Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 25
< ■ t fllMIIM'SITSI I* 51 i -t MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 25 Morgunblaðið/Árni Sæberg Á útsölu tsöluvörur á rýmingarsölu sem hófst í Hagkaupum í gærdag. Irar lántöku í frumvarpi til lánsfjárlaga fái að taka arða að láni na 15,9 milljörðum heimilað að taka lán að fjárhæð allt að 5,9 milljarðar kr. skv. frum- varpinu og fer lántakan öll til að endurfjármagna lán sem falla í gjalddaga á næsta ári. Byggingar- sjóði ríkisins verðu heimilað að taka 2.250 millj. að láni á árinu sem er nálægt 1,6 milljarða kr. lægri fjár- hæð en á þessu ári. Byggingarsjóði verkamanna er heimilt að taka allt að 7.450 millj. samanborið við 6.870 á þessu og húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins er heimiluð afgreiðsla húsbréfa fyrir allt að 11.500 millj. á næsta ári, skv. frum- varpinu. Byggðastofnun fær einn milljarð Byggðastofnun verður heimiluð lántaka að fjárhæð allt að einn millj- arður kr. samanborið við 650 millj. á þessu ári en afborganir af teknum lánum aukast verulega milli ára og innheimtar afborganir af veittum lán- um dragast nokkuð saman. 1 Heimildir stofnana I til lántöku 1994 Milljónir króna 11.500 Húsbréfadeild Byggingar- sjóðs ríkisins Byggingarsjóðurverkamanna 7.450 Landsvirkjun 5.900 Lánasjóður islenskra námsmanna* 3.700 Iðnlánasjóður 2.600 Atvinnutryggingardeild Byggðarstofnunar* 2.500 Byggingarsjóður ríkisins 2.250 Byggðastofnun 1.000 Iðnþróunarsjóður 800 Stofnlánadeild landbúnaðarins 700 Póst- og símamálastofnun 195 Ferðamálasjóður 130 Alþjóðaflugþjónustan* 100 Lyfjaverslun ríkisins 72 SAMTALS 38.897 ‘Umendurláneraíræða. i frumvarp um breytingn á þingfararkaupi íiður sé farið hærra launað ætluð að brúa tímabil atvinnuleysis að loknu starfi. Sagði hann ekki vanþörf á þessu frumvarpi eftir umræðuna í þjóðfélaginu undan- farna daga. „Nóg er af dæmum í opinbera kerfinu að menn taki rétt sinn sjálfir. Greiði sér laun í ýmsu formi, sem ekki er bein lagaheimild fyrir,“ sagði hann. „Það þarf að taka á bílakaupum og fríðindum banka- kerfisins, og á öllu sjálfstökuliði. Steypa þarf öllum launa- og kjara- málum ríkisstofnana í nýtt form frá grunni,“ sagði Eggert. Lág laun þingmanna Matthías Bjarnason sagði við umræðurnar að laun þingmanna væru orðin mjög lág miðað við önnur ábyrgðarstörf og leggja ætti laun þingmanna að jöfnu við kjör ein- 'hverra ákveðinna hópa sem háðir væru Kjaradómi. „Hvaða menn menn fást til að sitja hér á Alþingi fyrir þetta kaup í framtíðinni. Þeir sem mestur feng- ur er í að fá eru á þreföldum, fjórföld- um launum. Þótt þeir sjálfir væru svo vitlausir að vilja það, þá ættu þeir flestir kannski eiginkonu eða eiginmenn sem segðu þeim að stein- hætta þessari vitleysu. Þetta er framtíðin sem blasir við,“ sagði Matthías. Kenjótt sjálfstýring í Boeing-þotum tal- in geta valdið hættu BANDARÍSK flugmálayfirvöld hafa varað við hugsanlegum bilunum í sjálfstýringu rúmlega 1.000 flugvéla af gerðunum Boeing 757 og 767, samkvæmt forsíðufrétt breska blaðsins Independent á þriðjudag. Hafa flugmenn þessara flugvélateg- unda verið hvattir til að sýna sérstaka árvekni þar sem í mörgum tilvikum hefur sjálfstýringin ýmist farið í gang, aftengst eða starfað öðru vísi en til var ætlast. Viðvörunin er gefin út í fram- haldi af atviki í Frankfurt í Þýska- landi 15. júní en þá sveigði 767- þota frá bandaríska flugfélaginu United Airlines út af flugbraut í lendingarbruni. í ljós kom að hliðar- stýrið hafði farið í gang, rétt eins og um skipun frá sjálfstýringunni hefði verið að ræða. Enn sem kom- ið er hefur ekki tekist að leiða í ljós hvers vegna stýrið sveigði hálfa leið til hægri og var á í sex sekúnd- ur. Flugmennirnir tóku sjálfstýring- una úr sambandi skömmu fyrir lendingu og lentu þotunni sjálfir. Og þegar flugvélin tók að sveigja út af brautinni var það að þakka snarræði flugmannanna að ekki hlaust slys af því þeim tókst að aftengja hliðarstýrið og halda þot- unni inn á grasflöt meðfram braut- inni þar til hún staðnæmdist. Við tilraunir í framhaldi af atvik- inu í Frankfurt kom í ljós að upplýs- ingar á skjáborði sjálfstýringarinn- ar áttu til að breytast upp úr þurru og án þess að flugmennimir hefðu komið nærri. Beygði flugvélin og sveigði í samræmi við þessa keipi sjálfstýringarinnar. Ráðþrota Við athugun Umferðaröryggis- stofnunar Bandaríkjanna (NTSB) á flugbókum United kom í ljós að þar voru skráð 29 atvik þar sem sjálf- stýring á Boeing 757 og 767 þotum hafði hegðað sér öðruvísi en til var ætlast. Oll atvikin nema eitt áttu sér stað eftir 1985. Að sögn Boeing- verksmiðjanna var um að ræða ranga gagnaúrvinnslu á flugi sem flugmennirnir leiðréttu. „Við þekkj- um vandamálið og erum að reyna að lagfæra það,“ sagði talsmaður verksmiðjanna í samtali við Inde- pendent. Sérfræðingar eru nær ráðþrota þar sem kerfisbúnaðurinn í sjálf- stýringunni er þrefaldur sem á að tryggja að bilanir eigi sér ekki stað. Umferðaröryggisstofnunin hefur beðið bandarísku flugmálastjórnina (FAA) að vara flugmenn við þeim hættum sem sjálfstýringunni kann að fýlgja. Stofnunin hefur einnig farið þess á leit við Boeing-verk- smiðjumar og Rockwell Collins-raf- eindaverksmiðjurnar, framleiðanda sjálfstýringarinnar, að gallinn í tækjabúnaðinum verði lagfærður. Hefúr FAA 90 daga til að bregðast við tilmælum NTSB og ákveði flug- málastjórnin að fara að þeim verða flugfélög sem málið varðar vöruð við hættunni. Kenjótta sjálfstýringu er ekki einungis að finna í þotum United. í júní í fyrra hljóp hliðarstýri á Boeing-767 þotu American Airlines skyndilega í lás. Þrátt fyrir að fylgst hafi verið nákvæmlega með sjálf- stýringunni í heilt ár eftir tilvikið fannst aldrei skýring á hvað varð þess valdandi að stýrið fór út í annað borðið. Flókin tæki Að sögn Independent hefur bandaríska flugmannafélagið áhyggjur af þessum vanda. Telja samtökin sjálfstýringarbúnaðinn viðsjálsgrip, hann sé það fullkominn og flókinn að hætta sé á að tilraun- ir til að leysa vanda, sem upp kunni að koma í flugi, geti orðið til þess að gera vandann verri. Nú eru 557 þotur af gerðinni Boeing-757 og 500 af tegundinni Boeing-767 í notkun um heim all- an. Collins sjálfstýringin er í öllum þessum vélum og einnig nokkrum 747-breiðþotum og Fokker-100. Forstjóri Byggðastofnunar um kaup á Cherokee-jeppabifreið Þekktí ekki reglur sem gilda um ráðherrabíla GUÐMUNDUR Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar, segir að hefði hann þekkt þær reglur sem gilda um kaup á ráðherrabílum hefði hann ekki keypt Grand Jeep Cherokee-jeppa í sumar. Bíllinn var keyptur í júlí síðastliðn- um og kostaði 3,7 milljónir kr. kom- inn á götuna. Segir Guðmundur að bíllinn hafi verið keyptur samkvæmt ráðningarsamningi hans og þáver- andi stjórnar Byggðastofnunar frá árinu 1985. Guðmundur segir það umhugsun- arefni að vera á bíl í eigu stofnunar- innar upp á þau kjör að þurfa að greiða svo háa skatta af honum. Hann sagði að sér sýndist ekki skyn- samlegt í stöðunni að selja bílinn en hann vildi ekki tjá sig um tilboð sem hefur borist í hann. Aðspurður um hvort þessi bíll væri ekki mun dýrari en ráðherrabílar og hvort ekki væri miðað við þær reglur hjá Byggða- stofnun, sagði Guðmundur: „Það er aðeins eitt sem ég vil segja í því sam- bandi og það er að ef ég hefði vitað um reglur um ráðherrabílana og áttað mig á þeim þá hefði ég ekki keypt bílinn. Ég hefði ekki sprengt þau mörk. Reyndar er bíllinn greiddur eftir gengisfellingu og það varð til ess að hann varð dýrari en til stóð.“ reglum um ráðherrabíla er miðað við að þeir kosti ekki meira en 3,2 milljónir króna. Aðspurður um hvort forstjórar stofnana með bækistöðvar í Reykja- vík þurfi á dýrum jeppum að halda í starfi, sagði Guðmundur: „Ég er ekki eingöngu forstjóri í bænum og helm- ingur af notkun þessa bíls eða meira er beinlínis í þágu starfsins.“ „Það er kannski spurning út af fyrir sig hvað mig varðar að ég þurfi að greiða svo háan skatt af svo dýrum bíl sem er notaður svo mikið í starfi. En það sætti ég mig við. Byggðastofnun á bílinn en ég greiði skatt af honum. „Mér finnst það eðlilegt að á sama hátt og viðskiptaráðherra hefur skrif- að bönkunum bréf og óskað eftir skýr- ingum á ýmsum hlunnindum banka- stjóra þá verði sömu reglur látnar gilda um þá sem heyra beint undir viðkomandi ráðherra," sagði fjármála- ráðherra. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði í umræðunni að ráðherrar myndu óska eftir þessum upplýsingum frá ríkisstofnunum. Samkvæmt upplýsingum sem feng- ust hjá Magnúsi Péturssyni, ráðuneyt- isstjóra í fjármálaráðuneytinu, gerði fyrrverandi fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson starfskjarasamning við Sigurgeir Jónsson forstjóra Lána- Það er gert þannig að reiknað er 20% af bílverðinu og er það stofn til tekju- færslu og greiddur er skattur af því. Ef ég man rétt þýðir þetta 62 þúsund kr. tekjur á mánuði og af því greiði ég staðgreiðsluskatt." sýslu ríkisins þegar lánasýslan var stofnsett árið 1990. Samningurinn fól í sér að starfskjör Sigurgeirs yrðu þau sömu og gilda um forstjóra Þjóðhags- stofnunar og fékk hann því nýjan jeppa til afnota, Toyota 4Runner ár- gerð 1991, sem Sigurgeir hefur enn til umráða. Einnig gerði fýrrv. fjár- málaráðherra starfskjarasamning vlS'* Pétur Kristinsson, forstöðumann Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa, sem er deild innan Lánasýslunnar, um að hann nyti sömu kjara og aðstoðar- bankastjórar við Seðlabankann að því undanskildu að Pétur fékk til umráða Mitsubishi Pajero-jeppa árgerð 1989 en aðstoðarbankastjórar í Seðlabank- anum fá greidda bílastyrki. Fj ármálaráðherra um bílakaup stofnana Sömu reglur gildi um Lánasýsluna FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi- í vikunni að sér væri ekki kunnugt um að ráðherrar í ríkisstjórninni hefðu gert samninga við yfirmenn Lánasýslu ríkisins um bílakaup. Varðandi samning sem fyrri ríkisstjórn gerði við forstjóra og aðalfor- stjóra ríkisins 1990 sagði fjármálaráðherra að hann tæki sömu breyt- ingum og aðrir samskonar samningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.