Morgunblaðið - 11.11.1993, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 11.11.1993, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 43 sýnu meiri. Fyrir hönd Hesta- mannafélagsins Harðar vil ég flytja Jóhönnu og börnum, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng styrkja þau í sorg- inni. F.h. Hestamannafélagsins Harð- ar, Valdimar Kristinsson. Fyrir fáum vikum síðan mættist fólk og fé við fossinn Faxa á einum fegursta Tungnaréttardegi síðustu ára. Þar var Einar Þór nýkominn af fjalli, útitekinn og veðraður með bros í dökku augunum og lundin svo létt. Kærkomin þessi árlegu faðmlög fjallmanna og byggðar- fólks eftir viku fjarveru. Faðmlagið við Einar var eitthvað sem okkur fannst svo sjálfsagt að endurtæki sig að ári. En enginn má sköpum renna og leitarmenn verða án krafta hans hér eftir og það verður tóm- legt að finna hann ekki í almenn- ingnum. Og ekki sjáum við hann dansa á réttarballinu næsta haust, en Einar og Jóhanna létu sig ekki vanta þar í ár frekar en fyrri dag- inn, enda gleðifólk í eðli sínu. Þann- ig streyma fram nýliðnar myndir í hugum okkar á kveðjustund sem engan grunaði að kæmi svo fljótt. En það eru líka eldri myndir sem birtast: Einar „sjarmör" á hestbaki með „hattinn fræga“, kátur í góðra vina hópi með hófadyn í eyrum. Einar drulluskítugur og óðamála eftir að hafa lent í „haugnum" hér um árið. Einar og Jóhanna að vori að koma með Andra eða Þórey í sveitavistina, en þá kom Einar iðu- lega færandi hendi með bakkelsi eða annað góðgæti og honum fylgdi einhvers konar gustur ferskleika og hláturs. En þó hressleikinn væri eitt af hans einkennum, þá sýndi hann okkur alltaf hlýju og var nærgætinn í framkomu. Hann var örlátur og hjálpsamur, alltaf að bjóða fram krafta sína og spyrja hvort ekki þyrfti að redda einhverj- um varahlutum í vélar eða annað slíkt sem tengdist rekstri búsins. Alltaf tilbúinn " að verða að ein- hverju liði ef mögulegt væri. Og ætíð tóku þau hjónin vel á móti sveitaliðinu á heimili sínu í Reykja- vík. Mynd hans er svo skýr í hugum okkar. Einar að tala hratt og hlæja hátt, Einar að flýta sér. Endalausar myndir af Einari bara eins og hann var. Um leið og við þökkum honum samfylgdina og kveðjum hinsta sinni, þá biðjum við allt það góða sem til er að styrkja elsku frænku okkar hana Jóhönnu og börnin fjög- ur, en þeirra missir er mestur og treginn þyngstur. Öðrum ættingj- um og vinum sendum við samúðar- kveðjur. Allir frá Austurhlíð. Fleiri minningargreinar um Ein- ar þór Villijálmsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ERFIDRYKKJUR frá kr. 850- ími620200 Verð P E R L A N ! Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð íallegir salirogmjög góð þjónusta. IppKsingtu’ ísúna22322 P FLUGLEIÐIR IIÉTEL LOFTLEUIE t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓHAIMIMESDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, sem lést 4. nóvember, verður jarðsung- in frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líkn- arstofnanir. Ólafur M. Kristinsson, Inga Þórarinsdóttir, Theodóra Þ. Kristinsdóttir, Daníel J. Kjartansson, Geirrún Tómasdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Bjarni Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Látin er hjartkær eiginkona mín og ást- kær dóttir, fósturdóttir, systir, mágkona og frænka, HELGA JÓHANIMA SVAVARSDÓTTIR, Borgartanga 1, Mosfellsbæ. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítal- ans þann 8. nóvember. Einar Friðfinnsson, Arnbjörg Markúsdóttir, Ingvar Brynjólfsson, Svavar Guðmundsson, Guðmundur Svavarsson, Sævar Svavarsson, Unnur Þórðardóttir, Guðrún Sævarsdóttir. t Elsku litli drengurinn okkar, THEODÓRTHEODÓRSSON, Melási 3, Garðabæ, lést í Landspítalanum 9. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Hanna Kristin Gunnarsdóttir, Theodór Erlingsson, Gunnar Örn Ólafsson, Erlingur Guðmundsson, Anna Wolfram, Jakobína Theodórsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR frá Skuld, Vestmannaeyjum, Háengi 3, Selfossi, sem andaðist 5. nóvember, verður jarð- sungin frá Selfosskirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 15.00. Sætaferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13.30. Guðmundur Geir Ólafsson, Erla Guðmundsdóttir, Gunnar Guðnason, Ólafur Guðmundsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, Magnús Jakobsson barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARLPETERSEN slökkviliðsmaður, Hringbraut 91, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Sigríður Guðmundsdóttir, Þórir Karlsson, Jean Karlsson, Guðmundur Karlsson, Svanhvít Magnúsdóttir, Jónína Karlsdóttir, Guðbjörg Karlsdóttir, Haraldur Oskarsson og barnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURGEIR TÓMASSON, Mávavatni, andaðist á heimili sínu 8. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Reykhólakirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00. Jarðsett verður að Stað. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á dvalarheimilið Barmahlíð. Ferð verður frá BSÍ kl. 7.30 og til baka sama dag. Synir, tengdadætur og barnabörn. t Ástkær dóttir okkar, móðir, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR ÁRNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Norðurvör7, Grindavfk, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 10.30. Júlíana Árnadóttir, Magnús Ingjaldsson, Júlíus M. Sigurðsson, Gerða K. Sigurðardóttir, Sigurður V. Birgisson, Svanhvít H. Sigurðardóttir, Auður Lind Sigurðardóttir. t Faðir okkar, PÁLL KR. PÁLSSON fyrrv. organisti og tónlistarskólastjóri í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Börn hins látna. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON sendibilstjóri frá Nesi f Selvogi, Eiríksgötu 21, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 10.30. Laufey Þorvaldsdóttir, Guðmundur I. Sigurðsson, Guðrún Baldvinsdóttir, Örn Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Margrét Steinarsdóttir, Þorvaldur Asgeirsson, Áslaug Ásgeirsdóttir, Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Guðni Stefánsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN ÁSBJÖRNSDÓTTIR frá Hellissandi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Hólmfrfður Jónasdóttir, Sigurður Guðjónsson, Magnús Jónasson, Jóna Jónasdóttir, Stella Kilcore, Frank Kilcore, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR PÁLSSON, Naustahlein 15, Garðabæ, sem lést í St. Jósefsspítala, Hafnar- firði, föstudaginn 5. nóvember, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 12. nóvember kl. 13.30, én ekki kl. 15.00 eins og áður var sagt. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Orgelsjóð Langholtskirkju eða líknarfélagið Heilavernd. Valgerður Oddný Ágústsdóttir, Inga Svala Vilhjálmsdóttir, Páll Trausti Jörundsson, Kára Hrönn Vilhjálmsdóttir, Sigmundur Smári Stefánsson, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, Ásta Sigríður Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkin fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ESTHERARS. ÞORSTEINSDÓTTUR, Laugavegi 135. Gfsli Ragnarsson, María Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, vinarhug og hjálp við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR EMILSSONAR, Gilsbakka 1, Seyðisfirði. Marfa Guðmundsdóttir, Jónas Guðmundsson, Ljósbrá Guðmundsdóttir, Emii Guðmundsson, Auðbjörg Guðmundsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.