Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 19 Sambíóin og Háskólabíó sýna myndina Fyrirtækið SAMBÍÓIN og Háskólabíó hafa hafið sýningar á myndinni Fyrir- tækið eða „The Firm“. Framleið- endur eru Scott Rudin og John Davis, leikstjóri er Sydney Pollack og aðalhlutverk eru í höndum Tom Cruise, Gene Hack- man, Jeanne Tripplehorn og Holly Hunter. Stórmyndin The Firm hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu rithöfundarins John Gris- ham, en bækur hans hafa setið í efstu sætum vinsældalista í Banda- ríkjunum um langt skeið. I myndinni leikur Tom Cruise lög- fræðinemann Mitch McDeere. Hann stendur sig sérlega vel í skóla og rignir þess vegna yfir hann atvinnut- ilboðum þegar hann lýkur námi. Mitch fer í mörg viðtöl og meðal þeirra er eitt við forráðamenn lítillar lögfræðistofu í Memphis. Þeir gera honum tilboð sem hann getur ekki hafnað og stuttu síðar er hann kom- inn í kaf í vinnu fyrir þá. Avery Tolar (Gene Hackman) er fenginn Gene Hackman og Tom Cruise í hlutverkum sínum í myndinni Fyrirtækið. til að ieiðbeina Mitch og renna á hann tvær grímur þegar hann verð- ur var við að ekki er allt með felldu innan fyrirtækisins. Hann heyrir dularfullar sögur af fyrrverandi starfsmönnum sem látist hafa á dularfullan hátt. Þegar hann hefur eftirgrennslan, er einkaspæjari nokkur sem hann réði til starfans, myrtur á hrottalegan hátt. Þá hleyp- ur spenna í leikinn og Mitch þarf að vera snar í snúningum til að ieika á fyrirtækið og gjalda því rauðan belg fyrir gráan. Námskeið í ýmiss konar stuttermabolir þijú skipti. Nk. laugardag, 16. október, verður ýtt úr vör nám- skeiði sem gefið hefur verið nafnið Pabbi, mamma, börn og fluguhnýt- ingar. Þar gefst þátttakendum kostur á að læra listina að hnýta flugur undir leiðsögn Sigurðar Pálssonar. Engin reynsla er nauð- ynsleg og verði er mjög stillt í hóf. Síðar í vetur er áætlað sams- konar námskeið en þá í skartgripa- gerð. handíðum í Gerðubergi I VETUR mun menningarmiðstöðin í Gerðubergi gangast fyrir námskeiðum í ýmiskonar handíðum ætluðum allri fjölskyldunni. Markmiðið er að gefa foreldrum, börnum, öfum og ömmum tæki- færi til að verja saman notalegri stund í leik og starfi, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðin munu fara fram á laugardagsmorgnum frá kl. 10.15 til 13 og hvert um sig standa í Hótel íslendinga í Dublin Mikill reykur en engin slys ENGIN slys urðu á mönnum og engar skemmdir urðu á Hótel Burlington í Dublin þegar mikill reykur myndaðist í eldhúsi hót- elsins í fyrrinótt þegar kviknaði í potti. A hótelinu gista nú hátt í þijú hundruð Islendingar. Adan Doyle, framkvæmdastjóri hótels- ins sagði að af öryggisástæðum hefði hótelið verið rýmt. Framkvæmdastjórinn sagði að þrennt hefði verið flutt á spítala vegna gruns um reykeitrun en það hefði verið sent heim strax að lok- inni læknisskoðun. „Þetta var stormur í vatnsglasi, en vegna reyksins urðum við að fara að öllu með gát,“ sagði Doyle. 100%bómull Stærðir M/L/XL 5 stk aðeins 990 kr Nýtt kortatímabil • ♦ ■ 50 ára afmælisþing SÍR Æska, orka, framtíðin SAMBAND íglenskra rafveitna heldur 50 ára afmælisþing í Há- skólabíói á morgun, laugardag, undir yfirskriftinni „Æska, orka, framtíðin“. Afmælisþingið verður sett klukk- an 10.30. Aðalsteinn Guðjohnsen, formaður SÍR, setur þingið og Sig- hvatur Björgvinsson iðnaðarráð- herra flytur ávarp. Síðan verður rætt um framtíð orkumála. Eftir hádegið verður dagskrá í fimm sölum Háskólabíós. Rætt verður um orkulindir æskunnar, ævintýrið um rafeindina, orku og samfélagið, boð og miðlun, nýsköp- un og þróun og umhverfismál. Sýnd verða tölvuundur og opin málstofa verður í einum salnum. Þá er sýning í anddyri Háskólabíós milli klukkan 13 og 15. Sölusýning Við bjóðum ykkur velkomin í verslun okkar á laugardaginn kemur 16. október á milli 10 og 16. Til sýnis verða hin glæsilegu Siemens heimilistæki sem notið hafa mikillar hylli meðal íslendinga um áratuga skeið. Við veitum 10% staðgreiðsluafslátt af öllum vörum þennan dag. Auk þess verðum við með spennandi sértilboð á ýmsum litlum raftækjum. Þeir sem koma til okkar geta einnig tekið þátt í léttri getraun. Vinningshafi fær glæsilegt Siemens myndbandstæki í verðlaun. Léttar veitingar í boði. Fjölmennið og njótið dagsins með okkur. SMÍTU& NORLAND Nóatúni 4 - S. 628300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.