Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 21 Sambíóin frumsýna kvikmyndina Dave SAMBÍÓIN hafa nú tekið til sýn- inga gamanmyndina Dave með Kevin Kline og Sigourney Weaver í aðalhlutverkum. Myndin segir frá Dave Kovic (Kline) sem rekur litla ráðningar- skrifstofu í Baltimore. Hann er dæmigerður millistéttarmaður sem gerir hógværar kröfur til lífsins lysti- semda. Einna best líður honum þeg- ar hann getur útvegað því örvænt- ingarfulla fólki sem leitar til hans vinnu. Eitt er þó óvenjulegt við Dave. Hann lítur nákvæmlega eins út og Mitchell, 44. forseti Bandaríkjanna. Forsetinn sér sér leik á borði, eftir að aðstoðarmenn hann uppgötva Dave, að nota Dave sem staðgengil fyrir sig við ýmis opinber tækifæri svo hann sjálfur geti sinnt meira aðkallandi verkefnum. Ekki fer allt samkvæmt áætlun því forsetinn veikist allskyndilega og er látinn áður en nokkuð fæst að gert. Að- stoðarmenn forsetans leggja nú hart að Dave að halda hlutverki sínum Kevin Kline og Sigourney Weaver í hlutverkum sínum. áfram sem forseti Bandaríkjanna. Dave finnur sig staddan í meira en lítið skrýtnum kringumstæðum, ekki síst þegar hann þarf að takast á við þrýsting frá valdamiklum hags- munahópum og sínar eigin hug- myndir um hvað sé rétt og rangt. Ráðstefna um sam- ræmda slysaskráningu SLYSAVARNAFÉLAG íslands heldur ráðstefnu um samræmda slysa- skráningu föstudaginn 12. nóvember kl. 9.30-15 í ráðstefnusal ríkisins í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni). Með þessari ráðstefnu vill Slysa- varnafélagið minna á mikilvægi þess að hafinn verði undirbúningur að samræmdri slysaskráningu hér á landi, því hún er forsenda mark- vissra slysavarna, sem væntanlega dregur úr slysatíðni og þar með kostnaði samfélagsins vegna slysa. I dag eru upplýsingarnar ekki nógu góðar og ekki nógu nýjar svo hægt sé að móta nákvæma áætlun um fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er því Slysavarnafélagi Islands afar mikil- vægt að nákvæm skráning slysa fari fram þar sem annar megintil- gangur félagsins er að sporna við hvers kyns slysum og auka þekkingu almennings á orsökum slysa og helstu ráðum til að afstýra þeim. Hér á landi skrá fjölmargir aðilar slys, m.a. Slysavarnafélagið, sjúkra- hús, heilsugæslustöðvar, Umferðar- ráð, lögregla, Tryggingastofnun rík- isins, Vinnueftirlit ríkisins, vátrygg- ingafélög, Siglingamálastofnun rík- isins og fleiri. Slysavarnafélagið hef- ur fengið þessa aðila til liðs við sig og munu fulltrúar þessara aðila segja frá því sem þeir eru að gera. Síðán verða flutt erindi um leiðir til úrbóta. Til ráðstefnunnar hafa verið boð- aðir aðilar sem tengjast slysaskrán- ingu á einn eða annan hátt og er það von Slysavarnafélags íslands að þessi ráðstefna verði gott innlegg í umræðu um samræmda slysaskrán- ingu og flýti fyrir þeirri ákvörðun opinberra aðila að hefja slíka skrán- ingu sem allra fyrst á íslandi. Sambíóin sýna mynd- ina Ung í annað sinn SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga úrvalsmyndina Ung i annað sinn eða „Used People“. Með aðalhlut- verk fara Shirley MacLaine, Marcello Mastroianni, Kathy Bat- es, Jessica Tandy og Marcia Gay Harden. Leikstjóri er Beeban Kidron. Sagan segir frá Pearl Berman (MacLaine) sem býr í Queens-hverf- inu í New York. Sér til mikillar undr- unar verður hún yfir sig ástfanginn af manni (Mastroianni) sem hefur haft dálæti á henni í 23 ár og það á útfarardegi eiginmanns síns. Dæt- ur hennar tvær (Bates og Harden) eru ekki síður hissa á þessu uppá- tæki móður sinnar en þetta verður til þess að þær fara að endurskoða sitt eigið líf. Kathy Bates, Shirley MacLaine og Jessica Tandy í hlutverkum sínum í myndinni Ung í annað sinn. SONATA þolir állan samanburð Árgerð '94 af SONATA er gjörbreyttur. Nýr bíll, nýtt útlit og glæsilegri og öflugri en áður. Bíllinn er búinn 2.0 lítra, 139 hestafla vél sem skilar góðri snerpu. SONATA er með vökva- og veltistýri, rafdrifnum rúðum og útispeglum, samlæsingu og styrktarbitum í hurðum. Að auki eru vönduð hljómflutningstæki með 4 hátölurum. 3ja ára ábyrgð og 6 ára ryðvarnarábyrgð. Komið og setjist undir stýri þessa glæsilega bfls, þá finnið þið það sem við erum að tala um! Verð frá 1.577.000 kr. Ódýrasti bíllinn í sínum flokki VERÐ HYUNDAI '94 SONATA 2,0 GLSi H0NDA '93 ACCORD 2,0 MMC '93 GALANT 2,0 GLSi '93 MAZDA 626 GLXi TOYOTA ‘94 CARINA 2.0E GLi 1.577.000 1.995.000 1.962.000 1.895.000 1.734.000 RÚMTAKVÉLAR 1997 1997 1997 1991 1998 HESTÖFL 139 112 137 116 133 ÞYNGD 1307 1225 1270 1175 1185 LENGD 4680 4700 4620 4695 4530 BREIDD 1751 1695 1730 1750 1695 HÆÐ 1408 1390 1395 ' 1400 1410 HYUIIOHI ...til framtiðar ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 NOTUM GROFMYNSTRUÐ VETRARDEKK. HÖGUM AKSTRI EFTIR AÐSTÆÐUM GATNAMALASTJORI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.