Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 44
44 MOKGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 fclk f fréttum Eiginkonan er grennri en annað læri mannsins Líf cig'inkvenna háð reglum Þegar konur giftast sumo-köppum breytist líf þeirra mjög og þær stíga inn í heim leyimakks, boða og banna. Þrátt fyrir að konur í svipuðum stéttum gangi í sérhönnuðum fötum klæðast eiginkonur sumoglímumanna að jafnaði kim- ono. Fram til þessa hefur eiginkonum þeirra verið haldið algjörlega utan sviðsljóssins og þeim er örsjaldan boðið í samkvæmi og aðrar mótttökur sem þeir sækja hins vegar mjög oft. Einnig er það óskráð regla að þær mega ekki fylgja eigin- mönnunum sínum eftir í keppnisferðalögum. Fram til ársins 1909 fékk japanskt kvenfólk ekki aðgang að glímum og þegar því banni var aflétt máttu þær ekki setjast á fremsta bekk. Það var ekki fyrr en eftir heimsstyijöldina síðari að þær máttu velja hvar þær settust. Þá kemur það í hlut eiginkvenna að útvega ailt sem til þarf í yfirstærðum, hvort sem um er að ræða nærföt, fatnað, hjónarúm og önnur húsgögn. Opnaðar hafa verið sérverslan- Konishiki þarf tvö sæti í flugvélum, en hins veg- ir í einu hverfi Tókýó, sem selja allt milli himins og jarðar. ar getur Sumika hniprað sig saman í hálft sæti. Einn þekktasti sumoglímumaður Japans, Konishiki, kvæntist fyrr á þessu ári einni af frægustu fyrirsætum Japana, Sumika Shioda. Fyrir utan að vekja athygli sem þekkt par vekur stærðarmunur hjónanna einnig eftirtekt. Konishiki vegur hvorki meira né minna en 263 kíló, en hún rétt rúmlega 50 kíló. Þá er annað læri Konishikis meira um sig en Sumika öll. Skýringin á því að sumokappar kjósa sér að jafijaði smávaxnar konur er sögð sú, að allt líf þeirra snýst um stóra, klossaða hluti. Með því að kvænast smávax- inni konu njóti þeir þess ennþá frekar að fara höndum um eitthvað sem er svo smávaxið og veikbyggt. Menn velta því fyrir sér hvort slík hjón geti stundað hefð- bundið kynlíf og segja sumokappar það ekki vera vanda- mál, því þeir hafí komið sér upp ákveðinni tækni. í bók um sumokappa sem Lora Shamoff hefur skrifað og heitir „Grand Sumo“ segir að drykkja sumokappa sé ekki litin velþóknunar- augum en öðru máli gegni um kynlíf. „Það er hreinlega lit- ið svo á að gott kynlíf sé hluti af æfíngarprógrammi sumo- kappanna." Litið á sumokappa sem goð Litið er á sumoglímumenn sem standa framarlega á sínu sviði sem stjömur í Japan og fylgir þeim að jafnaði hópur aðdáenda, auk þess sem þeir em styrktir fjárhagslega. Þeir fá endalausar beiðnir frá hinum ýmsu samtökum um að koma fram til styrktar málefninu, enda ferðast þeir að jafn- aði oft í mánuði bæði innanlands sem utan. Þeir frægustu em í burtu frá heimilum sínum samtals allt að hálfu ári. Mikil hátíð var haldin þegar sumokappinn Konishiki kvæntist sýningarstúlkunni Sumika Shioda fvrr á bessu ári. William Hurt ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Heidi Henderson. FJÖLSKYLDA Kvennamál Williams Hurts William Hurt er einn þeirra Hollywood-leikara sem hafa ekki enst í sama hjónabandinu eða sambúðinni í mörg ár. Hann stend- ur nú í skilnaðarmáli vegna annars eða þriðja hjónabands síns og er þegar kominn í fast samband við aðra konu sem ber barn hans undir belti. Hurt giftist leikkonunni Mary Beth Hurt árið 1972 og skildu þau árið 1975. Árið 1979 eignaðist hann barn með dansaranum Söndru Jennings og tíu árum síðar stóðu þau frammi fyrir dómara í fjöl- skyldurétti. Greiðslurnar eru háðar drykkju hvors um sig Eftir þau átök fór Hurt í með- ferð og þar hitti hann Heidi Hender- son sem hann hefur verið kvæntur undanfarin fjögur ár. Eiga þau sam- an tvo syni, Samuel, 4 ára, og Will- iam, 3 ára. Þau gerðu með sér samning sem kvað á um ákveðinn framfærslueyri sem Hurt átti að greiða Henderson og bömum þeirra. Sá böggull fylgdi skammrifi að færi Hurt aftur að drekka hækk- uðu greiðslur hans til hennar. Félli hún hins vegar lækkaði framfærslu- eyrir hennar. Það er því hagsmunamál fyrir Hurt að standa sig gagnvart Bakk- usi. Ekki getur hann heldur óskað eftir því að fyrrverandi eiginkona hans byiji að drekka aftur til að hann þurfi að greiða minna, því hún hefur forræði yfir drengjunum. Eins og áður segir, er Hurt nú farinn að búa með annarri konu, hinni 26 ára leikkonu Sandrine Bonnaire, en þau hittust við tökur á kvikmyndinni „The Plague“ í Buenos Aires. Þau eiga von á barni í desember. COSPER Símon! Þú gleymdir að loka hænsnakofanum! MorgunblaOio/Arni bæberg Gunnar Sigurðsson, Jónína Víglundsdóttir, Unnur Elíasdóttir og Haraldur Ingólfsson. Hársnyrting Hef hafið störf á hlársnyrtistofu Dóru og Siggu Dóru, Ármúla 5, s. 682280. Var áður á Rakarastofunni, Dalbraut 1. Verið velkomin. KNATTSPYRNA Ótrúleg velvild Unnur Elíasdóttir er einn dyggra stuðningsmanna knattspymunnar á Akranesi. í tæplega aldar- flórðung hefur hún sýnt stuðninginn í verki með því að færa Skagamönnum reglulega blóm og bikara að gjöf. „Þetta er ótrúleg velvild," sagði Gunnar Sigurðs- son, formaður Knattspyrnufélags ÍA, þegar hann ásamt parinu Jónínu Víglundsdóttur í bikarmeistara- liði ÍA og Haraldi Ingólfssyni, leikmanni íslands- og bikarameistaranna, veitti viðtöku tveimur bikurum frá Unni fyrir skömmu. Unnur, sem er ættuð frá Snæfellsnesi, hefur búið í Reykjavík í um 40 ár og haldið með Skagamönnum frá unglingsaldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.