Morgunblaðið - 11.11.1993, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.11.1993, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Magnús G. Krisljáns- son fyrrv. skrifstofu- sijóri - Minning Svövu. Þar líður honum vel, því að án hennar gat hann í raun aldrei verið. Við munum alla tíð sakna ömrau og afa og minnast þeirra með hlý- hug. _ Aslaug Svava og Hörður Hákon. Fæddur 13. júlí 1904 Dáinn 2. nóvember 1993 „Takk fyrir elskan mín,“ voru síð- ustu orð tengdaföður míns til mín og sonar síns, Jóns Hákonar, þegar við sátum hjá honum fársjúkum daginn sem hann lést. Þannig er Magnúsi best lýst. Hann þakkaði alltaf fyrir sig, hversu lítið sem það var. Hann kvartaði aldrei, var gjöf- ull og góður. I hvert sinn sem við inntum hann eftir líðan hans, sagði hann yfirleitt að sér liði vel, en bætti gjarnan við, brosti og sagði: „Ja, ég bara er héma og þetta er allt í lagi.“ Það hvarflaði aldrei að honum að „íþyngja" fjölskyldunni. Hann fagnaði okku ætíð.einlæglega með faðmlagi og hlýjum kossi á kinn, þegar við heimsóttum hann á Skjól. Þar hlaut hann hina bestu umönnun og góða vináttu hjúkrunarfólksins undanfarin tvö ár. Þökk sé því óeig- ingjama starfsfólki sem þar sinnir öldruðum íslendingum. Þegar ég var ung opnuðu Magnús og Svava Sveinsdóttir, tengdamóðir mín, sem lést 2. desember 1990, heimili sitt fyrir mér, en ég hafði þá nýlega kynnst syni þeirra, Jóni Hákoni. Strax frá fyrsta degi var mér tekið sem þeirra eigin dóttur og entist sú gagnkvæma ást allt til æviloka þeirra beggja. Einnig var sambandið milli fjölskyldna okkar Jóns Hákonar náið og gott. Magnús og Svava eignuðust tvo syni, Ásgeir Hauk og Jón Hákon. Ásgeir er kvæntur Jónu Sigurðardóttur frá Akureyri og eiga þau tvo syni, Sig- urð og Magnús. Sigurður er kvæntur Svövu Birgisdóttur og eiga þau tvær dætur. Magnús er kvæntur Kim og eiga þau eina dóttur. Þau em öll búsett í Ástralíu. Yngri sonur Svövu og Magnúsar er Jón Hákon, kvænt- ur undirritaðri. Við eigum tvö börn, Áslaugu Svövu og Hörð Hákon. Mjög mikið og náið samband var ætíð milli bama okkar og afa þeirra og syrgja þau hann því af heilum hug, eins og við öll hin. Magnús var ómetanlegur afi, vinur og félagi Sig- urðar, Magnúsar, Áslaugar Svövu og Harðar Hákonar og eiga þau öll eftir að búa að því alla ævi að hafa notið ástar hans og hlýju. Amma Svava átti einnig sinn þátt í þessu, enda með hjarta úr gulli. Magnús var mjög fríður sýnum, elegant séntilmaður, óskaplega kurt- eis, hnarreistur og fínn í tauinu eins og sagt er. Ég man sérstaklega eft- ir því að við hann sagði einn vina hans á sínum tíma: „Þú ert eins og breskur lord“. Þá hló Magnús og hafði gaman af. Hann gekk lengst af með hatt og tók ofan fyrir Is- lands dætmm er hann mætti þeim á götu. Hann lærði aldrei á bíl og gekk oftast til og frá vinnu ofan úr Drápuhlíð niður í Slipp þar sem hann var skrifstofustjóri í hartnær hálfa öld. Því má sjálfsagt þakka göngunni hversu lipur og fimur hann var nán- ast fram á síðasta dag. Á sínum yngri árumn lék Magnús á orgel á samkomum vestur á Flat- eyri þar sem hann sleit barnsskón- um. Hann langaði alltaf í tónlist- arnám, en kreppa og fátækt þess tíma kom í veg fyrir slíkt. Magnús var líka alltaf til í að dansa. Sérstak- lega man ég eftir jólunum, þar sem hann dansaði við litlu afastelpuna sína af innlifun og ástúð. Við — ég og hann, stigum meira að segja dans saman á Skjóli ekki alls fyrir löngu og hlógum dátt. Hann naut þess að syngja gömlu góðu lögin á góðri stundu innan um ættingja og vini og fannst mest gaman að syngja hærra en flestir aðrir. Magnús átti fimm bræður. Fjórir gerðust sjómenn, en sá fimmti skipa- miðlari. Það lá ekki fyrir Magnúsi að fara á sjóinn. Samt sem áður var starfsvettvangur hans við sjávarsíð- una alla tíð. Lengst af hjá Slippfélag- inu í Reykjavík hf., enda var hann best þekktur sem Maggi í Slippnum. Menntun hans var fábrotin, eins og gerðist á þeim tímum. Hins vegar var hann það greindur og vel að Guði gerður, að hann vann sig upp í starf skristofustjóra og naut mikill- ar virðingar i íslenskum sjávarútvegi alla sína starfstíð. Magnús var eitthvert mesta snyrtimenni sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og allt sem hann kom / nálægt endurspeglaði þennan mann- kost. Magnús var einnig heiðarleg- asti maður sem ég hef nokkru sinni vitað um. Hann fór vel með sitt, skuldaði engum neitt og fór aldrei fram á eitt eða neitt fyrir sjálfan sig, en var hins vegar ætíð reiðubú- inn að rétta hjálparhönd. Úr þessum heimi fór hann skuldlaus við allt og alla. Þannig vildi hann hafa það og þannig var það. Heimili Magnúsar og Svövu var einstakt. Þangað var gott að koma. Þar ríkti mannúð, gestrisni og ein- stök mannleg hlýja sem þau veittu öllum sem þangað komu. Þau voru sannir Islendingar af gamla góða skólanum, sem nutu þess að veita, en vildu helst aldrei þiggja eitt né neitt. Þau vissu ekkert betra en að veita og gefa af rausn. Við börnin hans á Látraströndinni kveðjum afa Magga með djúpri virð- ingu og þökk. Við minnumst líka ömmu Svövu á sama hátt og vitum að þau eru sameinuð á ný við hlið þess sem öllu ræður. Guð veri með þeim báðum. Guð geymi minningu þeirra. Áslaug G. Harðardóttir. Okkur systkinunum fannst ætíð gott að heimsækja ömmu Svövu og afa Magga í Drápuhlíðina. Þau áttu alltaf góðgæti handa okkur, skrúf- ur, pönnukökur og þess háttar. Afi eyddi óteljandi klukkustundum í að leika við okkur, spila á spil og fara í göngutúar um Öskjuhlíðina. A jóla- dagskvöldum fengum við og frænk- ur okkar, Milla og Monna, leyfí til þess að rústa klæðaskápnum hennar ömmu, raða á okkur djásnum henn- ar, fara í sparikjólana og leika leik- rit fyrir fullorðna fólkið. Þessar stundir gleymast aldrei og því miður verða þær ekki endurteknar. Afí Maggi var góður maður, um- hyggjusamur, hlýr, heiðvirður og átti alltaf nóg hjartarými fyrir okkur börnin. Afí var mikiil séntilmaður og kenndi okkar kurteisi og góða siði. Afi átti þess aldrei kost að ganga menntaveginn vestur á Flateyri en hefði getað orðið frábær tungumála- maður ef hann hefði fengið tæki- færi til þess. Á seinni árum, þegar við heimsóttum afa á Skjól, sagði ég, Áslaug Svava, alltaf nokkrar setningar á frönsku og þá brást ekki að afi Maggi svaraði um hæl: „Parlez-vous francais monsieur, oui comprends,“ með ekta fínum fram- burði og andlitið ljómaði af ánægju. Þetta voru skemmtileg augnablik sem munu aldrei útmást. Nú er hann afi kominn til ömmu LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 Mig langar til að minnast Magn- úsar, móðurbróður míns, örfáum orðum. Með Magnúsi Guðjóni er genginn einhver sómakærasti og samviskusamasti maður, sem ég hef haft kynni af um ævina. Ef hægt er að segja, að einhver hafi verið vammlaus, þá var það hann. Allt hans líf og far var fyrir ungan mann eftirbreytni vert. Ég hef engan mann heyrt Ieggja að honum óvönduðu orði og má það teljast fátítt ef ekki einstakt. Dagfarsprýði og kurteisi voru honum í blóð borin; hann um- gekkst samstarfsmenn og samferða- menn sína af háttvísi, svo eftir var tekið, og aldrei heyrði ég hann tala á bak nokkrum manni, þvert á móti, hann fann öllum eitthvað gott til. Ef til vill hljómar þetta sem oflof en það er það ekki, þetta er satt og er ég viss um, að þeir sem gerst þekktu hann, eru mér sammála. Hann var einstaklega hugljúfur og vandaður maður, sem öllum vildi vel. Kærleikar miklir voru með þeim móður minni og honum, og raunar með þeim systkinum öllum, en þau mamma og Magpiús voru 3. og 4. barn Þorbjargar Guðmundsdóttur frá Höll í Haukadal í Dýrafírði og Kristjáns Ásgeirssonar fijá Skjald- fönn í Nauteyrarhreppi í Isafjarðar- djúpi, verzlunarstjóra Ásgeirsverzl- unar, síðar Sameinuðu verzlananna, á Flateyri við Önundafjörð, þar sem þau ólust upp í stórum barnahópi á fyrsta fjórðungi þessarar aldar. Að Magnúsi látnum eru tvö barna þeirra Þorbjargar og Kristjáns á lífi, þeir Guðmundur skipamiðlari og Steinarr skipstjóri, báðir komnir yfir áttrætt og heilsugóðir. Magnús naut ekki langrar skóla- göngu en hann tileinkaði sér mikla og haldgóða þekkingu í verzlunar- og skrifstofustörfum og vann við slík störf frá unga aldri, fyrst hjá föður sínum á Flateyri til 1926, næstu fímm árin hjá fyrirtækjum í útgerð og síldarsöltun en 1931 hóf hann störf hjá Slippfélaginu í Reykjavík hf., fyrst sem bókari og síðan skrifstofustjóri um áratuga- skeið og þjónaði því fyrirtæki í tæp 50 ár. Á hans árum var allt bókhald handfært og er óhætt að segja, að hann kunni til verka. Mér er nær að halda, að hann hafí litið á bók- færslu sem Iist, því annað eins hand- bragð, eins og hann viðhafði, þar sem saman fór fögur rithönd og snyrtimennska, hef ég ekki augum litið. Magnús frændi minn var fríður maður sýnum, fremur lágvaxinn en vel vaxinn, samsvaraði sér vel, var fimleikamaður góður, svarthærður á yngri árum en hvíthærður vel fyrir miðjan aldur, snyrtimenni heima og heiman og mikill fjölskyldumaður. Þrítugur kvæntist hann hinni ágæt- ustu konu, Svövu Sveinsdóttur, Árnasonar, búfræðings, af borgf- irzkum ættum og Rannveigar Hál- fdánardóttur, ættaðri frá Bolungar- vík, sem búsett voru að Hvilft í Önundarfirði á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þau Magnús og Svava eignuðust tvo syni, þá Ásgeir Hauk, sem búsettur er í Ástralíu, kvæntur Jónu Sigurðardóttur og eiga þau tvo syni og tvö bamabörn, og Jón Hákon, eigandi og forstjóri KOM — Kynning og Markaður hf., kvæntur Áslaugu Harðardóttur og eiga þau eina dóttur og einn son. Magnús missti konu sína fyrir tæpum þremur árum og var hún honum mikill harmdauði og bar hann ekki sitt barr eftir missi hennar. Síðustu æviár sín naut þessi kæri frændi minn góðrar aðhlynningar í umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg og eru því fólki, sem þar vinnur og sinnti honum mest, færðar alúðarþakkir fyrir hjálpsemi sína í hans garð. Mér er mikill söknuður í huga, þegar ég nú kveð þennan frænda minn og upp í huga mér kemur ljóð 16 úr „36 !jóð“ eftir Hannes Péturs- son, sem hljóðar svo: Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. Ég sendi frændum mínum og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Blessuð sé minning hans. Gylfi Guðmundsson. Þegar við bræðumir og fjölskyld- ur okkar fengum þær sorglegu frétt- ir til Ástralíu, að þú hefðir kvatt þennan heim aðfaranótt 3. nóv. sl., flykktust minningar að, góðar og fallegar minningar um samveru- stundir sem eru svo lifandi og skýr- ar í huga okkar og hjarta. Þú varst yndislegur maður, afí, giftur yndislegri konu, ömmu okkar heitinni Svövu Sveinsdóttur, og þið bæði hafíð haft ómæld áhrif á okkur báða. Minningarnar frá heimili ykkar í Drápuhlíðinni eru af barnæsku fullri af ástúð, umhyggju, öryggi og gest- risni. Við höfðum það alltaf á tilfínn- ingunni að fallega heimilið ykkar í Drápuhlíðinni myndi alltaf vara um aldur og ævi, og þangað gætum við ávallt snúið okkur hvar svo sem við værum staddir í heiminum. Þú varst sérstakur maður, afí Magnús. Maður fullur af heiðarleika, samviskusemi, örlæti og snyrti- mennsku. Þú umgekkst alla sem jafningja, enda naustu virðingar allra þeirra sem þekktu þig. Aldrei varð maður meira var við það en þegar við sem smástrákar í sumarfríum okkar unnum hjá þér í Slippfélaginu í Reykjavík, fyrst sem sendlar og síðar í Slippbúðinni. Bæði samstarfsmenn og viðskipta- aðilar báru virðingu fyrir og hlýleika til afa okkar Magnúsar, skrifstofu- stjóra Slippfélagsins. Fyrir okkur voru sumarfríin þar skemmtilegustu og bestu stundir sem við upplifðum, fullar af sakleysi barnæskunnar, umvafnir ástúð og öryggi frá þér, afi. En nú er kominn tími til að kveðja, sá tími er sárastur allra. Því miður gátum við ekki verið hjá þér þessar síðustu stundir, en við vonum að þú hafir aldrei efast um ást okkar og þá virðingu sem við bárum fyrir þér því að þú, afi Magnús, varst fyrir- mynd okkar í svo mörgu. Þín verður sárt saknað. Þínir elskandi sonarsynir, Sigurður og Magnús Ásgeirssynir, Sydney í Ástralíu. Maggi móðurbróðir minn hvarf til feðra sinna hljóðlega og með fullri reisn hinn 3. nóvember sl. löngu fyrir dagmál skammdegismorguns- ins á Hjúkrunarheimilinu Skjóli hér í bæ. Banameinið var augljóslega illkynja, en aðdragandinn var stutt- ur, aðeins 2-3 vikur. Hamingja hans hagaði svo til að þjáninga varð ekki vart og hjúkrunarliðið á Skjóli tryggði þægindi hans til hinstu stundar og færast þeim hér með hjartans þakkir allra ástvina hans. Mildur hjúpur ellinnar umlukti vit- ræna veröld hans síðustu árin, en daglegt ferli hans var sem ævilangt, glaðlegt, góðlegt og kurteist. Magnús Guðjón fæddist á ísafirði, þar sem kallaður var MiðkaupStað- ur, hinn 13. júlí 1904, þriðji í röð 10 barna þeirra Þorbjargar Guð- mundsdóttur frá Höll í Haukadal í Dýrafirði (1873) og Kristjáns Ás- geirssonar (1877) verslunarstjóra hjá Ásgeirsverslun á ísafirði og síðar hjá Sameinuðu verslununum á Flat- eyri. Hann var frá Skjaldfönn í N- ísafjarðarsýslu og afabróðir núver- andi bónda þar, Indriða Aðalsteins- sonar. Systkinin voru Sólveig (1900), sem dó 15 ára úr berklum, Ástríður (1902) sem dó í frum- bernsku, Helga (1903-’82), hús- móðir, gift Guðmundi Sigurðssyni skrifstofustjóra, Ásgeir, loftskeyta- maður (1906—’35), varð berkla- dauða að bráð, Elínborg (1908-’78) gift Edwin Árnasyni, framkvæmda- stjóra, Guðmundur (1909), skipa- miðlari, kvæntur Gróu Ólafsdóttur, Jón Hákon (1911—’41), stýrimaður, fórst með ms. Heklu, Steinarr (1913), skipstjóri, kvæntur Þórunni Hafstein, og Rögnvaldur (1917—’80), sjómaður, kvæntur Svövu Guðmundsdóttur. Árið 1907 fluttist fjölskyldan til Flateyrar. Myndarheimili þeirra Þor- bjargar og Kristjáns á Flateyri varð sveitarsómi og þar ólst Maggi upp í sérlega samstæðum systkinahópi. Skólaganga þess tíma var takmörk- uð, en mikill menningarbragur þótti vera á bamaskóla Flateyrar undir stjóm hins margrómaða skóla- manns, Snorra Sigfússonar, og naut Magnús veganestis þaðan alla ævi. Ekki liðu mörg ár þar til Magnús var orðinn innanbúðar hjá föður sín- um, ásamt þeim Guðmundi Sigurðs- syni föður mínum og Sturlu Ebenez- erssyni og knýttust þar ævarandi vináttubönd. Magnús kvæntist Svövu Sveins- dóttur frá Hvilft í Önundarfirði hinn 3. júní 1933 eftir langt tilhugalíf að hætti þeirra tíma með lengri og skemmri aðskilnaði þeirra vegna vinnu hans, m.a. hjá Olafí A. Guð- mundssyni og Óskari Halldórssyni útgerðarmönnum. Á þessum árum var kreppan í algleymingi og tæki- færin fá, sem byggja mætti á til að stofna til hjúskapar. Gifta Magnúsar var samt slík, að hann fékk góða stöðu hjá Magnúsi Scheving Thor- steinssyni og skömmu síðar tilboð um enn betra hjá Slippfélagi Reykja- víkur sem skrifstofustjóri, hvert hann réð sig árið 1932 og lagði eft- ir það alla orku sína fyrirtækinu til framdráttar á allan hátt og eignað- ist virðingu viðskiptamanna þess, óskorað traust húsbænda sinna og vináttu samverkamanna allt til starfsloka í 48 ár. Hann kom gang- andi frá heimili sínu alla morgna og var fýrstur á vettvang, fylgdist með umsvifum í Reykjavíkurhöfn, átti orðastað við alla, sem þar komu við sögu. Þeir sem leið áttu um Mýrar- götu frá klukkan 8 á morgnana til 7 að kveldi sáu hann önnum kafínn innan við gluggann sinn í austurenda Slipphúsbyggingarinnar, alla daga nema sunnudaga. í hartnær 60 ár á ég ekkert nema Ijúfar minningar um Magga frænda. Fyrst á bernskuheimilinu þegar hann og Svava ásamt foreldrum mínum sungu „Fjárlögin", Gluntana og fleira við undirleik annars hvors þeirra systkinanna, mömmu eða Magga, á orgelið hennar, síðar við að njóta samskipta við þau og gest- risni á heimilum þeirra, frá vestast á Hringbraut til austast í austurbæn- um, þ.e. Drápuhiíð 8, eins og sá stað- ur var landfræðilega kringum 1950. Synimir, Ásgeir Haukur, stórkaup- maður hér til skamms tíma og „eh- trepreneur“ í Ástralíu undanfarin 15 ár, og Jón Hákon blaðamaður, fæddust 1936 og 1941 og rændu mig „forsæti", sem ég þóttist hafa aflað mér, en þeim hef ég löngu fyrirgefið, og mun vafalítið fá að njóta ylsins í minningum okkar allra þriggja um Magga og Svövu um aldur og ævi. „Forsæti" bræðranna er löngu tryggt og eilíflega njörvað með þeirri guðsgjöf, sem börn þeirra urðu afa sínum. Hreyknari mann hef ég varla séð en Magga í návist þeirra Sigurðar og Magnúsar Ásgeirssonar og Áslaugar Svövu og Harðar Há- konar Jónsbarna. Tengdadæturnar, Jóna Sigurðardóttir og Áslaug G. Harðardóttir, voru honum hugljúfar og urðu honum hjartans vinir. Ég votta gengnum gæfumanni elsku mína og virðingu og ástvinum öllum innilega samúð. Sigurður Þ. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.