Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBBR 1993 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Nýting innlendrar orku A Isérblaði Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál, Úr Ver- inu, er greint frá því í gær, að Rafmagnsveitur ríkisins hafí ákveðið að lækka verð á raforku til skipa í hofnum um 25-30% frá og með næstu ára- mótum. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar verðlækkunar á raf- orku til skipa hjá Reykjavíkur- höfn. í fyrradag var og frétt hér í blaðinu, þess efnis, að Rafmagnsveita Reykjavíkur hafí lækkað verð á rafmagni til húsbyggjenda, svokallað vinnuljósarafmagn, að meðal- tali um 27%. Síðast en ekki sízt skal minnt á markaðsátak Landsvirkjunar fyrr á þessu ári. Fyrirtækið bauð kr. 1,00 afslátt á kWst af verði for- gangsrafmagns til þeirra not- enda sem fullnægja tilteknum skilyrðum, m.a. varðandi lág- marksaukningu í árlegum raf- magnskaupum. Ennfremur 50% afslátt af verði „ótryggs rafmagns" til fískimjölsverk- smiðja og annars atvinnu- reksturs, til að gera viðkom- andi kleift að taka upp notkun rafmagns í stað olíu. Þessar verðlækkanir hafa vakið nokkra athygli. í fyrsta lagi vegna þess að innlendur markaður hefur aðeins nýtt um 80% af þeirri raforku, sem hægt er að framleiða í land- inu. Það er með öðrum orðum hægt að framleiða hér innan- lands langleiðina í 1.000 GWst á ári umfram það sem nú er nýtt. í annan stað vegna þess að verðlækkanir af þessu tagi hvetja til nýtingar innlendrar orku í stað innfluttrar. í þriðja lagi er það bæði í samræmi við stefnumörkun umhverfis- ráðstefnunnar í Rio de Janeiro í fyrra og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um takmörkun gróð- urhúsaáhrifa að stuðla að notkun „hreinna orkugjafa", sem ekki valda mengun í um- hverfinu. Fyrir nokkru var settur á fót starfshópur á vegum iðnað- arráðuneytisins til að kanna, hvort hagkvæmt væri að setja upp rafskautskatla í um tíu fiskimjölsverksmiðjur, en að- eins ein fískbræðsla nýtir nú rafskautskatla, verksmiðjan í Krossanesi. Fiskimjölsverk- smiðjur í rekstri eru rúmlega 30 talsins og nota þær að jafn- aði um 40.000 tonn af svart- olíu á ári. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að breyting yfír í rafskautskatla gæti reynzt hagkvæm í mörgum til- fellum. Heildarkostnaður var áætlaður um 500-600 m.kr. hjá raforkufyrirtækjum og fískimjölsverksmiðjum. Nokk- ur hreyfíng hefur komizt á málið. Krossanesverksmiðjan hefur tvöfaldað afl þess raf- skautsketils, sem þar var fyrir, og Síldarvinnslan í Neskaup- stað stefnir að því að koma upp rafskautskatli í lok yfir- standandi vertíðar. Aðrar bræðslur hafa haldið að sér höndum, það bezt er vitað. Því veldur lágt olíuverð og ýmis tæknileg, kostnaðarleg og staðbundin vandamál. Markaðsátak Landsvirkjun- ar hefur þegar leitt til sölu um 6 GWst á ári af forgangsraf- magni með fyrrgreindum af- slætti, einkum til fyrirtækja á sviði ylræktar, fískvinnslu og mjólkurvinnslu. Þá hefur einn- ig verið samið um sölu á „ótryggu rafmagni“ á afslátt- arkjörum, sem nemur um 60 GWst á ári. Meðal þeirra sém nýtt hafa sér viðskipti af þessu tagi eru Hitaveita Akureyrar, Mjólkursamlag KEA, Fiski- mjölsverksmiðjan Krossanes hf., Vikingbrugg hf. og Stein- ullarverksmiðjan á Sauðár- króki. Líkur standa til þess að þeim aðilum fari fjölgandi sem leita eftir samningum um kaup á rafmagni með afsláttarkjör- um. Landsvirkjun og dreifí- veitur þurfa að fylgja þessu máli eftir með frekari viðræð- um við þær fískimjölsverk- smiðjur þar sem helzt kemur til álita að innlend orka geti keppt við innflutta. Gróðurmold og fiskistofnar eru nánast fullnýttar auðlindir, þótt sitthvað standi enn til bóta í landbúnaði og sjávarút- vegi. Þriðja auðlindin, orkan í fallvötnum og jarðvarma landsins, er á hinn bóginn van- nýtt. Óbeizluð orka bíður nýrr- ar stóriðju og hugsanlega einn- ig raforkusölu um sæstreng til Evrópu. Þetta tvennt er hins vegar framtíðarmúsík á líðandi stundu. Það verkefni blasir hins vegar við okkur í dag og næstu misseri að fullnýta þá innlendu orku sem vatnsafls- virkjanir í landinu geta fram- leitt nú þegar. Þar koma til sögunnar ýmis framleiðslufyr- irtæki, sem í dag nota inn- flutta orku að einhveiju eða öllu leyti, sem og nýr smáiðn- aður. Oll áhrifaöfl í þjóðfélag- inu þurfa að leggjast á eitt um að styrkja markaðsstöðu inn- lendrar orku. Fjölmenni var á fundi um Viðreisnarárin á Hótel Borg- í fyrrakvöld Breytt kjördæmaskípan gnmnurmn að Viðreisn „BÓKIN er ekki málsvörn fyrir Alþýðuflokkinn, ekki fyrir Viðreisn- ina, hún er málsvörn fyrir heilbrigða skynsemi," sagði dr. Gylfi Þ. Gíslason, á fjölmennum fundi í fyrrakvöld, á Hótel Borg, þar sem nýút- komin bók hans Viðreisnarárin var til umfjöllunar, ásamt því tímabili stjórnmálasögunnar á íslandi sem nafngiftin vísar til, 1959 til 1971. Dr. Gylfi var eins og kunnugt er ráðherra í Viðreisnarstjórninni öll árin sem hún var við völd. Til fundarins boðaði Félag fijálslyndra jafn- aðarmanna og auk Gylfa, fluttu þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Gunnar Helgi Kristinsson, dósent við Háskóla ís- lands, erindi á fundinum og allir þrír svöruðu fyrirspurnum fundar- manna. Yfirskrift fundarins var: „Viðreisnarárin. Stenst goðsögnin veruleikann, stenst Ný viðreisn samanburðinn?" Dr. Gylfí rakti í erindi sínu megin- kafla bókarinnar í helstu atriðum. í upphafí máls síns sagði Gylfí að myndun Viðreisnar árið 1959 hefði verið í fullkomnum takti við það sem hafði verið að gerast í Vestur-Evrópu á fímmtán fyrstu árunum eftir síðari heismstyrjöldina. „Árið 1959 urðu tímamót á íslandi að tvennu leyti. Annars vegar var horfíð frá haftabú- skap og hins vegar var kjördæma- skipuninni gjörbreytt, en henni var breytt 50 árum of seint,“ sagði dr. Gylfí. Styrmir þ'allaði um spumingar er vakna við lestur bókar Gylfa, en hóf mál sitt á að svara yfirskrift fundar- ins að hluta, með því að segja: „Goð- sögnin stenst veruleikann ... Við- reisnarárin eru gullöld lýðveldis- tímans." Styrmir sagði bók Gylfa vera ómetanlega heimild um aðdrag- andann að myndun Viðreisnarstjóm- arinnar, en þó fyrst og fremst um þau málefni sem stjórnin beitti sér fyrir. „Hún er einskonar kennslubók í Viðreisnarfræðum,“ sagði Styrmir. Óvenjulegt á íslandi Gunnar Helgi fjallaði um áhrif stefnu Viðreisnarstjómarinnar og áhrif á síðari tíma stefnumótun í efnahags- og stjórnmálum. Gunnar Helgi sagði m.a.: „Fyrsta Viðreisn- arstjómin settist að völdum 1959 og sat til 1963. Hún var um margt merkileg stjóm ... Hún byggði stefnu sína á miklu meiri langtímahugsun og á ákveðinni sýn á það, hvernig efnahagslegri og félagslegri velferð Islendinga jtöí best fyrir komið, þeg- ar til lengdar léti. Þetta er frekar óvenjulegt á íslandi. Langtíma- stefnumótun, er ekki beinlínis sterk- asta hlið íslenskra stjórnmála- flokka.“ Gunnar Helgi sagði að minna hefði verið um nýbreytni í Viðreisnarstjórninni 1963 til 1967, en stjóminni hefði tekist að festa í sessi það kerfi sem hin fyrsta skap- aði. Hann sagði jafnframt að fersk- leiki hefði verið horfinn af Viðreisn- inni á ámnum 1967 til 1971 og sjálfstraust hennar verið í rénum. Hvað veit dr. Gylfi? Meðal þeirra spuminga sem Styrmir Gunnarsson beindi til dr. Gylfa í erindi sínu var þessi: „Minni- hlutastjórn Emils Jónssonar var und- anfari Viðreisnarstjórnar og spurn- ing hvort hún hefði orðið til, ef minni- hlutastjórn Emils hefði ekki verið mynduð. í desember 1958 var gerð ákveðin tilraun til að endurreisa þá vinstri stjórn sem setið hafði að völd- um frá 1956 og féll í byijun desem- ber 1958. Samkvæmt því sem fram hefur komið, meðal annars í ævisögu Ólafs Thors, eftir Matthías Johann- essen, var endurreisn vinstri stjórn- arinnar með aðild Alþýðuflokksins komin vel á veg, þegar Ásgeir Ás- geirsson bauð Emil að mynda minni- hlutastjóm. Hafði Ásgeir Ásgeirsson með því boði úrslitaáhrif á stjóm- málaþróunina á íslandi næsta ára- tug? Hver var undanfari þess að hann gerði Emil þetta tilboð? Hvaða samtöl höfðu farið fram á milli Ás- geirs og forystumanna Sjálfstæðis- flokks, áður en hann bauð Emil að mynda minnihlutastjóm? Er Ásgeir Ásgeirsson með þessari ákvörðun kannski einhver mesti örlagavaldur í stjórnmálum lýðveldisins? Hvað veit dr. Gylfí um þessa sögu, sem hann ekki segir frá í bók sinni?“ Vissi ekki, en vonaði Dr. Gylfi lauk lofsorði á Ásgeir Ásgeirsson er hann svaraði spurning- unni og sagði síðan: „Ásgeir Ásgeirs- son virtist taka mjög skyndilega ákvörðun um að fela Emil Jónssyni stjórnarmyndunarumboð. Ég held að Ásgeir Ásgeirsson hafi í einkasam- tölum gengið úr skugga um að það væri hægt að framkvæma breytingu á kjördæmaskipan og að Emil gæti fengið bæði Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðubandlagið til þess að sam- þykkja slíka breytingu. Ásgeir Ás- geirsson vissi ekki að það gæti tek- ist samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. En breytt kjördæma- skipan var grundvöllurinn að mynd- un Viðreisnarstjórnarinnar. Ásgeir vonaði ugglaust að upp úr öllu myndi koma samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og ég leyfí mér líka að hrósa honum fyrir þá von.“ Dr. Gylfi Þ. Gíslason flytur erindi sitt um Viðreisnarárin á fjölmennum fundi á Hótel Borg í fyrrakvöld. FRÁ afhendingu íbúðanna. Taldir frá vinstri; Jón Helgason, fyrir hönd húsfélagsins, Gylfi Héðinsson og Gunnar Þorláksson. Afhending íbúða fyr- ir eldra fólk í Mjódd NYLEGA fór fram formleg af- hending 100 þjónustuíbúða fyrir eldra fólk í Árskógum 6-8 í Reykjavík. I Suður-Mjódd hafa á skömmum tíma risið tvö háhýsi, og hefur þar verið að verki Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf. í samvinnu við Fé- lag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Samstarf þessara aðila hefur á undanförnum árum skilað nær 300 íbúðum í hendur kaup- enda, 60 ára og eldri, og má þar benda á hús við Grandaveg 47, Skúlagötu 70, Hraunbæ 103 og nú síðast við Árskóga. Við tvö síðast- nefndu húsin eru þjónustukjarnar, kostaðir og reknir af Reykjavíkur- borg, í Hraunbæ 105 er rekið fé- lagsstarf fyrir eldra fólk, og nú er unnið að innanhússfrágangi 1.200 m2 þjónustumiðstöðvar í Suður- Mjódd. I Suður-Mjódd verður innan- gengt í þjónustukjarnann á 1. hæð, í gegnum sameiginlegan sal íbú- anna. íbúðir skiptast í tvö hús, hvort um sig 13 hæðir og eru 4 íbúðir á hæð. íbúðir eru ýmist 2., 3. og 4. herbergja í stærðum frá 70 m2 til 104 m2 fyrir utan sam- eign. Alls er byggt flatarmál um 1.200 m2 með bílageymslu neðan- jarðar fyrir 28 bíla, en mörgum finnst mjög mikilvægt að eiga bíl- stæði inni og geta gengið örstutta leið innanhúss að lyftum. Samvinnuverkefni tannlæknadeilda Háskóla íslands og Amsterdam-háskóla Aðferð semsegir fyrir um tann- skemmdir og minnkar kostnað RANNSÓKNIR á tannátubakteríum hafa verið stundaðar á tannlækna- deild Háskóla íslands í samvinnu við tannlæknadeild Amsterdam-háskóla undanfarin ár. Dr. Peter Holbrook dósent hefur leitt rannsóknirnar hér- lendis og dr. Johannes de Soet í Hollandi. í tengslum við rannsóknirnar var þróað tannátupróf sem nýtist m.a. til að segja fyrir um tannskemmd- ir og gæti minnkað tannlækningakostnað stórlega. Hætt var að veita fjármagni til rannsóknanna í fyrra og hefur prófið því ekki nýst sem skyldi. Niðurstöður rannsóknanna hafa nýlega birst í „Caries Research“, einu virtasta tímariti fyrir tannlæknarannsóknir í heiminum. Samstarf Peters Holbrooks og Jo- hannesar de Soet hefur nú staðið í sex ár en de Soet starfar við örverufræði- deild ACTA (tannlæknadeildar Amst- erdam-háskóla). Holbrook og Soet hafa kannað bakteríutengda tannátu, sérstaklega með tilliti til hlutverks Streptococcus sobrinus, bakteríu sem menn hafa haldið að væri hættulegri en hefðbundin tannátubaktería, Streptococcus mutans. Streptococcus sobrinus er algengari hérlendis en í öðrum löndum Evrópu og það hafa tannskemmdir verið einnig. Hægt að segja fyrir um tannskemmdir með tannátuprófi Ut úr rannsóknum á þessum tveimur tegundum tannátubaktería og tannskemmdum, sem unnar voru með kennurum tannlæknadeildar HÍ og í samvinnu við Stefán Finnboga- son yfirskólatannlækni í Reykjavík, var þróað tannátupróf sem gert var á fjögurra ára börnum. Með prófínu er hægt að segja til um tannskemmd- ir á tiltölulega ódýran hátt og ákvarða hvaða börn þurfa meiri tann- vernd en önnur. „Við komumst að því að hjá rúmlega 40% fjögurra ára barna voru tennur óskemmdar en á móti var um fimmtungur með mikið skemmdar tennur. Næsta skref átti að vera að gera prófið hjá fleiri börn- um, jafnvel ölium börnum í Reykja- vík á ákveðnum aldri og flokka þau eftir niðurstöðum prófsins. Þá hefði verið hægt að gera tannverndaráætl- un sem gefur möguleika á að nýta fjármagn til barnatannlækninga bet- ur,“ segir Holbrook. „Þetta er akkúrat það sem er í þróun í mörgum öðrum löndum, til að reyna að fínna betri leiðir til að fyrirbyggja tannskemmdir. Hér hafa rannsóknirnar hins vegar verið stöðv- aðar. Þær voru styrktar af tann- vemdarsjóði í Svíþjóð, af Vísindasjóði og Rannsóknasjóði HÍ auk þess sem Reykjavíkurborg styrkti rannsókn- irnar myndarlega. Eftir að þessi mál færðust í auknum mæli undir ríkið hefur verið æ erfíðara að fá peninga til þeirra og í apríl í fyrra var alveg skrúfað fyrir. Við vitum þess vegna ekki hveiju þetta myndi skila ef við fengjum tækifæri til að láta á það reyna.“ Vantar 2,5 milljónir til rannsókna „Frá Skotlandi hefur komið beiðni um aðstoð við að setja á laggimar rannsóknir að okkar fyrirmynd og fyrirspurnir hafa komið víða að. Enn- þá er alveg í lausu lofti hvert fram- haldið verður en við gemm okkur vonir um að fá fjármagn til rann- sókna þegar evrópska efnahagssvæð- ið tekur gildi. Okkur vantar tvær og hálfa milljón til framkvæma tannátu- próf hjá öllum fjögurra ára börnum í Reykjavík og fylgja þeim eftir í u.þ.b. tvö ár,“ sagði Holbrook. Hjá Tryggingastofnun fengust þær upp- lýsingar að á síðasta ári hefðu verið greiddar rúmlega 670 milljónir krória' vegna tannviðgerða barna á aldrinum 1-16 ára. „í rannsóknum okkar höfum við fundið nokkrar sérkennilegar bakter- íur sem líta út eins og tannátubakter- íur en eru ekki eins hættulegar. Okk- ur langar að rannsaka þær frekar og er dr. de Soet staddur hér á landi í því skyni. Við höfum verið að safna sýnum og einangra bakteríur og ætl- um að reyna að komast að því hvern- ig munurinn á þeim og hættulegu bakteríunum er. Helmingur rann- sóknanna verður unninn hér og hinn helmingurinn í Amsterdam," sagði Holbrook. Lækkun vaxta: Af hveiju ekki fyrr? eftir Sighvat Björgvinsson Aðdragandinn Mörg undanfarin ár hefur verið hávær krafa um lækkun vaxta. Bent hefur verið á að vextir hér á landi væru mun hærri upp á síðkastið en í nágrannaríkjum. I tengslum við kjarasamninga sl. vor gaf ríkisstjóm- in verkalýðshreyfingunni fyrirheit um aðgerðir til lækkunar vaxta. Eitt af mínum fyrstu verkum í viðskiptaráðuneytinu á sl. sumri var því að skipa nefnd til að kanna vaxta- myndun á lánsfjármarkaði. Tilgang- urinn var að skoða lánsijármarkað- inn í heild þannig að hægt væri að grípa til yfirgripsmikilla og sam- ræmdra aðgerða til vaxtalækkunar í stað þess að einskorða sig við ein- stök afmörkuð atriði eins og áður hafði verið reynt. Nefndin skilaði mér skýrslu í síðasta mánuði þar sem fram koma upplýsingar um það hvemig vaxtamyndun verður á inn- lendum lánsfjármarkaði, upplýsingar um vaxtaþróun hér á landi og saman- burður við vexti erlendis. A grundvelli þessara upplýsinga lagði ég fram í ríkisstjóm tillögur um aðgerðir í vaxtamálum. Þær vom samþykktar þann 26. október sl. og fjórum ráðherrum falið að vinna framkvæmdaáætlun. Fyrir tæplega tveimur vikum voru síðan kynntar opinberlega samræmdar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar vaxta. í þeim skipti mestu máli sú ákvörðun að ríkisstjórnin tilkynnti að ríkissjóður tæki fremur erlend lán en að sætta sig við hærri vexti hér á landi en honum byðust á erlendum markaði og að Seðlabankinn myndi beita sér með öflugum hætti á verð- bréfamarkaði til að tryggja lækkun vaxta á honum. Markmiðið var að knýja fram lækkun vaxta þannig að vextir á verðtryggðum skuldabréfum og húsbréfum lækkuðu niður í 5% í fyrsta áfanga. Vaxtalækkun á markaði Viðbrögð markaðarins hafa ekki látið á sér standa. Meðalraunávöxtun í viðskiptum með spariskírteini í október voru 6,8% en 5,5% að meðal- tali fyrstu vikuna í nóvember. Sé lit- ið á ávöxtun í viðskiptum með spari- skírteini á markaði dagana fyrir yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar og hún borin saman við ávöxtun í viðskiptum nú síðustu daga er lækkunin um 1,5%. Svipað gildir um ávöxtun í viðskiptum með húsbréf. í stað þess að vera seld með afföllum eru hús- bréf nú seld á yfírverði. Á uppboði ríkisvíxla 3. nóvember sl. var meðal- nafnávöxtun tekinna tilboða 6,9% sem er um 1,2% lækkun frá uppboð- inu í október. Á uppboði spariskír- teina fyrr í þessari viku var meðal- raunávöxtun tekinna tilboða 5% sem er um 2,2% lækkun frá síðasta upp- boði í október. í dag lækka svo vext- ir banka og sparisjóða til samræmis við þá lækkun sem orðið hefur á markaði síðustu tvær vikur. í kjölfar- ið munu síðan örugglega fylgja fjár- festingarlánasjóðir og eignarleigu- fyrirtæki. Árangur hinna djörfu aðgerða rík- isstjórnarinnar á innlendum lánsfjár- markaði hefur farið fram úr björt- ustu vonum. Nú ríður á miklu að varðveita þá lækkun sem þegar hef- ur náðst og stefna jafnframt að enn frekari lækkun vaxta þegar markað- urinn hefur jafnað sig eftir atburði Sighvatur Björgvinsson síðustu tveggja vikna. Óhjákvæmi- legt er að það taki einhvern tíma og meðan lánsljármarkaðurinn er að jafna sig má vænta þess að skamm- tímasveiflur geti orðið á ávöxtunar- kröfu á markaðnum ofan og neðan þeirra marka sem ríkisstjórnin setti. Slíkar sveiflur eru óhjákvæmilegar og eiga ekki að koma neinum á óvart. Áhrif vaxtalækkunar Áhrif af 2% almennri lækkun raunvaxta á fjárhag heimila og fyrir- tækja eru mikil. Þannig er fjárhagur heimila talinn batna um 1,7 milljarða króna á ári, hagur fyrirtækja í land- inu um 2,6 milljarða króna og ríkis- og sveitarfélaga um 0,8 milljarða króna. Samtals eru þetta yfír 5 millj- arðar króna. Hér er að sjálfsögðu einungis tekið tillit til skulda innan- lands og skulda sem bera breytilega vexti. Sé litið til lengri tíma og gert ráð fyrir að skuldir sem bera fasta vexti verði endurnýjaðar á lægri vöxtum er um að ræða tæplega 10 milljarða króna lækkun á vaxta- byrði. Til samanburðar má nefna að raunvaxtalækkunin er talin skila heimilum ámóta fjárhæð og lækkun virðisaukaskatts á matvælum á að gefa. Munurinn er hins vegar sá að raunvaxtalækkunin er fugl í hendi þar sem virðisaukaskattslækkunin er bara fugl í skógi því allar líkur benda til að hún skili sér ekki nema að hluta til almennings í landinu. Af þessu má ráða að lækkun raun- vaxta er eitt brýnasta hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Því verða allir að Ieggjast á eitt um að þessar að- gerðir takist og að okkur lánist að raunvaxtastig hér' á landi sem er í líkingu við það sem gerist og gengur erlendis. Með þessari lækkun raunvaxta er ekki aðeins létt á þungri greiðslu- byrði margra stórskuldugra heimila og fyrirtækja. Með henni er einnig lagður grunnur að nýrri sókn í ís- lensku atvinnulífi sem of Iengi hefur einkennst að stöðnun og doða og skorti á áræði. Lægri vextir leiða til þess að fyrirtæki endurskoða fjár- festingaráætlanir sínar og fjárfest- ingar sem voru óhagkvæmar við hærra vaxtastig eru skyndilega orðnar hagkvæmar. Með aukinni „Árangur hinna djörfu aðgerða ríkisstjórnar- innar á innlendum lánsfjármarkaði hefur farið fram úr björtustu vonum. Nú ríður á miklu að varðveita þá lækkun sem þegar hefur náðst og stefna jafnframt að enn frekari lækkun vaxta þegar markaður- inn hefur jafnað sig eft- ir atburði síðustu tveggja vikna.“ Ijárfestingu aukast umsvifin og lagð- ur er grunnur að öflugra atvinnulífi í framtíðinni. Af hverju ekki fyrr? í ljósi þess hve áhrifarík yfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá 29. október hefur reynst er eðlilegt að margir spyiji hvers vegna í ósköpunum þetta hafi ekki verið gert fyrr. Svörin liggja í augum uppi. Ég nefni það helsta: Halli á viðskiptum þjóðarinnar við útlönd hefur minnkað hratt. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum árið 1991 var viðskiptahallinn 4,7% af landsframleiðslu en vegna aðhaldsaðgerða ríkis- stjórnarinnai’ er viðskiptahallinn » nú aðeins 1,4% af landsfram- leiðslu og við flytjum út varning fyrir meira verðmæti en við flytj- um inn. Það þýðir að hægt hefur á skuldasöfnun í útlöndum. Þegar tekið er tillit til verðbólgu erlend- is hafa erlendar skuldir lækkað að raungildi. Ríkisstjómin var því í þeirri aðstöðu að geta staðið við fyrirætlun sína um auknar er- lendar lántökur ef á þyrfti að halda. Ríkisstjómin hefur með aðgerðum sínum sjálf skapað sér þessa aðstöðu. Um næstu áramót falla úr gildi enn frekari hömlur á verðbréfa- kaupum innlendra aðila erlendis. Þau ákvæði voru leidd í lög af núverandi ríkisstjórn. Þeir aðilar sem sætta sig ekki við þau kjör sem ríkissjóður býður geta því keypt verðbréf erlendis. Á móti hugsanlegum lántökum ríkissjóðs erlendis kæmi því verðbré/aeign innlendra aðila erlendis. Áhrifin á skuldastöðuna gætu því orðið lítil og þar af leiðandi þensluáhrif- in af erlendum lántökum. Neysla í þjóðfélaginu hefur farið ört minnkandi á síðustu misser- um. Jafnframt eru skuldir heim- ila miklar. Við þessar aðstæður má búast við að vaxtalækkun verði ekki nýtt til að hækka neyslustigið heldur verði svig- rúmið notað til að greiða niður skuldir. Aðstæður til aðgerða af þessu tagi voru ekki hagstæðar í kjölfar gengisfellingar í júní og verð- bólgukúf í kjölfarið. Nú er verð- bólga á niðurleið á ný. í síðasta mánuði kom út skýrsla um vaxtamyndun á lánsíjármark- aði þar sem gerð var ítarleg grein fyrir því hvernig henni er háttað og lagður grunnur að fjölmörgum þáttum í hinum samræmdu að- gerðum ríkisstjórnarinnar. Þá má geta þess að nýlega hefur farið fram á vegum alþjóðlegra fjármálatímarita nýtt mat á láns- hæfi Islands fyrir erlenda mark- aði. Í þessu nýja mati hefur með- al annars verið horft á aðgerðir ríkisstjórnarinnar til aðhalds í opinberum fjármálum og til að varðveita fískistofnana. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa gert það að verkum að íslending- ar hafa hækkað í mati á framtíð- argreiðslugetu þjóða. Það sem ekki má gerast Vaxtalækkunina verður að festa í sessi. Til þess að svo megi verða er höfuðnauðsyn að það takist að hemja hallarekstur ríkissjóðs og gera betur í ríkisfjármálum en boðað er í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. í þessu efni er ábyrgð ríkisstjómar og alþingismanna mikil. Sjaldan hefur verið biýnna að sérhagsmunir víki fyrir hagsmunum heildarinnar. Jafri- framt er mikilvægt að aukið svigrúm heimila og fyrirtækja verði ekki not- að til að taka aukin lán til að fjár- magna neyslu heldur verði það notað til að greiða niður skuldir heimila og auka fjárfestingu fyrirtækja. ____________________________________ Höfundur er iðnaðar- og viðskiptarAðherra. >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.