Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 53 I I í I I 1 1 í í I í \ SKEMMTANIR Ráðstefna um • • USTJÓRNIN leikur föstudags- kvöld í Miðgarði, Skagafirði. Á laugardagskvöld leikur hljóm- sveitin f Sjallanum, Akureyri. UTVEIR VINIR Hljómsveitin Blackout heldur tónleika í kvöld, fimmtudagskvöld. Föstudags- kvöld leikur hljómsveitin Plá- hnetan og á laugardagskvöld leikur Todmobile. ■ VINIR VORS OG BLÓMA herja nú á Vestfirði um helgina og leika á Vagninum á Flateyri föstu- dags- og laugardagskvöld. Skemmtikrafturinn Suzy frá Fær- eyjum mætir. USNIGLABANDIÐ heldur Salsa- hátfð á Hótel Borgarnesi laugar- dagskvöldið. Boðið verður upp á fordrykk frá kl. 23 til miðnættis og valinkunnir einstaklingar úr Borgarnesi og nærsveitum taka heitustu salsalögin með Snigla- bandinu. URÁIN KEFLAVÍK Á Ránni alla laugardaga í nóvember og des- ember verður skemmtidagskráin Laugardagsfluga þar sem fjöl- hæfir skemmtikraftar frá Suður- nesjum koma fram. Gestgjafi kvöldsins er Einar Örn Einars- son. UHÓTEL ÍSLAND Á föstudags- kvöld verður haldin Uppskeruhá- tíð hestamanna. Skemmtiatriði verða úr röðum hestamanna. Af- reksmenn verða heiðraðir, hesta- kaupahorn, sýnt frá stórmótum sumarsins á risaskjá o.fl. Hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar leikur. Á laugardagskvöld verður 8. sýning Rokk '93 en nú fer,hver að verða síðastur að sjá þessa bráðhressu söngskemmtun, en aðeins örfáar sýningar eru nú eftir. UGAUKUR Á STÖNG í kvöld fimmtudag leikur hljómsveitin Alveg svartir. Föstudags- og laugardagskvöld leikur Marmel- aði. Sunnudaginn 14. nóv. leikur hljómsveitin Sniglabandið. Mánudaginn 15. nóv. hefst af- mælisvika Gauksins, en hann heldur upp á 10 ára afmæli, og verða kynnar kvöldsins 15.-20. nóv. Radíusbræður. Afmælisvik- an hefst á því að fyrsta hljóm- sveit Gauksins Jazzgaukarnir leika ásamt Rokkabillybandi Reykjavíkur. Þriðjudaginn leika Hálft í hvoru og Greifarnir, mið- vikudaginn Sálin hans Jóns mín, fimmtudagskvöldið leika svo hljómsveitirnar SSSól, Sköllótt mús og Loðin rotta. UTODMOBILE leikur í kvöld, fimmtudag, á Hótel Selfossi og Erindi um vísinda- og tæknistefnu Finna DR. ERKKI. Ormala frá finnska iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu flytur opinberan fyrirlestur um reynslu Finna af mótun vísinda- og tæknistefnu og beitingu árangursmats við stefnumótun í rann- sóknum í samkomusal Tæknigarðs við Dunhaga, föstudaginn 12. nóvember kl. 16. Dr. Ormala er staddur hér á landi í boði Rannsóknaráðs ríkisins til ráðgjafar um mótun starfsað- ferða við skipulagt mat á árangri rannsókna- og þróunarstarfs. Er það í tengslum við opinbera stefnu- mótun hér á landi á sviði vísinda og tækni sem nú er í deiglunni. Fyrirlestur dr. Ormala fjallar annars vegar um aðferðafræði við árangursmat í rannsóknum, mis- munandi tegundir árangursmats og vandamál, sem upp geta komið; hins vegar mun hann segja frá reynslu af meðferð vísinda- og tæknimála á vettvangi ríkisstjóm- ar í Finnlandi. Ráðherranefnd um vísinda- og tæknimál, sem einnig sitja í fulltrúar vísinda, tækni og atvinnulífs með ráðherrunum, markar meginlínur í vísinda- og tæknistefnu Finna og er dr. Or- mala annar af tveimur riturum nefndarinnar. Hafa vísinda- og tæknimál notið mikils forgangs í opinberum fjárveitingum þrátt fyr- ir þrengingar í efnahagsmálum Finna. Færi gefst á fyrirspurnum og umræðum að loknum fyrirlestri dr. Ormala. Fundað um samninga í Firðinum BÆJARFULLTRÚUM í Hafnar- firði hefur undanfarna daga bor- ist á þriðja þúsund bréfa frá félög- um í Starfsmannafélagi Hafnar- fjarðar sem eru með þessu móti að minna bæjaryfirvöld á það að samningar við félagið eru lausir. í framhaldi af þessu verður hald- inn fundur í Félagsmiðstöðinni Vit- anum, í kvöld, fímmtudaginn 11. nóvember, kl. 12.15, þar sem gert er ráð fyrir að fólk geti snætt súpu og brauð og fengið sér kaffísopa og rætt stöðuna í samningamálum, en Ijóst er að félagsmenn í Starfs- mannafélaginu eru orðnir langeygir eftir því áð ná samkomulagi. Stjórn Starfsmannafélagsins vill i sambandi við fundinn beina þeim til- mælum til starfsmanna að þeir sjái til að stofnanir haldi uppi þjónustu í hádeginu sem endranær en hvetur jafnframt sem allra flesta til að mæta á fundinn. Wicanders Kork^o-Plast EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. .Kork-o-PIast er með slitsterka vinylhúð' og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem flugstöðvum og sjúkrahúsum. Kprk'O'Plast er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því.. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 föstudaginn 12. nóv. leikur sveit- in í gamla Bíósalnum í Vest- mannaeyjum. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21. Laugardaginn 13. nóv. leikur hljómsveitin á Tveimur vin- um þar sem m.a. verða leikin lög af geisladisknum Spillt sem kem- ur út 18. nóvember nk. en þann dag verða tónleikar í íslensku óperunni. Forsala á tónleikana verður í öllum hljómplötuverslun- um Músik og mynda og hefst nk. mánudag. UHRESSÓ Hljómsveitin Viridian Green, sem kom fram í fyrsta sinn í síðustu viku, helur tónleika í kvöld, fimmtudag. Þessi hljóm- sveit þykir leika mjög metnaðar- fullt og framsækna rokktónlist, pínulítið sýrða og stundum svolít- ið þunglyndislega. UDANSBARINN Hljómsveitin ET-Bandið leikur um helgina föstudags- og iaugardagskvöld. Opinn míkrafónn verður í kvöld fimmtudag og á sunnudag. Trúbadorinn Einar Jónsson leikur og aðstoðar gestir. UPLÁHNETAN leikur á veitinga- húsinu Tveimur vinum föstu- dasgskvöldið 12. hóv. Þetta er í eina skiptið í vetur sem Pláhnet- an leikur í Reykjavík. Á laugar- dagskvöldið 13. nóv. leikur hljóm- sveitin á stórdansleik að Hvoli á Hvolsvelli. Hljómsveitina skipa: Stefán Hilmarsson, Ingólfur Guðjónsson, Friðrik Sturluson, Sigurður Gröndal og Ingólfur Sigurðsson. UNÝDÖNSK leikur í Þotunni í Keflavík laugardaginn 13. nóv. Sveitin leikur efni af hljómplötu sem kom út í dag og að sjálf- sögðu gömlu lögin sín. Hljóm- sveitin Spoon sér um upphitun. UBLÚSBARINN Föstudags- og laugardagskvöld ætlar hljóm- sveitin Síróp að leika í fyrsta skiptið á Blúsbarnum. Hljóm- sveitina skipa: Róbert Ólafsson, Arnar Þór Guttormsson, Jón Tryggvi Jónsson og Guðbjartur Árnason. Hljómsveitin leikur blús þó að uppistaðan sé rokk og ról. Aðgangur er ókeypis. UÖRKIN HANS NÓA spilar á föstudagskvöldið á Hafurbirnin- um, Grindavík. Á laugardags- kvöldinu leikur hljómsveitin í Fé- lagsheimilinu Röst, Hellissandi. ULEIKHÚSSKJALLARINN Á sunnudagskvöldið verður Ijúf sveifla með Móeiði Júníusdóttur og Kvartett Björns Thorodd- sens. UTUNGLIÐ Haldnir verða minn- ingartónleikar um Trabantinn Y- 10020 nk. laugardagskvöld. Á tónleikunum koma fram fjórar hljómsveitir: Pulsan, SS Span, Texas Jesús og Kolrassa krók- ríðandi. Húsið opnar kl. 23 og standa tónleikarnir til kl. 3. Ald- urstakmark er 18 ár. UÚLFALDINN OG MÝFLUGAN Rokktónleikar með hljómsveitinni Veredian Green verða haldnir á föstudag kl. 22. sameimngu sveitarfélaga FÉLAG ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, ungar Kvennalistakon- ur, Heimdallur, FUS, Verðandi, Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og Birting halda ráð- stefnu með yfirskriftinni: Samein- ing sveitarfélaga, þjóðþrifamál eða blekking? í Þjóðleikhúskjall- aranum laugardaginn 13. nóvem- ber nk. og hefst kl. 13.30. Á ráðstefnunni flytja framsögu: Vilhjálmur Þ. Viihjálmsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúi í samráðsnefnd um sam- einingu sveitarfélaga, Jón Pétur Líntf= dal, sveitarstjóri Kjalarneshrepps, Bragi Guðbrandsson, formaður sam- ráðsnefndar um sameiningu sveitar- félaga og aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, alþingiskona, sem jafnframt á sæti í félagsmálanefnd Alþingis. í pallborðsumræðum taka þátt auk fyrrnefndra: Hallgrímur Guðmunds- son, bæjarstjóri í Hveragerði og stundakennari í stjórnmálafræði við HÍ, Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi á Akureyri og fulltrúi í umdæma- nefnd um sameiningu sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi eystra, og Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands. Fundarstjórar verða Kristín Þorsteinsdóttir og Helgi Már Arthursson fréttamenn. Frumsýnd á föstudag HASKOLABIO HÆTTULEGT SKOTMARK ALLT GÓÐAR VÖRUR MEÐ STÓRAFSLÆTTI! Dæmi: Peysur frá kr. 875 - Bolir frá kr. 440 - Pils frá kr. 550 Buxur frá kr. 699 - Jakkar frá kr. 1.100 - Kjólar frá kr. 1.399 Skyrtur frá kr. 525 - Skór frá kr. 629 - Kápur frá kr. 1.599 og margt, margt fleira á frábæru verði! r __ POSTVAL , Skútuvogi 1, sími 68 44 22 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.