Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 51 Vatnaskógur í haustskrúða. Fermingarböm úr Laugarneskikju í ratleik í Vatna- skógi Stóraukin starfsemi í Vatnaskógi í vetur Frá Þórami Björnssyni: Á VEGUM Reykjavíkurprófasts- dæma voru skipulögð alls 19 ferm- ingamámskeið í Vatnaskógi haustið 1992. Námskeiðin þóttu takast mjög vel og var ákveðið að halda áfram á sömu braut. Á þessu ári stefnir í að námskeiðin verði yfír 30 og má búast við að um 1600 fermingarböm leggi leið sína í Vatnaskóg af þessu tilefni. Skipu- lagning og framkvæmd námskeið- anna er nú í höndum Skógarmanna KFUM en að jafnaði taka um 50-60 unglingar þátt í hveiju námskeiði. Námskeiðin standa fram í byrjun desember en ekki er ólíklegt að nokkur námskeið kunni að bætast við á vormánuðum. í haust hafa einnig verið gerðar athyglisverðar tilraunir með haust- ferðir í samvinnu skóla, félagsmið- stöðvar og safnaðar í Grafarvogi. Skipulögð var þriggja daga dvöl fyrir krakka úr Foldaskóla og Húsa- skóla í Grafarvogi þar sem fléttað var saman fermingarfræðslu og skóiaferðalagi. Þannig .gafst meiri tími til íþrótta og hollrar útivem og má segja að hér hafí verið á ferðinni fyrsti vísir að eiginlegum skólabúðum í Vatnaskógi, en Skóg- armenn ICFUM hafa þegar lagt drög að skólabúðarekstri í framtíð- inni. Ymsir aðrir hópar hafa einnig í auknum mæli nýtt sér aðstöðuna í Vatnaskógi. Þannig var í Vatna- skógi í haust haldið stærsta Lands- mót æskulýðsfélaga kirkjunnar frá upphafí, en nærri lætur að um 280 manns hafí verið á mótinu. Sömu- leiðis er nýlokið íjölskyldumóti og kristilegu skólamóti. Æskulýðs- samtök, bamakórar, kirkjukórar, tónlistarskólar, gmnnskólar og íþróttafélög hafa einnig falast eftir afnotum af Vatnaskógi og hafa þegar nokkrir hópar verið bókaðir um helgar á haust- og vormánuð- um. Skógarmenn KFUM leigja einnig út æfíngatíma í íþóttahúsinu gegn vægu gjaldi fyrir einstaklinga og hópa sem kynnu að hafa áhuga. Skógarmenn KFUM stefna nú að því fullum fetum að Sumarbúðimar í Vatnaskógi verði í notkun allan ársins hring, enda hefur tilkoma hitaveitu á staðinn og stórbætt íþróttaaðstaða, utan húss sem inn- an, gert staðinn eftirsóknarverðari en nokkm sinni fyrr. Vatnaskógur getur nú auðveldlega tekið við 25-130 manna hópum í mat og gist- ingu, jafnt sumar sem vetur. íþróttahús er á staðnum með góðri tómstundaaðstöðu og 350 m2 íþróttasal. Svefnskálar em þrír og góður kvöldvökusalur með ami í einu húsanna. Einnig er bátaskýli og falleg kapella í Vatnaskógi og náttúmfegurð mikil. Tveir grasvell- ir em í Vatnaskógi og góð aðstaða fyrir fijálsar íþróttir, auk þess sem göngustígar um skóginn gefa tæki- færi til hollrar útivem. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri Skógarmanna KFUM í síma 678899 ÞÓRARINN BJÖRNSSON, framkvæmdastjóri Skógamanna KFUM. Pennavinir Tólf ára tékknesk stúlka með áhuga á ferðalögum, útivist og bókalestri: Jana Berna, Zamecka 498, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. Fimmtugur færeyskur sjómaður vill eignast pennavinkonu á svipuð- um aldri: Niclas Samuelsen, A Brekku 6, Klakksvik, Færeyjum. Tékki, 57 ára verkfræðingnr, vill skiptast á frímerkjum: Ing. Josef Kadlec, Proslunena 11/560, CZ-15200 Praha 5, Czech Republic. Frá Ghana skrifar 26 ára stúlka með áhugaá bókalestri, ferðalögum, menningu og sundi: Faster Kwaning, P.O. Box 1317, Cape Coast, Ghana. LEIÐRÉTTINGAR Rangt nafn í hjónaminningu í minningargrein Valgerðar og fleiri um hjónin Hildigerði Georgs- dóttur Markússon og Höskuld Markússon var Höskuldur vegna mistaka í vinnslu nefndur Harald- ur. Hlutaðeigendur em innilega beðnir afsökunar á þessum mistök- um. Engar stöðu- mælasektir Vegna fréttar á forsíðu sunnu- dagsblaðs Morgunblaðsins 7. þessa mánaðar skal tekið fram að sendi- ráð íslands í Washington og starfs- menn þess eiga engar ógreiddar stöðumælasektir í borginni. Utan- ríkisráðuneytið bandaríska fær afrit af öllum greiðslum og heldur þeim til haga en starfsmenn þess segja jafnframt að illa gangi að færa greiðslur á skrár borgaryfírvalda. Ummæli þau sem tiltekinn starfs- maður borgaryfirvalda í Washing- ton Iét falla í samtali við Morgun- blaðið em því á misskilningi byggð. Nafnið var Estífa I nafnaþætti í síðasta sunnudags- blaði var nafn ranglega stafsett. Þar átti að standa Estífa en ekki Estifa. Er beðist afsökunar á þessu. VELVAKANDI HEFUR MINKUR ÁHRIFÁ RJÚPUSTOFNINN? TORFI Ólafsson hringdi með þá fyrirspum hvort það hefðu verið gerðar rannsóknir í sambandi við ijúpnadráp og ijúpnastofninn, hvað minkurinn dræpi mikið af ijúpu árlega. Hann sagðist hafa séð ijúpu með 13 unga uppi í Heiðmörk í sumar, en þegar leið á hefðu bara verið tveir ungar eftir. Hann sagðist vita til að það væri krökkt af mink á þessum slóðum. TAPAÐ/FUNDIÐ Ungbarnadót í óskilum EINHVER hefur skilið eftir í garðinum mínum ýmiss konar ungbarnadót, s.s. skiptiborð, fatnað, burðarstól o.fl. Þar sem hér er um að ræða stráheila hluti datt mér í hug, að sendandi hafí farið húsavillt. Sakni einhver umræddra hluta þá vinsamlegast hringið í síma 91-13728 eftir kl. 18. Týnd taska SVÖRT kventaska hvarf úr and- dyri Hallgrímskirkju sl. mánu- dagskvöld. Taskan er óvenjuleg útlits, bogadregin að ofan og skorið úr fyrir höldum. Þar sem missir eigandans er mikill vegna persónulegra muna og skilríkja er þeim, sem kynnu að hafa rek- ist á hana, vinsamlega bent að hringja í síma 11019 eða skila henni í Hallgrímskirkju. Góðum fundarlaunum heitið. Eyrnalokkur tapaðist GULLEYRNALOKKUR með grænum steini tapaðist í október. Finnandi vinsamlega hringi í síma 674151. Fundarlaun. GÆLUDÝR Lotta er týnd LOTTA er tveggja ára gömul læða sem týndist í sl. mánudags- kvöld. Hún er svört og hvít, með hvítar loppur, hvítan blett á hálsi og kvið og hvítan v-laga blett á trýni. Hún var með grábrúna ól með steinum í og er eymamerkt R2H099. Hún gæti hafa farið í bíltúr upp í Seljahverfí eða í vest- urbæ Kópavogs. Lotta á heima í Blesugróf 7, sími 33495. Týndur köttur VILLI, hvítur og svartur fress- köttur, ólarlaus en eymamerkt- ur, villtist frá heimiii sínu, Há- halti 3, Garðabæ, um miðjan október sl. Þrátt fyrir mikla leit hefur ekkert til hans spurst og er fólk í öðrum bæjarhlutum beð- ið að hafa augun opin. Upplýs- ingar í síma 671818 eða 666191. Ullarpeysur frá 3.900- Nýkomin sending af frönsku ullarpeysunum í mörgum litum og mynstrum á dömur og herra. Sjón er sögu ríkari. Verö frá 3.900- wmmsa Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855, grænt númer 99-6288. Opið virka daga 8-18 og laugardaga 9-14. Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn laugardaginn 13. nóvember nk. og hefst kl. 08.45. Dagskrá: Kl. 08.45 Fundarsetning í Ráðstefnusal Háskólabíós: Sigfús Sigfússon, formaður BGS. Kl. 09.00 Starf og skipulag BGS. Hugmyndir nefndar um starf og skipulag BGS - Umræður. Kl. 10.30 Menntamál í bfl- greininni - Bílgreinaskóli: Jón Garðar Hreiðarsson, framkvæmdastjóri. eftirmenntunarnefndar. Umhverfismál: Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra. Guðmundur Hilmarsson, form. Bíliðnafélagsins. Kl. 12.30 Hádegisverður í Súlnasal Hótels Sögu. Hádegisverðarerindi: Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra. Kl. 14.00 Dagskrá sérgreinafunda (í ráðstefnusölum á 2. hæð Hótels Sögu): A. Verkstæðisfundur: 1. Starf og skipulag BGS. 2. Breyting á reglugerð um starfshætti þeirra er annast lögboðna skoðun ökutækja. 3. Önnur mál. B. Bíiamálarar og bifreiðasmiðir: 1. Starf og skipulag BGS. 2. Danska málningakerfið. 3. Ástand í greininni. C. Bifreiðainnflytjendur: 1. Starf og skipulag BGS. 2. Vörugjöld á bifreiðum. 3. Bifreiðainnflutningur. D. Smurstöðvar: 1. Starf og skipulag BGS. 2. Ástand og horfur. E. Varahlutasalar: 1. Starf og skipulag BGS. 2. Skilagjöld á rafgeyma o.fl. 3. Vörugjöld á varahluti. Kl. 15.30 Niðurstöður sérgreinafunda (í sal A - Hótel Sögu). Kl. 16.00 Aðalfundur Bítgreinasambandsins (í sal A - Hótel Sögu). - Aðalfundarstörf skv. 9. gr. laga sambandsins. Stjórn BGS hvetur sambandsaðila til að mæta á fundinn. Stjórn Bílgreinasambandsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.