Morgunblaðið - 11.11.1993, Page 16

Morgunblaðið - 11.11.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 „Norðmenn hafa olíuna“ eftir Ingólf Sverrisson Á fjölmennum fundi Starfs- mannafélags Stálsmiðjunnar á dögunum, þar sem fjallað var um alvarlega stöðu skipaiðnaðarins, komu stjórnmálamenn með margar skýringar á núverandi ástandi. Enn einu sinni gerðu þeir tilraun til þess að sannfæra menn um að fátt væri til ráða enda verið að glíma við ígildi náttúruhamfara sem jafnvel snjöllustu stjórnmála- menn réðu ekkert við. Fram kom að lönd sem teldu tilteknar atvinnugreinar innan sinna landamæra vera órétti beitt- ar með innflutningi niðurgreiddrar vöru, brygðust oft við með því að beita ákvæðum GATT-samkomu- lagsins og leggja á jöfnunartolla. Ef slíkum úrræðum er hins vegar ekki beitt væri algengt að ríkis- stjórnir greiddu tímabundna styrki i til viðkomandi atvinnugreina svo þær hafi möguleika að lifa af sam- keppni við ríkisstyrkta framleiðslu annarra þjóða. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra tók hins vegar fram að ríkis- sjóður okkar hefði ekki efni á að fara síðari leiðina en bætti síðan við, þegar hann bar okkur saman við Norðmenn, að þessu leyti: „ ... en Norðmenn hafa olíuna“. Þarna var fjármálaráðherra ekki að segja neitt annað en að Norð- menn hafa tekið ákvörðun um að nýta sína auðlind fyrir fleiri þjóðfé- lagsþegna en þá sem sækja olíuna úr djúpum hafsins. Þessi auðlind þeirra sé m.ö.o. í raun þjóðareign og afrakstri hennar ráðstafað í samræmi við það. Auðlindinni úthlutað Þetta leiðir hugann að sameig- inlegri auðlind okkar íslendinga - fiskimiðunum. Eru leikreglur að þessu leyti með sama hætti og í SIEMENS Bjóöum nú takmarkað magn af þessari gæða-þvottavél frá Siemens á sérstöku afsláttarverði Áfangaþeytivinding ÍOOO sn./mín. Fjölmörg þvottakerfi Sjálfvirk magnskynjun Nýtir vel vatn og þvottaefni estu aup Verð aðeins kr. 85.600(afb.verð) kr. 79.608, - (staðgr.verð) ! UMBOÐSMENN OKKAR ERU: Akranes: Búðardalun Húsavík: Rafþjónusta Sigurdórs Ásubúð öryggi ísaf Póllinn Blönduós: Hjörleifur Júlíusson Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufjörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda Reyðarfjörður: Rarnet Egilsstaðir: Sveinn Guömundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Vestmannaeyjan Tréverk Hvolsvöllun Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Viljir þú endingu og gæði - velur þú SIEMENS. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Noregi? Hafa stjórnvöld tryggt í raun að afrakstri auðlindar okkar sé dreift til allra þjóðfélagsþegna með sanngjörnum hætti eða getur verið að einhver ein atvinnugrein sitji að henni og telji það beinlínis frekju og yfirgang ef aðrir álíti sig eiga þar einhvern rétt? Það er auðvelt að geta sér til hvar Norðmenn væru staddir nú ef þeir hefðu látið olíufélögin, sem dæla olíunni upp, hirða allan ágóð- ann án þess að greiða nokkuð til þjóðfélagsins, sem sannanlega er eigandi auðlindarinnar. Þá væri trúlega ekki tilefni fyrir nokkurn stjórnmálamann á íslandi að benda á að Norðmenn hafi olíuna til þess að styrkja aðrar atvinnugreinar, sem ættu undir högg að sækja, þ. á m. norskan skipaiðnað. Þá væri afraksturinn færður á eina hönd og aðrar atvinnugreinar settar í stöðu beiningamannsins, sem læt- ur sér lynda molana sem hrökkva af borðum þeirra sem auðlindinni ráða. Síðan yrði það sérstök íþrótt olíufélaganna að selja hvort öðru rétt til að bora eftir olíu, og að lokum kæmu þau málum þannig fyrir að starfsmenn þeirra yrðu neyddir til að taka þátt í þeim við- skiptum! Fráleitast af öllu væri að gera því skóna að aðrar atvinnu- greinar hefðu einhveiju raunveru- legu hlutverki að gegna í atvinnu- uppbyggingu; þær væru í besta falli „þjónustuaðilar“ eða „afæt- ur“, sem eyddu aðeins því sem handhafar auðlindarinnar færðu þjóð sinni sakir góðmennsku. Stjórnmálamenn ábyrgir Þegar stjómmálamenn okkar benda á aðra aðila í þessu þjóðfé- lagi (útgerðir) og jafnvel meðal annarra þjóða (ríkisstyrktan iðn- að), og segja þá sökudólga hvernig komið er fyrir íslenskum skipaiðn- aði og iðnaði yfirleitt, þá er rétt að benda þeim í vinsemd á að það era þeir sjálfir sem móta þær leik- reglur sem farið er eftir í íslensku atvinnulífi. Það era þeir sem ákváðu að afhenda einum aðila auðlindina á silfurfati og það eru þeir sem hafa að auki beint eða óbeint stuðlað að gríðarlegri um- framfjárfestingu þessara sömu aðila. íslenskir stjórnmálamenn IKUNERTÍ sokkabuxur hnésokkar MF v/Nesveg, Seltj Ingólfur Sverrisson „Niðurstaðan er því sú, að íslensk stjórnvöld hafa í raun afsalað sér áhrifum hvernig af- rakstri helstu auðlindar þjóðarinnar er ráðstaf- að. Það hafa norsk sljórnvöld hins vegar ekki gert og því hafa þau möguleika á að beina afrakstrinum m.a. til að efla aðra at- vinnustarfsemi, sem oft á í harðri og óvæginni samkeppni við niður- greiddan iðnað annarra landa.“ hafa aldrei haft þrek til þess að breyta leikreglum íslensks atvinnu- lífs á þann veg að aðrar atvinnu- greinar fái notið sín án þess þó að það komi niður á vel reknum útgerðum. Allt snýst um að hirða arð af auðlindinni með sem skjót- ustum hætti og koma afrakstrinum jafnharðan út í þjóðfélagið í mynd neyslu. Afleiðingin er sú að við eram fyrst og fremst neysluþjóðfé- lag sem treystir á skjótfenginn arð af auðlindinni en hugsum lítið um hvernig unnt er að virkja aðra möguleika til arðbærrar fram- leiðslu. Þetta getur bjargast á meðan hægt er að auka afrakstur auðlind- arinnar, en þegar við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hún er takmörkuð verður ekki hjá því komist að söðla um. Á meðan það er ekki gert þýðir ekki fyrir stjórnmálamenn að koma sök á aðra aðila; það er þeirra hlutverk að móta leikreglurnar og breyta þeim ef nauðsyn krefur. Samræmd atvinnustefna Niðurstaðan er því sú að íslensk stjórnvöld hafa í raun afsalað sér áhrifum hvernig afrakstri helstu auðlindar þjóðarinnar er ráðstafað. Það hafa norsk stjórnvöld hins vegar ekki gert og því hafa þau möguleika á að beina afrakstrinum m.a. til að efla aðra atvinnustarf- semi, sem oft á í harðri og óvæg- inni samkeppni við niðurgreiddan iðnað annarra landa. Það sem er þó kannski mikilvægast er að með þessum hætti gefst stjórnvöldum tækifæri til að reka samræmda atvinnustefnu sem tekur mið af þörfum allra samkeppnishæfra at- vinnugreina, en er ekki sífellt að hlaupa eftir því að tryggja lág- marksafkomu meðaltalsfyrirtækis úr röðum þeirra sem nýta auðlind- ina. Það ætti því að vera viðfangs- efni íslenskra stjórnmálamanna að vinna að breytingum á atvinnuum- hverfinu að þessu leyti en vera ekki einlægt að ræða afleiðingar núverandi kerfis sem þeir bera fulla ábyrgð á og er að margra dómi óhæft til þess að tryggja þann fjölda starfa sem þarf að bæta við á vinnumarkaðnum næstu árin. Á meðan þeir einhenda sér ekki í þetta viðfangsefni heldur ástandið áfram að versna og sú framtíðarsýn sem margir sjá í öflugum iðnaði verður aðeins mýr- arljós og atvinnuleysi vex eins og illgresi. Höfundur er framkvæmdasijórí MÁLMs - samtaka fyrírtækja í málm- og skipaiðnaði. Tyrkneska forræðismálið Söfnunarloforð voru gef- in upp á 2,3 milljónir FRAMLAGI upp á rúmar 2,3 milljónir króna hefur verið lofað í Lands- söfnun til styrktar baráttu Sophiu Hansen í Tyrklandi. Sigurður Pétur Harðarson, stuðningsmaður Sophiu, segir að söfnunarféð skili sér hægt. Hann bindur engu að síður vonir við að mestallt skili sér að lokum. Sigurður Pétur sagði að aðallega 5000 kr. algengt framlag. Hann væri um framlög frá einstaklingum sagðist reikna með að söfnunin héldi að ræða. Mikið væri um að eldra eitthvað áfram. fólk gæfi til baráttunnar og væri -•.....................' ■- ' ■ • bjóðum upp á viðhaldsskoðun (vetrarskoðun) á hagstæðu verði - fyrir þá sem ekki notfæra sér kerfisbundið eftirlit. A MITSUBISHI Fremstur meðal jafningja HEKLA SÍMI 695500 • BIFREIÐAVERKSTÆÐI Volkswagen Oruggur á alla vegu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.