Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NOVEMBER 1993 7/irernig er hanr. i b-eygju/n,?1 Með morgunkaffinu En... ég er með slifsi maður. Ast er... 8-34 uppáhalds sælgætið í bestu sætum leikhúss- ins TM Reg. U.S Pat Off.—alt rights reserved ® 1993 Los Angetes Times Syndicate Ég keypti þennan sjálfblekung í gær, hér hjá þér. HÖGNI HREKKVÍSI BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Ranglát heilsiíkort Frá Aðalsteini Sigurðssyni: MARGT er nú öfugsnúið hérlendis í skattamálum og öðru slíku. Það er eins og allt miðist við að láta þá, sem minnst hafa, bera sem mestar byrðar. Þó er svokallaður Jafnaðarmannaflokkur íslands við völd hér ásamt Sjálfstæðisflokkn- um og virðist sá fyrrnefndi ganga lengra í ójöfnuðinum gagnvart smælingjunum. Þarna er af mörgu að taka, en ég ætla hér aðeins að ræða eitt atriði, en það eru hin svokölluðu heilsukort, sem heilbrigðisráð- herra ætlar að láta alla Íslendinga 16 ára og eldri greiða. Þetta er tvö þúsund króna nefskattur, sem leggja skal á hvort sem menn hafa einhveijar tekjur eða ekki, og skattur er þetta, hvað sem ráð- herra kýs að kalla það. Að vísu segir hann, að menn ráði því sjálf- ir hvort þeir greiði heilsukortin eða endursendi þau. Ef þau verða end- ursend verða menn sjálfir að standa straum t.d. af sjúkrahús- legu, þó e.t.v. megi fá þann kostn- að endurgreiddan með því að borga kortin seinna og þá að sjálf- sögðu með talsverðri skriffínnsku. Ekki þori ég að eiga slíkt á hættu enda gæti reynst erfitt að standa í skilum, ef til kæmi. Þannig myndi fara fyrir fleirum svo framarlega Frá Sigurði Guðmundssyni: Reykjavöllum 3. nóvember 1993. Mata hf. Berist Eggerti Gíslasyni forstjóra. Ég vildi senda þér línu í gúrkut- íðinni. Mér er spurn eru einhver vandamál með innflutning á gúrk- um eftir 1. nóvember ár hvert? Ef þú hefðir farið rétta boðleið og sent inn beiðni um innflutning á agúrkum til landbúnaðarráðu- neytisins, þá hefðir þú án efa feng- ið það leyfi strax í gegn. Því ég veit ekki til þess að neinar ís- lenskra gúrkur séu í framleiðslu nema hjá þeim sem eru með lýs- að þeir gætu skrapað þær krónur saman, sem til þyrfti. Þeir, sem ekkert hafa sér til framfæris ann- að en elli- eða örorkulífeyri, og unglingar og atvinnulausir myndu eiga erfitt með slíkar greiðslur, svo ekki sé meira sagt. Hver sér sanngirni í svona álögum? Ég fór að velta því fyrir mér hvað skattarnir mínir myndu hækka um marga hundraðshluta að viðbættum þessum skatti og niðurstaðan varð 1,4%, en ég hefi 71.944 kr. úr lífeyrissjóði á mán- uði og venjulegan ellilífeyri að auki, svo margir hafa minna og þá verður auðvitað prósentuaukn- ingin meiri, hvað þá þegar tekjur eru undir skattleysismörkum, en það verða því miður margir að sætta sig við. Skattar konu minnar myndu hækka um 3,2% en væri skattaaukningin fyrir okkur hjónin reiknuð sameiginlega yrði hún 1,9%. Það er deginum ljósara, að heil- brigðisþjónustuna verður að borga og séu ekki tiltækir peningar til þess eins og málum er háttað nú er eðlilegast að hækka almenna skattprósentu. Ég hefi engar for- sendur fyrir því að reikna út hve mikil sú hækkun þyrfti að vera, en hún er varla mjög mikil. Við hjónin myndum hins vegar sætta okkur við að hún yrði 2%, eins og ingu og ég held að þeir geti ekki annað markaðnum, þótt það væri óneitanlega skemmtilegt. Ég held að ef við ætlum að lifa á íslandi þá verðum við að fara eftir þeim reglum sem við setjum. Ég veit að mörgum reglum þarf að breyta en við breytum þeim ekki með því að bijóta reglur. Við garðyrkjubændur eigum í harðnandi samképpni með að selja framleiðslu okkar og því verðum við að vinna saman að því að skyn- semi ráði. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, Reykjavöllum Selfossi. Guðmundur Árni vill að verði, og við þyrftum þar með að greiða kr. 2.000 hvort á ári, ef sú hækkun yrði látin ganga jafnt yfir alla skattgreiðendur. Þá þyrfti maður, sem hefir hálfa milljón króna í tekjur á mánuði umfram skattleys- ismörk að greiða kr. 120.000 á ári vegna hækkunarinnar, en það er jafnt og 60 fátæklingar þyrftu að borga fyrir heilsukortin. Hvorir ættu að hafa betri ráð á því? AÐALSTEINN SIGURÐSSON, Vallarbraut 8, Seltjarnarnesi. Blöndun fjarskyldra kynþátta Frá Ingvari Agnarssyni: Það er hverri þjóð til hinnar mestu óþurftar, að of margt sé flutt inn af fólki af ólíkum kynþáttum. Reynsla fjöl- margra þjóða sannar það. Og til samanburðar vil ég nefna, að þegar fólk flytur brott af jörðinni, við andlát, til annars hnattar, þá flytur hver ein- staklingur til aflsvæðis, sem honum er skylt að eðli: Hvítir menn koma fram meðal náinna vina og ættingja af hvítum kynstofni, guiir menn koma fram meðal náinna vina og ættingja af gulum kynstofni; svaitir menn koma' fram meðal vina og náinna ættingja af svörtum kynstofni o.s.frv. Þetta er eðlilegt nátt- úrulögmál. Þegar ijölmargir fjarskyldir kynþættir jarðar okkar fara að setjast að og blandast saman meðal ein- hverrar sérstakrar þjóðar, verður úr þessari samblöndun einn allsheijar óskapnaður, sem enginn fær ráðið við. Mér finst sjónvarpsþáttur- inn 20. október sl. - þar sem fólk af ólíkum kynþáttum átti e.k. tal saman - styðja þetta álit mitt eindregið. INGVAR AGNARSSON Hábraut 4, Kópavogi. Bréf til Mata vegna agúrkuinnflutnings t & éS HÉLT Ab> ÞETTA VÆiR.1 KÓLAN þÍKJ.' " Víkveiji skrifar Víkveiji dagsins hefur um ára- bil verið viðskiptavinur Landsbanka íslands og m.a. fengið Iaunagreiðslur sínar beint inn á reikning þar. Eftir flutninga Morg- unblaðsins í Kringluna hefur hann velt fyrir sér að færa viðskipti sín milli útibúa innan bankans. Nýlega átti Víkveiji leið í Háaleitisútibú Landsbankans til að nálgast tékk- hefti og viðraði jafnframt þá hug- mynd sína að skipta um útibú af hagkvæmisástæðum. Víkveiji hafði gert sér í hugarlund að þarna væri um einfalda og fljótlega breytingu að ræða enda ekki eins og verið væri að færa viðskipti á milli banka. Það kom þó í ljós að þannig líta Landsbankamenn á málin. Samkvæmt upplýsingum sem fengust í Háaleitisútibúinu þarf að loka tékkareikningi í fyrra útibúi og greiða að fullu upp yfir- dráttarheimild sem hvílir á þeim reikningi. Síðan þurfa að líða þrír mánuðir áður en hægt er að sækja um yfirdráttarheimild á nýjum reikningi í nýju útibúi innan sama banka. Er það virkilega stefna bankans að reka hvert útibú sem sjálfstæð- an banka að þessu leyti? Hefur Víkveiji hingað til ekki verið við- skiptavinur Landsbankans heldur viðskiptavinur aðalbanka Lands- bankans? xxx Víkverji fór um helgina á veit- ingastaðinn Argentínu ásamt nokkrum félögum sínum. Þjónustan á veitingastaðnum var til sóma og nutu vinir hans þessa kvölds til hins ítrasta. Sem dæmi um þjónustuna má nefna að þegar kom að því að velja rétti á matseðli voru a.m.k. tveir úr hópnum, sem gleymt höfðu gler- augunum heima. Nú voru góð ráð dýr, en þjónarnir, sem greinilega eru vanir því að leysa hvers manns vanda, brugðu hart við og komu með geraugu, svo að viðkomandi gætu valið sér einhvern gómsætan rétt. Þetta er frábær þjónusta og skemmtilegt að vera þess var að þjónarnir virðast bókstaflega hugsa fyrir öllu sem upp getur komið. Þeir komu með nokkur gler- augnapör og svo var hvert parið á fætur öðru mátað unz viðkomandi sá á matseðilinn. Hafi þjónarnir kærar þakkir fyrir hugulsemina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.