Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 SAMEINING SVEITAKFELAGA Almennar kosningar um sameiningu sveitarfélaga 20. nóvember Níu sveitarfélög komi í stað 36 á Vesturlandi ALMENNAR kosningar um tillögur umdæmanefnda heimamanna í öllum kjördæmum landsins um sameiningu sveitarfélaga fara fram laugardaginn 20. nóvember næstkomandi, en þá verður kosið á al- mennum kjörstöðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig sem lagt er til að sameinist öðrum. Umdæmanefndirnar átta gera tillögur um að sveitarfélögum á landinu fækki úr 196 í 43, eða um 153, og verði tillögurnar samþykktar verða sveitarfélög með innan við 500 íbúa þijú talsins, en þau voru 142 hinn 1. desember síðastliðinn. Meiri- hluta greiddra atkvæða þarf til að tillaga um sameiningu teljist sam- þykkt. Hljóti tillaga ekki samþykki í öllum sveitarfélögum sem lagt er til að sameinist, en í að minnsta kosti 2/s þeirra, er viðkomandi sveitarstjórnum heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga sem samþykkt hafa, enda hamli landfræðilegar ástæður því ekki. Verði tillaga um sameiningu felld, en umdæmanefnd telur hins veg- ar að vilji íbúanna standi til annars konar sameiningar, er henni heimift að leggja fram nýjar tillögur innan tíu vikna þar frá, þ.e. ekki síðar en 26. mars 1994. Samkvæmt tillögum umdæma- nefndar Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi er gert ráð fyrir að sveitarfélögum í kjördæm- inu verði fækkað úr 36 í 9 með frá 320 íbúum í því fámennasta í 5.272 í því fjölmennasta. í júlí síðastliðn- um sendi umdæmanefndin bréf til sveitarfélaga á svæðinu þar sem beðið var um óskir þeirra varðandi nýskipan sveitarfélaga og eru til- lögur nefndarinnar að verulegu leyti byggðar á svörum sveitarstjórn- anna og landfræðilegum aðstæðum. I nokkrum tilfellum er um að ræða frávik frá besta kosti einstakra sveitarstjórna, en umdæmanefndin # LOWARA JABÐVATHIS- DÆLUR Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 samræmdi þau sjónarmið sem fram komu og tengdi valkosti saman. Akraneskaupstaður fjöl- mennasta sveitarfélagið Akraneskaupstaður verður fjöl- mennasta sveitarfélagið á svæðinu með 5.272 íbúa. í öðru lagi er gerð tillaga um að sveitarfélög í Borgar- ijarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar sameinist í eitt sveitarfélag, þ.e. Hvalljarðarstrandarhreppur, Skil- mannahreppur, Innri-Akranes- hreppur og Leirár- og Melahreppur. íbúatala yrði samtals 599. Þá er einnig gerð tillaga um að sveitarfé- lög norðan Skarðsheiðar sameinist í eitt sveitarfélag, þ.e. Andakíls- hreppur, Skorradalshreppur, Lund- arreykjadalshreppur, Reykholts- dalshreppur og Hálsahreppur. íbúa- tala samtals er 774. Lagt er til að Mýrasýsla verði öll eitt sveitarfélag. Við það samein- ast Hvítársíðuhreppur, Þverárhlíð- arhreppur, Stafholtstungnahrepp- ur, Norðurárdalshreppur, Borgar- hreppur, Borgamesbær, Álftanes- hreppur og Hraunhreppur. íbúatala samtals yrði 2.587. Á Snæfellsnesi er gert ráð fyrir að íjögur sveitarfélög austast á nesinu sameinist í eitt, þ.e. Kol- beinsstaðahreppur, Eyjarhreppur, Miklaholtshreppur og Skógar- strandarhreppur. íbúafjöldi samtals er 320. Þá er gert ráð fyrir að fjög- ur sveitarfélög vestast á nesinu sameinist, þ.e. Staðarsveit, Breiðu- víkurhreppur,_ Neshreppur utan Ennis og Ólafsvíkurkaupstaður. íbúafjöldi samtals er 1.881. Gert er ráð fyrir að Eyrarsveit verði áfram sjálfstætt sveitarfélag með 320 íbúa og að Helgarfellssveit sameinist Stykkishólmsbæ með 1.314 íbúa. Þá er gert ráð fyrir að sveitarfélög í Dalasýslu sameinist þannig að ' Suðurdalahreppur, Haukadalshreppur, Laxárdals- hreppur, Hvammshreppur, Fells- strandarhreppur, Skarðshreppur og Saurbæjarhreppur verði eitt sveit- arfélag með 869 íbúa. Áhersla á sameiningu í minni einingar Að sögn Guðjóns Ingva Stefáns- sonar, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi, eru hugmyndir um samein- ingu í kjördæminu ekki eins róttæk- ar og sameiningarhugmyndir sum- staðar annars staðar á landinu. Það hefði verið metið svo að sameining í stærri einingar hefði ekki getað gengið upp að svo stöddu, og því hefði verið valinn sá kostur að leggja áherslu á sameiningu í minni einingar þar sem fyrst og fremst væri verið að sameina minnstu sveitarfélögin en ekki þéttbýlis- staði. Hann sagði að í umræðum um sameiningu sveitarfélaganna hefði einna helst komið fram ótti varðandi ákveðin mál sem hafa verið sérmál í dreifðu byggðunum, eins og til dæmis fjallskilamál. Hins vegar hefðu sveitarstjórnirnar á öll- um svæðunum unnið málefnasamn- inga eða lagt fram viljayfirlýsingar þar sem á þessum málum væri tek- ið. „Þar er sagt berum orðum að stofnuð verði upprekstrarfélög þeirra sem hafa nýtingarrétt á af- Sameining sveitarfélaga á Vesturlandi Dalasýsla, 869 íbúar Sauitæjarhreppur Skarðshreppur Fellsstrandarhr. Hvammshreppur Laxárdalshreppur Haukadalshreppur Suðurdalahreppur 1.881 íbúar Ólafsvikurkaupstaður Neshreppur utan Ennis Breiðuvikurhreppur Staðarsveit Borgarhreppur Stafholtstungnahreppur Norðurárdalshreppur Þverárhlíðarhreppur Hvltérsíðuhreppur 774 íbúar Andakílshreppur Skorradalshreppur Lundarreykjadalshr. 599 íbúar Reykholtsdalshr. Leirár- og Melahr. Hálsahreppur Innri-Akraneshreppur Skilamannahreppur Hvalfjarðarstrandar. réttum og þau félög muni fara með málefni afréttanna og ljallskila í umboði sveitarstjórnar. Umsjón þessa málaflokks fer því ekki frá þeim aðilum sem nú nýta réttinn. Þá hefur verið rætt svolítið um hvað verði um félagsheimilin, en í málefnasamningunum er skýrt tek- ið fram að þau verði rekin með sem líkustum hætti áfram og stofnaðar verði rekstramefndir sem skipaðar verði fulltrúum af þjónustusvæðum félagsheimilanna eins og þau eru í dag. Það er því gert ráð fyrir að sá rekstur verði áfram með sem lík- ustum hætti og nú er. í nokkrum tilvikum hafa menn svo óttast að einhver hagræðing verði varðandi grunnskólanna, en sveitarfélögin hafa komið sér saman um það og lýst því yfir að skólarekstur verði áfram á öllum þessum svæðum sem nú er. Hitt er svo annað mál að menn geta unnið að ákveðinni hag- ræðingu engu að síður,“ sagði Guð- jón. Hann sagði að sveitarfélögin á Vesturlandi hefðu tekið á öllum þeim málum sem íbúarnir hefðu óskað eftir að yrðu rædd fyrirfram og viljayfirlýsingar þar að lútandi hefðu verið sendar til allra íbúanna, en þar fyrir utan hefði þeim verið sent 24 blaðsíðna kynningarrit um saminingarmálið. „Fyrir fólkið á þetta því að vera nokkuð skýrt hvað við tekur, en það sem erfiðast er í þessu máli eru tilfinningar. Þetta er jú þúsund ára saga sveitarfélaga og mönnum finnst mikil ábyrgð að leggja þau niður eða sameina öðrum. Það er hins vegar mitt mat að í meirihluta sveitarfélaganna sé hljómgrunnur fyrir þessum tillögum, en það er helst í þeim smæstu að menn eru eitthvað hræddir við stóra bróður í nágrenninu," sagði Guðjón. Almennur sameiningafimdur Hvammstanffa. ^ Hvammstanga. UMDÆMANEFND um samein- ingu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra boðaði til fundar í Félags- heimilinu á Hvammstanga mánu- dagskvöldið 1. nóvember og var fundurinn vel sóttur. Tillaga Umdæmanefndarinnar um sameiningu sveitarfélaga á Norður- landi vestra er um að Vestur-Húna- vatnssýsla verði sameinuð í eitt sveitarfélag, en þar eru nú sjö sveit- arfélög, með frá um 70 til tæplega 700 íbúa. í héraðinu búa alls 1.460 manns. Gagnrýni kom fram hjá flestum fundargesta hve kynning hefur verið lítil um málið og hve margir óljósir þættir væru í fyrirheit- um hins opinbera. Þessi fundur er sá fyrsti sem hald- Raflagnaefni í miklu úrvali. RAFSOL Skipholti 33 S.35600 Fagmenn aðstoða inn er fyrir hinn almenna íbúa á svæðinu. Umdæmanefndin hefur unnið mikið starf á liðnum mánuðum og hefur hún í heild og einstakir nefndarmenn, ásamt starfsmanni hennar, Skúla Þórðarsyni, haldið fjölda funda, einkum með sveitar- stjórnarmönnum. Formaður nefnd- arinnar, Björn Sigurbjörnsson, og Magnús Jónsson skýrðu frá þeirri vinnu sem lokið væri og eins ræddu þeir kosti og sýnilega galla á samein- ingu þessa héraðs í eitt sveitarfélag. Umræður urðu líflegar og töluðu menn bæði með og móti sameiningu. Fram kom, að nú þegar er mikil samvinna sveitarfélaga innan. hér- aðsins um mikilvæga málaflokka, svo sem heilbrigðisþjónustu, bruna- varnir og tónlistarskóla. Er þetta samstarf unnið á vegum Héraðs- nefndar V-Hún. Einnig var rifjað upp samstarfsverkefni sýslunefndar V-Hún. um 1960, þegar átak var gert í rafvæðingu sveitanna í hérað- inu. Það kom skýrt fram í máli ræðu- manna að málefni grunnskólanna í héraðinu og eignar- og nýtingarrétt- ur afréttanna gerðu mönnum erfitt fyrir í ákvörðunartöku í þessu mikil- væga máli. í héraðinu eru tveir stór- ir skólar, á Hvammstanga og á Laugarbakka. Einnig eru tveir litlir skólar, Vesturhópsskóli og Barna- skóli Staðarhrepps. Skiptar skoðanir eru um framtíð þessara smáu skóla og rekstur þeirra, en fyrir liggur að ríkisvaldið mun færa rekstur grunn- skólanna til sveitarfélaga á árinu 1995. Fram kom að þrátt fyrir með- altalsútreikning á kostnaðarauka sveitarfélaganna við yfirtöku skól- anna verði fjárþörf einstakra sveita- félaga allt að tvöföld, miðað við núverandi tekjustofna. í afréttar- málum vefst fyrir mönnum að sjá bestu leiðir til að tryggja einsaka sveitum beitarrétt á þeim heiðum sem næst liggja. Rætt var um mögu- leika á þinglýsingu á beitarrétti til handa upprekstrarfélögum. Annar afnotaréttur á afréttum var einnig ræddur, svo sem veiðiréttur. í hug- um margra er afnotaréttur heiðanna og annarra afrétta bundinn við lög- býli sveitanna, enda mörg afréttar- lönd á sínum tíma keypt beinlínis til styrktar búrekstri í einstakra sveitum. Fyrirheit hins opinbera virðast mörgum óljós og óviss. Rætt er um stóraukin framlög úr Jöfnunarsjóði, en ekki skilgreind. Einnig er rætt um tilflutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, eflingu atvinnu í ein- stökum héruðum og átak í sam- göngumálum. Hins vegar bentu margir fundar- menn á kosti sameiningar héraðsins í eitt sveitarfélag og lýstu yfir trausti á þá menn, sem veljast myndu til forustu fyrir sameinuðu sveitarfé- lagi. Bent var á almennt góða fjár- hagsstöðu sveitarfélaganna, góðar samgöngur innan héraðs og mikla samvinnu, sem nú þegar hefði eflt byggðina. Má vænta að tíminn til 20. nóvember verði vel nýttur, bæði af stuðningsmönnum sameiningar og andstæðingum hennar. - Karl. PABBI/MAMMA Allt fyrir nýfædda barnið ÞUMALÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.