Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Einar Þór Vil- hjáhnsson - Minning í dag verður jarðsettur vinur okkar, Einar Þór Vilhjálmsson. Fregnin af ótímabæru andláti hans var bæði óvænt og hörð. Þegar við stöndum nú frammi fyrir þessari nöpru staðreynd þá leita stórar spumingar á hugann en svörin verða að sama skapi lítil og fátæk- leg. Vinatengsl okkar hófust í Vest- urbænum þegar bömin okkar kynntust á róluvellinum og var það upphaf náinnar og gefandi vináttu fyrir okkur öll. Á þessum ámm var ýmislegt brallað, við áttum margar skemmtilegar og ógleymanlegar stundir saman. Það, var alltaf til- hlökkunarefni að koma til Einars og Jóhönnu. Þau vom samhent við að búa sér og bömunum fallegt heimili og þangað var alltaf jafn gott að koma. Einar Þór var heil- steyptur'maður, hann var blíður og einstaklega umhyggjusamur flöl- skyldu sinni og vinum. Við minn- umst þess ætíð hversu hlýr hann var í viðmóti og hve notalegt var að vera í návist hans. Einar Þór var alltaf hrókur alls fagnaðar, hann var kátur og skemmtilegur félagi sem geislaði af athafnasemi og krafti. Hin síðari ár hefur samvem- stundunum fækkað þar sem leiðir okkar hafa legið í ólíkar áttir. Þrátt fyrir það fundum við vel að vináttan var alltaf söm og jöfn. Elsku Jóhanna, á þessari stundu er hugur okkar hjá þér og bömun- um. Missir ykkar er mikill en minn- ingin um góðan dreng lifir. Við biðj- um þess að algóður guð veiti ykkur styrk í sorginni. Auður, Guðmundur, Sigríður og Gunnar. Sú harmafregn barst okkur hjón- um að morgni sunnudagsins 31. október sl. að Einar Þór vinur okk- ar hefði látist af völdum hjarta- áfalls þá um nóttina. Fyrstu við- brögð vom afneitun. Hvernig mátti það vera að svo ungur maður í blóma lífsins, fullur þrótti og lífs- krafti, væri allur. Hver vom þau verkefni handan móðunnar miklu sem kalla varð Einar Þór til svo skyndilega? Frammi fyrir slíkum sorgaratburði verðum við að sam- einast í trúnni á Guð og treysta á forsjá hans. Einar Þór fæddist hinn 3. apríl 1952, sonur hjónanna Vilhjálms Þórðarsonar sem lést í desember 1988 og Helgu Finnbogadóttur, sem nú þarf að sjá á eftir yngsta syni sínum. Það veganesti sem systkinin sex hlutu í foreldrahúsum skilaði þeim öllum sem framúrskar- andi þjóðfélagsþegnum. Æskuástin og eiginkonan Jóhanna Magnea Bjömsdóttir er dóttir hjónanna Bjöms Gíslasonar sem lést af slysfömm 1980 og Þór- eyjar Ólafsdóttur. Böm Einars Þórs og Jóhönnu em: Birna Karen, Vil- hjálmur Andri, Þórey Eva og Einar Helgi. Öll undir traustri forsjá for- eldranna og augasteinar þeirra. Fyrstu kynni mín af þeim hjónum var fyrir u.þ.b. hálfum öðmm ára- tug, á glæsilegu heimili þeirra í Rauðagerðinu, en þá héldu þau veislu saumaklúbbsfélögum Jóhönnu ásamt mökum, en þær Jóhanna og Ágústa kona mín hafa verið vinkonur frá æskuámm. Ég var varla kominn inn úr dyrunum þegar mér fannst eins og ég væri þegar hluti af stómm vina- og kunningjahópi þeirra. Við ákváðum að hittast þá um helgina við sameig- inlegt áhugamál. Það varð manni ljóst strax að Einar Þór var enginn meðalmaður, dugnaðurinn og krafturinn geislaði frá honum. Hann var gæddur ein- stökum persónutöfmm og léttri lund sem gat hrifíð alla með sér á svipstundu. Hvellur hlátur hans var svo smitandi að fólk fór að hlæja þó að það heyrði ekki tilefnið. Einar Þór starfaði sem fram- kvæmdastjóri Óss-Húseininga hf. Vinnudagurinn var því gjaman langur og strangur á óvægnum og hörðum samkeppnismarkaði. Hon- um fannst á sínum tíma nauðsyn- legt að færa þennan iðnað til nú- tímalegra horfs, auka hagkvæmni og öryggi framleiðslunnar og um leið mæta kröfum viðskiptavinarins um verð og gæði. Þessa uppbygg- ingu framkvæmdi Einar Þór ásamt mági sínum Ólafí Bjömssyni svo sem alkunna er. Húsbyggjendur hér í landi njóta nú góðs af því mikla starfí. Ónýtur ijármagnsmarkaður, án framsýni við uppbyggingu fyrir- tækja, gerði það að verkum að fyrir- tækið skipti um eigendur sl. vpr og Einar Þór hætti störfum. Öllum má þó Ijóst vera hve góðu búi var skilað þegar litið er til starfseminn- ar í dag. Þrátt fyrir langan vinnudag hafði Einar Þór alltaf tíma fyrir vini sína, hann var boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd hvemig sem á stóð. Hann sagði einu sinni við mig: Ætlarðu ekki í þetta í kvöld? Ég sagði, jú það var nú meiningin. Þá sagði hann: Ég kemst ekki úr vinnunni fyrr en klukkan 10, ég kem þá. Að malda í móinn var til- gangslaust. Á sínum tíma vomm við saman í hesthúsi á félagssvæði Andvara við Kjóavelli, Einar Þór var þá potturinn og pannan í skemmtinefnd félagsins. Húsfyllir var á árshátíðir, þorrablót og aðrar uppákomur, fólk kom víða að, langt umfram féiagatal Andvara á þess- um áram. Það hestamannafélag á trúlega engum einum einstaklingi eins mikið að þakka, nema þá góð- kunningja Einars Þórs, Birgi Boga- syni, sem nú er látinn, við byggingu glæsilegs félagsheimilis síns. Það var eitt kvöldið í snjó og kulda að Einar Þór keypti folatitt af Birgi Boga, hann var ekki sér- lega gæðingslegur að sjá á þeim tíma. Þessi hestur er í dag frægast- ur alhliða gæðinga landsins, sjálfur Gýmir frá Vindheimum. Minningin um Einar Þór þeysandi um á glæsi- hesti sínum Hrappi er þó það sem uppúr stendur frá þessum árum. Við Ágústa fóram aftur í Kópavog- inn, en Einar Þór og Jóhanna hófu byggingu hesthúss á félagssvæði Fáks í Reykjavík. Þar endurtók sagan sig, þau hjónin vora alltaf til staðar ef á þurfti að halda fyrir félagið. Einar Þór og Jóhanna vora sam- an í öllu, þessi glæsilegu hjón, sem stálu senunni hvar sem þau fóra, vora einnig bestu vinir hvors ann- ars. Okkar mörgu samverastundir með þeim era ógleymanlegar, t.d. í sumar þegar við dvöldumst saman í bústaðnum á Rangárvöllum og riðum um Njáluslóðir með yngstu börnin í broddi fylkingar, eða á fjórðungsmótinu ’91 á sama stað þegar báðir hestar þeirra hjóna kepptu í úrslitum og Gýmir sigraði með yfírburðum. Aldrei hefur mér þó fundist Gýmir vera fallegri en á sömu slóðum nokkram áram áður, þá aðeins fímm vetra, setinn af Jóhönnu. Það er af svo miklu að taka, svo margs að minnast. Þegar maður var með Einari Þór og Jóhönnu réð lífsgleðin ríkjum. Einar Þór Vilhjálmsson kom meiru í verk en flestir gera á langri ævi, hann var hamhleypa til allrar vinnu og í samskiptum við ótrúleg- an flölda vina og kunningja var hann ætíð sá sem gaf. Hann var í raun stórbrotinn og einstakur kar- akter. Við drúpum höfði í þakklæti fyrir að hafa átt Einar Þór sem vin og biðjum Guð að blessa minningu hans. Elsku Jóhanna, bömin, Helga og ' Þórey, við Ágústa biðjum almáttug- an Guð að gefa ykkur og Ijölskyld- unni styrk í sorginni. Minningin um góðan dreng mun alltaf lifa í hjört- um okkar. Far þú í friði, kæri vinur. Hallgrímur Jónasson. Enn er höggvið skarð í vinahóp- inn og í raðir hestamanna. Aðeins tveir mánuðir era síðan vinkona okkar Valgerður var snöggleg tekin frá okkur og nú vinur okkar Einar Þór. Það er óhugnanlegt hve stutt er á milli lífs og dauða, gleðistunda og sorgarstunda. Það er erfitt að sætta sig við, þegar ungt, lífsglatt fólk er kallað burt svona snöggt' og starfsdegi lífsins ekki nærri lok- ið. Við höfum þekkt Einar og Jó- hönnu í nokkur ár, en kynntumst þeim sérstaklega ^vel síðastliðið sumar og haust, þegar við ferðuð- umst saman á hestum, fóram í fjór- ar styttri eða lengri ferðir. Dug- legra ferðafólk fínnst varla. Það var ótrúlegur krafturinn í honum Ein- ari. Hann var hamhleypa til verka. Á morgnana var hann fyrstur upp og ef hann fór ekki út að smala eða jáma, þá var hann jafnvel búinn að útbúa morgunmatinn og það var sko enginn venjulegur morgunmat- ur. Hann var kallaður „brönsinn" hans Einars. Nei, það var aldrei lognmolla í kringum hann. Þó að stundum hefði verið asi á honum, þá gleymdi hann aldrei að taka utan um mann og segja hve vænt honum þótti um okkur. Hann var svo óskaplega blíður. Einar var skemmtilegur maður og var oft mikið hlegið hjá okkur. Hann var fullur lífsgleði og orku. Hann var ákveðinn og talaði tæpitungulaust. Hann var vinur vina sinna og var hann boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd ef á þurfti að halda. Já, tryggur vinur var hann, en hann vildi líka fá tryggð á móti. Einar var snyrtimenni og var ávallt vel klæddur. Það var eftir honum tekið hvar sem hann fór í frakkanum og með hattinn. Þegar litið er til baka, er yndis- legt hvað þau hjónin áttu margar hamingjustundir ■ saman síðustu mánuði. Ferðuðust mikið í sumar og vora nýkomin frá Þýskalandi, eftir frábærlega skemmtilega ferð. Þegar hugsað er til Einars, bros- ir maður ósjálfrátt, því að minning- amar um hann era góðar og skemmtilegar, en við söknum nú góðs vinar. Við drúpum höfði í sorg og biðj- um þess að Guð styrki þig, elsku Jóhanna, bömin ykkar og fjölskyldu á þessari sorgarstundu. Helga Claessen, Ragnar Hinriksson. Veturinn er genginn í garð - skuggamir lengjast og myrkrið færist yfír. Ungur maður í blóma lífsins með bjartsýnina að leiðarljósi verður varla var við slík náttúrann- ar smáatriði, heldur vinnur að nýj- um hugmyndum og starfsvett- vangi. Brosið hans glettna og smit- andi hlátur var hluti þess raunveru- leika er við bjuggum við. „En allt er í heiminum hverfult.“ Nú sitjum við Stoðfélagar hljóðir og hryggir og syrgjum vin okkar, sem kvaddur var óundirbúinn til austursins eilífa. Við skynjum hinn stutta dag. Við hugsum til Jóhönnu og barn- anna, við kveðjum vin okkar Einar Þór. Með virðingu, söknuði og með þakklæti fyrir einstök kynni. Fyrir hönd Stoðar, Sigurður G. Steinþórsson. Það era þungir tollar sem hesta- mannafélagið Fákur hefur orðið að greiða almættinu á þessu ári. Nú fyrir rúmri viku fellur frá í blóma lífsins Einar Þór Vilhjálmsson einn af þessum duglegu og lífsglöðu Fáksfélögum sem óneitanlega setti svip sinn á félagslífið í Víðidalnum. Við nágrannarnir í Hestamannafé- laginu Herði stöndum agndofa yfír þessum sorgartíðindum. Við áttum því láni að fagna að kynnast þessum orkumikla manni sem Einar var og nutum í ríkum mæli góðvildar hans og höfðings- skapar. Árið 1990 stofnaði Einar fyrirtæki í Mosfellsbænum og reisti af miklum myndarskap hesthús í hesthúsahverfínu á Varmárbökk- um. Af þessum sökum mynduðust nánari tengsl hans við hestamanna- félagið Hörð auk þess sem hann og kona hans Jóhanna Bjömsdóttir áttu fyrir marga góða vini í hópi Harðarfélaga. A sama tíma stóðum við Harðarfélagar í byggingu fé- lagsheimilis og eins og gengur þeg- ar fjárvana félagasamtök standa í stórræðum þarf öðra hvora að gera menn út af örkinni með betlistaf. Ekki fór Einar varhluta af þessum hjálparbeiðnum enda vorajn við fljótir að fínna að ekki var þar í kot vísað. Skemmst er frá því að segja að stuðningur hans við bygg- inguna var með þeim rausnarskap að seint verður fullþakkað. Við Harðarfélagar höfum átt þar fyrir utan góðar stundir með Einari í léttum leik og okkur því bæði ljúft og skylt að þakka fyrir okkur við hans svo ótímabæra brotthvarf. Fákur hefur misst mikið en miss- ir hans ástkæru ijölskyldu er þó t Móðir okkar, tengamóðir, amma og langamma, ÁSTA THORARENSEN, áðurtil heimilis á Laugarnesvegi 118, lést í Borgarspítalanum 10. nóvember. Stefanía Harðardóttir, Ásgeirs Sigurgestsson, óii Harðarson, Ingunn Helgadóttir, Guðrún María Harðardóttir, Bjarne I. Jensen, Solveig Harðardóttir, Heimir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar, HALLDÓRA PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR, Grænumörk 3, Selfossi, lést í Borgarspítalanum 10. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Valgerður Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir. t Ástkær eiginmaður minn, STEINDÓR GUÐMUNDSSON flokksstjóri, Hörgshlíð 4, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum að morgni 10. nóvember. Ágústa A. Valdimarsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MAGNEA FRIÐRIKSDÓTTIR áðurtil heimilis að Kirkjubóli, Höfnum, andaðist 10. nóvember að Garðvangi, Garði. Jarðarförin auglýst síðar. Þorgerður Þorbjörnsdóttir, Haukur H. Magnússon, Friðrik Ben Þorbjörnsson, Elsa Einarsdóttir, Sigurður Ben Þorbjörnsson, Mæja Sigurgeirsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, ÁRNI JÓNSSON húsasmíðameistari frá ísafirði, er andaðist í Danmörku 26. ágúst, verður jarðsunginn frá Hvera- gerðiskirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Aðalheiður Margrét Jóhannsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Hlíð, Ásabraut 3, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 14.00. Ásdís Sigurgeirsdóttir, Bjarni Þórarinsson, Guðmundur Ó. Sigurgeirsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Arnbjörn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.