Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Veiðar íslendinga í „Smugunni“ í Barentshafi Rússar og Norðmenn hyggjast beita þrýstingi SÍÐAR í þessum mánuði mun sameiginleg fiskveiðinefnd Rússa og Norðmanna koma saman til fundar og verður eitt helsta umræðuefnið hvernig stöðva megi veiðar erlendra fiskiskipa í „Smugunni“ svonefndu. Þetta kom fram í norska dagblaðinu Aftenposten á föstudag. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Brúin yfir Stóru-Laxá í Hrunamannahreppi. Brúin yfir Stóru-Laxá í Hrunamannahreppi Hefðbundnar vega- merkingar við brúna Selfossi. í fréttinni segir að norska strandgæslan áætli nú að 7.000 tonn af þorski hafi verið veidd í „Smugunni" og að verðmætið sé um 150 milljónir norskra króna eða um 1,5 milljarðar íslenskra króna. Haft er eftir Gunnar Kjennoy, deildarstjóra í norska sjávarút- vegsráðuneytinu, að Norðmenn vænti þess að íslendingar láti af veiðum sínum _á þessu umdeilda hafsvæði. Segir í frétt norska blaðsins að aukins kulda gæti í samskiptum íslendinga og Norð- manna á þessu sviði. Þetta geti á hinn bóginn komið sér illa fyrir íslendinga sem þurfí á stuðningi Norðmanna að halda hyggist þeir hefja hvalveiðar að nýju, auk þess sem senn fari í hönd samningavið- ræður um loðnustofninn. „Við vilj- um að þessum óleyfílegu veiðum verði hætt þannig að við getum áfram átt gott samstarf við Islend- inga,“ sagði Gunnar Kjonnoy. Norðmenn hafa látið Rússum í té upplýsingar um gang veiðanna í „Smugunni". Sagði deildarstjór- inn að fiskveiðinefnd Norðmanna og Rússa myndi taka mál þetta til meðferðar í þeim tilgangi að stöðva veiðamar en auk islenskra togara hafa skip sem skráð eru í Dómin- íska lýðveldinu og Belize stundað veiðar á þessum slóðum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið að frá upphafí hefði legið fyrir að veiðar íslenskra skipa í Smugunni hefðu neikvæð áhrif á samskipti íslendinga við Rússa og Norðmenn. Þjóðirnar tvær hefðu til margra ára haft með sér sam- starf um nýtingu þorskstofnsins í Barentshafí. Skinkumál- ið fer til Hæstaréttar HAGKAUP hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í skinkumálinu svokallaða sem Hagkaup höfð- aði gegn landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Hefur Hæsti- réttur fallist á að málið sæti flýtimeðferð, en það verður þingfest 1. desember næst- komandi. Hagkaup höfðaði málið á hendur ríkissjóði til að fá ógilta synjun fjármálaráðherra og land- búnaðarráðherra um tollaf- greiðslu á rúmu tonni af soðinni svínaskinku og tæplega 1,5 tonn- um af soðnum hamborgarhrygg í september. Krafðist Hagkaup 1,3 milljóna kr. skaðabóta, en samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 25. október síðastliðinn voru landbúnaðarráðherra og fjár- málaráðherra f.h. ríkissjóðs sýkn- aðir af kröfum Hagkaups. VIÐ V ORUN ARMERKI beggja vegna brúarinnar yfir Stóru- Laxá í Hrunamannahreppi eru með hefðbundnum hætti og voru til staðar síðastliðinn laugar- dagsmorgun þegar árekstur varð á brúnni. Um er að ræða viðvörunarmerki um að vegurinn þrengist og síðan eru stór glit- merki á brúarendunum. Vega- gerðarmenn telja ekki ástæðu til að breyta merkingunum. Þórhallur Ólafsson, umdæmis- tæknifræðingur Vegagerðarinnar á Suðurlandi, sagði að vegurinn væri hannaður fyrir 90 km hraða og þrátt fyrir slæmt skyggni, myrkur, rok og rigningu ættu merkin að sjást mjög vel. Ef þau sæjust ekki vegna skyggnis ættu ökumenn að aka mjög hægt. Hann sagði að vel mætti hugsa sér að þær aðstæður hefðu verið fyrir hendi við umrætt atvik á laugardagsmorguninn að ökumaður bílsins sem kom úr vest- urátt hefði ekki séð glitmerkin vegna ljósanna á bílnum sem kom á móti. Þórhallur benti á að ef brúin yfir Stóru-Laxá væri í byggingu núna hefði hún verið hönnuð með tveimur akreinum en ekki einni eins og brú- in er í dag. Hann sagði að Vega- gerðin teldi enga ástæðu vera til að breyta merkingum við brúna. Skammt vestan brúarinnar er aflíðandi beygja. Þegar bíll kemur inn í beygjuna á hann eftir um 500 metra að brúnni frá því að ökumað- ur annars bíls, sem kominn er inn á brúna, sér hann. Merkið um að vegurinn þrengist sést greinilega þegar komið er út úr beygjunni. Sig. Jóns. Deilt um bókmennta- verðlaun Tómasar SÚ ÁKVÖRÐUN borgaryfirvalda að taka þátt í að efna til verðlauna til minningar um Tómas Guðmundsson skáld, sætti gagnrýni fulltrúa úr minnihluta borgarsljórnar á fundi hennar á fimmtudag. Töldu full- trúarnir að verið væri að færa Almenna bókafélaginu handrit þau, sem bærust í keppnina, á silfurfati og skekkja þannig samkeppnisstöðu útgefenda. Meirihluti borgarstjórnar andmælti þessu og sagði að Al- menna bókafélagið hefði gefið út verk Tómasar og átt hugmyndina að verðlaununum, fulltrúi bókafélagsins væri aðeins einn þriggja manna í dómnefnd og kvaðir um útgáfu verðlaunaverksins hvíldu á AB. Borgarráð samþykkti í október að veita 300 þúsund króna verðlaunafé á ári næstu þijú árin til bókmennta- verðlauna Tómasar Guðmundssonar. Guðrún Ögmundsdóttir, fulltrúi Kvennalista, lagði til að málinu yrði vísað aftur til borgarráðs til frekari skoðunar og undir það tók Kristín Á. Ólafsdóttir, fulltrúi Nýs vett- vangs. Hún sagði að sér þætti óeðli- legt að einum útgefanda, Almenna bókafélaginu, yrði veittur aðgangur að öllum þeim skáldverkum sem bærust vegna verðlaunanna. Ekki gullnáma Markús Öm Antonsson borgar- stjóri benti á að ekki hefði verið ósk- að frestunar á afgreiðslu málsins í borgarráði og óþarfí að vísa málinu þangað á ný. Ákvörðun borgarráðs næði til þriggja ára, en að því tíma- bili loknu yrði málið endurskoðað. Hann sagði rangt að samkeppni um handrit yrði AB einhver gullnáma. Kveðið væri á um að forlagið gæfi verðlaunaverkið út, en höfundi þess væri fijálst að leita til annarra útgef- enda. Þó væri AB heimilt að gefa verkið út fyrir félaga í bókaklúbbi þess. Auk fulltrúa AB væru í dóm- nefnd fulltrúar menningarmála- nefndar og Rithöfundasambandsins, svo sú staða gæti komið upp að fyr- ir valinu yrði verk sem ÁB hefði annars ekki hugsað sér að gefa út, en yrði að standa við þá kvöð að gera það. Loks sagði borgarstjóri að tilkynnt yrði um hver verðlaunin hlyti þann 10. nóvember. Pálmi Pétursson kennari látinn PÁLMI Pétursson kennari lést á heimili sínu í Reykjavík 8. nóv- ember síðastliðinn á sjötugasta aldursári. Hann fæddist 20. nóvember 1923 á Frostastöðum í Skagafirði. For- eldrar hans voru Pétur Jónsson bóndi í Eyhildarholti í Skagafirði, síðar gjaldkeri Tryggingastofnunar ríkisins, lést 30. september 1964, og kona hans, Þórunn Sigurhjartar- dóttir, lést 14. desember 1930. Pálmi ólst upp frá 8 ára aldri hjá Jóni Gíslasyni bónda á Hofí í Svarf- aðardal og konu hans Amfríði Sig- urhjartardóttur, móðursystur sinni. Pálmi lauk kennaraprófi árið 1944, kenndi við bamaskóla Vestmanna- eyja frá 1945-1947 og Laugames- skóla frá 1947-1965. Síðan kenndi hann við Fóstruskóla íslands 1967- 1968 og Æfínga: og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands frá 1966- 1980. Hann átti sæti í stjóm Kenn- arafélags Laugamesskóla um skeið frá árinu 1956 og var ritari í stjórn Styrktarfélags vangefínna. Hann kvæntist Aðalheiði Árnadóttur árið 1947, en hún lést 1991, og varð þeim sex barna auðið. Þau slitu samvistir. Síðustu níu ár ævinnar naut Pálmi umönnunar Elísabetar Óskarsdóttur. Sigurður Markússon stjórnarformaður Sambandsins Gjaldþrot ávallt dapurleg endalok STJÓRN Sambands íslenskra samvinnufélaga kemur saman til fundar í dag, þar sem ráðast mun hvort fyrirtækið verður tek- ið til gjaldþrotaskipta, eða þess verður freistað að ná nauðasamn- ingum við lánardrottna fyrirtækisins. Aföll sem dunið hafa yfir Sambandið á þessu ári, sérstaklega gjaldþrot Miklagarðs og íslensks skinnaiðnaðar, hafa gert stöðu Sambandsins mun erfið- ari en hún var í árslok í fyrra. Sigurður Markússon, stjórnarfor- maður Sambandsins, segir að stjórn SÍS hafi ekki komið saman til fundar síðan í júní í sumar, og því þurfi hún að fara yfir allmörg mál á fundi sínum í dag. í samtali við Morgunblaðið í gær kvaðst Sigurður eiga von á því að þegar stjórnarfundi lyki í dag, lægi ákvörðun fyrir um það hvaða leið skuli farin. „Ég legg áherslu á að þessi stjómarfundur er ekki boðaður til þess að setja stimpil á einhveija ákvörðun sem þegar hefur verið tekin, heldur til þess að ræða mál- in og komast að sameiginlegri niðurstöðu," sagði Sigurður. Eins og þruma úr heiðskíru lofti Sigurður var spurður hvað helst hefði farið úrskeiðis í rekstri Sam- bandsins, miðað við orð hans á fundi með fréttamönnum fyrir rúmu ári, þegar Hömlur, eignar- haldsfyrirtæki Landsbankans um eigur Sambandsins, var stofnað, en þá lýsti Sigurður því að í árslok yrði eiginfjárstaða hins smækkaða Sambands jákvæð: „í ársreikningi okkar í árslok 1992 var eiginfjár- staða Sambandsins jákvæð og hugsanlega voru örlitlir varasjóðir þar inni. Það sem gerst hefur á þessu ári, eru þau áföll sem yfir okkur hafa dunið. Sum voru kannski að einhveiju leyti fyrirsjá- anleg, eins og gjaldþrot Mikla- garðs. En annað áfall sem við urð- um fyrir brast á eins og þruma úr hejðskíru lofti, en það var gjald- þrot íslensks skinnaiðnaðar. Hann var með mjög þokkalega eiginfjár- stöðu í árslok 1992 og þá gat í raun og veru enginn séð fyrir hvað myndi gerast á þessu ári.“ Skuldir greiddar niður um 12,5 milljarða Sigurður benti á að það sem Sambandið skuldaði í árslok 1992 hafi verið um 3,3% skuldanna eins og þær voru í árslok 1989, eða um 436 milljónir króna í stað tæplega 13 milljarða króna í árslok 1989. „Á þessum árum voru skuldir því greiddar niður um nálega 12,5 milljarða króna, sem er mikill áfangi. Auðvitað væri miklu skemmtilegra að geta sagt við erum ekki bara búnir að borga 97%, heldur 100%, en það erum við því miður ekki. Þó hefur enn gengið á skuldimar frá því í árslok í fyrra og sömuleiðis á eignimar, en þessu munum við gera nánari grein fyrir á morgun,“ sagði Sig- urður. Sigurður var spurður hvað hann vildi segja um staðhæfingu í þá vem, að Sambandið hefði engra annarra kosta völ en að velja gjald- þrotaleiðina, þar sem staða fyrir- tækisins til þess að reyna nauða- samninga væri afar hæpin. Meðal annars væri vísað til þess að eftir- launakröfur fyrrverandi stjómenda Sambandsins væm geysilegar, jafnvel þótt þær flokkuðust undir almennar kröfur, en ekki forgangs- kröfur: „Nauðasamningar eða ekki nauðasamningar. Er staða eða ekki staða, það leiðir bara af mál- inu sjálfu, að það hlýtur alltaf að vera spurning um það, hvort og hversu vel slíkt kynni að takast. Ég get eiginlega ekki svarað því frekar fyrr en á morgun," Höfum barist eins og ljón - Hlýtur stjórn Sambandsins ekki einnig að velta því fyrir sér hvort það væri ekki dapurlegur endir á sögu Sambands íslenskra samvinnufélaga að ljúka henni með gj aldþrotaskiptum? „Ég held ég verði að segja að gjaldþrot em alltaf dapurleg enda- lok, eiginlega hver sem undanfar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.