Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Englendingar æfir vegna frammistöðu dómarans í leiknum gegn Hollendingum Jólasveinn- inn býr í Smálöndum — sagði lands- liðsþjálfari Svía Svíar sigruðu Finna og gull- tryggðu sér sæti í úrslitun- um í BandaríHjunum næsta sum- ar. En ekki á þann hátt sem þeir höfðu reiknað með. „Þetta siær öllu við! Nú trúi ég á jólasveininn — hann hlýtur að búa í Smálönd- um,“ sagði Tommy Svensson, þjálfari Svía eftir að öll úrslitin í 6. riðli lágu fyrir. Svíar unnu Finna 3:2 í leik sem þótti langt frá því góður en síðan kom í ljós að Frakkar höfðu tapað á heima- velli, 2:3, fyrir ísraelum og þá gátu Svíar fyrst fagnað fyrir al- vöru. Martin Dahlin og Henrik Larsson, sem gerðu mörk Svía gegn Finnum, öll í fyrri hálfleik, en þeir eru báðir úr Smálöndunum í suðurhluta Svíþjóðar. Svíar eru nú efstir í riðlinum með einu stigi meira en Frakkar og tveimur meira en Búlgarir, en Frakkland og Búlgaría eigast við í síðasta leik riðilsins, þannig að Svíar verða annað hvort í fyrsta eða öðru sæti riðilsins, hvemig sem sá leikur fer. Reuter Koeman átti að fá rautt GRAHAM Taylor, landsliðsþjálfari Englands, á blaðamannafundi í London í gær. Á veggnum fyrir aftan þjálfarann hafði verið sett upp risastór ljósmynd af atvikinu úr leiknum á miðvikudag er Ronald Koeman felldi David Platt, og átti skv. reglunum að fá reisupassann, en slapp með áminningu. Koeman segist hissa á að hafa ekki verið rekinn útaf ÞYSKI dómarinn Karl Josef Assenmacher fékk kaldar kveðjur á síðum ensku dagblaðanna í gær. Hann dæmdi leik Hollands og Englands í undankeppni heimsmeistaramótsins í Rottardam í fyrrakvöld, og þótti standa sig illa; Graham Taylor, þjálfari Eng- lands, gagnrýndi dómarann harkaiega strax eftir leik og blöðin tóku hressilega undir í gær. Hollendingar hrósuðu hins vegar happi, viðurkenndu að þeir hefðu haft heppnina með sér í leikn- um, en þeir standa nú mjög vel að vígi í baráttunni um sæti f úrslitakeppninni næsta sumar. Möguleikar Englendinga eru hins vegar hverfandi. Graham Taylor hefur oft verið gagnrýndur harðlega í ensku blöðunum eftir tapleiki enska lands- liðsins, en í gær var hann að mestu látinn í friði, og Assenmacher fékk þess í stað skammirnar. Þess var krafist að Alþjóða knattspyrnusam- bandið (FIFA) rannsakaði frammi- stöðu hans, en dómarinn þótti gera afdrífarík mistök með því að vísa fyrirliða Hollendinga, Ronald Koe- man, ekki af velli þegar staðan var enn 0:0. Hann braut þá á David Platt, fyrirliða Englands, sem kom- inn var einn í gegn, rétt utan víta- teigs. Englendingar heimtuðu reynd- ar vítaspyrnu, en dómarinn hafði rétt fyrir sér með því að dæma auka- spyrnu. En þar sem Platt var á auð- um sjó rændi Koeman hann mark- tækifæri og skv. reglum er refsing fyrir það brottrekstur. Koeman hissa „Brotið var utan vítateigs. Ég bjóst við að fá rauða spjaldið og varð mjög hissa þegar ég snéri mér við og sá að dómarinn hafði ekki rekið mig útaf,“ sagði Koeman við fréttamenn eftir leikinn. Englend- ingar urðu æfir er hann fékk aðeins gult spjald, og það var sem salt í sárið þegar hollenski fyrirliðinn gerði fyrra mark leiksins aðeins fáeinum mínútum síðar — maðurinn sem átti alls ekki að vera inni á vellinum, eins og Graham Taylor orðaði það. Englendingar gagnrýndu Þjóðveij- ann einnig fyrir misræmi í dómum; leikmaður þeirra hefði t.d. fengið gult spjald fyrir að fara of snemma úr varnarvegg er aukaspyrna var tekin, en Hollendingur sloppið með sams konar athæfi skömmu áður. Hollenski þjálfarinn, Dick Advocaat, viðurkenndi að heppnin hefði verið með liði hans á miðviku- dag, en varaði menn sína við of mikilli bjartsýni. Liðinu dugar jafn- tefli í Póllandi í síðasta leiknum til að fara í úrslitakeppnina í Bandaríkj- unum. Varnarmaðurin Frank de Boer var hins vegar mjög bjartsýnn og sagði: „Það ætti ekki að vera neitt vandamál að komast áfram. Með svona lið eigum við einfaldlega að sigra í Póllandi." Enn ein rósin... „Við vissum að þið næðuð að stíga þetta síðasta litla skref. Til ham- ingju!“ sagði í skeyti sem Gro Harl- em Brundtland, forsætisráðherra Noregs, sendi knattspymulandsliði þjóðarinnar til Póllands, eftir 3:0 sigur gegn heimamönnum í fyrra- kvöld. Norðmenn voru þar með komnir í úrslit HM í fyrsta sinn síð- an 1938, og enn ein rós í hnappagat norskra íþróttamanna var orðin að veruleika. Norskir fjölmiðlar voru mjög bjartsýnir eftir leikinn. Sumir gengu svo langt að segja að norska liðið gæti komið stórkostlega á óvart í Bandaríkjunum. GOLF || SIGLINGAR Gott hjá Ulfari í Orlando Ulfar Jónsson tók þátt í f|ölmehnu golfmóti í Orlando í Flórída í vikunni. Úlfari gekk illa fyrsta daginn, lék á 76 höggum en tók sig á og kom inn á 70 höggum daginn eftir og síðasta daginn gerði hann enn betur og lauk leik á 69 höggum. Samtals lék hann því á 215 höggum og dugði það honum í 13. til 16. sæti. Fyrir þann árangur fékk Úlfar um 27 þúsund kr. og hefur honum þá tekist að vinna til verðlaunafjár í tveimur af þremur mótum sem hann hefur tekið þátt í. Mótið í Orlando var síðasta mótið í Bandaríkjunum fyrir úrtökumótin fyrir þá sem vilja komast að sem at- vinnumenn og_í mótinu voru margir sem ætla að reyna fyrir sér þar. Árangur Úlfars er því mjög góður. Næsta mót hjá kappanum verður eftir tæpan hálfan mánuð. Úlfar Firmakeppni Bridgesambands íslands Arleg firmakeppni verður helgina 23.-24. okt. nk. Skróning og nónari upplýsingar hjá Bridgesambandi Islands í síma 619360. Endeavour með forystuna NÝ-SJÁLENSKA skútan Endeavo- ur heldur enn forystunni í Whitbre- ad siglingakeppninni, umhverfis jörðina. Skúturnar lögðu upp frá Southampton í Englandi 25. sept- ember og voru í.gær eftir 18 daga siglingu komnar að strönd Brasilíu á leið sinni til Punte del Este í Uruguay. Skipstjóri á Endevoru er Grant Dalton en skútan er af gerð- inni Maxi ketch. Endeavour hafði í gær siglt um 4.300 sjómílur og átti eftir 1.603 mílur til Punte del Este. Japanska skútan Tokio, sem Ný-Sjálending- urinn Chris Dickson stjórnar, var í öðru sæti, 54 mílum á eftir Ende- vor. Merit Cup frá Sviss var í þriðja sæti, 16 mílum á eftir Tokio. Denn- is Conner á Winston var í 5. sæti. 14 skútur eru með í keppninni á fyrsta áfanga af sex. Staða efstu bátanna er þessi: 1. Endeavour (N-Sjálandi).1.603 2. Tokio (Japan)......1.657. 3. Merit Cup (Sviss)........1.673. 4. Galicia 93 (Spáni).......1.741. 5. Winston (Bandar.)........1.748. 6. La Poste (Frakklandi)....1.752. faöm FOLK M ÞORVALDUR Örlygsson gerði sigurmark Stoke City í leik gegn ítalska félaginu Cosenza, 2:1, á Victoria Ground í Stoke á þriðju- dag. Þetta var í ensk-ítölsku bikar- keppninni, þar sem mætast lið úr ensku 1. deildinni og ítölsku 2. deild- inni. ■ EYJÓLFUR Sverrisson fékk 5. gula spjald sitt á keppnistímabil- inu um sl. helgi gegn Kaiserslaut- ern, og tekur því út eins leiks bann gegn Niirnberg á laugardag. M ÓLAFUR H. Kristjánsson , varnarmaður úr FH, var valinn í íslenska landsliðshópinn sem fer til Túnis í dag. Hann kemur inní hóp- inn fyrir Kristján Jónsson úr Fram sem er að skoða aðstæður hjá Bodö í Noregi. ■ TVEIR giskarar, íslenskur og sænskur, voru með alla 14 leikina rétta á Eurotips getraunaseðlinum í fyrradag, og hlýtur hvor rúmar 8,7 milljónir króna. íslenski giskar- inn keypti seðil á 320 krónur í Vall- arhúsinu í Keflavík á þriðjudaginn. Vinningsröðin var þessi: X12, 211, 112, 21111 ■ JÚLÍUS Jónosson gerði fimm mörk og lék mjög vel með Avidesa er liðið heimsótti Granollers í spænsku deildarkeppninni í hand- knattleik um síðustu helgi og sigr- aði 27:22. Avidesa hefur unnið tvo af þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni. Geir Sveinsson gerði tvö mörk gegn sínum gömlu félögum í Granollers. ■ ÁGÚST Hauksson verður áfram þjálfari 2. deildarliðs Þróttar frá Reykjavík í knattspyrnu. Stjórn knattspyrnudeildar hefur samið við hann til tveggja ára. ■ MARK Hughes, framheiji Man. Utd. og landsliðs Wales, var bókað- ur í HM-landsleiknum gegn Kýpur í fyrrakvöld, og missir af síðasta leik Wales í riðlinum, gegn Rúmen- íu. I LOU Macari, framkvæmda- stjóri Stoke, ræddi í gær við for- ráðamenn Glasgow Celtic í Skot- landi. Þeir hafa áhuga á að hann taki við stjórn liðsins, eftir að Liam Brady sagði upp. Macari er Skoti og lék með Celtic fyrir margt löngu. ■ PAUL Ince, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, fékk gult spjald í leiknum gegn Hollandi í fyrrakvöld og missir af síðasta leik liðsins í undanriðli heimsmeistara- keppninnar, gegn San Marínó. ■ PAOLO Mantovani, forseti ít- alska kriattspymufélagsins Sampd- oria, lést í gær, 63 ára. Banamein hans var hjartaslag. ■ GERARD Houllier, landsliðs- þjálfari Frakka, segir í viðtali við íþróttadagblaðið L’Equipe að hann hafi áhuga á að vera með liðið fram- yfir HM í Frakklandi 1998. Houlli- er tók við liðinu af Michel Platini eftir Evrópukeppnina 1992. Frakk- ar höfðu ekki tapað leik í meira en ár þar til í fyrrakvöld, er ísraelar sigruðu þá í París. ■ ALEN Boksic frá Króatíu var í gær seldur frá Marseille í Frakk- landi til Lazio á ítaliu fyrir 70 milljónir franka (um 860 millj. kr.). Boksic, sem var keyptur fyrir 10 millj. franka frá Hajduk Split í fyrra, verður þó með Marseille í næstu þremur leikjum, en reiknað er með að fyrsti leikur hans með Lazio verði gegn Napolí 7. nóv. ■ DIEGO Maradona var valinn í stóran landsliðshóp Argentínu fyrir HM-leikinn gegn Astralíu, en óljóst var hvort hann fengi vegabréfsárit- un. Samkvæmt áströlskum lögum má meina inngöngu í landið öllum þeim, sem hafa haft fíkniefni undir höndum og er Maradona þar á meðal. Hann fékk þó vegabréfsárit- un. I SENEGAL hefur ákveðið að taka ekki þátt í alþjóða keppni fé- lagsliða og landsliða í knattspyrnu í a.m.k. tvö ár eða á meðan mark- viss uppbyggirg fer fram. Eingöngu verður tekið þátt í Afríkuleikunum í mars á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.