Morgunblaðið - 11.11.1993, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.11.1993, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 33 Fyrsti kynnmgarfundur á Suðurlandi um sameiningu sveitarfélaga Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá kynningarfundinjum á Selfossi um sameiningu sveitarfélaga. SÆTÚNI 8 SÍMl 69 15 00 ■ FAX 69 15 55 Bakið er ekki að drepa þig - það er líklega dýnan! DUX rúmdýnan - einstök ogfrábær hönnun. DUX dýnan er mjúk og lagar sig fullkomlega að líkama þínum. Þú liggur ekki á henni - hún umvefúr þig. Það er stundum dýru verði keypt að kaupa ódýrt. 10% staðgreiðsluafsláttur á takmörkuðu magni. Á harðri dýnu liggur hryggsúlan í sveig DUX Á DUX-dýnu liggur hryggsúlan bein GEGNUM GLERIÐ Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sfmi: 689950 FOLKS- ÍLALAND HF. Sameiningarmálin rædd í Borgarfirði Hvannatúni í Andakíl. Á ALMENNUM hreppskilafundi í Andakílshreppi var kynnt og rædd ítarleg sameiginleg viljayfirlýsing núverandi sveitarstjórna, ef íbúar samþykkja sameininguna 20. nóvember. Að yfirlýsingunni standa hrepparnir fimm sem svæðanefnd hefur gert tillögu um að gætu sam- einast. Um er að ræða Andakílshrepp, Skorradalshrepp, Lundarreykjadals- hrepp, Reykholtsdalshrepp og Hálsa- hrepp. Oddvitar þessara hreppa hafa í mörg ár rætt um saméiningarmál. Þeir höfðu að eigin frumkvæði leitað eftir viðbrögðum sveitarfélaga í Mýr- arsýslu en svæðanefnd gerði ekki tillögu um slíka tilhögun. í almennum atriðum viljayfirlýsingarinnar segir að reiknað verður með að eignir og skuldir allra framangreindra sveit- arfélaga sem eru til staðar þegar sameining fer fram, komist á hendi hins nýja sveitarfélags, sé ekki annað tekið fram í viljayfirlýsingunni. Að öllu jöfnu skuli sú þjónusta sem ver- ið hefur við þegna framangreindra sveitarfélaga ekki breytast til hins verra við sameiningu þeirra. Umræður um viljayfirlýsinguna snerist að mestu um hlutlausa fyrir- spurnir, einstakar að vísu nokkuð neikvæðar. Vegamál um svæðið, sér- staklega um Andakílshrepp, voru ofarlega á baugi. í hreppnum er að- eins kominn mjög stuttur kafli með bundnu slitlagi og óráðið er um veg- arstæði frá Andakílsá og Grímsá. Oddviti svaraði fyrirspurnum og sagði frá kostum og göllum samein- ingar. Telja má víst að sveitarstjóm- armenn hafi komið auga á marga kosti sameiningar hreppanna eftir áralangan undirbúning og frum- kvæði. _ D.J. Fyrir nútíma eldhúsiö Viðgerðarþjónusta fyrir flestar gerðir fólksbíla. ISÆótorstillingajt* Piis'fckerfi Bremsuviðgerðir ITI3ZD3 sdrfræðingar á staðnum! Bíldshöfða 18 67 39 90 Grimnþjónustan færíst nær fólk- inu en yfirsljómin fjarlægist Selfossi. FYRSTI kynningarfundur umdæmanefndar Suðurlands um sameiningu sveitarfélaga var haldinn á Selfossi 1. nóvember. Fundurinn var fámenn- ari en búist var við en þar urðu eigi að síður líflegar umræður. Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, hafði framsögu um sameiningarmálin. „Grunnþjónustan mun ekki fjar- lægjast fólkið en yfirstjórnin mun gera það,“ sagði Bragi meðal annars er hann ræddi sameininguna og benti á að íbúarnir leituðu eftir grunnþjón- ustunni en sæktu hana ekki til yfir- stjómarinnar heldur til þjónustu- stofnananna. Sem dæmi um það nefndi hann að allan þann tíma sem hann hefði búið í Reykjavík hefði hann aldrei átt erindi við yfirstjórn- ina á borgarskrifstofunum. Hann benti á að staðbundin þjónusta mundi eflast við sameiningu þar sem það væri aðeins á færi stærstu sveitarfé- laganna að veita þá þjónustu sem væri lögbundin. Bragi benti á að flutningur verk- efna frá ríkinu fjölgaði störfum í sveitarfélögunum. Þörf yrði á sér- Fundinn sóttu um 50 Hafnarbúar. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Austur-Skaftafellssýsla Fundur um samein- ingu sveitarfélaga Höfn. UMDÆMANEFND Austur- Skaftafellssýslu boðaði til fundar um sam- einingu sveitarfélaga í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn 27. október sl. Albert Eymundsson forseti bæjarstjómar á Höfn og Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri Djúpavogshrepps töluðu máli sameiningar fyrir hönd nefndarinnar. Fram kom í máli þeirra að um væri að ræða miklar breytingar á núverandi stjórnsýslukerfi og ef af sameiningu yrði myndi verða umtalsverður verkefnaflutningur frá ríki til nýrra sveitarfélaga á næstunni. Gert er ráð fyrir að þau yfirtaki rekstur grunnskóla, heil- sugæslu, öldrunarþjónustu og málefni fatlaðra á næstu ámm. Ennfrem- ur hafa sveitarfélögin í sýslunni sýnt áhuga á að gerast reynslusveitar- félag ef af sameiningu verður nú og má þá búast við að fleiri verk- efni flyttust frá ríki til þess. Allmargir fundarmenn tjáðu sig um sameiningu og voru flestir á því að til hennar myndi koma fyrr en síðar og lýstu sig sammála henni. Þó fannst sumum að fara bæri held- ur hægar í málinu, að mörgu væri að hyggja. Fundarboðendur lögðu á það áherslu að ýmis hagræðing myndi fylgja í kjölfar sameiningar. Þannig yrði grunnskólinn rekinn af einum aðila en ekki tveimur eins og nú er. Og sama mætti segja af all- mörgum málaflokkum. Fjármagn myndi færast heim í hérað eða öllu heldur það færi ekki fyrst til Reykja- víkur og kæmi síðan aftur eftir dúk og disk til baka og þá í minna mæli en fór burtu. Öll ákvarðanataka yrði skilvirkari og var sem dæmi nefnt að framhaldsskóli Austur Skafta- fellssýslu lýtur í raun engri stjóm í héraði sem getur tekið á málefnum hans. Ólafur Ragnarsson lýsti samein- ingu í Djúpavogshreppi sem hann kvað reynsluna með eindæmum góða með þó stutt væri. Ljóst væri að sveitarfélög yrðu að stækka meðal annars til að unnt reyndist að fá menntað fólk til ýmissa þjónustu- starfa og annarra sem litlir hreppar réðu alls ekki við. Sigurður Hjaltason fyrrum sveitarstjóri á Höfn og fyrr- um framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Austurlandsumdæmi lýsti sig eindregið fylgjandi samein- ingu en eins og fleiri vildi hann flýta sér hægt. Albert minnti á ófarir Færeyinga og kvað þær meðal ann- ars til komnar vegna mikillar óstjórn- ar í sveitarstjórnarmálum enda hefðu hæfðum starfskrafti ásamt því sem ýmis sérfræðivinna sem unnin væri fyrir smærri sveitarfélögin af aðilum á höfuðborgarsvæðinu flyttist heim og yrði ódýrari. Þá benti hann á að sameiningin stækkaði atvinnusvæðin og yki með því möguieika fyrirtækja til hagkvæmari rekstrar. Nái tillögur um sameiningu fram að ganga næst 200 milljóna króna árlegur sparnaður í yfirstjóm. Þá benti Bragi á að með sameiningu og stækkun yrði dregið úr hagsmuna- tengslum þar sem ákveðnar og al- mennar reglur giltu um afgreiðslu erinda íbúanna. í máli Braga kom fram að flutn- ingur verkefna frá ríki til sveitarfé- laga er af stærðargráðu um 15 millj- arðar. Hann sagði að meginhlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna yrði að jafna þjónustumöguleika. Ráð- stöfunarfé sjóðsins yrði aukið um 100%. Þegar sameiningarmöguleikar lægju fyrir færu í hönd samningar milli ríkis og sveitarfélaganna á jafn- réttisgrunni um hvaða verkefni það yrðu sem færðust yfir til sveitarfé- laganna. Það lægi nú fyrir að þess- ara verkefna yrði með aukinni hlut- deild sveitarfelaganna í tekjuskatt- stofni. Á fundinum kom fram gagnrýni á sameiningamefndina fyrir að hafa ekki látið reikna út hvernig fjárhags- staða hinna nýju sveitarfélaga yrði eftir sameiningu. Einnig var gagn- rýnt að ekki lægi fyrir hvemig afrétt- armálum yrði háttað þar sem mörk sveitarfélaga breyttust. Einn fundar- manna varaði við því að sameining færi fram þegar fjárhagur ríkisins væri bágur. T. ° Sig. Jons. Danir krafíst fækkunar sveitarfélaga þar úr 50 í 8. Honum virtist ennfrem- ur að sveitarstjómarmenn litlu sveit- arfélaganna hefðu helst komið í veg fyrir sameiningu af hræðslu við eitt- hvað. Sturlaugur Þorsteinsson bæjar- stjóri á Höfn kvað ljóst að tekjur allra sveitarfélaganna í sýslunni mundu aukast úr 260 milljónum króna í um 400 milljónir yrðu þau sameinuð. Hann kvað núverandi samvinnu skilvirka einungis þegar öll sveitarfélögin væru sammála en annars væri Sýslunefnd ákaflega óskilvirk. Það væri tímabært að taka ákvarðanir heima í héraði sem nú væru teknar í Reykjavík. - JGG. CÖ Wa- ^vélar fyrir nútíma eldhúsið Þýskar úrvaisvélar sem metnaöur er lagöur í. endingagóðar og þægilegar i alla staöi. Eigum fyrirliggjandi vélar 50-60 sm. breiðar með eöa án blástursofni Verð frá kr. A1-705,- ^ I stgr. <ö> Heimilistæki hf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.