Morgunblaðið - 11.11.1993, Page 24

Morgunblaðið - 11.11.1993, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Bónus verður lægst á Akureyri hvað sem það kostar Verðstríðið milli KEA-Nettó og nýrrar Bónus-búðar á Akureyri hélt áfram í gær og spá verslunarstgórar beggja verslanna því að um hörkuslag verði að ræða fram að jólum þar sem stefna beggja væri að bjóða lágt vöruverð. Forsvarsmenn Kaffibrennslu Akur- eyrar hótuðu Bónus-mönnum því í gær að fella niður afsláttinn, sem verslunin hafði samið um, ef Bónus hækkaði ekki verð á Braga kaffi út úr búð. „Þeir geta vissulega tekið af okkur afsláttinn, en ef af því verður hlýtur slíkt að koma til kasta Samkeppnis- stofnunar þar sem Kaffibrennslan heyrir undir sömu stjórn og verslunardeild KEA, sem rekur KEA- Nettó“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bónus, en þess má geta að Bónus á Akureyri verslar allar kjöt- og mjólkurvörur af samkeppnisaðiianum, KEA. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem svæðis- og tímabundið stríð fyrir norðan sem kemur ekki til með að hafa nokkur áhrif á vöru- verð í verslunum okkar í Reykjavík nema til góðs þegar til lengri tíma verður litið þar sem við munum ná hagstæðari innkaupum með fleiri verslunum. Heildsalar kosta dreif- inguna og við greiðum sama verð hvort sem gámur fer á land í Reykjavík eða á Akureyri," segir Jón Asgeir Jóhannesson hjá Bónus um leið og hann vísaði á bug þeim ummælum samkeppnisaðilans á Akureyri að ef til vill væru vðskipta- vinir Bónus syðra að greiða niður vöruverð Bónus nyrðra. Jón Ásgeir segir að Bónusbúðim- ar séu allar reknar á sérreikningum og þurfi hver og ein að bera sig. „Verðstríðið fyrir norðan nær eins og er til 60-70 vörutegunda og ef Bónus á Akureyri ber sig ekki verð- ur að leita leiða til að hún geri það. Aðalatriðið er að tilkoma Bón- us á Akureyri hefur orðið til þess að vöruverð hefur lækkað á Akur- eyri hjá helsta samkeppnisaðilanum Bónus opnaði á hádegi í gær með því m.a. að bjóða mjólkurlítrann á 59 kr. I fyrradag var lítr- inn seldur á 60 kr. og þar áður á 61 kr. Sveinn Þórhallsson, starfsmaður Bónus, hefur verið önum kafinn við verðbreytingar síðustu daga. Morgunblaðið/Rúnar Þór Aðeins 200-300 metrar skilja að samkeppnisaðil- ana KEA-Nettó og Bónus á Akur- eyri og eru starfsmenn á sí- felldum þönum þeirra á milli að gera yerðkannan- ir. Á myndinni má sjá Júlíus Guðmundsson, verslunarstjóra KEA-Nettó, á tali við Sigurð Gunn- arsson, versl- unarstjóra Bón- us, í nýju Bónus- búðinni. KEA-Nettó um allt að 20% frá því í september. Það hlýtur að koma neytendum til góða. Málið er ein- falt. Við erum lægstir í Reykjavík og ætlum að vera lægstir á Ákur- eyri hvað sem það kostar,“ segir Jón Ásgeir að lokum. Júlíus Guðmundsson, verslunar- stjóri í KEA-Nettó, sagði ekki óeðli- legt að fólk væri forvitið og vildi skoða nýjar verslanir, en hann kviði ekki samkeppninni. ■ 32 322J1 - VIKUNNAR Svínakótilettur þrefalt dýrari á íslandi en í Skotlandi Þegar 10 egg eru keypt í matvöruverslun í Edinborg kosta þau 62 krónur. Þegar 10 egg eru keypt í Hagkaup kosta þau 226 kr. Þegar kíló af svínakótilettum er selt úr búð í Edinborg kostar kílóið 320 kr. Að sögn markaðsstjóra Presto verslunarinnar í Edinborg er verðið aðeins lægra en venjulega á svínakótilettunum og alla jafna kostar það um 400 kr. kílóið. Hér á landi borgum við 939 kr. fyrir kílóið af SS svínakótilettum og það eftir nýlega 20% verðlækkun. „í sl. viku fór Daglegt líf í Kringlu Edinborgarbúa svokallað St. James center. Þar er matvöruverslunin Presto. Verslunin er stór og úrval mikið. Ekki er nærri eins mikið lagt í innréttingar og í Hagkaup í okkar Kringlu. Gerð var verðkönriun á matvöru í Presto og 4 dögum síðar var farið í Hagkaup Kringlunni með sama lista. Eins og sést í töflunni er verðmunur mikill en taka verður með í reikning- inn að Skotar greiða ekki virðisauka- skatt af matvælum. Þó greiða þeir sem samsvarar 17% skatti af hrein- lætisvörum og því á það við um þvottaefnið í töflunni, tannkremið og dömubindin. Uncie Bens hrísgrjón ódýrust ð íslandi? Hrísgrjón og pastaskrúfur kosta meira í Skotlandi en á íslandi. Skot- ar greiða oft um 12% innflutnings- gjöld og tolla af slíkum varningi en hver er skýringin á því að þessi vara er ódýari hér? Gunnar G. Gunnarsson yfirmaður vörumiðstöðvar SS segir að varan sé keypt frá verksmiðju í Bandaríkjunum og náðst hafi mjög hagstæðir samningar. Álagningu er haldið í lágmarki en aðrar Evrópu- þjóðir fá hrísgijónin frá Belgíu þar sem þau eru pökkuð sér fyrir hvert land. Engir tollar eru greiddir af þessum hrísgijónum. Gunnar Grétar segir að pastað sem þeir flytja inn sé líka mjög ódýrt miðað við annars- staðar svo og kattamatur. Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar í Bónus eru Uncle Bens hrís- gijónin mjög ódýr hér og það hefur spurst út því Bónus fékk nýlega fyrir- spurn frá stærstu matvöruverslun- arkeðju í Bandaríkjunum sem vildi kaupa 36 gáma af kílóa pakkningum af Uncle Bens hrísgijónum. Jón Ás- geir segir að fleiri vöruliðir séu mjög ódýrir hér miðað við annarsstaðar í Evrópu og nefnir Colgate tannkrem og Neskaffí. 14% virAisaukaskattur af eggjum og svínakótilettum Ekki er vitað um styrki þá sem veittir eru til landbúnaðarmála í Skotlandi né hve skattheiman er mikil þar. Hér þurfa framleiðendur að greiða fóðurgjöld og 24.5% virðis- aukaskattur er af allri matvöru nema nýslátruðu kinda, nauta, svína, ali- fuglakjöti, eggjum, fersku grænmeti, mjólk og mjólkurafurðum. Framleið- endur fá endurgreiddan skatt af kindakjöti, mjólkurafurðum og grænmeti svo skattur verður þegar upp er staðið 14% í stað 24.5%. Eft- ir öðru kerfi fá framleiðendur endur- greiddan skattinn af eggjum, fersku grænmeti og mjólk sem þýðir líka að skatturinn verður 14% í stað 24.5%. En hver er skýringin á þessum verðmun t.d. á eggjum og svínakóti- lettum? „í fyrsta lagi notum við dýrara fóður en annarsstaðar", segir Einar Eiríksson á Miklaholtshelli talsmaður eggjabænda. „Við þurfum að vera með betri hús en Skotar því við erum norðar á hnettinum. Sennilega eru þeir með stærri einingar og ekki síst eru þeir með betri stofna. Virðis- aukaskattur er 14% og eflaust er smásöluálagning hærri hjá okkur.“ Hversvegna erum við með slæma stofna? „Okkur hefur ekki verið leyft að flytja inn þá stofna sem við höfum viljað. Við erum með norska sem hafa batnað en þeir jafnast ekki á við það besta sem gerist í Evrópu. Norsku fuglamir eru heilbrigðari en aðrir og hingað hafa ekki borist skæðar fuglapestir. Valur Þorvaldsson frkvstj. Svína- ræktarfélags íslands segir að megin- skýringin sé að það er allt önnur dreifing á verði milli einstakra skurða hér. Kótilettan hefur miklu hærra margfeldi af meðalverði skrokksins en annarsstaðar. Ástæðan? Markaðs- venjur. Undanfarin ár hefur neyslan verið. að breytast og ekki langt síðan Nærri helmings verðmunur á bjór sem er í hálfslítra krúsum HÁLFUR lítri af bjór úr krana kostar frá 340 krónum upp í 600 krónur eftir stöð- um, samkvæmt skyndikönn- un Daglegs lífs í gær. í Naustkjallaranum við Vest- urgötu var verð nýlega lækkað á hálfslítra krús af bjór úr 550 krónum í 350 á virk- um dögum. Um helg- ar, föstudaga og laugardaga, er verð hins vegar óbreytt, enda sagði Sveinn Hjörleifsson eigandi Naustkjallarans að um helgar væri lif- andi tónlist á staðn- um og því væri verðið hærra þau kvöld. Hann sagði jafnframt að ákveðið hefði verið að lækka verð á bjór í miðri viku til að koma til móts við þá sem „vildu kíkja inn og fá sér 1-2 bjórglös á skaplegu verði.“ Samkvæmt skyndikönnun Daglegs lífs er hálfur lítri af bjór ódýrastur á staðnum Hjá Jenna við Grensársveg, þar sem hann kostar 340 krónur. Dýrast- ur reyndist hann vera á L.A. Cafe við Laugaveg, þar sem hálfur lítri af bjór kostar 600 krónur. Algengt verð á hálfslítra krúsum á reykvískum börum og veitingastöðum er nálægt 500 krónum. Vídítri af bjór úr krana, kr. HjáJenna, Grensásvegi7 ......340 Naustkjaliarinn v/Vesturgötu um helgar.......550 virka daga ..................350 Asía, Laugavegi 10 ........ 390 Gvendur dúllari Pósthússtræti 17 ............450 Ölver, í Glæsibæ.............480 Feiti dvergurinn, Höfðabakka 1................490 22, Laugavegi 22............500 Sólon Islandus Bankastræti 7a .............500 Bíóbarinn, Klapparstíg 26 . 500 Kringlukrá, Borgarkringlu..550 Glaumbær v/Tryggvagötu .....570 Gaukur á Stöng v/Tryggvagötu...............590 L.A. Café, Laugavegi 45.....600 BT Verðlag í Edinborg og Reykjavík PRESTO HAGKAUP v. Leith str. Kringlunni Edinborg Reykjavík Agúrka (1 stk.) 42,- 130,- Tómatar(1 kg) 115,- 429,-1> Sveppir(1 kg) 358,- 399,- Plómur(1 kg) 182,- 399,- Uncle Bens hrisgrjón (long grain, 907 g) 210,-2) 139,- Buitoni mislitar pastaskrúfur (500 g) 105,- 79,- Egg (10 stk.) 63,- 226,- Smjör (250 g) 80,- 133,- Nautahakk (1 kg) 490,- 695,- Svínakótilettur (1 kg) 319,- 939,- New Yorker hamb. m. sósu (2„stk.)3) 199,- 427,- Lux þvottaefni (425 g) 172,- 139,- Radion áldós (m. þ vottaef n i sfy 11 i ngu) 488,- 659,- Always Ultra, 18 normal dömubindi 316,- 339,- Colgate tannkrem, rautt 142,- 116,- Kók (21) 105,- 155,- Samtals; 3.386,- 5.403,- 1) Tómatar i iausu kosta kr. 399. 2) Pakkar í Edinborg voru 1 kg. 3) 475g stk. 1 Edinbong en 586g stk. í Reykjavík. kótilettur voru aðeins hátíðarmatur. Svínabændur fá niðurgreitt 35.50 kr. fyrir hvert kíló af skrokknum sem á þá að samsvara 14% virðisauka- skatti þegar upp er staðið. Skattur- inn verður hærri en 14% á unnum vörum úr svfnakjöti og dýrari skurð- um. Þetta mun breytast um áramót þegar 14% skattur gengur í gildi. Framleiðslukostnaður er hærri hér. Fóður er 50-60% af framleiðslu- kostnaði svínakjöts, eða tvöfalt á við t.d. í Danmörku. Hér er bannað að blanda lyfjum og vaxtarhvetjandi efnum í svínafóður. Þetta tíðkast þó í sumum nágrannalöndum. Ljóst er að ná má betri árangri með að beita þessum brögðum. Myndu neytendur vilja aflétta þessu lyfjabanni? Hluti skýringarinnar eru líka kjamfóðurs- gjöld sem stendur til að leggja niður um áramót. Flutningskostnaður spil- ar líka inn í þennan kostnaðarlið. Þessu til viðbótar eru neytenda- og jöfnunargjöld sem renna til stofn- lánadeildar landbúnaðarins. Svína- rækt borgar háa vexti og við höfum orðið að búa við lakari svínastofn en samkeppnisþjóðir. Á næstunni verða flutt inn svín til kynbóta. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.