Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Stórtap hjá Euro Disney EURO Disney fyrirtækið, sem rekur samnefndan skemmti- garð við París, tapaði 5,3 millj- örðum franka, jafnvirði 64 milljarða íslenskra króna, á reikningsárinu sem lauk í lok september sl. Afskrifaður var kostnaður sem féll til við upp- setningu skemmtigarðsins sem opnaði fyrir 18 mánuðum. Sér- fræðingar sögðu að eigið fé fyrirtækisins stæði nú á núlli. Hlutur í Euro Disney seldist í gær á 39,95 franka en á 72 franka er hlutabréf voru sett á markað síðla árs 1989. Tíu biðu bana í rútuslysi TÍU manns biðu bana og rúm- leg 30 slösuðust er rútubifreið með 44 bandaríska og kana- díska ferðamenn innanborðs ók út af hraðbraut skammt frá Kantaraborg í Bretlandi í gær. Bílstjórinn missti vald á bifreið- inni en úrhellisrigning og háv- aðarok var er slysið átti sér stað. Göngnlagið felldi þær TVÆR rússneskar konur á leið í verslunarleiðangur til Tyrk- lands voru stöðvaðar um borð í feiju í Svartahafsborginni Sotsjí þar sem göngulagið þótti harla einkennilegt. Skýringin kom fljótt í ljós, konurnar höfðu troðið reiðufénu, 2.790 dollur- um í fímm, 10, 50 og 100 doll- ara seðlum, upp í leggöngin. Metfram- leiðsla hjá Norðmönnum OLÍUFRAMLEIÐSLA Norð- manna í Norðursjó í október sló öll met en þá nam fram- leiðslan 2,44 milljónum fata á dag. Dæling hófst þá frá nýjum vinnslusvæðum. Gamla mánað- armetið var frá í júlí er 2,40 milljónir fata voru framleidd að meðaltali á dag. Heræfingar í Suður-Kóreu EFNT verður til sameiginlegra heræfinga bandarískra og suð- ur-kóreskra hersveita í næstu viku og standa þær í sex daga. Með þeim er ætlunin að æfa viðbrögð við hugsanlegum skyndiárásum frá Norður- Kóreu. Vilja ekki konfekt Karls BRESKAR konur vildu síst fá konfektkassa frá Karli Breta- prins, samkvæmt niðurstöðum Gallup-rannsóknar sem birt var í gær. Helst vildu þær fá súkk- ulaði að gjöf frá ástralska leik- aranum Mel Gibson en næstur honum kom bandaríski leikar- inn Kevin Costner. Hættir Heit- mann við? STEFFEN Heitmann, forseta- efni Kristilega demókrata- flokksins (CDU) í Þýskalandi, sagðist í gær hugsanlega verða að hætta við framboð. Val Heit- manns hefur sætt mikilli gagn- rýni innan flokksins sem utan en Helmut Kohl kanslari er sagður bera ábyrgð á valinu. Reuter Sljórn Nígeríu dæmd ólögleg DÓMSTÓLL í Lagos í Nígeríu úrskurðaði í gær að bráðabirgðastjórn lands- ins væri ólögleg þar sem Ibrahim Babangida, fyrrverandi forseti, hefði ekki haft vald til að mynda stjórn áður en hann lét af embætti 26. ágúst. Þúsund- ir stjórnarandstæðinga fögnuðu ákaft niðurstöðunni. Vélmenni fá sjón Sydney. Reuter. ÁSTRALSKIR vísindamenn kynntu í gær nýja uppgötvun, „auga“ fyr- ir vélmenni. Um er að ræða örflögu sem á að gera vélmennum mögu- legt að „sjá“ nógu vel til að geta hreyft sig ótrufluð en hingað til hefur þurft dýran og stóran tölvubúnað til þess. Örflagan var fyrst prófuð á tölvu- stýrðum armi, en í forrit hans var skráð að hanrí ætti að hörfa í hvert sinn sem hann „sæi“ hlut nálgast. Brást armurinn við á innan við einum tíuþúsundasta úr sekúndu, en það eru mun skjótari viðbrögð en hjá þeim tölvum sem hingað til hafa stýrt „sjón“ vélmenna. Örflagan er á stærð við nögl á þumalfingri og er „sjónin" byggð upp á sama hátt og sjón býflugna. I flög- unnni er röð 60 ljósnema sem eru tengdir samhliða örgjörvum og yfir 20.000 smárum. Flagan skynjar hreyfíngu og jafnar þær andstæður sem hún skynjar. En flagan getur ekki komið í stað- inn fyrir mannsauga. „Þetta „auga“ sér ekki á sama hátt og mannsaug- að, segir Derek Abbott, verkfræðing- ur og einn höfunda „augans". „Það sér ekki myndir og ekki liti. Menn myndu ekki gera sér það að góðu.“ Áformin um samruna Volvo og Renault Skandia vill breyt- ingar á samningnum Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. BJÖRN Wolrath, aðalframkvæmdastjóri sænska tryggingafé- lagsins Skandia, eins af stærstu hluthöfunum í Volvo, sagði í gær að franska stjórnin yrði að gera verulegar breytingar á skilmálum samningsins um samruna Volvo og franska ríkisfyrir- tækisins Renault. Samrunanum er ekki aðeins mætt með tor- tryggni í Svíþjóð, heldur hafa nú starfsmenn Renault einnig látið í Ijós óánægju með áform um einkavæðingu fyrirtækisins. Halda átti hluthafafund í Volvo í síðustu viku en honum var frest- að á síðustu stundu til 7. desem- ber og verða þá greidd atkvæði um samninginn. „Ég er þeirrar skoðunar að franska stjórnin verði að gera grundvallarbreytingar á gylltu hlutabréfunum svokölluðu og áformunum um einkavæðingu Renault til að binda enda á and- stöðu sænsku hluthafanna," sagði Wolrath. Hann sakaði stjórn Volvo um að hafa látið hjá liggja að út- skýra fyrir hluthöfunum í hveiju samningurinn fælist og sagði stjórnina hafa „misst tökin á stýr- inu“. Hluthafarnir væru þeir einu sem ekki hefðu fengið nákvæmar upplýsingar um samninginn; starfsmenn fyrirtækisins, verka- lýðshreyfingin og stjórnmálamenn virtust hafa haft forgang hjá stjórninni. „Það hefur orðið upp- reisn hjá hluthöfunum - og stjóm- in var ekki undir hana búin.“ Um tugur stórra hluthafa hefur ekki enn tekið afstöðu í málinu en auk Skandia hefur tryggingafé: lagið Trygg-Hansa farið fram á skýrari svör um samninginn. Sam- kvæmt skoðanakönnun meðal fé- laga í sambandi sænskra atvinnu- rekenda eru rúm 40% þeirra and- víg samruna fyrirtækjanna.' Hingað til hefur samningurinn einkum verið gagnrýndur í Sví- þjóð, en nú hafa starfsmenn Ren- ault látið í ljós tortryggni gagn- vart samrunanum þar sem þeir eru á móti áformum um einkavæðingu fyrirtækisins, sem er forsenda þess að úr samrunanum verði. Jeltsín kynnir stjórnarskrá sem borin verður undir þjóðaratkvæði í Rússlandi Völd forsetans aukin og sér- staða lýðvelda viðurkennd Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kynnti í sjónvarpsávarpi áþriðju- dagskvöld stjórnarskrá þá sem lögð verður fyrir alþýðu manna eystra í þjóðaratkvæðagreiðslu 12. næsta mánaðar. Sljórnarskrá- in kveður á um yfirburðastöðu forsetans í rússnesku sljórnmála- lífi og hafa þegar komið fram gagnrýnisraddir í þá veru að hún endurpegli valdagræðgi Jeltsíns en ekki djúpstæða lýðræðisást hans. Jeltsín lagði hins vegar á það áherslu í ávarpi sínu að til- gangur sljórnarskrárinnar væri ekki sá að tryggja forsetanum alræðisvald, eftir slíku sæktist hann ekki, heldur væri hún byggð á nútímalegri hugmyndafræði lýðræðis og valddreifingar auk þess sem tekið væri tillit til sérstöðu lýðvelda og sjálfstjórnar- svæða innan Rússlands. Stjórnarskráin er 66 síðna plagg en deilur Jeltsíns og þing- heims um túlkun á gildandi stjóm- arskrá, sem samin var á Sovét- tímanum, höfðu einkennt allt valdaskeið hans þar til í fyrra mánuði er uppreisn andstaiðinga forsetans var brotin á bak aftur með valdi í Msokvuborg. Eignarréttur tryggður Nýja stjómarskráin, sem borin verður undir þjóðaratkvæði 12. desember, um leið og fyrstu frjálsu þingkosningarnar í sögu Rússlands fara fram, kveður á um aukin völd forsetans á kostnað þingheims. í henni er að finna ákvæði er vernda eignarréttinn og um stöðu lýðvelda og sjálfs- stjórnarsvæða sem alls eru 89 innan Rússlands. Verði stjórnar- skrá þessi samþykkt með tilskild- um meirihluta munu hugmynda- fræðileg ákvæði sósíalismans og helstu kennisetningar bolsjevikka, sem einkenndu 70 ára valdatíð kommúnista, formlega heyra sög- unni til. Þannig segir í stjórnar- skránni að ríkisvaldið ábyrgist séreignarréttinn. Að franskri fyrirmynd skipar forsetinn ráðherra og hann mun hafa rétt á að leysa upp þingið, neiti það þrívegis að samþykkja þann sem forsetinn hefur tilnefnt til embættis forsætisráðherra. Hið sama mun gilda komi fram tillaga um vantraustsyfirlýsingu gagn- vart starfandi ríkisstjórn. Eins og í Bandaríkjunum mun forsetinn einnig tilnefna seðlabankastjóra og skipa helstu dómara og ríkis- saksóknara Rússlands. Sam- kvæmt núgildandi stjórnarskrá, sem hefur þráfaldlega verið breytt, getur forsetinn ekki leyst upp þing og hún kveður einnig á um að þingheimur tilnefni bæði seðlabankastjóra og dómara. Sýnt þykir að það verði nánast ógerlegt fyrir þingheim að koma starfandi forseta frá völdum t.a.m. á grundvelli ákæru. Til þess að svo megi verða munu hin- ar ýmsu niðurstöður hinna ýmsu dómsstiga þurfa að liggja fyrir og tveir af hveijum þingmönnum munu þurfa að samþykkja að víkja beri forseta úr embætti. Þá verður neitunarvaldi forsetans aðeins hnekkt ef fyrir liggur samþykkt í þá veru sem tveir af hveijum þremur þingmönnum hafa stutt. Sams konar ákvæði er að finna í stjómarskrá Bandaríkjanna en fram til þessa hefur sú sovéska/ rússneska kveðið á um að einfald- ur meirihluti dugi í þessu skyni. Tvær þingdeildir Þinginu verður skipt upp í tvær deildir. í neðri deildinni, Dúma, munu 450 kjörnir þingmenn eiga sæti. í efri deildinni, Sambands- ráðinu, munu tveir fulltrúar hvers og eins lýðveldis og sjálfsstjórnar- svæðis sitja, alls 178 manns. Svip- ar þetta mjög til efri deildar franska þingsins. Þingdeildirnar munu starfa sjálfstætt og einungis koma sam- an einu sinni á ári til að hlýða á stefnuræðu forseta. Það þing sem Forsetinn staðfestir BORÍS Jeltsín Rússiandsforseti undirritar stjórnarskrárdrögin sem borin verða undir þjóðarat- kvæði 12. desember. Í nýju stjórnarskránni verður horfið frá sósíalískum sameignar- ákvæðum og kveðið á um stöðu lýðvelda og sjálfsstjórnarsvæða gagnvart alríkisstjórninni í Moskvu. kjörið verður í kosningunum í næsta mánuði mun aðeins sitja í tvö ár en í framtíðinni verður kosið til Dúmunnar á fjögurra ára fresti. Með þessari tvískiptingu þings- ins þykir sýnt að það muni síður en áður geta risið upp sameinað gegn ríkisstjórn og forseta lands- ins. Á hinn bóginn munu þeir þingmenn sem skipaðir eru í Sam- bandsráðið verða til þess að styrkja stöðu lýðvelda og sjálfs- stjórnarsvæða gagnyart alríkis- valdinu í Moskvu. Lög munu ekki öðlast gildi fyrr en Sambandsráð- ið hefur samþykkt frumvörp Dú- munnar. Á þann veg mun stjóm- arskráin tryggja áhrif lýðvelda og sjálfsstjómarsvæða. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er forset- inn formaður Sambandsráðsins en það hefur það hlutverk eitt að vera forsetanum til ráðgjafar. Af hálfu leiðtoga lýðveldanna innan Rússlands hafði komið fram sú krafa að í stjórnarskránni væri vísað tij þeirra sem „fullvalda ríkja“. Á þann veg yrði gerður greinarmunur á þeim og sjálfs- stjórnarsvæðunum 66 og borgun- um tveimur sem heyra undir alrík- isstjómina, Moskvu og Péturs- borg. í nýju stjórnarskránni segir hins vegar að öll þau svæði sem til Rússlands heyra skuli teljast hafa sömu stöðu og hvergi er minnst á fullveldi þeirra. Á hinn bóginn munu lýðveldin hafa rétt til að setja sér eigin stjórnarskrá. Aðeins tvö kjörtímabil í stjórnarskrárdrögunum sem Jeltsín kynnti er einnig að fínna tímabundið undantekningará- kvæði þess efnis að sitjandi for- seti (þ.e. Jeltsín) skuli sitja út kjörtímabilið en því lýkur 1996. Líkt og í Bandaríkjunum verður forsetinn hins vegar kjörinn til fjögurra ára og má aðeins sitja tvö kjörtímabil. Er Jeltsín leysti þingið upp og boðaði til kosninga í desember lýsti hann einnig yfir því að for- setakosningar færu fram í júní á næsta ári. Frá þessu hvarf forset- inn á dögunum og urðu margir til þess að gagnrýna þá ákvörðun hans þótt leiðtogar á Vesturlönd- um kysu að gera það ekki. Vítalíj Tretjakov, þekktur umbótasinni og ritstjóri dagblaðsins Nezavi- simaja Gazeta, sagði í forsíðu- grein í gær að stjórnarskráin nýja kvæði vissulega á um að komið yrði á fót lýðræðislegum stofnun- um í rússnesku samfélagi og leik- reglumar skyldu vera í samræmi við það. Á hinn bóginn væri ljóst að stjórnarskráin tæki einkum mið af hagsmunum forsetans og þá sérstaklega hagsmunum Bo- rísar Jeltsíns. Skákmeistarinn Garrí Kasparov gagnrýndi einnig óhófleg völd forsetans og kvaðst þeirrar hyggju að breyta þyrfti stjómarskránni fljótlega á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.