Morgunblaðið - 11.11.1993, Side 13

Morgunblaðið - 11.11.1993, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 13 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Merkin eru sett í miðjan makka hrossa vinstra megin en undir húð á hundum og köttum. Við aflestur er notað elektrónískt tæki sem birt- ir númerið á skjá. Indexel örmerki notuð í Evrópu til að merkja hross Notkun merkjanna talin geta lækkað iðgjöld af hrossatryg-gingum LJÓST þykir að það verði Indexel-örmerki sem notuð verða hér á gripsins og skrifað upp á heilbrigð- landi sem og annars staðar í Evrópu til merkingar á hrossum og gæludýrum eins og hundum og köttum. Á fundi Evrópusambands gæludýralækna í sumar var samþykkt að mæla með Indexel- örmerkjakerfinu. Beðið hefur verið átekta hér á landi með ákvarðanatöku um hvaða tegund merkja skyldi notuð því eðli- legt þótti að nota samskonar merki og notuð verða í Evrópu. Á haust- fundi Dýralæknafélags íslands sem haldinn verður í nóvember verður lögð fram tillaga þess efnis að mælt' verði með notkun Indexel- merkjunum hérlendis. Rögnvaldur Ingólfsson, formaður félagsins, sagði að tilkoma örmerkjanna markaði þáttaskil í merkingu gæiu- dýra og hrossa. Taldi hann að ef þau yrðu almennt notuð við merk- ingu hrossa til dæmis væru miklar líkur á að iðgjöld á tryggingu hrossa kæmist á skynsemisnótur svo eitt- hvað væri nefnt. Ríkharð Björnsson hjá Sjóvá/Al- mennum sagði að tilkoma örmerkj- anna væri mjög athyglisverð og án efa það sem koma skal í framtíð- inni. Sagði hann að þótt ekki hafi verið mikið um örmerkin fjallað hjá trygingafélögunum væri ljóst að þau munu breyta ýmsu varðandi tryggingar á hrossum. Taldi hann ekki ólíklegt að tryggingafélögin settu það sem skilyrði að hross sem væru tryggð yrðu örmerkt. „Mér skilst að dýralæknar muni sjá um að setja merkin í skepnumar og þá um leið gætu þeir metið heilsufar isvottorð sem afhenti yrði við trygg- ingakaupin,“ sagði Ríkharð og bætti við að hann teldi miklar líkur á að hrossatryggingar í heild yrðu teknar til endurskoðunar þegar ör- merkin kæmu til sögunnar og vildi hann ekki útiloka að verð á slíkum tryggingum myndi lækka. I næsta mánuði verður haldin ráðstefna um örmerkingu dýra á Spáni og munu tveir íslenskir dýra- læknar sækja ráðstefnuna, þeir Magnús Guðjónsson og Bemharð Laxdal hjá Pharmaco sem flytur inn Indexel-merkin. Að sögn Bernharðs hafa nú þegar hátt í eitt hundrað hross verið merkt með Indexel- merkjum þrátt fyrir að ekki hafi enn verið ákveðið hvaða tegund merkja skuli notuð hérlendis. Heilbngðisráðuneytið semur við Bláa bandið Þriggja ára samn- ingur um Víðines HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ og stjórn sjálfseignarstofnunar Vist- heimilis Bláa bandsins hafa gert með sér þriggja ára samstarfssamn- ing, frá 1. janúar 1994, um rekstur Vistheimilins í Víðinesi. Heimilið verður fyrir áfengis- og vímuefnasjúka, sem sjáifir leita meðferðar, og verður megináhersla lögð á að bæta andlegan og líkamlegan styrk þeirra. Starfseminni í Víðinesi verður skipt upp í tvær deildir, langlegu- deild með 30 rými og 40 rými fyrir 6 vikur, 3 eða 6 mánuði. Ný meðferðaráætlun hefur verið samþykkt fyrir heimilið og er enn- fremur, að því er segir í fréttatil- kynningu ráðuneytisins, gert ráð fyr- ir að endurskipulagning og hagræð- ing í starfseminni skili verulegum sparnaði þótt Víðines hafi hingað til verið með ódýrustu vistheimilum til endurhæfingar áfengissjúkra. Misskilnings gætt Þá segir í tilkynningunni að nokk- urs misskilings hafi gætt um framtíð Víðiness og starfseminnar þar eftir viðtal við Ingibjörgu Jónasdóttur, fráfarandi forstöðumann, á Stöð 2 í 19:19 þann 2. þ.m. „Tekið skal fram að það var formlega í verkahring stjómar sjálfseignarstofnunarinnar og forstöðukonunnar að ganga frá uppsögnum starfsfólks í ljósi hins nýja samstarfssamnings. Jafnframt var það hlutverk sömu aðila að skýra starfsfólki og vistmönnum frá vænt- anlegum breytingum. Heilbrigðis- ráðuneyti á ekki aðild að því máli enda heimilið sjálfstæð stofnun sem nýtur rekstrarstyrkja á Ijárlögum,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt kemur fram að stjórn Víðiness sé skipuð tveimur fulltrúum frá ráðuneytinu og einum frá sjálfs- skammtímadvöl vegna meðferðar í eignarstofnuninni. Forstöðumaður frá og með 1. janúar 1994, verður Birgir Kjartansson og annast hann í umboði stjómar allan daglegan rekstur og fer með starfsmanna- stjórn. Stjóm og forstöðumaður munu gæta þess að rekstur Víðiness sé í samræmi við fjárveitingar á fjár- lögum. Engum úthýst Af ráðuneytisins hálfu er skýrt tekið fram að ekki stendur til að úthýsa einum einasta vistmanni. Þvert á móti verður þörf aldraðra vistmanna fyrir þjónustu greind með svokölluðu vistunarmati. Verða þeir vistaðir samkvæmt niðurstöðum þess mats að Víðinesi eða annars staðar. Aðrir vistmenn dvelja væntanlega áfram að Víðinesi og munu fá mun virkari og áhugaverðari viðfangsefni að eiga við hvem dag sjálfum sér til styrkingar að því er segir í frétta- tilkynningunni. Stjóm Víðiness á samningstíma- bilinu skipa Hrafn Pálsson, deildar- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Jón H. Karlsson, aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra og Vilhjálmur Heiðd- al, úr stjórn sjálfeignarstofnunarinn- ar. Sjómannasamtök vilja „kvótabraskið burt“ Húsavík. FORYSTUMENN sjómannasamtakanna eru á fundaferð um landið und- ir kjörorðinu „kvótabraskið burt“ og funduðu þeir með húsviskum sjó- mönnum sl. föstudagskvöld í sal Verkalýðsfélagsins á Húsavík. Þetta var fimmti fundarstaðurinn og töldu frummælendur að töluvert og sum- staðar mikið kvótabrask hefði átt sér stað á þeim stöðum sem þeir hefðu fundað á og vildu meina að svo væri á Húsavík, þótt í litlum mæli væri. Fyrsti fmmmælandi var Óskar Vigfússon og sagði hann að félagar hans hefðu nú í níu mánuði verið með lausa samninga og í viðræðum við viðsemjendur væri mikilsvert samningsatriði að afnema braskið með kvóta, því að með því væri vegið að kjarasamningum sjómanna, og fyrir sunnan hefðu sjómenn þegar orðið tilfinnanlega fyrir tekjutapi af kvótakerfinu og braskið væri að breið- ast um landið. Því þyrftu sjómenn að vera vel á verði og í baráttunni, sem framundan væri, þyrftu þeir að standa saman. Helgi Laxdal taldi að raunvemlega væri engin kjarasamningur til og með því kvótabraski sem víða viðgengist væri verið að rýra kjör sjómanna og væm þau nú víða lakari en samning- ar stæðu til. Hann sagði að þeim væri sagt að kvóta-brask ætti sér ekki stað á Húsavík. Ef svo væri vildu þeir með þessari ferð bólusetja hús- víska sjómenn fyrir þessu braski. „Takið ekki þátt í þessu braski, því ég hef enga trú á því, að mönnum verði sagt upp þótt þeir neiti þátt- töku.“ Guðjón A. Kristjánsson taldi að nú væri kominn vendipunktur í þessu kvótamáli, og taldi að kvótinn hefði skapað fleiri vandamál en hann hefði leyst og vildi að öll viðskipti með kvóta yrðu bönnuð. Hann taldi að í viðræðum við semjendur, hefði lítið tillit verið tekið til óska sjómanna og þeir vildu að þessu kerfi yrði kollvarp- að. Hann gagnrýndi hugmyndir í væntanlegu fmmvarpi sjávarútvegs- ráðherra og sagði að lítið eða ekkert væri gott í því að finna, sem sjómenn gætu samþykkt. Að vinnslan fengi rétt til aflaheimilda kæmi ekki til greina, því að sá einn sem raunvem- lega ætti kvótann væri sá sem veiddi. Að loknum framsöguræðum báru fundarmenn, sem vom um 60, fram ýmsar spumingar, sem frummælend- ur svömðu. Þá líða tók á fundinn tók Kristján Ásgeirsson útgerðarstjóri til máls og skýrði sjónarmið sín. Hann var sá eini sem mælti kvótakerfinu bót, en sagðist jafnframt vera á móti þeirri hugmynd sem fram hefði kom- ið á fundinum að setja allan físk á markað. Hann sagði að kvótakerfið hefði orðið til þess að farið hefði ver- ið að nýta áður óþekktar físktegund- ir, sem ekki hefði verið gert, ef kvóta- kerfið hefði ekki verið komið á. Hann vildi ekki telja að hið fijálsa fískverð, sem nú gilti, væri lausnin og hafði ýmsar aðrar skoðanir á málum en frummælendur. - Fréttaritari. Ókeypis tðgfræðiaðstoö á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. ORATORf félag laganema. :: Á HÓTEL ÍSLANDI i ii ROKKSTJÖRNURNAR ? \ ÞÓR NIELSEN - HARALD G. HARALDS - STEFÁN JÓNSSON - MJÖLL HÓLM - GARÐAR u n n n n n n n n n n GUÐMUNDS - SIGGIJOHNNY - ANNNÁ VILHJÁLMS - BERTIMÖLLER - ASTRID JENSDÓTTIR - EINAR JÚLÍUSS. - ÞORSTEINN EGGERTS - SIGURDÓR SIGURDÓRS. KYNNIR ER ÞORGEIR ÁSTVALDSSON. MatoeMl d.iO.iU 8 Sjáva rréttal ríó í ,iin, cijí/jaró.i og agúrkuéalati. Hunang.ireyklur .iœlkera- grUahryggur nteðkryddrjóma.tó.iu, : rtitíSaKiMÉ? rauðvín.iperu og gljáðu grœnmeti. Verðkr. 1.000 eftirsýningu Mokkaui meðfer.ikjuni og oherryoó.iu. GAMLA ROKKLANDSLIÐIÐ ÁSAMT STÓRHLJÓMSVEIT GUNNARS ÞÓRÐARSONAR SEM SKIPA: Gunnar Þórðarson - Rúnar Júlíusson -Engilbert Jensen - Jón Kjell- Rúnar Georgsson - Einar Scheving- Ásgeir Steingrímson - Helga Möller n n n n n n n Næstu sýningar: 13., 20., 27. nóv. og 4. des GLÆSILEG AFHENDING ISLANDS- OG BIKARMEISTARATITLA í AKSTURSÍÞRÓTTUM 1993 HEFST KL. 21.00 Landssamband íslenskra akstursíþróttatélaga PÁLL ÖSKAR 06 MILJÓNAMÆRINGARNIR leika fyrir dansi til kl. 03. Tllvalið fyrir t.d. vinnustaðahópa, m saumaklúbba. Miða- og borðapantanir milli kl. 13 og 17 alia daga í síma 687111.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.