Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 RAÐAliGi YSINGAR Fóstrur Fóstra óskast til starfa við leikskólann Ásheima á Selfossi. Upplýsingar hjá leikskólastjóra í síma 98-21230. Hugbúnaðartækni- maður Hugbúnaðartæknimaður óskast til starfa á þjónustusviði okkar við þjónustu á tölvunet- kerfum Lan Manager, Novell og NT. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða þekkingu á netstýrikerfum og stöðluðum notendahugbúnaði fyrir einmenningstölvur. Upplýsingar um starfið veitir Helgi Þór Guð- mundsson, framkvæmdastjóri þjónustu- sviðs. Umsóknir skulu póstlagðar eða þeim skilað á skrifstofu okkar fyrir 23. nóv., merktar: „UMSÓKN". Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. EinarJ. Skúlason hf., Grensásvegi 10, 128 Reykja vík, sími 91-63300. Deildarstjóri fræðsludeildar Vinnueftirlit ríkisins auglýsir lausa til umsókn- ar stöðu deildarstjóra fræðsludeildar. Starfið felur meðal annars í sér að hafa umsjón með útgáfumálum stofnunarinnar, ritstýra og hafa umsjón með útgáfu frétta- bréfs, umsjón með námskeiðahaldi og ann- ast samskipti við fjölmiðla. Áhersla er lögð á að viðkomandi uppfylli eftirtalin skilyrði: • Háskólapróf í félagsfræði, sálfræði, kennslufræðum eða skyldum greinum. • Reynslu af kennslu og skipulagningu námsefnis. • Góða íslenskukunnáttu og geti notað a.m.k. eitt Norðurlandamál og ensku. • Þekki og geti notað ritvinnslu í tölvum. • Geti unnið sjálfstætt, sé vel ritfær og hafi hugarflug. • Hæfileika til að umgangast fólk. • Geta verið ráðgefandi um félagsleg og samskiptaleg vandamál sem tengjast vinnustöðum. Nánari upplýsingar um starfið veitir forstjóri eða skrifstofustjóri í síma 672500. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16,112 Reykjavík fyrir 10. des. '93. Sölumenn Líf og saga hefur ákveðið að ráða 2-3 sölu- menn í ákveðið verkefni til áramóta. Miklir tekjumöguleikar. Upplýsingar gefur Bragi í síma 686536 eða Guðrún í síma 689938. Lífogsaga, forlag. Hafnsögubátur Hafnarsjóður Vestmannaeyja hefur í hyggju að kaupa/smíða hafnsögubát fyrir Vest- mannaeyjahöfn. Hvort tveggja kemur til greina, nýsmíði eða notaður bátur. Af því tilefni er óskað eftir upplýsingum frá hugsanlegum seljendum um bát, sem upp- fyllir næst eftirfarandi skilyrði: 1. Lengd bátsins sé á bilinu 15-25 m. 2. Togkraftur sé á bilinu 15-25 tonn. 3. Báturinn verði útbúinn 2 vélum og vélbún- aður sé ekki meiri en 2 x 1.000 hp. 4. Báturinn hafi togvindu, dráttarkrók og krana. 5. Báturinn hafi allan nauðsynlegan öryggis- búnað fyrir hafnsögubát af þessari stærð. Upplýsingum, ásamt verðhugmyndum, skal skila inn fyrir kl. 15.00 miðvikudaginn 1. des. nk., merktum: Hafnarstjórn Vestmannaeyja - hafnsögubátur - 900 Vestmannaeyjar. Nánari upplýsingar veitir hafnarstjóri í síma 98-11192. Frá Bæjarskipulagi Kópavogs Digraneshlíðar - breytt deiliskipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Digranes- hlíðum, nánar tiltekið við Bakkahjalla, Blika- hjalla og Brekkuhjalla, auglýsist hér með skv. grein 4.4. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. I breytingunni felst að 21 einbýlishúsalóð við ofangreindar götur er breytt í 37 rað- og parhúsalóðir. Deiliskipulagsuppdráttur í mælikvarða 1:1000, ásamt skipulagskilmálum og líkani, verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2, 4. hæð, frá kl. 9-15 alla virka daga frá 11. nóvember til 9. desember 1993. Athugasemdum eða ábendingum, ef ein- hverjar eru, skal skila skriflega til Bæjarskipu- lags innan auglýsts kynningartíma. Skipulagsstjóri Kópavogs. Garðbæingar Almennur borgarafundur Bæjarstjórn Garðabæjar boðar til almenns borgarafundar til kynningar á tillögu um- dæmanefndar höfuðborgarsvæðisins um sameiningu Garðabæjar og Bessastaða- hrepps. Fundurinn verður haldinn fimmtu- daginn 11. nóvember í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og hefst hann kl. 20.30. Garðbæingar eru eindregið hvattir til þess að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um kosti og galla tillögunnar. Bæjarstjórinn í Garðabæ, 28. október 1993. Ingimundur Sigurpálsson. Stangaveiðifélög - laxveiðimenn Tilboð óskast í veiðirétt í Fljótá, Fljótahreppi í Skagafirði, næsta veiðitímabil eða allt til 20. september 1996. Veiðifélagið getur út- vegað húsnæði til afnota. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Steingríms- son í síma 96-71071. Tilboðsfrestur er til 25. nóvember 1993. Tilboð verða opnuð kl. 21.00 sama dag. Veiðifélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila til Veiðifélags Miklavatns og Fljótár, Gunnars Steingrímssonar, Stór- holti, Fljótum, 570 Fljót. Verslunarhúsnæði við Laugaveg Til leigu er stórt verslunarhúsnæði á tveimur hæðum við neðanverðan Laugaveg. Einnig er á sama stað til leigu tvö skrifstofu- pláss, 70 fm og 100 fm. Upplýsingar í síma 27770 í vinnutíma. Múlahverfi Óskum eftir að taka á leigu lager- og skrif- stofuhúsnæði í Síðumúla eða nágrenni. Ákjósanleg stærð skrifstofuhúsnæðis er um 100 fm. Lagerhúsnæðið þarf að vera með góðum aðkeyrslumöguleikum og vera um 200 fm eða 600-700 fm. Upplýsinar veitir Anna G. Sverrisdóttir í síma 688300. A VAKA-HELGAFELL Fundarboð Sjálfstæðisfélag Grindavíkur heldur almennan félagsfund í kvöld, fimmtudagskvöld, 11. nóvember kl. 20.30 á Víkurbraut 46 (Verkalýðs- húsinu). Fundarefni: 1. Væntanlegar bæjarstjórnarkosningar. 2. önnur mál. Áríðandi að sjálfstæðismenn mæti. Stjórnin. Suðurland - aðalfundur Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæöisflokksins á Suðurlandi verður haldinn í Hellubíói, Hellu, sunnudaginn 21. nóvember og hefst kl. 11.00. Stjórnin. Vesturland - kjördæmisráð Aðalfundur kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna í Vesturlandskjör- dæmi verður haldinn í Hótel Borgarnesi laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ræða Björns Bjarnasonar, alþingismanns. 3. Ávörp alþingismannanna Sturlu Böðvarssonar og Guðjóns Guðmundssonar. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Aðalfundur félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi verður haldinn í Valhöll fimmtudaginn 18. nóvember kl. 18.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Sveinn Andri Sveinsson, borgarfulltrúi. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.