Morgunblaðið - 11.11.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 11.11.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 11 MENNING/LISTIR Tónlist Kvartettinn út í vorið Kvartettinn Út í vorið heldur tónleika í Félagsheimilinu á Flúðum föstudags- kvöldið 12. nóvember kL 21. Kvartettinn var stofnaður í lok októ- ber 1992 og hélt sína fyrstu opinberu tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar 22. og 24. júní sl. fyrir fullu húsi áheyrenda. Sama efnisskrá var flutt á tónleikum á sal Menntaskólans á Akureyri og í Skjólbrekku, Mývatns- sveit, í ágúst, einnig fyrir fullu húsi áheyrenda. Sömuleiðis hefur hann kom- ið fram á lokuðum samkomum sl. ár og í útvarpi og Ríkissjónvarpinu. Kvartettinn skipa þeir Einar Clausen, Halldór Torfason, Þorvaldur Friðriks- son og Ásgeir Böðvarsson. Efnisskráin mótast af hefð þeirri sem ríkti meðal íslenskra karlakvartetta fyrr á öldinni og var helst sótt í sjóði Leikbræðra og MA-kvartettsins. Má því finna á efnis- skránni lög eins og Hanna litla, Bráðum vágga, Rokkarnir eru þagnaðir og Laugardagskveld. Fyrri hluta tónleikanna lýkur með tveimur lögum sem útsett eru í anda þýska sönghópsins Comedian-Harmon- ists, en hann var einmitt fyrirmynd margra kvartetta hér á landi um miðja öldina. Á tónleikunum verða flutt nokkur af vinsælustu lögum Bellmanns. Mörg íslensk skáld hafa einnig þýtt ljóð hans og hefur kvartettinn Út í vorið sett sér að flytja lög hans við ýmsar þessara þýðinga. Bandarískar „Barber Shop“-útsetn- ingar hafa verið vinsælar meðal ís- lenskra kvartetta undanfarin ár og verða þrjú slík verk flutt á tónleikunum, en alls eru 18 lög á efnisskránni. Hljóðfæraleikari með kvartettinum er Bjami Jónatansson píanóleikari. Hann starfar sem píanókennari í Reykjavík og hefur auk þess starfað með fjölda einsöngvara og kóra. Strengj akvartett á Húsavík Bemardel-kvartettinn leikur í sam- komusal Borgarhólsskóla laugardaginn 13._ nóvember. Á efnisskránni em kvartettamir „Dauðinn og stúlkan" eftir Sehubert og strengjakvartett No. 2 eftir A. Borodin. Daginn áður kynnir kvartettinn verk- in fýrir nemendum gmnnskólans á staðnum. Kvartettinn skipa: Zbigniev Dubik, fiðla, Gréta Guðnadóttir, fiðla, Guð- Bernardel-kvartettinn Baldur Helgason, Birgir Örn Thoroddsen, Hafsteinn Michael Guðmundsson og Magnús Unn- ar Jónsson. mundur Kristmundsson, víóla og Guð- rún Th. Sigurðardóttir, selló. Þau eru öll félagar í Sinfóníuhljómsveit Islands og hafa komið fram með hinum ýmsum hljómsveitum og kammerhópum víða um land. Myndlist Jouni Jappinen í List- munahúsi Ofeigs Finnski hönnuðurinn og málmlista- maðurinn Jouni Jappinen heldur einka- sýningu í Listmunahúsi Ófeigs á Skóla- vörðustíg 5, dagana 12.-26. nóvember. Jouni er af yngri kynslóð fínnskra myndiistarmanna. Um sýningu sína hjá Ófeigi hefur Jouni þetta að segja: „Eg er sjálfstæður málmlistamaður í Lo- vísabæ sem er u.þ.b. hundrað kílómetra austan við Helsinki, þar er friðsæld og lífið er auðveidara en í stórborg. Ég stundaði nám við Lahti-gullsmíðaskól- ann á áttunda áratugnum. Hann er góður fagskóli en of íhaldssamur. Að ioknu námi fór ég í framhaldsnám við Listiðnaðarskóla Helsinkiborgar, þar var t.d. Bertel Gardberg einn af mínum kennurum. Andrúmsloftið í háskólanum fannst mér vera mjög fijálst og upp- örvandi." Á sýningunni veru verk frá tveimur síðustu árum, þau eru úr margskonar efniviði. Samsýning í Listhús- inu í Laugardal Samsýning fjögurra nema á mynd- listarbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti stendur nú yfír í Listhúsinu f Laugardal, Engjateigi 17-19. Þeir sem sýna eru: Baldur Helgason, með mynd- ir unnar með olíu á striga og trélitum á pappír; Birgir Örn Thoroddsen, með myndir unnar með olíu á striga og blandaðri tækni; Hafsteinn Michael Guðmundsson, með krítarteikningar og Magnús Unnar Jónsson, með myndir unnar með olíu á striga, silkiþrykk á pappír og striga og blandaðri tækni. Sýningin stendur til 13. nóvember og er opin daglega frá kl. 10-18 nema sunnudaga frá kl. 14-18. Af tónlistarþingi _________Tónlist Jón Ásgeirsson Nokkrir franskir tónlistarmenn, sem nefna sig „Þing tónlistarinn- ar“, héldu tónleika í Kristskirkju sl. mánudag og fluttu tónverk eftir belgísk, frönsk og ítölsk tónskáld. Þingmenn voru tvær sópransöng- konur, Delphine Collot og Caroline Pelon, Silvia Abramowicz, er lék á bassafjólu, Yasunori Imamura, á þeorbo-lútu og þingstjómandinn, Martin Gester, er lék á sembal. Tónleikarnir hófust á tveimur söngverkum eftir belgíska tón- skáldið Henry Dumont, 1610-84 (Stundum ritað Henri du Mont), er starfaði í París og við konungskap- elluna og var hvað snertir söngtón- list líklega fyrsta barokktónskáld Frakka. Stöllurnar Collot Og Pelon sungu þessi fallegu söngverk ágæt- lega og þar eftir lék Gester tvo þýska dansa (Allemande) mjög lið- lega. Dumont gaf út safn tónverka, bæði fyrir söng og hljóðfæraeinleik, 1657 í París, undir nafninu Meslanges, og þar eru frægastir „alman“-þættirnir. Næst á efnisskránni var ást- armadrigal eftir Monteverdi en ekki var fyrir því haft að geta hvor söng- konan söng þetta ljúfa lag af leikni og með skemmtilegum tóntilbrigð- um, án þess þó að ofgera að nokkru varðandi þær hugmyndir sem fræðimenn hafa gert sér um söng- máta fyrrum. Annar ástarmadrigal Einsöngstónleikar Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Marta Halldórsdóttir, sópran- söngkona, og Örn Magnússon, píanóleikari, héldu tónleika í ís- lensku óperunni sl. þriðjudag. Tón- leikarnir hófust með fjórum söng- lögum eftir Mozart og er það fyrsta Ridente la calma líklega bundið stærra verki, því það finnst ekki sjálfstætt í tónverkaskrá Mozarts. Hin þrjú, Das Lied der Trennung, Als Luise die Briefe og Abendempfíndung er öll samin 1787, með nokkurra daga milli- bili. Marta söng lögin mjög fallega og sama má segja um tvö lög eft- ir Dvorák, Die Rose og Erdbeeren. Fimm grísk lög eftir Ravel eru svolítið óekta, tilbúin og voru þessi stuttu lagmyndir skemmtilega fluttar. Eftir hlé voru óperuaríur á efnisskránni, Marten alle arten, úr Brottnáminu eftir Mozart, leik- andi skemmtilega aría sem Marta og samleikari hennar Örn fluttu mjög vel. Eccomi, aría Júlíu úr Rómeó og Júlíu (I Capuletti e i Montecchi) eftir Bellini, sem er ákaflega litlaus aría, var næst á efnisskránni en þar eftir kom Nun eilt herbei, úr Kátu konunum, eft- ir Nicolai, aldeilis skemmtileg aría, sem Marta söng og lék með tölu- verðum tilþrifum. Tvö síðustu við- fangsefnin, Senza mamma, úr systir Angelicu, eftir Puccini og To this we come, úr Konsúlnum, eftir Menotti, voru vel sungin og sérstaklega sterk í túlkun. Marta er mjög efnileg söng- kona, sem enn á eftir að þroska og dýpka hljóman raddarinnar og eftir Giacomo Carissimi var og fal- lega sunginn og þar eftir var sung- ið langt fjögurra þátta verk, Árstíð- irnar, eftir nemanda hans, Marc Antoine Charpentier. Sem milliþátt á undan haustinu, var flutt selló- svíta eftir Marin Marais. Mest mæddi á söngkonunum og skiluðu þær sínu mjög vel og sama má segja um hljóðfæraleikarana, er fluttu tónlistina af öryggi og með sérlega mjúkum tónblæ. Það hefði að skaðlausu mátt vanda bet- ur til efnisskrár, sem er ekki tiltöku- mál á tölvuöld, og t.d. hafa texta- þýðingar með öllum söngverkunum. þarf því oft að leggja of mikið á röddina og þá á kostnað tóngæð- anna. Þrátt fyrir þetta hefur Marta allt til að bera, fallega rödd, kunn- áttu og músikalitet, til að verða mjög góð söngkona. Hún sýndi leikni í verkum Mozarts og Nicola- is og sterka túlkun í Angelicu og sérstakega Konsúlnum. Örn Magnússon er góður undirleikari og átti auk þess vel leikin forspil, sérstaklega í Mozartaríunni. Fjáröflun félaga- samtaka Við bjóðum óvenju falleg íslensk 1 jólakort Kynnið ykkur úrvalið hjá okkur. Þœgilegar umbúðir, nagstœtt verð NÝJAR Hönnun og útgáfa SNORRABRAUT 54 SÍMI 614 300 ■ FAX 614 302 Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! JflnrgnnMnfoifö VÍDDIR Btttssssss...~ ...besta hunang í bænum kemur í verslanir í ...btttssssss. 1 N I KRINGLUNNI SÍMI: 600930 STÓRVERSLUN LAUGAVEGI26 SÍMI: 600927 LAUGAVEGI96 SÍMI: 600934 EIÐISTORGI SÍMI: 612160

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.