Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 15. OKTÓBER 1993 35 Erna, Lísa, Bragi og aðrir aðstand- endur og vinir. Við getum því mið- ur ekki verið með ykkur í dag nema í huganum en með þessum orðum Khalil Gibrans vottum við ykkur okkar dýpstu samúð. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Guðný, Sara Rut og Símon Pétur í Svíþjóð. Þar sem ég stóð við eldhús- gluggann og var að horfa á stóru öspina mína vera að fella síðustu blöðin sín, laust því niður í huga minn, hver af vinum mínum væri nú að kveðja, en þetta hefur kom- ið fyrir mig áður og verið eins og fyrirboði. Maður horfir á öspina sína laufgast á vorin og fella lauf- in á haustin, þannig er lífið sjálft. Stuttu seinna, þennan sama dag, hringdi tengdadóttir mín og sagði að mamma sín hefði verið að kveðja. Ég kynntist Valgerði er sonur minn kvæntist Lísbet dóttur henn- ar. Einhvern veginn varð það þann- ig að með okkur myndaðist vin- átta. Ég dróst að þessari fáguðu konu með hlýja handtakið, rólega fasið og fallega brosið. Við Gerða, eins og hún bað mig að nefna sig, urðum vinkonur, við höfðum ætíð næg umræðuefni, enda lík áhuga- mál. Gerða var mjög listræn kona, handavinna hennar sýndi það ljós- lega. Það var gaman að koma í vinnuherbergið hennar og líta þar listaverk hvar sem var, hekl, pijón, saumur. Ég man eftir stórri saum- aðri mynd af Þingvöllum, en mynstrið hafði hún látið gera, eft- ir korti, úti í Danmörku. Litaspil og útsaumur varð að stóru mál- verki; með slíku næmi og vinnu getur það ekki orðið annað en lista- verk. Og þær myndir er saumaðar voru í silki með kúnstsaumi voru einnig hrein listaverk, og allir pijónuðu dúkarnir og peysurnar, sem unnið var úr eingirni með sínu litaspili, allt var unnið með sama listfenga handbragðinu. Við hjónin komum fyrst til þeirra í brúðkaup sonar okkar og Lísbetar dóttur þeirra er þau héldu af mikilli rausn. Valgerður var fædd 12. janúar 1912 að Neðra-Hjarðarlandi í Dýrafirði. Foreldrar hennar voru Mallorca í viku. Ég hugsaði mig um í smástund og hringdi svo í hann og sagðist ætla með. Ég fór heim að ná í föt og svo fórum við saman út á flugvöll. Með þessari fljótu og snöggu ákvörðun var þessi ferð ein sú skemmtilegasta og eftir- minnilegasta sem ég hef farið í og það að hafa fengið að vera með Magga frænda í henni var alveg einstakt tækifæri sem ég mun aldr- ei gleyma. Sú minning verður alltaf meðal okkar. Ég vil með þessum orðum kveðja elskulegan frænda minn og mun heiðra minningu hans um ókomna tíð. Minning um góðan dreng lifir. Elsku Sigrún, Ingimar, Tómas, Hildur, Siguijón og Friðrik, ég bið góðan guð að styrkja ykkur og alla ættingja og vini hans í sorg sinni. Guð blessi ykkur öll. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Jón Helgi Sigurðsson. „Faðir, hví hefur þú yfirgefið mig,“ andvarpaði Jesús Kristur, frelsari okkar mannanna, á krossin- um á Golgatahæð föstudaginn langa fyrir hartnær 2000 árum. Frelsarinn sjálfur tók þar á sig myrkur örvæntingar hins mannlega hlutskiptis, lilutskiptis sem flestir menn kynnast einhvern tíma á lífs- leiðinni. Og víst er að myrkur sett- ist að í sálum og hjörtum vina og vandamanna Magnúsar Tómasar Siguijónssonar, kaupmanns í Garðshorni, þegar fregnin um svo Helga Kristjánsdóttir og Jón Þór- arinsson er bjuggu lengst af í Hvammi í Dýrafirði. Ung giftist hún Bergsveini Bergsveinssyni frá Aratungu í Steingrímsfirði. Berg- sveinn var myndarlegur og vel gefínn maður, vélstjóri að mennt og varð það hans ævistarf. Hann var 1. vélstjóri hjá Ríkisskip og sigldi á öllum skipum þeirrar út- gerðar meðan hún var og hét. Þau hjón eignuðust fjögur börn, Ernu húsfrú, gifta Guðjóni Jóns- syni, Lísbet Helgu, gifta Elíasi Kristjánssyni, Unni skrif- stofudömu, sem er ekkja, Braga tæknifræðing, kvæntan Jenný 01- afsdóttur. Barnabömin eru orðin sjö. Er við kynntumst fyrst bjuggu þau á Kambsvegi 6. Þar var fag- urt og vel búið heimili ásamt falleg- um garði. Bergsveinn andaðist 10. desem- ber 1977. Eftir lát manns síns fluttist Gerða í litla íbúð á Kambs- vegi 37. Þar útbjó hún sér fallegt og smekklegt heimili eins og henni var lagið. Síðan keypti hún sér íbúð á Dalbraut 20. Einnig þar var yndislegt heimili. Síðast er við komum til hennar í fyrrasumar var hún búin að láta byggja yfir sval- irnar og koma þar fyrir blómum og huggulegheitum þar sem hægt var að njóta kaffisopans og útsýn- isins í veðurblíðunni. Oft var okkur hjónunum boðið til þeirra hjóna er við vomm á ferð. Einnig nutum við þeirrar ánægju að fá þau hingað norður í heim- sókn. Éitt sinn komum við því á að fara landleiðina frá Húsavík til Reykjavíkur, það var skemmtileg ferð, farið rólega yfir og margt skoðað. Bergsveinn var búinn að sigla í áratugi í kringum landið og þekkti hvern fjörð og hveija vík allan hringinn, en hafði aldrei far- ið í land, svo þau hjón nutu þeirrar ferðar bæði til fulls, ekki síður Gerða, sem var svo opin fyrir nátt- úrunni og hafði svo gaman af ferðalögum. Síðast er fundum okk- ar bar saman, sem var sl. vor í matarboði hjá Lísu og Ella, sá ég að Gerða var að verða þreytt, og nú er göngunni lokið. Við sendum börnum og aðstand- endum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Þórunn og Eysteinn. ótímabært andlát hans spurðist út. Fáeinum orðum langar okkur systkin til að minnast Magnúsar móðurbróður okkar, sem alltaf var á sínum stað, reiðubúinn til hjálpar eða uppvörvunar ef með þurfti. Magnús ólst upp á Seljalandi í Reykjavík í faðmi foreldra sinna og fimm systkina. Á þessum árum var Seljaland lítið sveitabýli í jaðri borg- arinnar þar sem þau afi og amma héldu nokkrar skepnur, raunar allt frá hænsnum upp í nautgripi. Sem nærri má geta var yndislegt að al- ast upp meðal málleysingjanna og þess fagra mannlífs sem bólið prýddi. Við þijú elstu systkinin átt- uhi því láni að fagna fyrstu æviárin að njóta alls hins besta sem þetta fólk átti og miðlaði okkur af slíku örlæti, að það hálfa hefði verið nóg. Og þar kom ekki síst til hlýja og kærleikur okkar hljóða, dag- farsprúða frænda, sem strax skar sig nokkuð úr gáskafullum hópnum með rólyndi sínu og yfirvegun. Hann valdi sér einhvern veginn frá fyrstu tíð aðrar leiðir en hópurinn, var sjálfum sér mjög nægur og leið vel einum með sjálfum sér, var íbygginn og íhugull og hefur án vafa verið að velta vöngum á þess- um árum yfir því hvernig hann best verði lífinu. Magnús stofnaði Nýju bólstur- gerðina sem í fyrstu var í litlu hús- næði rétt ofan við Hlemmtorg. Þar rak hann verslun og verkstæði um árabil, vann frá morgni til kvölds, oftast einn síns liðs og vel liðinn af viðskiptavinum. Það sýndu og sönnuðu allar þær konur sem til hans komu með útsauminn sinn og vildu láta yfirdekkja húsgögnin sín með. Þessar konur hefðu ekki kom- ið aftur og aftur, nema vegna þeirr- í dag verður amma okkar Val- gerður Jónsdóttir lögð til hinstu hvílu. Hún andaðist á Landspítalan- um eftir stutta en stranga sjúkra- húslegu. Amma var fædd í Hjarðardal við Dýrafjörð, næstyngst 11 systkina en fluttist ung að Hvammi við sama fjörð. Foreldrar hennar voru Jón Þórarinsson búfræðingur frá Siglu- vík á Svalbarðsströnd og kona hans Helga Kristjánsdóttir frá Végeirs- stöðum í Fnjóskadal. Amma var glæsileg kona sem fylgdist vel með og var ávallt ung í anda. Hún var mjög vel lesin og kunni ógrynni af ljóðum. Við minnumst síðustu ferðar ömmu með okkur systrunum til Gullfoss og Geysis í ágústmánuði síðastliðnum. Þá fannst henni hún vera endurnærð af fjallaloftinu og þessi ferð var henni ógleymanleg. í okkar huga minnumst við ætíð ömmu sem skapfastrar konu sem bar ekki tilfinningar sínar á torg. Nú þegar leiðir skilur þökkum við ömmu fyrir samverustundirnar. Þrautir hennar eru á enda. Við kveðjum hana með söknuði og von- um að henni líði vel. Guð blessi minningu hennar. Mann einn dreymdi um nótt. Hann dreymdi hann væri á gangi eftir ströndinni með Drottni. Yfir himininn leiftruðu sýnir úr lífi hans. Fyrir hveija sýn sá hann tvenn fót- spor í sandinum, önnur tilheyrðu honum og hin tilheyrðu Drottni. Er síðasta sýnin úr lífi hans leiftr- aði fyrir augum hans, leit hann við eftir fótsporunum í sandinum. Hann veitti því athygli að oft á lífsleið hans voru aðeins ein fótspor. Hann veitti því einnig athygli að þetta átti sér stað á verstu og döprustu augnablikum lífs hans. Þetta olli honum hugarangri og hann innti því Drottin svars: „Drott- inn, þú sagðir að ef ég ákvæði að fylgja þér, mundir þú fylgja mér alla leið. En ég hef tekið eftir að á erfiðustu augnablikum lífs míns eru aðeins ein fótspor. Ég skil ekki hví þú yfirgafst mig, er ég þurfti mest á þér að halda.“ Drottinn svaraði: „Ástkæra, ást- kæra barnið mitt, ég ann þér og mundi aldrei yfirgefa þig. Á tímum prófrauna þinna og þjáninga, þegar þú sérð aðeins ein fótspor, þá var það ég sem bar þig.“ (Ur „Fótspor- um“.) ^ Omar, Gerður og Linda. ar augljósu ástæðu að Magnús var vandvirkur handverksmaður, sann- gjarn og hvers manns hugljúfi. Síðar festi Magnús kaup á Garðs- horni í Fossvogi, lítilli gróðrarstöð, sem hann með tímanum breytti á sinn smekklega hátt í snyrtilega blóma- og húsgagnaverslun með verkstæði og lager í kjallara. Þar óx og dafnaði fyrirtækið jafnt og þétt og sýnilegt var að öllum leið þar vel. En nýbyggingin, sem ráðist var í að reisa við gamla húsið í Garðshorni, varð þyngri í skauti en fyrir varð séð. Kom þar margt til og má í því tilliti nefna breytingar á gatnakerfi, þannig að erfiðara var að komast að versluninni, offram- boð af húsnæði og síðast en ekki síst háir vextir sem átu á ógnar- hraða upp þá sjóði, sem Magnúsi með iðni sinni og fyrirhyggju, hafði tekist að safna. Þar brann upp h'fs- starfið, iðnin, eljan og seiglan. Það er svo margs að minnast þegar hugurinn reikar um liðnar stundir, bæði góðs og annars, sem betur hefði mátt fara, eins og alltaf er. En eftir í huganum stenduc minningin um góðan dreng, sem við systkin fáum seint þakkað fyrir alla þá umhyggju og hlýhug sem liann sýndi okkur. Klettinum í lífi Magnúsar móður- bróður okkar, Sigrúnu Ingimars- dóttur og börnunum þeirra fimm, vottum við okkar dýpstu samúð og treystum því að í sorgum þeirra fái þau óskiptan styrk trúarinnar á Frelsarann. Faðir, í þínar hendur felum við anda hans og biðjum þess að þú umveíjir hann hlýju þinni og birtu. Onundur Björnsson, Elínborg Björnsdóttir, Sigurjón Björnsson. Minning Laufey J Sigurðardóttir Fædd 27. mars 1910 Dáin 4. október 1993 Ég minnist þín er sé ég sjóinn glitra við sólarhvel og þegar mánans mildu geislar titra ég man þig vel. (M. Joch.) Þessar ljóður linur komu í huga minn þegar ég freiu lát frænku minnar og vinkonu og reyndar lagið einnig, svo oft sungum við það í litla kvennakórnum okkar. Stúlkurnar frá Reykjahlíð og Vogum, ásamt mörg- um fleiri lögum sem við lærðum og sungum hér og þar okkur til gam- ans. Laufey var uppalin í Reykjahlíð hjá foreldrum sínum, Jónasínu Jóns- dóttur og Sigurði Einarssyni. Systk- inin urðu sjö sem upp komust og var Laufey þeirra elst. Þarna bjuggu íjór- ar ijolskyldur í sama húsinu. Langt er um liðið og minningar koma í hugann. Það var gott að kynnast Laufeyju. Við höfum átt margar góðar stundir saman. Það var fermingardagur Laufeyj- ar, hátíð vorsins, veður hið blíðasta. Kirkjuklukkum er hringt og fólkið gengur til kirkjunnar, allir sparibún- ir, konur flestar á íslenskum búningi með sjöl en tvær þeirra bera möttul. Önnur þeirra er Jónasína, móðir Laufeyjar. Fermingarstúlkan er í hvítum kjól og gullbjarta hárið henn- ar fellur sem geislaflóð niður fyrir mitti. Presturinn, sr. Hermann Hjartar- son, er kominn fyrir altarið, hljómar heyrast frá oreglinu. Söngurinn fyllir kirkjuna. „Guð hæst í hæð“' og svo framvegis. Athöfninni er lokið og gengið er til bæjar. Öllum er boðið kaffi. Blómagarðurinn er orðin fall- egur, blóm og tré útsprungin. Þang- að er gengið og myndir teknar, þetta var ánægjulegur dagur. Síðar áttum við Laufey margar stundir saman í kirkjukór Reykjahlíð- ar. Það var gott að syngja með henni. Laufey lærði að leika á orgel hjá Guðfinnu Jónsdóttur á Hömrum og fékk hún orgel um það leyti og lék ýmis lög á það af mikilli prýði. Sauma- og vefnaðarnámskeið voru haldin bæði á Skútustöðum og í Reykjahlíð. Sótti Laufey hvort tveggja. Einnig var hún í Húsmæðra- skólanum á Laugum fyrsta veturinn- sem hann starfaði. Laufey var í Ungmennafélaginu Mývetningi og var þar mjög virk, tók þátt í leiksýn- ingum meðal annars. Hún var ágæt- lega synd og keppti á héraðssam- komu í sundi. í Stórugjá áttum við margar góðar stundir. Minnist ég gáskans og gleðinnar frá þessum árum, auk annarra, til dæmis úti á ísnum á skautum í tunglsljósi. Eða þá í skemmtiferð uppi á fjöllum þar sem Laufey sat Sindra föður síns, fallegan, brúnan reiðhest. Hún Lauf- ey var svo gamansöm og sá gjarnan skoplegu hliðarnar á hlutunum. Ung vann hún með öðrum við að fegra blómagarðinn í Reykjahlíð, en hann var um árabil staðarprýði. Að Melabraut 52 komu þau hjónin sér upp mjög fallegum garði sem ég minnist mjög vel. Á síðastliðnu vori gekk ég um garðinn. Það var í síð- asta skipti sem við sáumst. Ég kom til þín í húsið og við áttum saman ánægjulega stund. Laufey giftist í Reykjavík Þorbergi Magnússyni, ágætum manni. Hann er nú látinn. Þau eignuðust einn son, Sigurð Jónas. Hann er rafmagns- tæknifræðingur og býr í Reykjavík. Ég sendi honum og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Mér þótti það alltaf svo gaman þegar þau komu' norður í sumarfrí. Þá varð maður að skjótast út eftir og heilsa þeim og spjalla um stund og rifja upp gamla daga. Og síðan smábreytist allt, en lífið heldur áfram sinn gang. I kvöld er vatnið spegilslétt og gullinn bjarmi yfir láði og legi. Sólin er að setjast og svanir synda við Byrgisskerið og kvaka angurvært. Hlíðarnar eru farnar að fölna, en í haust hafa litimir verið óviðjafnan- legir. Það er sveitin þín sem kveður þig í hljóði. Ljúfur ómur loftið klýfur, lyftir sál um himingeim. Þýtt á vængjum söngsins svifur sálin glöð í friðarheim. (Jónas Jónsson) Bára Sigfúsdóttir. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 Innlausnardagur 15. október 1993. 1. flokkur 1991 Nafnverð: 1.000.000 100.000 10.000 Innlausnarverð: 1.320.071 132.007 13.201 3. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 1.174.609 500.000 587.304 100.000 117.461 10.000 11.746 1. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 5.784.488 1.000.000 1.156.898 100.000 115.690 10.000 11.569 2. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 5.693.709 1.000.000 1.138.742 100.000 113.874 10.000 11.387 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADfllO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.