Morgunblaðið - 15.10.1993, Page 12

Morgunblaðið - 15.10.1993, Page 12
MÖRGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÖKTÖBER Í993 12 Pétur Magnússon Myndlist Eriríkur Þorláksson Það má segja að þriðja sýning- in, sem nú stendur yfir í efri sölum Nýlistasafnsins sé jafn ólík hinum tveimur og þær eru ólíkar innbyrð- is. Hér hefur Pétur Magnúsgon myndlistarmaður sett upp sýningu á nokkrum verka sinna, en það eru höggmyndir, sem má aðallega skipta í tvo flokka. Pétur stundaði sitt listnám í Myndlista- og handíðaskólanum, áður en hann hélt til framhalds- náms í Bologna á Ítalíu og í Amst- erdam í Hollandi, þar sem hann útskrifaðist úr Ríkisakademíunni 1986. Pétur hefur búið í Amster- dam síðasta áratuginn, en eftir að hann hélt sína fýrstu einkasýn- ingu í Nýlistasafninu 1986 hefur hann aðallega sýnt í Hollandi, en síðasta sýning hans var í Amster- dam í fyrra. Pétur er úr mikilli fjölskyldu listamanna (sonur Magnúsar Páls- sonar, bróðir Tuma), og athyglis- vert að sjá á hversu ólíkan hátt þeir feðgar nálgast myndlistina. Pétur er hér að sýna veggverk, og nýtir í því skyni bæði eiginleika húsnæðisins og eldri málverk eftir sjálfan sig; húsnæðið verður hluti sýningarinnar á sama hátt og hin huldu málverk. í efsta salnum (Súm-salnum) er að finna fimm verk (öll verk sýningarinnar eru án titils), og eru tvö þeirra sniðin fyrir húsnæðið; þar er búin til sjónviila, þannig að hornin virðast horfin, standi áhorfandinn á réttum stað í saln- um. Þannig leitast Pétur við að afmá þá dýpt sem er að fínna í réttu horni, öfugt við hið hefð- bundna málverk, þar sem sjónvillu er stöðugt beitt til að sýna dýpt, sem ekki er til í sléttu léreftinu. Þetta er vel til fundið og tekst vel, og ekki síður í neðri salnum, þar sem nokkru stærra verk úr gúmmíslöngum og múrsteinum notar horn salarins á svipaðan hátt. Þetta verk er þó öllu óræð- ara, einkum vegna gúmmíslangn- anna, sem er skeytt saman í eina risalanga hjólaslöngu; er þetta til- vísun til lífshátta í Hollandi, þar sem múrsteinshús eru hið ríkjandi byggingarform, og allir ferðast um á reiðhjólum? Um leið getur þó verið á ferðinni lævísari ábending til okkar íslendinga, sem krefj- umst stórkostlegri hýbýla og fal- legri farartækja, án þess að þörfin sé sýnileg. Sem eins konar andstöðu við þessar sjónvillutilraunir má benda á kross, sem kúrir í einu horni, lagaður að aðstæðum. Þarna er ekki barist við umhverfið, heldur fellur verkið inn í það; krossinn er auðvitað ávallt sterkt tákn, og hefur mikla aðlögunarhæfni í hin- um ýmsu hlutverkum sínum. Þrjú verk eru á veggjum efri salar, sem hafa að geyma málverk listamannsins frá fyrri tíð, og er þeim staflað inn í verkin, sem fyr- ir vikið eru eins konar lokaðir Pétur Maguússon: Án titils, 1993. kassar eða bókakápur, sem aðeins sýna í röndina á blaðsíðunum, en ekki hvað á þeim er að finna. Þessi verk hafa til að bera vissa dulúð, sem byggir á forvitni um innihaldið; einnig má benda á að með þessu kann listamaðurinn að vera að loka af kafla úr listferli sínum, sem hann vill ekki taka fram á ný. Þessi forvitnilega sýning er vel uppsett, en helst vantar að henni fylgi sýningarskrá í einhverri mynd, þar sem listamaðurinn Ijall- ar að nokkru um hvað hann er að fást við með verkum sínum (hið sama gildir raunar um sýn- ingu Guðrúnar Hrannar). Þetta atriði hefur verið nefnt ótölulega oft í sambandi við sýningar í Ný- listasafninu, og ætti að vera lítið mál að kippa því í liðinn, sé áhugi á því þar á bæ. Sýning Péturs Magnússonar í efri sölum Nýlistasafnsins stendur, líkt og aðrar sýningar í safninu, til sunnudagsins 24. október. Elisabet Norseng í sýningarsölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg hafa nú verið opnað- ar þijár sjálfstæðar sýningar, og ber þar fýrst að nefna sýningu norskrar myndlistarkonu, Elisabet Norseng, sem nú er að sýna verk sín hér á landi í fyrsta sinn. Elisabet stundaði sitt listnám við Handverks- og listiðnaðarskól- ann og síðan Teikni- og listmála- raskólann í Ósló, en þaðan útskrif- aðist hún 1980; frá þeim tíma hefur hún tekið mikinn þátt í sýn- ingarhaldi víða um Evrópu, og hefur m.a. haldið einkasýningar á hinum Norðurlöndunum og á ítal- íu. ; Hér sýnir listakonan fimm risa- stórar teikningar og fleiri minni, sem allar ber að sama brunni. I þessum verkum er hún öðru frem- ur að fjalla um ákveðin vandamál post-modemismans, sem svo er nefndur, þ.e. mörk þess að vera eða ekki vera; eftir ofsa modernis- mans í málverkinu er spurningin um hversu lítið er hægt að kom- ast af með þegar byijað er upp á nýtt við að skapa listaverk. Innan rammanna, stórra og smárra, er ýmist að finna fáeina punkta, strik eða aðeins skugga, þannig að við- fangsefnið er nánast spurningin, byijunin á einhveiju eða engu? Þessi takmarkaði efniviður er undirstrikaður með faglegum vinnubrögðum í öllum frágangi verkanna, hvort sem um er að ræða innrömmun eða annað. Þannig er augljóst að ekki hefur verið kastað til höndum, heldur er það sem hér blasir við niður- staða markvissrar vinnu af hálfu listakonunnar, og því er áhorfand- ans að meta verkin út frá því sjón- armiði. Listamenn hafa tekist á við svipuð verkefni með ýmsum hætti á síðustu áratugum, og má þá vísa í svör minimalista, sem vefengdu öll skilgreiningarmörk myndlistar, en leituðu jafnframt leiða til að einfalda listaverkið (einkum högg- myndina) niður í sem hreinust form, þannig að grunnatriðin ein stæðu eftir; Donald Judd er ef til vill gott dæmi um listamann sem byijar út frá svipuðum viðhorfum, þó verk hans séu síðan allt annars eðlis. Verk Elisabetar Norseng í Nýlistasafninu bera mikinn keim af þessari umræðu, þó hún vinni *í öðrum miðli. Þegar til kastanna kemur er hins vegar alltaf afar freistandi að gera meira heldur en minna, þ.e. að fylla betur út í þá hugmynd, sem vinnan byggir á; listakonan hefur hins vegar staðist þá freistingu ágætlega. Það er hægt að taka þessa spurningu upp á margvíslega vegu í tengslum við myndlistina, t.d. út frá bókmenntum eða heim- speki. Dæmi um þá umræðu er að fínna í fallegri sýningarskrá, sem listakonan hefur látið gera fyrir þessa sýningu, m.a. með til- styrk ráðuneytis menningarmála í Noregi; vandamálið er hins vegar að umræðan hefur staðið lengi og höfðar nú orðið aðeins til þröngs hóps, og er jafnvel komin nálægt því að vera þurrausin; hinn al- menni sýningargestur mun eftir sem áður fyrst og fremst leita eftir hinni sjónrænu tilvísun í verk- unum. Hér er hún lítil, og því eins víst að verkin höfði til fárra utan hóps innvígðra - og jafnvel innan þess hóps er eins víst að menn þekki hér ýmis fordæmi úr mynd- listarsögu síðustu áratuga. Sýning norsku Iistakonunnar Elisabetar Norseng í forsal Ný- listasafnsins stendur til sunnu- dagsins 24. október. Þióðleikhúsið Allir synir mínir æfðir ÆFINGAR á leikritinu Allir synir mínir eftir Arthur Miller eru nú vel á veg komnar. Jafnframt hefur verið unnið að gerð leikmyndar en Sviðsmyndir hf. hafa nú tekið yfír smíði alira leikmynda fyrir Þjóðleikhúsið. Fyrir nokkru fengu leikararnir tækifæri til að æfa í hluta af leikmyndinni og er mynd- in tekin í æfingasal leikhússins af þeim Róbert Arnfinnssyni, Krist- björgu Kjeld, Þór Tulinius og Erlu Ruth Harðardóttur af því tilefni. Allir synir mínur er eitt þekkt- asta og áhrifamesta leikrit Art- hurs Miller. Leikararnir Róbert Arnfinnsson, Kristbjörg Kjerld, og leikmynd gerir Hlín Gunnars- Hjálmar Hjálmarsson, Erla Ruth dóttir. Leikstjóri er Þór H. Tuli- Harðardóttir og Magnús Ragnars- nius. son fara með stærstu hlutverkin Haukur Dór Sýningarnar í Listmunahúsinu virðast ætla að verða nokkuð stijálar og væri kannski ráð að þær stæðu eitthvað lengur í stað þess að láta hina ágætu sali hússins standa auða. En þó m’á vera að um eðlilegt sumar- hlé hafi verið að ræða og sé svo er auðvitað ekkert við það að athuga, því þá er það eðlilegasti hlutur und- ir sólinni. Myndlistarmaðurinn Haukur Dór, sem sýnir þar fram til sunnudagsins 17. október, er vel þekkt stærð á íslenzkum myndlistarvettvangi og hefur haldið fjölda sýninga, auk þess sem hann var lengi bendlaður við leirlist í víðasta skilningi. Á sýningunni eru 19 málverk auk nokkurra mynda, sem stillt er upp við vegg, sem telst jafnaðarlega mjög vafasamur gjörningur og er einnig í þessu tilviki til lítillar prýði. Einfaldlega vegna þess að myndirn- ar á veggjunum standa fullkomlega fyrir sínu og sumar þeirra eru með því besta sem frá Hauki hefur kom- ið um árabil. Einhver þunglyndis- og hremm- ingablær hefur lengi legið sem mara yfir myndum Hauks, ekki þó fyrir þá sök að þær hafa iðulega verið mjög dökkar, heldur mun frekar fyrir hið hráa og háskalega yfir- bragð. Dökkir tónar geta nefnilega í mörgum tilvikum verið uppfullir rósemi og angurværð, og það er einnig hægt að lýsa hremmingum í ljósum tónum. En þessar dökku myndir hefur þó iðuiega prýtt mjög mjúk og heilleg áferð sbr. sýninguna sem hann hélt í Kjarvalssal fyrir nokkrum árum. Og nú er þessi áferð komin aftur, sem eins konar áhersla og umgjörð örþunnra pappírsmynda sem hann virðist líma á léreft. Og það sem meira er um vert þá nær hann þessari áferð einnig í ljósari tónum og allt upp í hvítt. Haukur hefur heldur ekki tapað fyrri kraúi og snerpu, þótt hann vinni myndir sínar betur og yfirveg- aðar, en hann hefur beislað hinn óstýriláta fola, að segja má, sem svo er orðinn betri gæðingur fyrir vikið. Áður hafði maður orðið var við þessa þróun í einstaka mynd á sýn- ingum, en nú sér hennar stað í meiri- hluta þeirra. Þetta var nú einmitt það sama sem gerðist með hina miklu fyrirmynd Hauks, enska mál- Eitt verka Hauks Dórs. arann Francis Bacon. En nú virðist Haukur vera að fjarlægjast meistar- ann, þótt enn noti hann rúmtaks- áhrif og samsvarandi myndbyggingu á líkan hátt og áður, en slíkt er hægt að gera á svo marga vegu Það er einnig áberandi á þessari sýn- ingu, að listamaðurinn hefur þrengt sér dýpra inn í sjálfan myndflötinn, að segja má, og er nú í óða önn að kanna innri lífæðar hans. Oft hefur Haukur verið með stórar og ábúðat- miklar myndir og satt að segja hefðu 2-3 stærri myndir fallið vel inn í þetta rými og gert sýninguna stig- magnaðri. Að auki kallar hið hráa og opna rými á eitthvað krassandi hvað yfirstærðir snertir, en samt ekki eintómar slíkar eins og menn ‘hafa brennt sig á. Sýningin hefst í númeraröð á „Smámynd" (1) og sú er mjög lif- andi í formrænni útfærslu. Rauða andlitið „Solla“ (5) er mjög vel mál- uð og flauelsvarta umgjörðin styrkir hana mikið. Á annan hátt er farið vel með svart í myndinni „Myndar- stúlka með víbrator" (7). Allar myndirnar, sem hlotið hafa nafnið „Dreymt fyrir norðan“ eru vel mál- aðar og einkum er nr. 14 björt og fersk, og hér skynja ég nýjan tón í list Hauks. Sýningunni lýkur svo með myndinni „Sátt og samlyndi" (19) sem er í senn sterk og tjárík. Kannski er hún samnefnari fyrir sýninguna, en þó einungis í þá veru að litirnir eru mettaðri og samræmd- ari en áður. Felix kynntur í Reykjavík EVRÓPSKA kvikmyndaakademían kynnir Felixverðlaunin í Reykjavík í samvinnu við Háskólabíó helgina 16.-17. október. Sýndar verða fjór- ar myndir sem hiotið hafa þessi verðlaun sem veitt verða í sjötta sinn nú í desember í Berlín. Myndirnar sem sýndar verða eru Riff-Raff eftir breska leikstjórann Ken Loach sem valin var besta evr- ópska mynd ársins 1991, II Ladro di Bambini (Stolnu börnin) eftir Italann Gianni Amelio, sem sigraði 1992, The Northerners eftir Hol- lendinginn Alex van Warmerdam, sem valin besta mynd ungs leik- stjóra 1992 og Sweet Emma, Dear Böbe eftir ungverska leikstjórann István Szabó, en fyrir þá mynd hreppti hann verðlaun fyrir besta handritið 1992. í tilefni af kynningu þessari, sem í ár fer á milli átta borga í Evrópu, heimsækja okkur gestir á vegum Evrópsku kvikmyndaakademíunn- ar. Sænski heimildarmyndaleik- stjórinn og heiðursfélagi akadem- íunnar, Erwin Leiser, kynnir mynd- irnar. Auk hans verða viðstödd sýn- ingar myndanna breski leikarinn Robert Carlyle, sem lék aðalhlut- verkið í Riff-Raff, Johanna ter Steege, sem tilnefnd var til verð- launa sem besta leikkona fyrir leik sinn í Sweet Emma, Dear Böbe og Enzo Porcelli, framleiðandi Stolnu barnana. Felix-verðlaunin og Evrópska kvikmyndaakademían í fréttatilkynningu segir: „Evr- ópska kvikmyndaakademían var stofnuð 1988 af fremstu kvik- myndagerðarmönnun álfunnar. Akademían hefu aðsetur sitt í Berl- ín og er Ingmar Bergman forseti hennar en Wim Wenders er formað- ur og István Szabó varaformaður. Markmið akademíunnar er að stuðla að auknum samskiptum og samstöðu meðal evrópskra kvik- myndagerðarmanna og auka skiln- ing almennings á nútíma kvik- myndagerð í Evrópu. Akademían styður unga kvikmyndagerðarmenn og stendur reglulega fyrir nám- skeiðum og málþingum auk þess að gefa út blað um kvikmyndir. Við stofnun akademíunnar tók hún við umsjón Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna sem kölluð eru Felix- verðlaunin. Markmiðið með verð- launaveitingunni er að fagna gæð- um og margbreytileik evrópskrar kvikmyndagerðar, laða nýja áhorf- endur að evrópskum kvikmyndum, leggja áherslu á að evrópskar kvik- myndir eru ekki eingöngu fyrir sér- staka áhugamenn heldur eiga erindi við breiðari hóp áhorfenda og að draga athyglina að ungum kvik- myndagerðarmönnum. Verðlaun- unum er ætlað að vera virðingar- stimpill og mótvægi við bandarísku Óskarsverðlaunin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.