Morgunblaðið - 11.11.1993, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 11.11.1993, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 51 Vatnaskógur í haustskrúða. Fermingarböm úr Laugarneskikju í ratleik í Vatna- skógi Stóraukin starfsemi í Vatnaskógi í vetur Frá Þórami Björnssyni: Á VEGUM Reykjavíkurprófasts- dæma voru skipulögð alls 19 ferm- ingamámskeið í Vatnaskógi haustið 1992. Námskeiðin þóttu takast mjög vel og var ákveðið að halda áfram á sömu braut. Á þessu ári stefnir í að námskeiðin verði yfír 30 og má búast við að um 1600 fermingarböm leggi leið sína í Vatnaskóg af þessu tilefni. Skipu- lagning og framkvæmd námskeið- anna er nú í höndum Skógarmanna KFUM en að jafnaði taka um 50-60 unglingar þátt í hveiju námskeiði. Námskeiðin standa fram í byrjun desember en ekki er ólíklegt að nokkur námskeið kunni að bætast við á vormánuðum. í haust hafa einnig verið gerðar athyglisverðar tilraunir með haust- ferðir í samvinnu skóla, félagsmið- stöðvar og safnaðar í Grafarvogi. Skipulögð var þriggja daga dvöl fyrir krakka úr Foldaskóla og Húsa- skóla í Grafarvogi þar sem fléttað var saman fermingarfræðslu og skóiaferðalagi. Þannig .gafst meiri tími til íþrótta og hollrar útivem og má segja að hér hafí verið á ferðinni fyrsti vísir að eiginlegum skólabúðum í Vatnaskógi, en Skóg- armenn ICFUM hafa þegar lagt drög að skólabúðarekstri í framtíð- inni. Ymsir aðrir hópar hafa einnig í auknum mæli nýtt sér aðstöðuna í Vatnaskógi. Þannig var í Vatna- skógi í haust haldið stærsta Lands- mót æskulýðsfélaga kirkjunnar frá upphafí, en nærri lætur að um 280 manns hafí verið á mótinu. Sömu- leiðis er nýlokið íjölskyldumóti og kristilegu skólamóti. Æskulýðs- samtök, bamakórar, kirkjukórar, tónlistarskólar, gmnnskólar og íþróttafélög hafa einnig falast eftir afnotum af Vatnaskógi og hafa þegar nokkrir hópar verið bókaðir um helgar á haust- og vormánuð- um. Skógarmenn KFUM leigja einnig út æfíngatíma í íþóttahúsinu gegn vægu gjaldi fyrir einstaklinga og hópa sem kynnu að hafa áhuga. Skógarmenn KFUM stefna nú að því fullum fetum að Sumarbúðimar í Vatnaskógi verði í notkun allan ársins hring, enda hefur tilkoma hitaveitu á staðinn og stórbætt íþróttaaðstaða, utan húss sem inn- an, gert staðinn eftirsóknarverðari en nokkm sinni fyrr. Vatnaskógur getur nú auðveldlega tekið við 25-130 manna hópum í mat og gist- ingu, jafnt sumar sem vetur. íþróttahús er á staðnum með góðri tómstundaaðstöðu og 350 m2 íþróttasal. Svefnskálar em þrír og góður kvöldvökusalur með ami í einu húsanna. Einnig er bátaskýli og falleg kapella í Vatnaskógi og náttúmfegurð mikil. Tveir grasvell- ir em í Vatnaskógi og góð aðstaða fyrir fijálsar íþróttir, auk þess sem göngustígar um skóginn gefa tæki- færi til hollrar útivem. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri Skógarmanna KFUM í síma 678899 ÞÓRARINN BJÖRNSSON, framkvæmdastjóri Skógamanna KFUM. Pennavinir Tólf ára tékknesk stúlka með áhuga á ferðalögum, útivist og bókalestri: Jana Berna, Zamecka 498, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. Fimmtugur færeyskur sjómaður vill eignast pennavinkonu á svipuð- um aldri: Niclas Samuelsen, A Brekku 6, Klakksvik, Færeyjum. Tékki, 57 ára verkfræðingnr, vill skiptast á frímerkjum: Ing. Josef Kadlec, Proslunena 11/560, CZ-15200 Praha 5, Czech Republic. Frá Ghana skrifar 26 ára stúlka með áhugaá bókalestri, ferðalögum, menningu og sundi: Faster Kwaning, P.O. Box 1317, Cape Coast, Ghana. LEIÐRÉTTINGAR Rangt nafn í hjónaminningu í minningargrein Valgerðar og fleiri um hjónin Hildigerði Georgs- dóttur Markússon og Höskuld Markússon var Höskuldur vegna mistaka í vinnslu nefndur Harald- ur. Hlutaðeigendur em innilega beðnir afsökunar á þessum mistök- um. Engar stöðu- mælasektir Vegna fréttar á forsíðu sunnu- dagsblaðs Morgunblaðsins 7. þessa mánaðar skal tekið fram að sendi- ráð íslands í Washington og starfs- menn þess eiga engar ógreiddar stöðumælasektir í borginni. Utan- ríkisráðuneytið bandaríska fær afrit af öllum greiðslum og heldur þeim til haga en starfsmenn þess segja jafnframt að illa gangi að færa greiðslur á skrár borgaryfírvalda. Ummæli þau sem tiltekinn starfs- maður borgaryfirvalda í Washing- ton Iét falla í samtali við Morgun- blaðið em því á misskilningi byggð. Nafnið var Estífa I nafnaþætti í síðasta sunnudags- blaði var nafn ranglega stafsett. Þar átti að standa Estífa en ekki Estifa. Er beðist afsökunar á þessu. VELVAKANDI HEFUR MINKUR ÁHRIFÁ RJÚPUSTOFNINN? TORFI Ólafsson hringdi með þá fyrirspum hvort það hefðu verið gerðar rannsóknir í sambandi við ijúpnadráp og ijúpnastofninn, hvað minkurinn dræpi mikið af ijúpu árlega. Hann sagðist hafa séð ijúpu með 13 unga uppi í Heiðmörk í sumar, en þegar leið á hefðu bara verið tveir ungar eftir. Hann sagðist vita til að það væri krökkt af mink á þessum slóðum. TAPAÐ/FUNDIÐ Ungbarnadót í óskilum EINHVER hefur skilið eftir í garðinum mínum ýmiss konar ungbarnadót, s.s. skiptiborð, fatnað, burðarstól o.fl. Þar sem hér er um að ræða stráheila hluti datt mér í hug, að sendandi hafí farið húsavillt. Sakni einhver umræddra hluta þá vinsamlegast hringið í síma 91-13728 eftir kl. 18. Týnd taska SVÖRT kventaska hvarf úr and- dyri Hallgrímskirkju sl. mánu- dagskvöld. Taskan er óvenjuleg útlits, bogadregin að ofan og skorið úr fyrir höldum. Þar sem missir eigandans er mikill vegna persónulegra muna og skilríkja er þeim, sem kynnu að hafa rek- ist á hana, vinsamlega bent að hringja í síma 11019 eða skila henni í Hallgrímskirkju. Góðum fundarlaunum heitið. Eyrnalokkur tapaðist GULLEYRNALOKKUR með grænum steini tapaðist í október. Finnandi vinsamlega hringi í síma 674151. Fundarlaun. GÆLUDÝR Lotta er týnd LOTTA er tveggja ára gömul læða sem týndist í sl. mánudags- kvöld. Hún er svört og hvít, með hvítar loppur, hvítan blett á hálsi og kvið og hvítan v-laga blett á trýni. Hún var með grábrúna ól með steinum í og er eymamerkt R2H099. Hún gæti hafa farið í bíltúr upp í Seljahverfí eða í vest- urbæ Kópavogs. Lotta á heima í Blesugróf 7, sími 33495. Týndur köttur VILLI, hvítur og svartur fress- köttur, ólarlaus en eymamerkt- ur, villtist frá heimiii sínu, Há- halti 3, Garðabæ, um miðjan október sl. Þrátt fyrir mikla leit hefur ekkert til hans spurst og er fólk í öðrum bæjarhlutum beð- ið að hafa augun opin. Upplýs- ingar í síma 671818 eða 666191. Ullarpeysur frá 3.900- Nýkomin sending af frönsku ullarpeysunum í mörgum litum og mynstrum á dömur og herra. Sjón er sögu ríkari. Verö frá 3.900- wmmsa Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855, grænt númer 99-6288. Opið virka daga 8-18 og laugardaga 9-14. Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn laugardaginn 13. nóvember nk. og hefst kl. 08.45. Dagskrá: Kl. 08.45 Fundarsetning í Ráðstefnusal Háskólabíós: Sigfús Sigfússon, formaður BGS. Kl. 09.00 Starf og skipulag BGS. Hugmyndir nefndar um starf og skipulag BGS - Umræður. Kl. 10.30 Menntamál í bfl- greininni - Bílgreinaskóli: Jón Garðar Hreiðarsson, framkvæmdastjóri. eftirmenntunarnefndar. Umhverfismál: Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra. Guðmundur Hilmarsson, form. Bíliðnafélagsins. Kl. 12.30 Hádegisverður í Súlnasal Hótels Sögu. Hádegisverðarerindi: Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra. Kl. 14.00 Dagskrá sérgreinafunda (í ráðstefnusölum á 2. hæð Hótels Sögu): A. Verkstæðisfundur: 1. Starf og skipulag BGS. 2. Breyting á reglugerð um starfshætti þeirra er annast lögboðna skoðun ökutækja. 3. Önnur mál. B. Bíiamálarar og bifreiðasmiðir: 1. Starf og skipulag BGS. 2. Danska málningakerfið. 3. Ástand í greininni. C. Bifreiðainnflytjendur: 1. Starf og skipulag BGS. 2. Vörugjöld á bifreiðum. 3. Bifreiðainnflutningur. D. Smurstöðvar: 1. Starf og skipulag BGS. 2. Ástand og horfur. E. Varahlutasalar: 1. Starf og skipulag BGS. 2. Skilagjöld á rafgeyma o.fl. 3. Vörugjöld á varahluti. Kl. 15.30 Niðurstöður sérgreinafunda (í sal A - Hótel Sögu). Kl. 16.00 Aðalfundur Bítgreinasambandsins (í sal A - Hótel Sögu). - Aðalfundarstörf skv. 9. gr. laga sambandsins. Stjórn BGS hvetur sambandsaðila til að mæta á fundinn. Stjórn Bílgreinasambandsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.