Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 35 Hreyfill 50 ára Opið hús í félagsheimilinu í dag Undirfatasýn- ing í Naust- kjallaranum Snyrtivöruverslunin Sandra, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, verður með undirfatasýningu í Naust- kjallaranum v/Vesturgötu í kvöld, fimmtudaginn 11. nóvember, kl. 22. Módelsam- tökin sýna. Sandra hefur á boðstólum öll helstu snyrtivörumerkin og úrval skartgripa. Verslunin er einnig með úrval af undirfatn- aði frá Warner, náttföt, sloppa o.fl. Um kvöldið verður kynn- ing á ilmvatninu Bijan fyrir dömur og herra. Þess má geta að bjórverð hefur lækkað á virkum dögum þannig að stór bjór kostar 350 kr. en lítill 250 kr. SAMVINNUFÉLAGIÐ Hreyfill var stofnað 11. nóvember 1943 og heldur því upp á 50 ára af- mæli sitt um þessar mundir. í fréttatilkynningu segir: „Fé- lagið stofnuðu 130 leigubílstjórar í Reykjavík og var tilgangurinn að reka bifreiðastöð, þar sem hver félagsmanna ætti sína eigin bif- reið, þannig nyti hver einstakling- ur arðsins af eigin vinnu í sem ríkustum mæli. Hugmyndina að stofnun félagsins áttu þeir Berg- steinn Guðjónsson, Ingjaldur Is- aksson og Þorgrímur Kristinsson. Fyrstu stjórn Hreyfils skipuðu þessir þrír félagar og var Berg- steinn formaður. Auk þeirra sátu í stjórn Tryggvi Kristjánsson og Ingvar Sigurðsson. Árið 1945 tók Ingjaldur við formennsku og gegndi henni nær óslitið til ársins 1970 eða lengur en nokkur annar í sögu félagsins. Fyrstu árin var aðstaða Hreyf- ils við Kalkofnsveg, neðan Arnar- hóls, en árið 1951 flutti félagið aðalaðsetur sitt á Hlemm. Hreyf- ilsmenn hófu húsbyggingarfram- kvæmdir undir starfsemi sína við Fellsmúla árið 1958 og þaðan er öll starfsemi félagsins rekin í dag. Þar eru nú til húsa bifreiðaaf- greiðsla, skrifstofur, félagsheimili, bensínsala og bílaþvottastöð. Margvísleg önnur starfsemi hefur ætíð verið á vegum Hreyf- ils. Innlánsdeild var stofnuð árið 1951 og hefur hún reynst bæði félaginu og einstökum féalgs- mönnum vel. Án hennar hefði reynst erfitt að standa í bygging- arframkvæmdum. Pöntunarfélag Hreyfils var stofnað 1954 og var á þess vegum rekin verslun í gamla Hreyfilshús- inu við Kalkofnsveg. Þar voru seld hlífðarföt, skór og ýmis varningur annar en matvæli. Félagið starfaði í nokkur ár af talsverðum þrótti. Samvinnufélagið Hreyfill hefur alla tíð haft forystu í stéttarlegum málefnum bifreiðastjóra. Nægir þar að nefna Byggingarsamvinnu- félag atvinnubílstjóra og Lánasjóð atvinnubifreiðastjóra. Menningarmál hafa Hreyfils- menn ætíð látið til sín taka. Þeir gáfu úttímaritið Sleipni árið 1951 og Hreyfilsblaðið sem kom út á árunum 1963 til 1971 var mikil og merkileg útgáfa. Karlakór Hreyfils var stofnaður árið 1952 og starfaði kórinn til ársins 1967 en þá tók Hreyfils- kvartettinn við. Kvenfélag Hreyf- ils, sem stofnað var árið 1967, hefur starfað af krafti og látið margt gott af sér leiða í mannúð- armálum. Árið 1949 var knattspymufélag Hreyfils stofnað en nafni þess var síðar breytt í íþróttafélag Hreyf- ils. íþróttamenn félagsins hafa oft verið sigursælir, bæði hér heima og erlendis. Taflfélag Hreyfils var stofnað í febrúar 1954 og Bridsfélag Hreyfils árið 1967. Hefur brids- sveitin ávallt verið í fremstu röð, m.a. verið ósigrandi á mótum sem haldin eru annað hvert ár, þar sem keppt er við sveitir frá Noregi og Svíþjóð. Fyrsta biðstöðin, eða staurinn eins og biðstöðvarnar voru fyrst kallaðar, var sett upp í Klepps- holti árið 1945. Fljótlega fékkst sími þar og þótti það hin mesta bylting, svo ekki sé nú talað um talstöðvarnar sem farið var að setja í bílana á sjöunda áratugn- um. Nú er öll afgreiðsla tölvuvædd og er það mjög til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Á höfuðborgarsvæð- St. St. 5993111119 VIII I.O.O.F. 5 = 17511117 = Hk. I.O.O.F. 11 = 17511118'/2 = ET 1 - 9.0. FREEPORT KLÚBBURINN Freeportklúbburinn Fundur í safnaðarheimili Bústaða- kirkju kl. 20.30 í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Gestur fundarins verður Súsanna Svavarsdóttir, blaöamaður. Félagar fjölmennið og takið með ' ykkur gesti. VEGURINN Kristiö samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Almenn lækningasamkoma kl. 20.00 í kvöld að Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kennt verður um guð- lega lækningu og beðið fyrir sjúkum. „Drottinn Guð er styrkur minn og lofsöngur". auglýsingor Samkoma 1 kvöld kl. 20.30 lofgjörðarsam- koma. Kapt. Miriam Óskarsdótt- ir talar. Kaffi eftir samkomu. Flóamarkaðsbúðin Garðastræti 2 er opin þriðjud., fimmtud. og föstud. frá kl. 13 til 18. Miðilsfundir Miðillinn Colin Kingschot verður með áruteikningar, miðilsfundi, kristalsheilun og rafsegulheilun til 21. nóvember. Upplýsingar í síma 688704. Silfurkrossinn. Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir! Frá Sálarrannsókna- félagi íslands „Opið hús“ verður I húsi félagsins í Garða- stræti 8 föstudagskvöldið 12. nóvember frá kl. 20.00-22.00. Gestur verður Kristin Þorsteins- dóttir, miðill, sem svarar fyrir- spurnum. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Stjórnin. 77 V KFUM V Aðaldeild KFUM Holtavegi Á fundinum f kvöld kl. 20.30 hefur Ragnar Gunnarsson, kristniboði, síðari hluta Biblíu- lesturs um Nehemíabók. Takið biblíuna með. Allir karlar velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Afgreiðsla Hreyfils þegar hún var við Kalkofnsveg um miðja öldina. inu eru nú bifreiðastæði Hreyfíls á tuttugu og einum stað. Starfandi leigubifreiðastjórar hjá Hreyfli eru 210 en auk þess starfa liðlega tuttugu manns hjá félaginu. Formaður Samvinnufélagsins Hreyfils er Örn Reynir Pétursson og framkvæmdastjóri er Sæmund- ur Kr. Sigurlaugsson. Opið hús er í dag 11. nóvember í félagsheimili Hreyfíls við Fells- múla kl. 13 til 19 og verður gest- um boðið upp á kaffi og kökur. - STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Efnið í stígvélunum er vatnsfráhrindandi og þolir regn, snjó, salt og kulda. Þægileg að þrífa, bara ein stroka með rökum klút og stígvélin verða gljáandi falleg. STEINAR WAAGE ^ STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ^ SIMI 18519 <T SKOVERSLUN SÍMI689212 & KAPAN SO ARA 1943-1993 Kápan, Laugavegi 66, s. 25980
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.