Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 ÚRSLIT Knattspyrna England Deildarbikarinn, 3. umferð: Crystal Palace — Everton.......1:4 Norwich — Arsenal..............0:3 ■ian Wright lék 100. leik sinn fyrir Arse- nal og gerði tvö mörk. Sheffield Wed. — Middlesbrough.2:1 ■Staðan var jöfn, 1:1, eftir venjulegan leik- tíma. 1. deild: Wolves — Nott. Forest.............1:1 Þýskaland Bikarkeppnin Aukaleikir 1 4. umferð: Gladbach - Kaiserslautern.........2:3 Dynamo Dresden - Bayem Munchen....2:1 Skotland Úrvalsdeild: Rangers - Dundee..................3:1 ítalfa ÍSíkarkeppnin, 2. umferð - síðari leikur: Lucchese — Inter..................2:1 ■inter vann samanlagt 3:2. 3. umferð, fyrri Ieikur: AC Milan — Kacenza................1:1 Frakkland 1. deild: Lyon - Marseille......................1:0 (Roche 86.) 32.000. Angers — Strasbourg.............1:3 Auxerre --Bordeaux..............0:1 (Zidane 73.). 12.000. Caen — Montpellier..............0:0 Cannes — Mónakó.................0:2 - (Dumas 57., Iljorkaeff 64.). 9.000. Lens — Nantes...................1:1 (Boli 13.) - (Ouedec 16.). 18.000. Martigues — St Etienne..........2:1 Metz —Lille.....................1:1 Paris St Germain — Le Havre.....0:0 Sochaux — Toulouse..............0:0 Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir aðfararnótt miðvikudags: New York - Philadelphia.......95:86 ■Þetta var 21. heimasigur Knicks í röð í deildinni. John Starks gerði 19 stig, þar af 12 í þriðja leikhluta. Patrick Ewing lenti fljótt í villuvandræðum og skoraði aðeins 8 stig á 24 mínútum sem hann var með. Shawn Bradley, risinn hjá Phiiadeiphiu (2,29 m á hæð) sem er hefja NBA-ferilinn, hefur byijað heldur illa. I tveimur fyrstu leikjunum gerði hann aðeins fjögur gtjg úr teignum í 23 tilraunum, og nú hitti hann aðeins úr þremur skotum af 12 og gerði J=jví sex stig. Detroit - Washington...........112:118 ■Don Maclean skoraði 24 stig og Rex Chapman 23 fyrir Washington, en Sean Elliott var með 27 stig fyrir Detroit. Cleveland - Charlotte..........113:108 ■Mike Fratello fagnaði fyrsta sigrinum sem þjálfari Cavs. Mark Price og John Battle gerðu sín 24 stigin fyrir heimamenn, en Alonzo Mourning var með 24 stig fyrir gestina. Orlando - Indiana...............104:98 ■ Shaquille O’Neal skoraði 37 stig fyrir Orlando, en Reggie Miller var stigahæstur hjá Pacers með 25 stig. Shaquille O’Neal hefur skorað mest allra í deildinni að meðal- tali það sem af er, 38,3 stig í leik. Dailas - New Jersey..............80:86 ■Gestimir skoruðu ekki í sex og hálfa mín. í fjórða leikhluta. San Antonio - Minnesota.........110:95 ■David Robinson skoraði 43 stig fyrir San Antonio, tók 11 fráköst og varði 10 skot. Dennis Rodman setti félagsmet með því að taka 29 fráköst auk þess sem hann skoraði 13 stig. Michael Williams hitti ekki úr víta- skoti i öðrum leikhluta, en hann hafði skor- að úr sfðustu 97 tilraunum. Seattle - Denver................118:86 ■ Sam Perkins jafnaði árs gamalt met Terr- ys Porters hjá Portland, þegar hann tók sjö þriggja stiga skot og skoraði úr öllum fyrir Seattle. LA Clippers - Phoenix...........99:114 ■Kevin Johnson og Dan Majerle skoruðu sín 35 stigin hvor fyrir Phoenix, en Majerle hitti úr átta af 10 þriggja stiga skottilraun- um sínum. Danny Manning skoraði 25 stig fyrir Clippers. Golden State - Houston..........93:102 ■Hakeem Olajuwon skoraði 29 stig fyrir Golden State og tók 10 fráköst. Nýliðinn Chris Webber, sem missti af tveimur fyrstu léikjum Golden State í deildinni vegna meiðsla, gerði 15 stig og tók sjö fráköst í þessum fyrsta NBA-leik sínum. LA Lakers - Portland...........102:109 ■Clifford Robinson, Rod Strickland og Harvey Grant skoruðu 22 stig hver fyrir Portland, en James Worthy var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig. Ishokkí NHL-deildin Leikir aðfararnótt miðvikudags: NY Islanders - Winnipeg...........2:5 ■Alexej Zhamnov var með fyrstu þrennu sína á ferlinum. Washington - Quebec...............2:1 Detroit - Edmonton................2:4 BLoks sigraði Edmonton eftir 11 töp í röð, sem er met hjá félaginu. Fyrrum meist- arar höfðu leikið 14 leiki í röð án sigurs og er það einnig met í Edmonton. Bill Ranford átti stóran þátt f sigrinum og varði 46 skot. St. Louis - Pittsburgh.............3:3 Calgary - Los Angeles..............3:2 ■Trevor Kidd varði 38 skot og tryggði Calgary sigurinn. Wayne Gretzky var í strangri gæslu heimamanna og var aðeíns ,með eina stoðsendingu. Anaheim - Dailas...................4:2 San Jose - Toronto.................2:2 HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Teygt fyrir átökin Morgunblaðið/Knstinn ÞORBERGUR Aðalsteinsson landsiiðsþjálfari ræðir hér við landsliðsmennina Konráð Olavson, Valdimar Grímsson og Gunnar Beinteinsson um leið og þeir teygja vel á eftir landsliðsæfingu í Valsheimilinu gær. Legg áherslu á sig- ur—helst stóran — segir Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari um leikina gegn Búlgörum í Laugardalshöll í kvöld og á morgun ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik spilar tvo landsleiki í undankeppni Evrópumótsins gegn Búlgaríu í Laugardalshöll; í kvöld og annað kvöld og hefj- ast báðir kl. 20.40. Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari segir að það komi ekkert annað til greina en sigur í báðum leikj- unum. „Við megum þó ekki van- meta Búlgara. Það er Ijóst að við verðum að keyra á fullu allan tímann og reyna að vinna með eins miklum mun og hægt er.“ Búlgarar hafa leikið fjóra leiki í keppninni til þessa, gegn Kró- atíu og Hvít-Rússum, og hafa tapað mjög stórt. „Ég sá Búlgara leika við KNATTSPYRNA Hvít-Rússa og það var nánast um leik kattarins að músinni. Ég legg áherslu á sigur — helst vii ég hafa hann stóran. Markamunur gæti ráð- ið úrslitum um það hvaða lið kemst áfram í keppninni. Það verður því ekkert gefið eftir,“ sagði Þorbergur. Hann sagðist ætla að spila varnar- leikinn framarlega, 3-2-1, og freista þess að „stela“ boltanum og ná hrað- aupphlaupum. „Ég veit að þeir eru seinir til baka og því um að gera að notfæra sér það,“ sagði þjálfar- inn. Þeir 12 leikmenn sem skipa ís- lenska liðið í kvöld eru: Guðmundur Hrafnkelsson og Bergsveinn Berg- sveinsson, sem eru markverðir. Aðr- ir leikmenn: Konráð Olavson, Gústaf Bjarnason, Valdimar Grímsson, Gunnar Beinteinsson, Ólafur Stef- ánsson, Dagur Sigurðsson, Guðjón Árnason, Patrekur Jóhannesson, Magnús Sigurðsson og Einar Gunn- ar Sigurðsson. Þeir sem hvíla í kvöld eru því: Sigmar Þröstur Óskarsson, Páll Þórólfsson og Halfdán Þórðar- son. Nú reynir á ungu strákana í liðinu og er líklegt að byijunarliðið í sókn verði þannig skipað: Dagur leik- stjórnandi, Patrekur skytta vinstra megin og Ólafur Stefánsson hægra megin. Valdimar i hægra horninu og Konráð í því vinstra. Gústaf Bjarnason á línunni og Guðmundur Hrafnkelsson byrjar í markinu. Ferguson hafnaði milljarði a borðið fyrir Ryan Giggs ÍTALSKA stórliðið AC Milan bauð Manchester United rúmlega milljarð króna í reiðufé fyrir welska útherjann Ryan Giggs fyrr á þessu ári. Alex Ferguson, stjóri Manc- hester-liðsins, skýrði frá þessu í gær. Hann sagðist hafa neitað tilboðinu þegar í stað, og ekki myndu hafa selt strákinn þó tílboðið hefðí ver- ið tvöfalt hærra. Milan bauð United 10 milljón- ir punda á borðið, (u.þ.b. 15 milljónir dollara), sem er and- virði rúmlega milljarðs króna; 1.065.000.000 kr. Ferguson upplýsti í gær að hon- um hefði tvívegis borist tilboð frá ítalska stórliðinu; „fulltrúi AC Milan bauð okkur 10 milljónir punda í reiðufé eftir að við urðum meistarar [( vor] og síðan aftur í upphafi þessa keppnistímabils." „Ég hafnaði báðum tilboðunum og myndi ekki selja hann fyrir tvöfalt þetta verð, þó svo það þýði ekki ég telji hann fullkominn leik- mann ennþá.“ Ferguson, sem telur Giggs hæfileikaríkasta leikmann sem hann hefur þjálfað, sagði í gær: „Ég sætti mig við það einhvern daginn komi Ryan til með að vilja leika knattspymu með erlendu fé- lagi, en hann er ekki nægilega reyndur eða þroskaður til að íhuga svo stórt skref ennþá.“ Giggs er aðeins 19 ára að aldri; verður tvítugur síðar í þessum mánuði. Hann gerði nýan samning við Manchester United í haust, til næstu fimm ára. FOLK ■ PAULO Futre, portúgalski landsliðsmaðurinn sem hefur verið hjá Marseille, hefur verið seldur til Reggiana á Italíu. Kaupverðið var ekki uppgefið. Hann leikur með portúgalska landsliðinu gegn Itölum í næstu viku og síðan spilar hann fyrsta leikinn með Reggiana gegn Cremonese sunnudaginn 21. nóvember. Futre fór frá Benfica til Marseille í júní sl. og gerði þá fjögurra ára samning við franska liðið. ■ MARCEL Desailly, varnar- maður Marseille og franska lands- liðsins, var einnig seldur í gær, til AC Milan fyrir 462 milljónir króna. ■ JOHNNY Ekström, sem var keyptur til Reggiana frá IFK Gautaborg sl. sumar, er líklega á förum til Lugano í Sviss. Ekström hefur ekki staðið undir þeim vænt- ingum sem bundnar voru við hann á Italíu — hefur aðeins gert eitt mark fyrir Reggiana. ■ PARMA, sem er efst í ítölsku deildinni, hefur keypt argentínska varnarmanninn, Roberto Sensini, frá Udinese. Parma greiddi Udi- nese 255 milljónir króna fyrir Sens- ini og setti einnig leikmanninn Fausto Pizzi uppí. Sensini á að taka stöðu belgíska leikmannsins Georges Grun, sem er meiddur. H ZVONIMIR Boban, Króatinn í liði AC Milan, gekkst undir hnéað- gerð í gær vegna meiðsla sem hann hlaut í leik AC Milan gegn Inter sl. sunnudag. Hann verður frá keppni í minnst tvo mánuði. ■ GARY Kelly, varnarmaður Leeds sem er aðeins 19 ára, hefur verið valrnn í landsliðshóp íra gegn Norður-írum sem fram fer í Dubl- in í næstu viku. Irar þurfa jafn- tefli til að tryggja sér farseðilinn til Bandaríkjanna. Fyrirliðinn Ke- vin Moran og John Sheridan verða ekki með Irum vegna meiðsla. ■ JOE Jordan var í gær ráðinn framkvæmdastjóri Stoke City. Hann tekur við starfinu af Lou Macari sem tók við Celtic fyrir tveimur vikum. Jordan er 41 árs og var aðstoðarmaður Liams Brady, sem hætti hjá Celtic áður en Macari tók við. ■ GARRY Parker, miðvallarleik- maður Aston Villa, er óánægður hjá félaginu vegna þess að hann fær ekki tækifæri með 1. deildarliðinu. Hann hefur rætt um það við Ron Atkinson, framkvæmdastjóra, um að fara frá félaginu. „Ég er greini- lega ekki inní myndinni há Atkin- son,“ sagði Parker sem hefur að- eins leikið fjóra leiki það sem af er tímabilinu. ■ EMILIO Cruz var í gær ráðinn þjálfari spænska liðsins Atletico Madrid út þetta keppnistímabil. Hann tekur við af Brasilíumannin- um Jair Pereira, sem var rekinn í síðasta mánuði. Jesus Gil, eigandi félagsins, hafði áður boðið Þjóðj- verjanum Uli Stielike og Serban- um Vujadin Boskov, fyrrum þjálf- ara Real Madrid, starfíð. Cruz hefur hefur fengist við þjálfun liða úr neðri deildum en var áður leik- maður með Madridarliðinu Rayo Vallecano. íkvöld HANDKNATTLEIKUR Evrópukeppnin: Höllin: ísland - Búlgaría.20.35 Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Borgarnes: UMFS - UMFN.......20 Keflavík: iBK - UMFT.........20 Seltj’nes: KR - ÍA...........20 Leiðrétting í frétt um körfuboltamótið Tveir á tvo var sagt að Sigurður Sigurðsson hefði keppt fyrir Frænduma, en Sigurður keppti ekki með Jóhannesi Arasyni heldur Árni Ólafur Ásgeirsson og er beðist velvirðingar á mis- tökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.