Morgunblaðið - 11.11.1993, Page 36

Morgunblaðið - 11.11.1993, Page 36
3o MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Halldór V. Sigurðs son Minning Kvaddur er í dag frá Dómkirkj- unni í Reykjavík, Halldór V. Sig- urðsson fyrrv. ríkisendurskoðandi, 69 ára að aldri. Undirritaður átti því láni að fagna að hafa af þessum mæta manni allnáin og farsæl kynni í tæp 40 ár og langar að minnast hans þó að sú kveðja verði fátækleg. Halldór var gæddur sérstökum stjómunarhæfileikum sem samfara miklum mannkostum laðaði bestu eiginleikana fram hjá starfsmönn- um hans. Hann var sérstaklega rólyndur, yfirvegaður og átti auð- velt með að ná fram settu marki án valdboðs eða stífni. Mönnum leið vel í návist hans enda veit ég ekki til þess að hann hafi átt sér nokkurn óvildarmann. Slíkur vitn- isburður segir ekki lítið þegar litið er yfir farinn veg. Halldór var virkur í félagsmálum og naut félag okkar löggiltra endurskoðenda (FLE) þess í ríkum mæli. Hann valdist þar snemma til forystu og gegndi hann fleiri og ábyrgðarmeiri störfum en nokkur annar. Það munu aðrir rekja nán- ar, en leitun er að öðrum í okkar stétt sem höfðu jafn eldheitan fag- - -'egan metnað og Halldór. Hann var iðulega i forsæti á ráðstefnum end- urskoðenda, innanlands og erlend- is, slíkrar virðingar naut hann inn- an okkar vébanda. Þar naut fáguð framkoma hans, látleysi og yfirveg- un hans sín hvað best. Betri full- trúa íslands á alþjóðlegum vett- vangi sinnar fræðigreinar, sem varð hans hlutskipti síðustu árin, var ekki hægt að finna. Áhugamálin voru oft tengd fræðunum en ekki er hægt að láta -»í)já líða að nefna tryggð hans við Akranesliðið í knattspymu. Þar var hann prýðilegur leikmaður á árum áður, sinnti dómgæslu og fylgdi þeim að málum alla tíð. Á þessum vettvangi vorum við ekki á sama báti en þeir voru fáir sem jafn ánægjulegt var að ræða við um þetta hjartans mál okkar beggja. Halldór átti oft annríkt við vandasöm og slítandi störf, en hann stóð ekki einn. Hans ágæta kona, Kristrún Jóhannsdóttir, stóð við hlið hans í blíðu og stríðu enda var hann mikill fjölskyldumaður. Við Silla þökkum Halldóri samfylgdina og þeim Dúnu margar ánægju- stundir í gegnum árin. Ég óska Halldóri góðrar heim- sóknar til þess lands sem okkur öllum er fyrirheitið og bið allar góðar vættir að styrkja eiginkonu, böm og önnur skyldmenni í þeirra söknuði. Ég enda mína kveðju á ljóði sem vel á við lífshlaup þessa mikla drengskaparmanns. Hann tipar þau lög sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öli sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. (D. St.) Far þú í friði. Gunnar R. Magnússon. í dag er gerð útför Haildórs V. Sigurðssonar fyrrverandi ríkis- endurskoðanda, góðs vinar míns og jafnaldra, sem mig langar til að minnast örfáum orðum. Halldór V. Sigurðsson er fæddur á Akranesi 13. júlí 1924. Foreldrar hans vom Valgerður Guðrún Hall- dórsdóttir, f. 20. maí 1892 á Eyrar- bakka, dáin 1. mars 1986, og Sig- urður Símonarson múrarameistari, f. 20. janúar 1893 í Króki í Holtum, d. 26. júní 1965. Systkini Halldórs eru sex. Eiginkona Halldórs er Kristrún Jóhannesdóttir, f. 2. nóv- ember 1927. Börn þeirra eru Sigrún Camilla skrifstofumaður, Jóhann sölumaður, Halldór deildarstjóri, Sigurður Valur bókari og Valgerð- ur Guðrún grafískur hönnuður. Halldór lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1946 og fékk löggildingu til endurskoð- endastarfa árið 1954. Hann stund- aði fyrst verslunar- og skrifstofu- störf á Akranesi árin 1946-1951, var síðan í verklegu námi í endur- skoðun á Endurskoðunarskrifstofu Bjöms Steffensens og Ara Ó. Thorlacíusar árin 1951-1954. Næstu 10 árin vann hann skrif- stofustörf hjá Kauphöllinni, en setti þá upp eigin endurskoðunarskrif- stofu, sem hann rak í 5 ár. Þá var hann skipaður ríkisendurskoðandi og gegndi því starfi frá 1969-1992, er hann tók við starfi í stjórnar- nefnd endurskoðunardeildar Atl- antshafsbandalagsins. í öllum störfum sínum naut Hall- dór bæði mikils trausts og vin- sælda, enda mjög vel gerður maður og vel að sér í sínu fagi. Það er því ekki að undra þótt á hann hlæð- ust margvísleg trúnaðarstörf allt frá unga aldri. Hann var mikill áhugamaður um knattspymu og sat í stjórnum Knattspyrnufélags Akraness og íþróttabandalags Akraness árin 1944-1950. Halldór sat í stjórn Félags löggiltra endur- skoðenda árin 1958-1968, þar af þrjú síðustu árin sem formaður. Forseti Sambands norrænna endur- skoðenda var hann svo árin 1978- 1979. Kynni okkar Halldórs hófust á þeim árum er hann sat í stjórn Félags löggiltra endurskoðenda en ég átti þá því láni að fagna að sitja nokkrar árlegar ráðstefnur félags- ins, sem vom bæði faglegar og félagslegar og haldnar að sumar- lagi utan Reykjavíkur. í þeim hópi átti ég marga vini og gamla nem- endur úr Verslunarskóla íslands og Viðskiptadeild Háskóla íslands. Þessar saravemstundir eru okkur hjónunum ógleymanlegur og æ síð- an höfum við hjónin talið þau Hall- dór og Dúnu í hópi bestu vina. Öll árin sem Halldór gegndi starfí rík- isendurskoðanda vom kynni okkar náin og um árabil höfum við nokk- ur hjón haldið hópinn á árshátíð Starfsmannafélags stjórnarráðsins. Þá höfum við starfað saman í Rót- arýklúbbnum Reykjavík-Austur- bær, en í þeim félagsskap naut Halldór vegs og virðingar. Kristrún, eiginkona Halidórs, eða Dúna eins og hún er kölluð, hefur átt við veikindi að stríða um langt árabil og missir hennar er því mikill, því að umhyggja Hall- dórs var aðdáunarverð. Elsku Dúna, við Sísí sendum þér og þínum innilegar samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng og lífsföru- naut á eftir að styrkja þig í sorg- inni og ylja þér um ókomin ár. Guðlaugur Þorvaldsson. Það er orðið langt síðan ég sá vin minn Halldór V. Sigurðsson. Hann hafði lengi gegnt erilsömu starfi heima_ á íslandi og átt langan starfsdag. Á síðasta ári var hann tilnefndur fulltrúi íslands í Endur- skoðunarráð Atlantshafsbanda- lagsins í Brassel og hvarf til ann- arra starfa á nýjum vettvangi. Ég var nýkominn úr ferðalagi um Austurland þegar ég frétti um andlát hans. Síst af öllu hafði mér dottið í hug að heyra þessi tíðindi á einum fegursta degi sem ég hef séð að haustlagi, en þannig eru andstæðurnar í lífi mannanna. Aft- ur og aftur sjáum við á bak sam- ferðamönnum sem við söknum og hefðum gjaman viljað eyða meiri tíma með. Leiðir okkar Halldórs lágu sam- an um það leyti sem ég var að ljúka endurskoðunarnámi. Hann hvatti mig til framhaldsnáms og það var ekki síst að hans áeggjan að ég lagði land undir fót og hóf nám erlendis. Hann var áhugasamur um að endurskipuleggja nám endur- skoðenda og taldi nauðsynlegt að það væri vel undirbúið. Hann studdi við bakið á mér á allan hátt og greiddi götu mína í þeim mennta- stofnunum sem ég hóf nám í og aðstoðaði mig við að fá sumarvinnu á endurskoðunarskrifstofu í Dan- mörku. Þetta gerði Halldór af sinni alkunnu alúð og umhyggju fyrir hag annarra og fyrir það stend ég í mikilli þakkarskuld við hann. Eftir þetta höfum við alltaf verið góðir vinir og haldið sambandi eins og gengur og gerist í samskiptum hins daglega lífs. Ég starfaði lengi með honum í prófnefnd löggiltra endurskoðenda. Þar naut góð- mennska hans og sanngirni sín vel og alltaf vildi hann að nemendur nytu vafans. Það vora margir sem ekki náðu prófi og það var oft erf- ið ákvörðun hvernig dæma skyldi árangurinn. Það er vandasamt verk og þar var drengskaparmaðurinn Halldór V. Sigurðsson á réttum stað. Halldór tók til starfa sem ríkis- endurskoðandi á árinu 1969. Ég ræddi oft við hann um stöðu Ríkis- endurskoðunar hér á landi sem varð m.a. til þess að ég kynnti mér þau mál í öðram löndum og flutti um það frumvarp fyrir meira en áratug síðan. það var síðan ákveð- ið að breyta lögum um Ríkisendur- skoðun á árinu 1986 og flytja stofn- unina undir yfirráð Alþingis. Þá fékk Ríkisendurskoðun nauðsyn- legt sjálfstæði og var frá þeim tíma tæki löggjafarvaldsins til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Það var ekki auðvelt verk að móta embættið. Þar nutu hæfileik- ar Halldórs sín vel og á yfirvegað- an og ákveðinn hátt skipulagði hann stofnunina og kom á góðum samskiptum bæði við fram- kvæmdavaldið og Alþingi. Enginn efaðist um dómgreind hans og réttsýni og afstaða hans byggðist ávallt á rökum. Hann var alltaf tilbúinn til að ræða hinar ýmsu hliðar mála og taka tillit til ábendinga og athugasemda. Þetta er þolinmæðisverk sem Halldór hlaut lof fyrir. Sumum fannst hann vera hæglátur og væri því vart hamhleypa til verka. Það var mis- skilningur því hann kom meiru fram en margir aðrir með þeim vlnnuháttum sem honum voru eðli- legir. Þótt Halldór tæki gagnrýni vel þá þoldi hann illa ósanngimi. Ég sá hann aðeins einu sinni reiðan á lífsleiðinni, en það var vegna þess að honum fannst máli hallað og staðreyndir látnar víkja. Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Kristrún Jóhannsdóttir. Þau voru afar samrýnd og gaman að vera með þeim á glaðri stund. Við Sigur- jóna eigum góðar minningar frá samverunni með þeim og höfum oft fundið hlýju þeirra í návist okk- ar. Við vottum Kristrúnu og böm- unum okkar dýpstu samúð og biðj- um góðan Guð að styrkja þau í söknuði sínum. Halldór Ásgrímsson. Upp rifjast bjartir bemskudagar á Akranesi, -er tilhiökkun til að vakna að morgni hélt vöku fyrir dreng, sem lagðist til svefns að kvöldi- þegar komið er að kveðju- orðum um Halldór V. Sigurðsson, fyrrum ríkisendurskoðanda. Á fyrstu dögum mínum á Akranesi haustið 1932 kynntist ég Óla Erni í Hraungerði og þá um leið vini hans, Dóra í Lundi. í bamaskólan- um var ég síðan í bekk með Jakobi bróður hans. Ófáar urðu komur mínar að Lundi, heimili foreldra þeirra Sigurðar Símonarsonar, odd- vita Innri-Akraneshrepps og Val- gerðar, konu hans. Eins og stráka er vandi, áttum við í leikjum og keppni, hlaupum og stökkum á gamla leikvellinum, sundi fýrir Langasandi, en umfram allt í fótbolta, á knattspyrnuvellin- um eftir að hann var tekinn í notk- un. í hópi okkar strákanna hélt Dóri okkur í KA mjög að æfingum í IV. og III. flokki (jafnvel þeim sem litlum framföram tóku), undir keppni við Kára. Urðu ár þessi for- gangsskeið að uppgangi Akurnes- inga í knattspyrnu upp úr miðjum fimmta áratugnum. Áð þeim upp- gangi átti Dóri dijúgan hlut. Á stríðsáranum voram við við nám í Reykjavík, Halldór í Verslun- arskólanum, ég í Menntaskólanum. Á þeim gekk hann til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn, en ég í Sósíalista- flokkinn. Áhugamál okkar vora samt sem áður áþekk, en hann leit þau praktískari augum en ég. Ólík viðhorf urðu okkur þó ekki ágrein- ingsefni. Að náminu loknu hvarf hann aftur til Akraness í nokkur ár og staðfesti ráð sitt. Svo atvikað- ist að hvert sinn sem ég skrapp upp á Akranes næstu sumur, hitti ég Halldór að máli. Á sjötta áratugnum .fækkaði fundum okkar. Síðan rétt hittumst við á förnum vegi og heilsuðumst. Yfir kunningsskap okkar fannst mér þó ekki fyrnast. Halldór V. Sigurðsson var fremur hár maður, samsvaraði sér vel, en hafði ekki göngulag íþróttamanna; röggsam- ur, en þó hæglátur; glöggskyggn og ágætlega vel að sér; prúðmenni í orði og æði. Haraldur Jóhannsson. Það snöggsyrtir að í huga manns, þegar óvænt fregnin berst, að góður vinur hefur gengið sinn æviveg á enda. Kvöldganga með hundinum út á jarðmyrkan veginn í sveitinni verður að hugleiðingu um þetta líf og þennan dauða og um fólk, sem missir mikið af því að því hefur verið mikið gefið. Ög þegar sest er við borðið þar sem öll bréfin til hans voru skrifuð í gamni og alvöra eftir því hvernig skapið var, bíður þar nokkurra daga gamalt bréf, sem ekki verður svarað öðruvísi en svona. Sem betur fer kynnast flestir mörgum góðum mönnum um ævina, en þeir gerast ekki gegn- heilli en Halldór V. Sigurðsson var, bæði í starfí og leik. Honum var að verðleikum sýndur mikill trúnað- ur hvar sem hann fór og leysti af hendi hvert verk, með þeirri hægð, hógværð og festu, sem honum var eiginleg. Við þessi vegamót þar sem leiðir skilur verða orðin ekki nýt til neins nema þakka góðum dreng áratuga vináttu. Við hjónin biðjum Dúnu og fjölskyldunni styrks til að taka þeirri raun, sem á þau er lögð. Jón Sigurðsson, Grundartanga. Oft heyram við nöfn valinkunnra manna, sem gegna embættum, sem \«.rða heill og afkomu þjóðar okk- ar. Nöfn þeirra eru gjarnan nefnd i tengslum við erfíð úrlausnarmál og við finnum til trausts og virðing- ar gagnvart orðum þeirra og at- höfnum. Oft þekkjum við ekkert nafnið og svipinn en finnst engu að síður að þar fari okkar maður. Störfin hafa þannig fært viðkom- andi nær okkur og okkur fínnst við jafnvel þekkja til án þess að leiðir okkar hafi nokkru sinni legið saman. Þessa tilfinningu hafði ég lengi borið til Halldórs V. Sigurðssonar. Ég hafði heyrt af þessum manni vegna starfa hans við endurskoðun, fundið til trausts gagnvart honum. Eftir að hann varð ríkisendurskoð- andi færðist nafn hans og persóna enn nær. Fjölmiðlar vitnuðu oftar en ekki til hans og álits hans var leitað í ýmsum torleystum málum Stundum verði kynnin aldrei meiri en þau sem gefast gegnum störf manna. Engu að síður leyfum við okkur á stundum að gera upp hug okkar gagnvart mönnum og finnst sem mat okkar sé rétt og óhagganlegt. Síðar varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Halldóri og fjölskyldu hans eftir að tengdir urðu milli fjölskyldna okkar. í þeim kynnum og vináttu sem þar óx fann ég, að ég hafði í engu ofmet- ið hlýju og gæði þessa manns. Halldór var einn þeirra manna, sem fór með hægð og öryggi. Hann átti festu og ákveðni og var rétt- . AUGLÝf verður verslunin lokuð til 12. nóvember. 11 i . . nóvember og bjóðum alla viðs] í nýja og- glæsileg-a Silfurbúð. UÐIN Kringlunni, sími 689066.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.