Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Fjöldi falsaðra lyfseðla í umferð hefur stóraukist Lyfseðlar upp á eftírlitsskyld lyf tortryggðir UNDANFARNA mánuði hafa falsaðir lyfseðlar skotið upp koliin- um í æ ríkara mæli og falsarar gerst bæði útsjónarsamari og óprúttnari, að sögn Guðrúnar Eyjólfsdóttur hjá LyQaeftirliti ríkisins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hugsanlegt að fjöldi tilfella hafi tífaldast. Helst er reynt að vísa fölsuðum lyfseðlum að kvöld- eða næturlagi og að sögn Hjörleifs Þórarins- sonar lyfjafræðings hjá Laugavegsapóteki er litið á lyfseðla upp á eftirlitsskyld lyf sem falsaða þar til annað kemur á daginn. Guðrún Eyjólfsdóttir hjá lyíjaeft- irlitinu sagði að aukningu á fölsuð- um lyfseðlum væri mætt með strangari reglum um meðferð lyf- seðlanna í apótekunum. Einnig væri gert viðvart í öllum lyíjaversl- unum í hvert skipti sem vart yrði við falsaðan lyfseðil. Sagði hún hugsanlegt-að um skipulagða starf- semi væri að ræða því sama fólkið væri staðið að verki hvað eftir ann- að. Læknar væru heimsóttir á fölsk- um forsendum, sjúklingar villtu á sér heimildir og lyfseðlum væri breytt. Slíkt athæfi flokkaðist undir skjalafals og væri refsivert. Lyfjafræðingar í lögguleik Hjörleifur Þórarinsson í Lauga- vegsapóteki sagði að auknar falsanir ykju álag á starfsfólk sem í raun yrði að líta svo á að lyfseðl- ar upp á eftirlitsskyld lyf væru faisaðir þar til annað kæmi á dag- inn. „Við viljum að bætt verði úr þessum málum því það er spuming hvort það er í verkahring lyfjafræð- inga að standa í þessum bófahasar í lyfjabúðunum," sagði Hjörleifur. Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur hjá Garðsapóteki sagði að falsaðir lyfseðlar hefðu heyrt til undantekninga hér á árum áður, í sumar hefði hinsvegar keyrt um þverbak og hugsanlega væru þetta samantekin ráð. Lyfið sem einkum væri sóst eftir væri verkja- lyf úr ópíumflokki sem nefnist Fortral og hefði hann heyrt að gangverðið fyrir hverja töflu væri 500 krónur. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið að varla kæmi til greina að taka upp pappírs- laus lyfjaviðskipti, hugsanlega mætti styðjast við rithandarsýnis- hom til samanburðar eða merkja lyfseðla fyrir eftirlitsskyld lyf. Það hefði hinsvegar ekki reynst vel á Norðurlöndunum. „Til þessa hefur þetta verið of lítið til þess að hafa af því þungar áhyggjur, en ef þetta er ekki einhver bóla verður að taka þessi mál til endurskoðunar." VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 11. NOVEMBER YFIRLIT: Við strönd Græniands, vestur af Vestfjörðum, er 964 mb lægð sem mun þokast austnorðaustur, en grunnt lægðardrag á sunnanverðu Grænlandshafi hreyfist austur. SPÁ: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og éljagangur um sunnan- og vestanvert landið, en lengst af úrkomulaust norðaustanlands. í fyrramál- ið má þó búast við samfelldri snjökomu eða slyddu með suðausturströnd- inni. Hægt kólnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðvestanstrekkingur og vægt frost víöast hvar. Éljagangur sunnanlands og vestan, en þurrt norðaustantil. HORFUR Á LAUGARDAG: Vestan- og norðvestanátt með éljagangi um mikinn hluta landsins, síst þó á Suðausturlandí og Austfjörðum. HORFUR Á SUNNUDAG: Útlit fyrir norðlægan vind og harðnandi frost. Éljagangur norðantil, en þurrt syðra. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnír: 990600. Heiðskirt Léttskýjað f f f * f * f f * f f f f f * f Rigning Slydda -'A ý\ Q Hálfskýjað Skýjað Alskýjað v ^ ý Skúrir Slydduél Él * * * * ♦ * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu ogfjaðrimarvindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.( 10° Hitastig V Súld = Þoka itig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30!gær) Töluverður óljagangur er á Suður- og Vesturlandi, eru vegir víðast háiir og sama er að segja um vegi á heiðum noröanlands. A Vestfjörðum er ófært um Hrafnseyrarheiði, Þorskafjarðarheiðar og Eyrarfjall, en þung- fært um Klettsháls og Dynjandisheiði. Aðrir vegir á Vestfjörðum eru færir, en víða er talsverð hálka. Annars staðar á landinu eru vegir greið- færir eios og er. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ágrænnilínu, 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tima hiti veður Akureyr! 4 léttskýjaft Reykjavík 0 snjóél Bergen 7 rigning Helsinki +3 skýjað Kaupmannahöfn 8 skýjað Narssarssuaq +10 snjókoma Nuuk +7 skýjaft Óslé 6 aúfd Stokkhólmur 4 rigning Þórshðfn 6 akúrir Algarve 20 léttskýjaft Amsterdam 9 rignlng Barcelona 17 skýjaft Berlín 7 þokumóða Chicago 4 alskýjað Feneyjar 15 þokumóða Frankfurt 8 skýjaft Glasgow 3 þoka Hamborg 8 alskýjað London 12 skýjað LosAngeles 16 þokumóða Lúxemborg 6 þokumóða Madríd 13 léttskýjað Malaga 20 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Montreal 1 léttskýjað NewYork 6 skýjað Oriando 18 þokumóða Parfs 9 rlgning Madeira 18 skýjað Róm 16 rigning Vfn 9 skýjað Washlngton 4 þokumóða Winnipeg +11 skýjað íDAG kl. 12.00 Helmíld: Veðurstofa íslands (Byggt ó veðurspá kl. 16.30 í gær) Morgunblaðið/Hólmfríður Oddsdóttir Annir á hjólbarðaverkstæðum MIKIÐ hefur verið að gera á hjólbarðaverkstæðum Reykjavíkur síðustu daga og með hálku á götum Reykjavíkur í gærmorgun mynduðust þar langar biðraðir. Um hádegisbilið í gær var allt upp í tveggja tíma bið eftir afgreiðslu og að sögn verkstæðismanna hafði örtröðin bytjað klukk- an átta um morguninn og ástandið verið svona síðan á mánudag. Dýpkun Reykjavíkurhafnar undirbúin Overuleg kvika- silfursmengun ÓVERULEG kvikasilfursmengun er í Gömlu höfninni í Reykjavík og langt innan við mörk laga um varnir gegn mengun sjávar. Tekin hafa verið sýni af botnleðju hafnarinnar vegna fyrirhugaðrar dýpkunar og er lokaskýrslu um greiningu þungmálma að vænta í desember. Einnig verður mælt hvort einhver merki finnist um PCB-mengun. í greinargerð frá tæknideild Reykjavíkurhafnar, sem lögð var fram í borgarráði á þriðjudag, kemur fram að Gamla höfnin hefur ekki verið dýpkuð í áratugi en nú er talin þörf á að dýpka hana um 1,2 metra að meðaltali. Er fyrirhugað að dýpk- uninni verði lokið eftir ár. Fyrir liggja útfærðar tillögur frá Reykjavíkur- höfn um að uppgrafið efni úr Gömlu höfninni verði nýtt til undirfyllinga við landgerð á Klettasvæði. Með þessu móti nýtist efnið sem fyllingar- efni en um leið er það lokað af inni í fyllingum. Þessi leið er farin hjá þeim höfnum erlendis sem taka á mengunarmálum. Farið eftir lögum í greinargerðinni kemur fram að við undirbúning á þessum fram- kvæmdum hafi í fyrsta sinn á ís- landi verið unnið í einu og öllu eftir íslenskum lögum og alþjóðareglum sem um þessi mál gilda. Sótt var um leyfi til Siglingamálastofnunar og hefur stofnunin samþykkt fram- kvæmdimar með fyrirvömm um nið- urstöður mengunarmælinga og frá- gang efnis á losunarstað. Hafa verið tekin sýni til efnagreininga og þung- málmamælingar og liggja fyrstu nið- urstöður kvikasilfursmælinga fyrir. Að meðaltali mælast 0,3-0,4 milligrömm í kílói sem er langt innan marka laga um vamir gegn mengun sjávar. ------» ♦ ♦----- Dauðir kópar í Skjalda- bjarnarvík Trékyllisvík. SÝSLUMAÐURINN á Hólmavík sendi tvo menn úr Árneshreppi norður í Skjaldabjarnarvík til þess að sækja sýni vegna fjölda dauðra útselskópa sem fundust þar fyrir skömmu. Talið er að selirnir hafa verið drepnir í síðustu viku en alls fundust þá um 40 útselshræ í fjörunni. Tvímenningamir sögðu, að að- koman hefði verið frekar óskemmti- leg þrátt fyrir að hræunum hefði fækkað. Þeir sögðu að flestir kóparn- ir hefðu verið stungnir til baka eða skomir á háls. - V. Hansen National Fish and Wildlife Foundation Orri fær verðlaun fyrir kvótakaupin ORRI Vigfússon forstjóri Sprota og Alþjóðlega laxakvótasjóðsins hefur verið sæmdur „Chuck Yeager“-verðlaunum „National Fish and Wildlife sjóðsins í Bandaríkjunum. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi sem nær afburðaárangri á sviði náttúruverndar í Norður-Ameriku og hlýtur Orri þau vegna frumkvæðis síns og starfs við uppkaup á laxveiðikvótum Færeyja og Grænlands síð- ustu fjögur árin, auk þess að uppræta ólöglegar Iaxveiðar danskra fiskibáta á alþjóðlegu hafsvæði milli Noregs, Færeyja og íslands. „Þetta er mikill heiður og viður- kenning. Það er líka gaman að vera fyrsti útlendingurinn sem hlýtur þessi verðlaun," sagði Orri í samtali við Morgunblaðið. Hann segist reikna með þvi að fá nán- ari útlistun á næstunni hvert og hvenær hann skuli halda utan og taka á móti verðlaunum, sem eru glæsilegur veggskjöldur og ávísun upp á 15.000 Bandaríkjadali. Verðlaunasjóður þessi var stofn- aður árið 1989 til heiðurs Charles E. Yeager herforingja og að ósk hans rennur verðlaunaféð til þeirra einstaklinga sem ná af- burðaárangri í umhverfís- og nátt- úruvemd. Er ætlast til þess að verðlaunaféð renni í náttúru- vemdarverkefni viðkomandi verð- launahafa. Sjóðurinn starfar á þess háttar grunni, að einungis er veitt úr honum að úthlutunar- nefndin telji einhvem verðskulda verðlaun. Það hefur þv! ekki verið veitt úr sjóðnum árlega og því engin fastmótuð árleg afhending- arhefð. Orra var tilkynnt um tíð- indin í bréfí frá Amos S. Eno, stjómarformanni sjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.