Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Guðrún Soffía Þor- láksdóttír - Minning Fædd 14. september 1913 Dáin 1. nóvember 1993 Elsku amma okkar hefur nú sofn- að í síðasta sinn. Það er skrýtið að hugsa til þess að eiga aldrei aftur eftir að banka á herbergishurðina hennar í Seljahlíð og segja: Amma, þetta er bara ég. Afi Halldór dó fyrir tæpum tutt- ugu og þremur árum þannig að í okkar huga var amma Soffía í hlut- verkum þeirra beggja og því finnst okkur við hafa misst þau bæði. Við vorum ekki gömul þegar grunnurinn að reglulegum heimsókn- um okkar til ömmu Soffíu var lagð- ur. Þannig var að við þurftum að sækja leikfimi og sundtíma í hverfið þar sem amma bjó og komumst við fljótlega að því hversu notalegt það var að smeygja sér inn hjá henni að tímum loknum, fá besta brauð í heimi og mjólkursopa og ef heppnin var með okkur kannski nýbakaðar boll- ur. Oftar en ekki voru líka bestu vinkonumar með í för og alltaf tók amma brosandi á móti okkur. Að fá að sofa hjá ömmu eina nótt var al- veg sérstakt. Þá höfðum við það huggulegt fram eftir kvöldi, spiluð- um Marías og sváfum svo báðar í hjónarúminu, við með afa sæng sem var svo þung að við gátum ekki hreyft okkur alla nóttina. Amma var mikil pijónakona og reyndi af mikilli þolinmæði að kenna mér að pijóna en þegar hún sá að það gekk ekki, þá pijónaði hún fyrir mig handavinnuverkefnin og spurði mig síðan glottandi á vorin hvað hún hefði nú fengið í handavinnu. Hún fylgdist alltaf vel með hvernig okkur krökkunum gekk í skólanum og eitt það fyrsta sem við gerðum þegar við fengum einkunnir var að hringja í hana og segja henni árangurinn. Hún hrósaði okkur ef vel gekk en hug- hreysti ef á þurfti að halda. Á ung- lingsárunum komst ég að því hversu góð vinkona amma var, hún hlustaði Fædd 5. júní 1903 Dáinn 2. nóvember 1993 Þeim fækkar óðum sem kynntust af eigin raun lífsbaráttu fólksins í landinu á fyrri hluta þessarar aldar. Ein af þessum hljóðu hetjum hvers- dagslífsins kvaddi þegar tengdamóð- ir mín Þorgerður Magnúsdóttir and- aðist á Hvítabandinu að morgni 2. nóv. si. á 91. aldursári. Sama dag kom heim af fæðingardeildinni lítill drengur, þriðja bama-barna-barn hennar. Ein kynslóð kveður — önnur heilsar. Foreldrar Þorgerðar voru hjónin Magnús Jónsson bóndi á Hrauni í Ölfusi fæddur 11. marS. 1859, dáinn 4. júní 1925 og Guðrúri Halldórsdótt- ir fædd 25. nóv. 1860, dáin 1. maí 1953 . Þau gengu í hjónaband 25. október 1891 og bjuggu á Hrauni. Böm þeirra urðu átta sem hér eru tilgreind í aldursröð: Jón fæddur 27. júní 1892, dáinn 7. október 1972; Halldór fæddur 23. ágúst 1893, dá- inn 9. nóvember 1978; Sigríður fædd 9. janúar 1896, dáin 5. september 1977; Halldór fæddur 27. júlí 1897, dáinn 15. maí 1940; Guðmundur fæddur 21. okt. 1898, dáinn 2. nóv- ember 1938; Magnús fæddur 30. júní 1900, dáinn 1. júní 1959; Böð- var fæddur 19. desember 1901, dáinn 4. febrúar 1992; og Þorgerður, sú sem hér er kvödd. Þorgerður ólst upp í stómm hópi systkina og frændsystkina á Hrauni. Frændsystkinin vom böm Þorláks Jónssonar og Vigdísar Sæmunds- dóttur, þau Sæmundur, Elín, Guð- rún, Þorlákur Axel, Ólafur og Karl. Böm Magnúsar og Guðrúnar em nú öll látin, en af bömum Þorláks og Vigdísar lifa þau Elín, sem býr í Reykjavík, og Olafur og Karl, bænd- ur á Hrauni. Hélst vinátta þessara frændsystkina alla tíð, ekki síst fordómalaust á vandamálin sem að steðjuðu, huggaði þegar þess þurfti og gaf góð ráð sem aldrei vom að- fínnslur. Hún fluttist upp í Seljahlíð og bjó sér þar huggulegt heimili. Þangað var alltaf gaman að heimsækja hana og fá kók og nammi og segja henni nýjustu fréttir og bara njóta návista við hana. Stundum var hún veik en stundum hress og kát. Hvað hún geislaði þegar hún sagði okkur að hún ætlaði að taka þátt í tískusýn- ingu á fötum fyrir íbúana í Seljahlíð og að henni lokinni keypti hún sér nokkra kjóla til að vera ekki eins og drusla eins og hún sagði, hún sem alltaf var svo fín, með vel lagt hár og ilmvatn. Hún hafði yndi af því að spila en þegar sjónin tók að daprast hætti hún því og hlustaði bara þeim mun meir á útvarpið og sniðugt var hvað hún var hrifín af Bubba Morthens. Þannig var hún amma, svo víðsýn. Þegar sonur minn fæddist í fýrra þá dreif ég mig til ömmu til að sýna henni stolt afkvæmið. Hún sagði allt- af það sem nýbökuð móðir vill heyra og bætti svo við: En hvað hann er líkur honum Begga mínum, alveg jafn fallegur, og brosti svo sínu fal- lega brosi. Hún var alltaf hjá okkur á"að- fangadagskvöld og það var sannköll- uð hátíðarstund þegar öll fjölskyldan hlustaði á jólamessuna saman í stof- unni. Hennar verður sárt saknað, ekki bara það kvöld heldur alla daga en við vitum að nú er hún komin til hans afa þar sem hún vakir yfír okkur og líður vel. Elsku amma, við þökkum þér inni- lega fyrir þær dýrmætu stundir sem við höfum átt með þér og alla ástina og umhyggjuna sem þú sýndir okkur systkinunum, Helga og litla Daða Frey. Guð geymi þig, elsku amma,_ þín Birna Björk, Ágústa Yr, Halldór Benjamín. þeirra Þorgerðar, Elínar og Guðrún- ar. Þorgerður var alltaf tengd Hrauni sterkum böndum og spurði oft, eftir að hún veiktist, um Hraun og hvort við hefðum farið þangað nýlega. Þorgerður giftist Jóhanni Bjama Einarssyni 14. okt. 1933 og eignuð- ust þau einn son Pálma Kristin f. 11. des. 1933. Jóhann Bjami lést 1. febr. 1935 þegar Pálmi Kristinn var á öðru árinu. Síðar var Þorgerður um tíma í sambúð með Hálfdani Magnússyni og eignuðust þau soninn Jóhann Guðmund f. 24. sept. 1939. Pálmi er kvæntur Ólafíu Jóhönnu Bjamadóttur f. 27. febr. 1937. Böm þeirra eru: María f. 16. sept. 1960 og Jóhann Bjami f. 12. okt. 1964. María er gift Sverri Þórami Sverris- syni f. 14. maí 1959 og eiga þau tvö böm, Pálma Gaut f. 24. apríl 1980 og Ólöfu Þóru f. 24. nóv. 1985. Jó- hann Bjami er kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur f. 27. janúar 1960. Jó- hann Guðmundur er kvæntur Vil- helmínu Þórdísi Salbergsdóttur f. 19. febr. 1942 og eiga þau tvo syni, Salberg f. 23. júní 1960 og Þorgeir f. 25. maí 1963. Salberg er kvæntur Ragnheiði Gunnarsdóttur f. 28. sept. 1963 og eiga þau son fæddan 27. okt. 1993. Ung að árum flutti Þorgerður til Reykjavíkur og hóf ljósmæðranám við Landspítalann en varð að hverfa frá því vegna veikinda Hún réðist í það stórvirki að festa kaup á húsinu nr. 19 við Lokastíg í Reykjavík eftir að hún var orðin ekkja. Til að standa straum af afborgunum leigði hún út hvem krók og kima utan eldhússins og eins herbergis á efstu hæðinni. Þar var hún sjálf með synina tvo. í n'okkur ár var hjá henni Guðrún móðir hennar, sem þá var orðin blind en átti hjá dóttur sinni ömggt skjól í ellinni. Um tíma var einnig hjá Þorgerði móðursystir hennar, Sigríð- Þegar ég nú kveð elsku bestu ömmu mína sækir að mér djúpur söknuður en jafnframt þakklæti. Einhveijar fyrstu minningar mín- ar em tengdar ömmu og afa í Hlíð- argerði. Eg finn hlýju, öryggi og vellíðan. Ég er dekmð, södd og sæl. Ég flyst burt alla leið til Amer- íku. Ég sakna, sakna ömmu og afa. Loksins, loksins koma þau í heim- sókn. Ömmulykt, afalykt, hinn mjúki faðmur, mér líður svo vel. Amma í eldhúsinu að gefa Tóta að borða. Amma að borða ís. Afa svo heitt í síðu nærbuxunum og langerma skyrtunni. Hann brosir svo fallega til mín. Ég er dekruð, södd og sæl. Svo þurfa þau að fara og ég sakna. Við komum í heimsókn, við kom- um heim í Hlíðargerði. Skyldi stelp- an þekkja það, hún var nú svo lítil. Það gerir hún. Það er svo gaman, svo óumræðilega gaman að vera komin. Það er hægt að þúa til „par- ís“ með priki á stéttina fyrir utan. Þar er engin steypa. Álltof lítil stelpuróla á snúrustaur bakvið hús. Kleinur, pönsur og plokkfískur, allt- af er amma að elda eitthvað gott. Söngskemmtun með Tóta fyrir afa. Sitja í afastól, sitja hjá afa og kela. Það er allt svo dásamlegt á Islandi, þar eru amma og afí. Aftur förum við burt. Ó, það er svo sárt, ég sakna. Við flytjumst heim til Islands. Hvað þykir elskunni minni gott? Síminn hringir heima. Amma eða afí að bjóða Dóru í kvöldmat. Plokk- fiskur, saltfískur, skata, allt það besta í heimi. Má hún ekki bara sofa? Labbað út í mjólkurbúð, þar fást heimsins bestu möndlur. Hvað vill hún drekka, freska. Göngutúr með afa á hitaveitustokkunum. Allt- af með ópal svo okkur verði ekki kalt. Lúra frammi í litla herbergi. Skríða uppí ömmu rúm á morgnana og liggja smá á ömmu hitapoka. Langar hana að hoppa í teygjó eða svippa? Ekki nema sjálfsagt, aldrei kvartað yfír þungum rassi. Amma að hjálpa elskunni að pijóna, kenna klukkupijón, kapal eða manna. Endalaus þolinmæði, aldrei kvartað, aldrei sagt nei eða seinna. Langar hana á skauta? Afí alltaf svo stoltur af „damen“. Ég er dekruð, södd og sæl. Þá gerist Jiað sem enginn átti ur, sem þá var sjúklingur. Þorgerður starfaði við ýmislegt svo sem á Landakoti sem vökukona, á Kleppsspítalanum og við ræstingar á ýmsum stöðum. Lengst starfaði hún þó við Menntaskólann í Reykja- vík, u.þ.b. 30 ár, í Þrúðvangi, fyrst sem húsvörður en síðustu starfsárin sá hún um kaffí fyrir kennarana þar. Hún var 86 ára þegar hún lét af störfum vegna veikinda. Starfí sínu sinnti hún af alúð og natni eins og henni var eiginlegt og talaði hún ætíð hlýlega og af virðingu um starfsfólk skólans. Heyrt hef ég að hún hafí verið vel liðin og virt bæði af nemendum og öðru starfsfólki skólans. Varla hefði hún þó getað unnið svo lengi ef ekki hefði notið við einstakrar góðvildar og vináttu samstarfsfólksins. Einn er þó sá maður sem við aðstandendur Þor- gerðar þökkum sérstaklega en það er Ólafur Oddsson, íslenskukennari, sem var henni sannkölluð stoð og stytta þegar árin fóru að færast yfír. Hann sá um að hún kæmist heilu og höldnu heim ef eitthvað var að veðri og bauð henni heim til sín og reyndist henni á allan hátt sem besti sonur. Hann fylgdist vel með heilsu- fari hennar og lét mig strax vita ef eitthvað var að. Slík vinátta og um- hyggja er ómetanleg. Eitt lítið dæmi um samviskusemi Þorgerðar og hús- bóndahollustu var það að eitt sinn hringdi Ólafur og sagði að nú væri hún greinilega lasin. Ég kom strax á staðinn og vildi fara með hana beint til læknis. Þá var svo af henni dregið að hún gat varla staðið í fæt- urna en út úr húsinu fékkst hún ekki fyrr en kaffíð og meðlætið var komið á borðið. Hún hafði þá fengið vægt hjartaáfall og var lögð beint inn á spítala. Hún hresstist þó aftur og _gat unnið eftir það. Eg kynntist Þorgerð: þegar ég ung að árum hóf sambúð með yngri syni hennar, Jóhanni. Hún tók þessum krakkakjána einstaklega vel og reyndist mér, þá og ætíð síðan, sem besta móðir. Fæ ég seint fullþakkað þá vináttu og þolinmæði sem hún sýndi mér. Við byijuðum hokrið í von á. Það sem er svo sárt. Hann afí deyr. Elsku besti, góði, fallegi afí deyr. Ég sakna. Amma flyst í Breiðholtið. Við sjáumst aðallega á sunnudöjgum, allt er einhvemveginn breytt. Eg bý til kynslóðabil. Við förum saman til Lúxemborgar unglingurinn og amm- an og mér algerlega að óvörum verð- um við vinkonur. Bestu vinkonur í heimi. Ég get sagt ömmu öll mín leyndarmál, það sem ég segi engum öðrum. Hún hlustar, hún dæmir aldr- ei, hún gefur góð ráð. Mér fínnst hún skilja mig svo vel. Ég les alltaf undir próf hjá ömmu. Hún stjanar við mig, læðist um. Hún kemur fram í eldhús og við hlæjum saman. Hún huggar mig þegar ég er leið. Hún stappar í mig stálinu. Ég er dekruð, södd og sæl. Ég verð kona, ég varð mamma, elsku amma verður langamma. Á nánast hveijum laugardegi sitjum við saman, drekkum kaffí, slúðrum og hlæjum saman. Dáumst að börn- unum mínum svo innilega sammála um fullkomleik þeirra. Amma pijón- ar fallegustu vettlinga í heimi. Hvað þykir þeim gott þessum elskum? Við einu herbergi á loftinu hjá henni og vorum þar enn þegar hennar fyrsta bamabam, sonur okkar Salberg, fæddist. Síðar fluttum við okkur um set á jarðhæðina. Þá og næstu árin bjuggu Pálmi, eldri sonur hennar, og Olafía kona hans ásamt börnum sínum á miðhæðinni svo þetta var þá sannkallað fjölskylduhús og áttu krakkamir nokkur sporin á loftið til ömmu. Nokkrar ferðir fómm við saman til útlanda, m.a. til Svíþjóðar þar sem við heimsóttum Sigrúnu systurdóttur hennar. Betri ferðafé- laga en hana og móður mína var ekki hægt að fá. Þær voru báðar orðnar fullorðnar en nutu ferðanna og þess sem fyrir augu bar sérstak- lega vel og kvörtuðu aldrei þó stund- um hafí þær örugglega verið orðnar þreyttar. Þorgerður var höfðingi heim að sækja og alltaf gestkvæmt hjá henni. Það er varla hægt að minnast henn- ar án þess að nefna kaffí. Hjá henni var kaffi ekki bara kaffí. Það var sérstök list að hella á könnuna enda kaffíð hennar alltaf listagott. Þá vora nú flatkökurnar hennar og kleinum- ar ekki af verri endanum. eram dekruð, södd og sæl. Og nú er hún amma mín farin. Ég trúi því að hún sé komin til hans afa sem hefur beðið hennar með óþreyju í mörg ár. Hún hafi gengið beint í hlýjan faðm hans og henni líði vei. Minning þeirra mun ávallt geymd í hjarta mínu. Ég elska ykkur bæði, ég sakna. Ykkar Dóra Soffía. > I dag er kvödd hinstu kveðju í Fossvogskirkju Guðrún Soffía Þor- láksdóttir, síðast til heimilis í hjúkr- unarheimilinu Seljahlíð. Hún lést að kvöldi 1. nóvember sl. og hafði þá hálfan annan mánuð um áttrætt. Hún var næstyngst í hópi sjö systk- ina, og með henni hefur hið síðasta þeirra horfið sjónum okkar, og af mágum þeirra er aðeins Svavar Árnason eftirlifandi. Þökk og virðing er í dag efst í hugum okkar allra afkomenda þeirra systra. Foreldrar Soffíu voru hjónin Þor- lákur Jónsson og Sæunn Krist- mundsdóttir, bæði ættuð úr Húna- þingi. Hann var fæddur 1864 en hún 1877. Rétt fyrir síðustu aldamót hófu þau sambúð á Vatnsnesi í Vest- ur-Húnavatnssýslu og eignuðust þegar fram liðu stundir sjö börn. Elst var Ragnheiður Ingibjörg (1899-1966), næst Steinunn Jónína, (1903-1973), þá Sigurbjörg (1905- 1990), Ásta (1909-1991), þá bróðir- inn Sigurbjartur (1911-1975). Guð- rún Soffía (1913-1993) var sjötta í röðinni en yngst Kristín Bjarnfríður (1917-1958). Ekki auðnaðist þeim Þorláki og Sæunni að halda þessari stóru fjölskyldu saman og sjá barna- hópnum farborða. Þau vora lengst af í húsmennsku á ýmsum bæjum á Vatnsnesi og Vestur-Hópi, og þurftu oft að hafa vistaskipti. Börnunum var því flestum komið í fóstur til vandalausra og ólust þau upp á ýmsum bæjum á þessum slóðum. Soffía mun þó hafa að mestu alist upp hjá foreldram sinum á Hvamms- tanga. Ekki urðu þessi erfiðu kjör til þess að fjölskylduböndin slitnuðu. Þvert á móti var eins og aðskilnaður- Eftir að hún veiktist, haustið 1989, átti hún ekki afturkvæmt á Lokastíg- inn. Hún dvaldi í eitt ár á Borgarspít- alanum en eftir það á Hvítabandinu við Skólavörðustíg. Á báðum þessum stöðum var vel um hana hugsað. Þó held ég að nálægðin við hennar gamla hverfí, heimilisleg húsakynni og einstök umhyggja og hlýja starfs- fólks Hvítabandsins hafí átt sinn þátt í hve henni leið vel síðustu þijú árin þrátt fyrir veikindin. Við íjöl- skylda hennar þökkum öllu starfs- fólki Hvítabandsins elskulegheitin. Einnig þökkum við öllum þeim sem sýndu henni tryggð og vináttu, ekki síst eftir að veikindi fóra að hijá hana. Þeim Elínu Þorláksdóttur og Höllu dóttur hennar, Vigdísi Karls- dóttir og Sigrúnu Eyjólfsdóttur syst- urdóttur hennar, þökkum við sér- staklega. Þorgerður átti erfítt með að tjá sig með orðum árin sem hún dvaldi á Hvítabandinu, en augun ljómuðu í hvert sinn sem hún sá kunnuglegt andlit og meðan hún hafði fótavist fór hún alltaf út að glugga til að veifa til okkar í kveðju- skyni. Elín Þorláksdóttir frænka og vin- kona Þorgerðar þakkar fyrir góða vináttu alla tíð. Einnig hefur Þóra, móðursystir Ólafíu, konu Pálma, sem búsett er í Kaupmannahöfn beðið fyrir kveðjur frá sér og fjölskyldu sinni og þakkar góða vináttu gegnum árin. Ég og fjölskylda mín þökkum Þor- gerði samfylgdina. Við áttum margar góðar stundir saman sem ekki gleymast. Blessuð sé minning henn- ar. Vilhelmína Þórdís Salbergsdóttir. Kveðja frá Menntaskólanum í Reykjavík Látin er í hárri elli Þorgerður Magnúsdóttir, sem árum saman starfaði við Menntaskólann í Reykja- vík, fyrst við ræstingar en seinustu árin sem umsjónarmaður Þrúðvangs, , allt þar til kennslu var hætt í því húsi. Þorgerður Magnús- dóttír - Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.