Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Fjölskyldan hefur húðað silfur í 25 ár VIÐ Framnesveginn lúrir lítil vinnustofa, Silfurhúðun. Nútímatækni hefur enn ekki tekið völd með tölvustýrðum vélum og tandurhreinum áhöldum. Þó tækin séu orðin gömul og farin að láta á sjá þá ná þau að vinna þannig að Logi Magnússon og fjöl- skylda geta annað eftir spurn. Fjölskyldan hefur silfurhúðað síðastliðin 25 ár og haft það sem aukastarf. „Ég held að við séum eina fyrir- tækið á landinu sem bjóðum þessa þjónustu að silfurhúða á ný muni fyrir fólk. Þetta byijaði með því að við vorum tveir félagar að leita okkur að vinnu og sáum aulýst til sölu silfurhúðunartæki.“ Félagi Loga hætti von bráðar en þá ákvað Logi að taka yfir reksturinn með fjölskyldu sinni. - Hvað dugar silfurhúðunin ykkar lengi? „Að minnsta kosti áratug ef ekki lengur. Ég hef einu sinni fengið hlut aftur eftir tvö ár og þegar ég fór að grennslast fyrir um ástæður kom í ljós að konan hafði fægt hlutinn í hverri viku eða meira en hundrað sinnum. - Hvernig á fólk að hugsa um silfrið sitt? „Ef silfur er geymt í glerskáp þarf ekki að fægja oftar en tvisv- ar á ári. Það er líka gott að geyma borðbúnað í skúffum. Annars segja sérfróðir að silfrið endist best sé það notað mikið.“ Logi segir að hveravatn sé eitur og sjóða eigi kalt vatn og þvo silfrið síðan uppúr því og mildum sápu- legi. Auk þess sem fýrirtækið silfur- húðar muni þá breyta þeir kopar- munum í silfur, gera silfurmynst- ur svört, og gera silfurhúðuð nafnspjöld fyrir þá sem vilja. Þegar Logi er spurður um gæði þeirra muna sem hann fær í silfur- húðun segir hann að stundum hafi borist til sín hreinir dýrgripir sem eigendumir hafi ekkert vitað að væm verðmætir. Hinsvegar segir hannlíka að á undanfömum ámm hafi færst í vöxt að fólk hafi keypt ódýra silf- urvöru og því miður sé fólk oft að kaupa köttinn í sekknum. „Þetta á sérstaklega við um járn- gripi sem em síðan húðaðir með nikkel. Þessir hlutir hafa aðallega borist frá Bretlandi og Bandaríkj- unum og það má segja að eftir 3-5 ár eru munirnir kannski ónýt- ir. - Hvaða.málma er best að hafa undir húðuninni? „Ég hef ágæta reynslu af kop- ar, messing og nýsilfri og í göml- um munum er nokkuð um tin. Allt er þetta ágætt undir silfur- húðun." - Hvernig getur fólk vitað hvort munimir eru þess virði að láta húða þá aftur? „Vandaðir munir eru oft stimpl- aðir og á ekta silfri sem er til hér á landi em algengustu stimplarnir turnar og tölurnar 925 og 830. Þá muni þarf að sjálfsögðu aldrei að húða. Á bresku silfri era ljóns- hausar algengir. Stimplarnir skipta hinsvegar tugum ef ekki hundruðum þannig að ef fólk er í einhveijum vafa getur það leitað til mín og ég þá aðstoðað. Þetta á líka við ef fólk er í vafa hvaða málmar em undir húðuninni. ■ gfg PHILOO gsÍM Þvottavélar á verði sem alllr ráða við! Þær nota HEITT OG KALT vatn ■ spara tíma og rafmagn •Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali •Sérstakt ullarþvottakerfi •Fjölþætt hitastilling •Sparnaöarrofi •Stilling fyrir hálfa hleöslu Verð 52.500,- 49.875,-Stgr. L85-800 sn. vinda. Verð 57.500,- 54.625,- Stgr. (H? munIlAn Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 00 . FAX 69 15 55 Við vitum of lítið um skaðsemi fitu NIÐURSTÖÐUR hinna ýmsu rannsókna sem gerðar hafa verið á áhrifum fitu á likamann, gefa einna helst til kynna að nauðsynlegt sé að halda áfram rannsóknum, því grundvallarvitneskju um fitu sé ábótavant. Langtímarannsókn sem gerð var á tengslum fituneyslu og ■JJj hjarta-og æðasjúkdómum við o Harvard-háskóla nýlega, hefur valdið nokkra fjaðrafoki, enda stangast niðurstöður hennar á við niðurstöður margra fyrri rann- sókna sem bentu til þess að æski- legra væri að neyta jurtafitu í stað dýrafitu. Vísindamenn við Harvard komust að því að þeir sem neyta fæðu sem unnin er úr hertri jurta- fitu eru í aukinni hættu á að fá hjarta-eða æðasjúkdóma. - Fylgst með þeim í átta ár Rannsóknin náði til rúmlega 85 þúsund kvenna og var fylgst með mataræði þeirra í átta ár. Þær sem að jafnaði neyttu borðsmjörlíkis í 10 ár eða lengur voru í 67% meiri hættu á að fá hjarta-eða æðasjúk- dóma en hinar sem ekki neyttu smjörlíkis að staðaldri. Að sögn Helgu Guðrúnar Jónas- dóttur hjá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins er algengt að í matvæla- iðnaði sé notuð hert jurtafeiti. „Við herðingu breytist hún úr fljótandi formi í fast form. Við þá breytingu virðist jurtaolían auka magn LDL- blóðfitu sem er talin geta valdið hjarta-og æðasjúkdómum og draga úr HDL-blóðfitu sem talin er vinna gegn skaðlegum áhrifum LDL-blóð- fitu.“ Danska næringarráðið hefur var- að við neyslu hertrar jurtaolíu eftir að niðurstöður rannsóknarinnar við Harvard birtust, og hefur ráðið hvatt almenning til að draga úr notkun þeirra fæðutegunda sem innihalda mikið af hertri jurtaolíu. Dæmi um þær eru smjörlíki og ýmsar matvör- ur sem unnar eru úr iðnaðarsmjör- líki eins og kökur, smákökur og hvítt brauð. Kollvarpar fyrri hugmyndum Niðurstöður þessarar rannsóknar kollvarpa fyrri hugmyndum um skaðsemi harðar dýrafitu, en að sögn Helgu Guðrúnar hefur reynst erfitt að sýna fram á bein tengsl milli hjarta-og æðasjúkdóma og neyslu hennar. Við háskólann í Pittsburg í Banda- ríkjunum voru nýlega gerðar aðrar rannsóknir á neyslu hertrar jurtafitu og gáfu niðurstöður ástæðu til að ætla að mikil neysla hennar trufli insúlínbúskap líkamans og auki þar með líkur á sykursýki. Prófessor Lewis Kuller stjórnaði rannsóknun- um, en hann hefur einnig sýnt fram á að neysla smjörlíkis geti stuðlað að þyngdaraukningu. 540 konur tóku þátt í rannsókn hans á tengsl- um milli smjörlíkisneyslu og þyngd- araukningu. Þær konur sem neyttu smjörlíkis að minnsta kosti fjórum Þeir sem lesa um niðurstöður rannsókna á skaðsemi dýrafitu og hertrar jurtafitu, sleppa því vænt- anlega að smyrja brauðið sitt. sinnum í viku bættu við sig þremur kílóum meira á viku en samanburð- arhópurinn. Fjöldi hitaeininga var hinn sami í fæðu beggja hópanna og allar konurnar stunduðu álíka mikla líkamsrækt. Niðurstöður úr rannsóknum und- anfarinna áratuga virðast hafa farið í hring. Einn daginn er eitthvað álit- ið hættulegt sem næsta dag er talið hættulaust. Það er varla fýrir sauð- svartan almúga að botna nokkuð í jafn þversagnarkenndum niðurstöð- um og því líklega besti kosturinn að feta sig áfram eftir hinum tor- farna en gyllta meðalvegi. ■ BT Morgrinblaðið/Bemhard Jóhannesson Kristján Kristjánsson og Björn Oddsson ásamt tækinu. Hagræðing fyrir bændur og hestamenn HUGVITSMENNIRNIR Krist- ján Kristjánsson og Björn Odds- son þjá Véla- og búvélaverk- stæðinu Dekk og lakk í Reyk- holti hafa hannað og smíðað af miklu hugviti sjálfhleðsluvagn fyrir heyrúllur til hagræðingar fyrir bændur og hestamenn. Það er ekki auðvelt að með- höndla heyrúllu sem er allt að 800 kg en það er unnt með þessum vagni sem hægt er að setja aftan í hvaða bíl sem er og jafnvel fjór- hjól. Það er einfaldlega bakkað að rúllunni og með lítilli sveif er rúll- an hífð upp á vagninn og tekin síðan af með einu handtaki. Þetta tæki er hannað og smíðað eftir hugmyndum þeirra félaga og er fyrsta tæki sinnar tegundir hér á landi. Tækið verður sent til próf- unar hjá bútæknideildinni á Hvanneyri. Ef það stenst allar kröfur um öryggi og notagildi verður vagninn settur í fjöldafram- leiðslu. ■ Bernhard Hönnuðir aðstoða karla Á laugardögum verða á næst- unni hönnuðirnir Anna Sigríður og Katrín í Hagkaup Kringlunni að aðstoða þá karlmenn við fataval sem vilja og kenna kon- um að hnýta slæður. Hönnuðirnir koma til með að vera í versluninni á laugardögum út nóvembermánuð og að sögn forsvarsmanna hjá Hagkaup er þetta liður í að auka þjónustuna. „Karlmenn eru oft ósjálfstæðari en kvenfólk við fataval og nú þeg- ar hafa konurnar aðstoðað karl- menn síðustu tvo laugardaga og þeir kunnað að meta hjálpina. ■ Neytendur óbundnir af ósanngjörnum samningsskilmálum FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandalagsins hefur með tilskipun bannað ósanngjarna skilmála í samningum við neytendur. Búist er við að efni tilskipunarinnar taki gildi á Evrópska efnahagssvtbð- inu og þar með hér á landi í lok ársins 1994. Talið er að ýmsir samningar sem fyrirtæki gera við neytendur á stöðluðum samnings- formum bijóti í bága við þessar reglur en það hefur ekki verið kannað nákvæmlega. Reglur um bann við ósanngjörnun samningsskilmálum gilda um staðl- aða samninga. Er þá átt við samn- inga sem samdir hafa verið fyrirfram og neytandinn hefur þess vegna ekki átt kost á að hafa áhrif á hann. Samningsskilmáli sem ekki hefur verið sérstaklega samið um telst óréttmætur ef hann veldur umtals- verðu ójafnvægi réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda til tjóns, þó hann hafi verið gerður í góðri trú. Neytandi er ekki bundinn af slíkum skilmálum. Á fylgiskjali með tilskipun EB er birtur til leiðbeining- ar listi með skilmálum sem geta talist ósanngjarnir, svokallaður svartur listi. Fara þarf yfir fjölda samninga í bæklingi Samkeppnisstofnunar, Neytendur á Evrópsku efnahags- svæði, kemur fram að ekki þarf miklar lagabreytingar til að lögfesta reglurnar hér á landi. Viss ákvæði íslensku samningalaganna og sam- keppnislaganna taka til ósanngjarnra samningsskilmála. Sigrún Kristmannsdóttir, deildar- stjóri á Samkeppnisstofnun, segir að gildistaka reglnanna hér á landi, sem væntanlega verður í lok næsta árs, gefi tilefni til að athuga skil- mála í helstu samningum sem fyrir- tæki gera við neytendur á stöðluðu formi. Nefnir hún sem dæmi ábyrgð- arskírteini bílaumboða og fleiri fyrir- tækja, vátryggingasamninga, samn- inga um afborgunarkaup, samninga greiðslukortafyrirtækjanna, samn- inga vegna fasteignaviðskipta, samninga um notaða bíla, hópferðir og flei^a. Ýmis atriði gætu stangast á við reglurnar, til dæmis um gerðar- dóm gegn því að neytandi afsali sér rétti til að fara með ágreining um mál fyrir dómstóla. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.