Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 Valgerður Jóns- dóttir - Minning Fædd 11. janúar 1912 Dáin 8. október 1993 Mér er ljúft að minnast föður- systur minnar, Valgerðar Jónsdótt- ur, sem andaðist í Reykjavík, 8. október sl. 81 árs að aldri. Gerða frænka, eins og við systk- inin nefndum hana, fæddist í Neðra- Hjarðardal við Dýrafjörð 11. janúar 1912. Hún var dóttir Jóns Þórarins- sonar, búfræðings, frá Sigluvík við Eyjafjörð, og konu hans Helgu Kristjánsdóttur frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Stuttu eftir aldamótin fluttust hjónin með fjölskyldu sína vestur í Dýrafjörð og bjuggu lengst af í Hvammi. Börnin urðu 11 og var Gerða þeirra næstyngst. Anna er ein eftirlifandi þessa stóra barna- hóps, 86 ára gömul. Afi og amma tóku að sér sonarson sinn, Ólaf Gunnarsson, aðeins átta mánaða gamlan, og ólu hann upp sem sinn eigin son. Gerða giftist Bergsveini Berg- sveinssyni, vélstjóra, frá Aratungu í Steingrímsfírði árið 1934. Þau bjuggu alla tíð í Reykjavík. Börnin urðu Qögur, Erna, Unnur, Helga Lísbet og Bragi, og bera þau öll foreldrum sínum fagurt vitni. Berg- sveinn lést í desember 1977. Bergsveinn var allan sinn starfs- aldur vélstjóri á skipum Ríkisskips. Hann var mikið j strandferðum í kringum landið. í einni slíkri ferð man ég fyrst eftir þeim hjónum, þegar þau komu við á Akureyri og heilsuðu upp á foreldra mína. Hann var hár og spengilegur og hún fín- leg og tígulleg í fasi og augun leif- truðu af glettni. Glæsilegra fók hafði ég ekki augum litið og var ákaflega stolt af skyldleikanum. Etir að fjölskylda mín fluttist til Reykjavikur árið 1955, urðu heim- sóknirnar tíðari. Heimili Gerðu og Bergsveins bar vott um smekkvísi og listfengi. Gerða var mikil hann- yrðakona og lék allt í höndum henn- ar. Hún bæði saumaði og heklaði myndir og dúka sem voru sannköll- uð listaverk. Hún hafði næmt auga fyrir litum og litasamsetningum. Þegar hún lagði á borð fyrir gesti, var það gert af slíkri natni og smekkvísi að unun var að setjast til borðs hjá henni og ekki spillti meðlætið. Gerða var dagfarsprúð, hlý og drífandi í öllu sem hún tók sér fyr- ir hendur. Hún var skapföst og hafði ákveðnar skoðanir, en fór mjög vel með þær. Alltaf var stutt í brosið og dillandi hlátur. Hún kunni frá mörgu að segja og naut ég oft frásagnarlistar hennar þegar hún sagði frá bemskuárunum og foreldrum sínum, sem ég kynntist aldrei. Alltaf gat hún kryddað frá- sögnina með skemmtilegum atvik- um. Fjölskyldan var Gerðu mikilvæg. Þegar hún talaði um afkomendur sína geislaði hún af hlýju og stolti. Fyrir nokkrum árum fór hún ásamt dóttur sinni, Lísu, til Svíþjóðar að heimsækja dótturdóttur sína Guðnýju, sem búsett er þar. Á heim- leiðinni dvaldist hún nokkra daga hjá systur minni, Halldóru, í Gauta- borg. Hún minntist þessarar ferðar með mikilli ánægju og gleði. Þótt kraftar hennar færu þverrandi lét hún það ekki aftra sér frá að njóta lífsins. Á áttræðisafmæli sínu sl. ár hélt hún fjölskyldunni veglega veislu á Dalbrautinni, en þar bjó hún síð- ustu árin í þjónustuíbúð. Lagði hún áherslu á að þar yrði hljóðfæri svo að allir gætu tekið lagið, en hún var mjög söng- og ljóðelsk og kunni heilu kvæðin utan að. Þar sem hún stóð og söng sín eftirlætislög með dætrum sínum og uppeldisbróður, var útgeislunin slík að hún varð ung í annað sinn. Þar voru samankomn- ir allir hennar afkomendur og flest systkinabörnin sem búsett eru á landinu. Hún fylgdist einnig með systkinabörnunum, sem eru vítt og breitt um heiminn. Slík var ræktar- semin. við ættina. Fyrir hönd okkar systkinanna hérlendis og erlendis, sendi ég börn- um og öðrum ástvinum Gerðu okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst henni og notið hennar hlýja viðmóts á lífsleiðinni, sérstaklega þó Ólafur sem nú kveður uppeldissystur sína. Við biðjum Guð að blessa minningu Gerðu frænku. Helga Gunnarsdóttir. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó móðir góð. - Upp þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður. Þessar ljóðlínur Matthíasar Joch- umssonar hæfa nú er við minnumst móður okkar er lést í Landspítalan- um hinn 8. þ.m. á 82. aldursári og verður útför hennar gerð frá Dóm- kirkjunni í dag. Við systkinin ólumst upp við þau skilyrði að móðir okkar var nánast báðir foreldramir, þar sem faðir okkar var lengstum á sjó, en hann var vélstjóri allan sinn starfsaldur. Það lætur að líkum að líf sjómanns- konu var umsvifamikið, því vegna fjarvem makans þurfti að halda vel utan um alla þætti er laut að rekstri heimilis og uppeldis barna. Allt fór þetta henni sérstaklega vel úr hendi. Ekki var oft úr miklu að spila á uppvaxtarámm okkar sakir hafta og vöruskorts í landinu, en með nýtni, hagsýni og saumaskap vorum við börnin hennar ávallt vel til höfð og liðum aldrei skort. Tileinka mætti henni málsháttinn „Geymdu ei til morguns sem gera má í dag“, því svo drífandi var hún í allri sinni framgöngu og gerði hún fyrst og fremst kröfu til sjálfrar sín. Það var okkur börnunum hennar alveg sérstök tilfinning að koma heim eftir fjarveru. Þá fundum við hversu góða móður við áttum, er skóp okkur svo góð skilyrði sem heimilið okkar var. Móðir okkar var vestfirkt og aðr- ir munu geta uppruna hennar. Minntist hún oft uppvaxtaráranna með sérstakri hlýju, enda var menn- ingarbragur á heimilinu og mikið sungið. Móðursystir hennar Krist- björg er bjó hjá þeim spilaði oft á harmonikku og var þá glatt á hjalla. Okkur er það minnisstætt er hún sat í rökkrinu og lét hugann reika til æskuáranna og minntist æsku- brekanna þegar þau systkinin fóru upp á Fell og sungu svo undir tók og bergmálaði í fjöllunum. Frásagn- arandinn var slíkur að það var sem við værum sjálf þátttakendur. Nú er komið haust og það haust- aði einnig í hennar lífi. Endurminn- ingar um hana munum við geyma sem perlur í sjóði minninganna. Móðir okkar dvaldist síðustu vik- urnar á Landspítalanum og viljum við færa starfsfólkinu á Hjartadeild alúðarþakkir fyrir umönnun henn- ar. Að leiðarlokum minnumst við hennar full af þakklæti. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu hennar. Erna, Unnur, Lísa og Bragi. Hinsta kveðja Elsku amma mín, nú þegar þú ert ekki lengur meðal okkar langar mig að þakka þér fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman þegar ég var ung stúlka í þinni umsjá. Þakka þér fyrir þolinmæðina, hvatninguna og skilninginn þegar ég á unglingsárum gaf mér ekki tíma til návistar við þig. Þakka þér, þegar ég varð eldri, fyrir að fá að kynnast þér og njóta samvista við þig, þekkingar þinnar og umhyggju. Þú kenndir mér að með hug og hönd er auðveldlega hægt að skapa listaverk. Það sanna verkin þín. Þú kenndir mér einnig að með eljusemi og eldmóði er hægt að klífa hæstu tinda. Því þannig varst þú. Aldrei gleymi ég öllum gullmol- unum sem féllu af vörum þér til dóttur minnar, nöfnu þinnar, þegar þú sagðir henni sögur af sjálfri þér þegar þú varst ung stúlka. Þegar hún, opinmynnt með andakt og Magnús Tómas Sig- — Minning urjonsson Fæddur 12. nóvember 1937 Dáinn 7. október 1993 Magnús Tómas Siguijónsson kaupmaður í Garðshorni í Reykja- vík er látinn. Hann lést hinn 8. október síðastliðinn. Með Magnúsi er fallinn í valinn óvenjulegur drengskaparmaður. Magnús Tómas Siguijónsson fæddist hinn 12. nóvember 1937 í Reykjavík sonur sæmdarhjónanna Elínborgar Tómasdóttur ættaðrar frá Gilsstöðum í Hrútafírði og Sig- uijóns Jónssonar, sem uppalinn var að Galtarholti á Mýrum. Magnús ólst upp í stórum systkinahópi, en þau voru sex systkinin. Auður var þarna ekki í garði, en alúð og gest- risni svo við var brugðið. Máltæki segir að sjaldan falli eplið langt frá eikinni og svo var með Magnús, því að heimili hans var rómað fyrir ERFIDRYKKJUR liTEL ESJA sími 689509 V J gestrisni og höfðingsskap. Eftir venjulegt grunnskólanám lagði Magnús stund á húsgagna- bólstrun. Eftir að iðnnámi lauk stofnsetti Magnús fyrirtæki á eigin vegum, sem hann nefndi Nýju bólst- urgerðina. Þetta fyrirtæki var stað- sett við Laugaveg og þar urðu brátt miklar annir. Síðar keypti Magnús svo fyrir- tækið Garðshorn í Fossvogi, sem hann rak til dauðadags. Þar er húsgagnabólstrun og húsgagna- sala, en einnig mikil blómasala. Árið 1959 gekk Magnús að eiga Sigrúnu Ingimarsdóttur, dóttur hins þekkta garðyrkjubónda Ingi- mars Sigurðssonar og konu hans Emilíu Friðriksdóttur ættaðrar úr Súðavík. Magnúsi og Sigrúnu varð fimm barna auðið, sem öll eru hin mann- vænlegustu, en þau eru: Hildur, húsmóðir í Noregi, Ingimar, garð- yrkjumaður, Tómas, verslunar- stjóri, Siguijón, iðnnemi, og Friðrik, sem er enn í foreldrahúsum. Sigrún Ingimarsdóttir er mikil- hæf kona og hún hefur staðið eins og klettur úr hafínu við hlið manns síns í öllum hans störfum. Þannig ráku þau í raun saman það fyrir- tæki sem að framan greinir, Garðs- horn i Fossvogi. Sigrún skóp manni sínum fallegt heimili sem ber vitni smekkvísi og dugnaði þeirra hjóna. Kynni okkar Magnúsar mágs míns voru löng, því að þegar ég kvæntist elstu syst- ur Magnúsar, Sigríði, 1949, var Magnús aðeins tólf ára gamall. Mér varð þegar ljóst, að þar var á ferð óvenjulegur persónuleiki. Hann var ætíð hljóðlátur, en gekk að öllum sínum skyldustörfum af atorku og samviskusemi. Með árunum óx vin- átta okkar Magnúsar með mágsemi og var ætíð náið á milli okkar allt frá fyrstu kynnum. Magnús var óvenjulega hlýr og nærgætinn maður. Það sást best hversu vel hann annaðist foreldra sína, þegar þau urðu gömul og las- burða og þurftu að vistast á elli- heimili. Fáir voru þeir dagar sem Magnús ekki gaf sér tíma, þrátt fyrir miklar annir, til að heimsækja foreldra sína á elliheimilið. Þetta sýnir þann manndóm og ástúð sem Magnús var svo ríkulega gæddur. Magnús ræktaði líka vel vináttu og frændsemi við systkini og önnur ættmenni. Bar þar aldrei skugga á þrátt fyrir annir og oft erfiða að- stöðu. Nú er mágur minn Magnús Tóm- as Siguijónsson fallinn í valinn. Drengskaparmaður er genginn, á besta aldri, sem mikil eftirsjón er að. Ég get sagt það hér, að fáir eru þeir menn sem ég hef séð meira eftir, þegar þeir hafa horfíð yfír móðuna miklu en Magnúsi Sigur- jónssyni. En enginn má sköpum renna og svo er hér. Sár harmur er kveðinn að eigin- konu, börnum og barnabörnum svo og öðrum ættingjum Magnúsar, en móðir hans Elínborg lifir hann. Ollu þessu fólki votta ég mína dýpstu samúð. Við biðjum hinn hæsta höfuð- smið himins og jarðar að blessa Magnús á landinu eilífa og vitum raunar að þar verður honum vel fagnað. Guð blessi minningu Magnúsar Siguijónssonar. Björn Önundarson, Sá sem eftir lifír deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifír í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Það er fimmtudagur, 7. október er að renna upp og ég er að búa mig í vinnuna. Þetta var einn af þessum venjulegu morgnum, en það átti eftir að breytast því um hádeg- isbilið hringdi móðir mín í mig og tilkynnti mér þær sorglegu fréttir aðdáun hlustaði á heilu ljóðabálk- ana streyma frá þér. Það veit ég að verður henni gott veganesti út í lífíð. Með þakklæti og söknuð í hjarta vil ég kveðja þig, elsku amma mín, með orðum spámannsins: „Hvað er það að deyja annað en standa nak- inn í blænum og hverfa inn í sólskin- ið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja þinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn.“ Kahlil Gibran. Elsku mamma, Erna, Lísa og Bragi, mikill er móðurmissirinn. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Dagný. Elsku amma mín. Ég hugsa oft um þær gömlu góðu stundirnar sem við höfum átt saman, en ég tel mig lánsama að hafa fengið að vera svo mikið hjá þér á mínum uppvaxtarárum. Þær voru ófáar bæjarferðirnar okkar, oftast fórum við til þess að ná í lopa, stundum fórum við á kín- verskt veitingahús á Skólavörðu- holtinu og fékk ég þá stóran is í skál, en stundum lágu leiðir okkar niður í Hljómskálagarð til þess að njóta útivistarinnar, að ég tali nú ekki um stóra blokksúkkulaðið sem við borðuðum saman eins mikið og við gátum í okkur látið. Þær voru ófáar stundirnar sem ég fékk að hjálpa þér í eldhúsinu og hræra í pottunum eða þegar ég fékk að vera alveg ein og búa til graut handa dúkkunum mínum. Það er samt eitt sem ég aldrei lærði, það er að gera jafn góðan hrís- grjónagraut og þú. Það var ekki sjaldan sem ég fékk að leggja mig hjá þér þegar ég kom i heimsókn. Sennilega var það vegna þess hversu mikil ró og frið- ur ríkti hjá þér. Ég hefði ekki getað óskað mér betri ömmu en einmitt þig- Við Sara Rut dóttir mín höfum verið að lesa bókina um bræðurna Ljónshjarta og erum við báðar viss- ar um að núna ert þú hjá afa í Nangijala. Elsku mamma, Dagný systir, að Maggi frændi, eins og ég kallaði hann alltaf, væri dáinn. Ég hafði hitt Magga frænda tveim dögum áður en hann lést og hann lék á als oddi eins og ævin- lega, en þá hvarflaði ekki að mér að það yrði síðasta skiptið sem við ættum eftir að drekka saman kaffi og spjalla um hitt og þetta eins og svo oft áður. Ég spyr sjálfan mig: Af hveiju? Af hveiju Maggi frændi? Maður á besta aldri er tekinn burt frá okkur. Ég fæ víst seint eða aldr- ei svör við þessum spurningum. Það var alltaf jafn gaman að vera með Magga frænda, hann var alveg einstaklega vel gefinn maður, skemmtilegur, góður og elskulegur í alla staði. Hann hefur gefíð mér heilmargt á minni lífsleið. Við Maggi áttum margar góðar stundir saman hvort heldur við vor- um hér heima eða erlendis. Mér eru mjög minnisstæðar allar veiðiferð- irnar sem við fórum saman í, bæði stuttar og langar. Það var ein á sem heillaði okkur alltaf sem við iðulega fórum í, en það var Krossá í Bitru- firði. Þar áttum við margar góðar stundir saman þar _sem oftast var fenginn góður afli. Ég minnist þess sérstaklega í þessum ferðum, þá var aldrei neitt mál. Ef eitthvað bjátaði á þá var Maggi frændi iðu- lega boðinn og búinn að bjóða hjálp sína. Ég fann alltaf til öryggis með Magga frænda. Þá kemur einnig upp í huga mér utanlandsferð okkar til Mallorca sem er kannski gott dæmi um ör- yggi hans og snarræði í ákvarðana- töku. Þetta var haustið ’86, ég ný- orðinn sautján vetra, nýkominn með bílpróf og í vinnunni þegar Maggi frændi hringir í mig og spyr mig hvort ég vilji koma með sér til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.