími 681665 NOVELL umboðiö á ísiandi Guðmundur Karl Víg- lundsson - Minning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.