Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 19 20 millj. bótakrafa vegna meintrar ólög- mætrar frávikningar GUÐJÓN Andrésson, ökukennari sem um 15 mánaða skeið á árunum 1990 og 1991 gegndi starfi forstöðumanns Bifreiða- prófa ríkisins, krefst 20,6 miljóna króna skaðabóta í dóms- máli sem hann hefur höfðað gegn dómsmálaráðherra og fjár- málaráðherra vegna frávikningar hans úr starfi sem Guðjón telur að hafi borið að með ólögmætum hætti. Ottar Birting kemur til Fáskrúðsfjarðar. Nýr skuttogari kom til Fáskrúðsfj arðar Fáskrúðsfírði. NÝR skuttogari erkominn til Fáskrúðsfjarðar. Skipið er keypt frá Englandi og heitir það Ottar Birting og er rúm- lega 800 rúmlestir og er í eigu Skriðjökuls hf. sem verður skráð á Fáskrúðsfirði. Skipið er skráð í Panama en verður með heimahöfn á Fáskrúðsfirði. Að því er fram kemur í stefnu Jóns Oddssonar hrl. lögmanns mannsins var Guðjón settur og síðan skipaður forstöðumaður Bif- reiðaprófa ríkisins af Óla Þ. Guð- bjartssyni dómsmálaráðherra í upphafí ársins 1990 en vikið frá störfum með bréfi Þorsteins Páls- sonar dómsmálaráðherra í maí 1991 þegar ráðuneytið sendi atriði í embættisfærslu hans til rann- sóknar hjá RLR. Gögn þeirrar rannsóknar voru send til ríkissaksóknara í næsta mánuði, júní 1991, og sendi ríkis- saksóknari. málið samdægurs til umsagnar í dómsmálaráðuneyti. ítrekað gengið eftir umsögn ráðuneytis í stefnunni segir að Guðjón hafi ítrekað gengið eftir því að umsögn ráðuneytisins yrði látin í té svo hægt yrði að ljúka málinu og með bréfi ráðuneytisins til ríkis- saksóknara í september 1991 hafi ráðuneytið lýst því yfir að það teldi ekki tilefni til frekari aðgerða í því málinu. 18. september 1991 var Guðjóni tilkynnt með bréfí rík- issaksóknara að ekki væri talið tilefni til aðgerða ákæruvalds vegna málsins. Frá upphafí rann- sóknarinnar og til 18. semtember hafði Guðjón fengið greidd hálf föst laun en eftirstöðvar fullra fastra launa voru greidd eftir að fyrrgreind yfírlýsing ríkissaksókn- ara lá fyrir. Þá hafði hins vegar annar maður verið settur í starf Guðjóns sem forstöðumaður Bif- reiðaprófa ríkisins og ítrekuðum tilmælum Guðjóns um leiðréttingu sinna mála var ekki sinnt af hálfu ráðherra, að því er segir í stefn- unni. Fyrrgreindar bótakröfur mannsins í málinu séu um skaða- og miskabætur fyrir ólögmæta frá- vikningu úr starfí en Guðjón hafí ekki fengið laun frá 1. september 1991. Til rökstuðnings kröfunni vísar lögmaðurinn m.a. til þess að Guðjóni hafí enn ekki borist lög- mæt tilkynning um lausn frá störf- um heldur hafí hann eingöngu ver- ið tekinn út af launaskrá. Meðal þeirra sem Jón Oddsson hrl. segist í stefnunni áskilja sér rétt til að kalla fyrir dóm eru for- seti íslands, forsætisráðherra og fjármálaráðherra, aukfyrrverandi dómsmálaráðherra en frma kemur í stefnunni að Guðjón hafi leitað ásjár forsætisráðherra til að knýja á um skjóta úrlausn sinna mla hjá dómsmálaráðherra þegar honum þótti dragast að fá fram lyktir í málinu. Stundaðar verða veiðar utan 200 mílna lögsögu. Skipið sem er frystiskip er búið fyrir heil- fyrstingu en ráðgert er að útbúa skipið fyrir flakavinnslu og er það ekki talin kostnaðarsöm aðgerð. Lestar skipsins taka um 600 tonn af flökum. Skipið kost- aði liðlega 100 milljónir hingað komið og telja eigendur að skip- ið hafí jafnmikla eða jafnvel meiri möguleika til úthafsveiða og skips sem hafa verið að koma til landsins og kosta yfír 1 millj- arð króna. , Kojur eru fyrir 34 manns í eins og tveggja manna klefum. Það er allt hið vistlegasta og virðist hafa verið vel umgengið. Skipið er smíðað í Noregi 1968 og lengt í Danmörku 1978. Það var sett í það ný vél 1988, MAK 3000 hestöfl. Ráðgert er að halda til veiða á næstu dögum. Skipstjóri verð- ur Guðmundur Kr. Guðmunds- son og yfírvélstjóri Steindór 01- sen. Koma skipsins til Fáskrúðs- fjarðar var vegna samstarfs milli Búðahrepps og Skriðjökuls hf. til þess að bæta atvinnu- ástand á staðnum. - Albert. Ríkisendurskoðun Endurbætur á Lyfjaversl- unríkisins gagnrýndar FRUMVARP um að breyta Lyfja- verslun ríkisins í hlutafélag og selja hlutabréf í því hefur verið lagt fram á Alþingi. Ríkisendur- skoðun gagnrýnir í skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreiknings 1992 að ráðist hafi verið í kostnað- arsamar endurbætur og skipu- lagsbreytingar á fyrirtækinu, sem taldar eru kosta 235 millj. kr. á sama tima og frumvarp um sölu fyrirtækisins er til afgreiðslu á þingi. „Framkvæmdimar gætu takmark- að möguleika nýrra eigenda á að móta framtíðarstefnu fyrirtækisins og óvíst er að kostnaður vegna end- urbótanna skili sér við sölu en hann er áætlaður um 235 milljónir króna. Vegna fyrirhugaðra framkvæmda hefur Lyfjaverslunin ekki greitt arð í ríkissjóð frá árinu 1989 þrátt fyrir umtalsverðan hagnað á tímabilinu," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Starfsmenn hafa umsjón með framkvæmdum Einnig er gagnrýnt í skýrslunni að starfsmenn Lyfjaverslunarinnar hafi sjálfir haft umsjón með fram- kvæmdunum þrátt fyrir fyrirmæli laga um opinberar framkvæmdir. „Umsjón verklegra framkvæmda er tímafrek og krefst sérþekkingar. Verður því að efast um hagkvæmni þess að starfsmenn lyfjaverslunar- innar sinni sjálfír þessu verkefni," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Hagnaður af rekstri Lyfjaverslun- arinnar var 67 milljónir kr. á sein- asta ári. Sigurður Markússon, stjórnar- formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga. inn er. Auðvitað er slíkt mjög dapurlegt, en menn mega ekki gleyma því að við höfum barist hérna eins og ljón við að borga niður okkar skuldir. Það hefur ekki átt sér stað annað eins skuld- auppgjör í íslandssögunni hjá einu fyrirtæki frá upphafi, að ég held, og hér hjá okkur,“ sagði Sigurður. „Ef ég minnist aðeins á Mikla- garð, þá fínnst mér að í fjölmiðla- umfjöllun um það fyrirtæki hefði aðeins mátt minna á að Samband- ið setti hvorki meira né minna en 900 milljónir króna í Miklagarð, í mjög heiðarlegum tilraunum til að bjarga fyrirtækinu frá þroti. Ég held að í okkar verslunarsögu munu menn ekki finna eitt einasta dæmi um að eigandi hafí látið svona mikið fé í dótturfyrirtæki til að bjarga því eftir að það var kom- ið í erfiða stöðu,“ sagði Sigurður Markússon að lokum. Viðtal Agnes Bragadóttir Brýnt að leita nýrra markaða Ástand síldarstofna hefur batnað mikið BETRI nýting síldaraflans og átak í markaðsmálum varðandi síld var til umræðu á Alþingi á þriðjudag. Mikill hluti síldar fer i bræðslu og er lágt verð á unninni síld megin ástæðan til þess. Markaðshorfur gætu vænkast fyrir síldarafurðir m.a. í Eystrasaltslöndum og í Evrópu. í greinargerð með þingsályktun, sem var til umræðu á Alþingi á þriðjudag, um skipan þriggja manna nefndar til að móta stefnu um nýt- ingu síldarstofna, er meðal annars lagt til að síldveiðar til manneldis og vinnslu verði gefnar fijálsar allt árið. Þar segir að ástand síldarstofna hafi batnað mikið og megi ætla að síldveiði muni aukast á næstu árum. Bent er á ýmsar leiðir til að efla síld- arvinnslu og koma í veg fyrir að vinnsluhæf síld fari í mjölvinnslu. Flutningsmaður er Jóhann Ársæls- son, Alþýðubandalagi. Lágt verð Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagði að óhjákæmilegt væri að hafa stjórn á sfldveiðum eins og öðrum veiðum. í máli hans kom fram að meginástæðan fyrir því hve mikill hluti síldarinnar færi til mjöl- vinnslu væri lágt verð fyrir manneld- issfld. Síldarmarkaður í Rússlandi hefði hrunið og bann Evrópubanda- lagsins við að síld færi til mjöl- vinnslu hefði aukið framboð af sfld í Evrópu og héldist verðið því lágt. Hann sagði að betur hefði til tekist á yfírstandandi vertíð en þeirri síð- ustu og á mögurm stöðum hefði gegnið vel að fá síld til vinnslu. Varð- andi hugmyndir um að-hygla bátum sem lönduðu í vinnslu með auknum kóta sagði Þorsteinn að það kallaði á að allir væru jafn réttháir um að landa í vinnslu en það væri erfitt að útfæra. Hann sagði að hagsmunaað- ilar stæðu næst þessum málum. Björn Bjarnason, Sjálfstæðis- flokki, sagði m.a. að með aðild ís- lands að EES opnaðist markaður fyrir síld í Evrópu. Þá gætu Eystra- saltsþjóðirnar orðið mikilvægt markaðssvæði fyrir íslenska síld í náinni framtíð. Hann sagði að vel væri til þess vinnandi að leggja rækt við þennan markað, hugsan- lega með því að íslendingar settu á stofn aðstöðu og jafnvel vinnslufyr- irtæki í þessum löndum. Þingmenn fái fæðingarorlof ÞINGMENN njóta ekki réttinda til fæðingarorlofs samkvæmt lögum um þingfararkaup. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista, mælti fyrir breytingum á lögunum á Alþingi á þriðjudag þannig að þing- menn og ráðherrar nytu sömu réttinda í þessu efni og annað launafólk. Ingibjörg sagði að sér teldist til að í rétt tæplega 120 ára sögu endur- reists Alþingis hefðu þijár þingkonur tekið sér leyfí frá störfum á Alþingi vegna bamsburðar. I þessum tilvikum hefði Alþingi séð sóma sinn í að leysa málin þannig að þessar konur hefðu ekki sætt lakari kjömm en aðrar vinn- andi konur í landinu. Engu að síður væri sjálfsagt að breyta lögum um þingfararkaup og laun starfsmanna ríkisins þannig að þingmenn og ráð- herrar hefu skýlausan rétt til fæðing- arorlofs eins og annað launafólk. A HOTEL ISLANDI FÖSTUDAGINN 12. NÓVEMBLR 1993 Þaö verður drukkiö, boröaö, hlegíö, sungiö, kjaftað, dansað og prangaö á fyrstu almennilegu uppskeruhátíö hestamanna, því allir hestamenn á landinu þveru og endilöngu munu koma saman og skemmta sér konunglega. Útnefndur verður hestaíþróttamaöur ársins. Skemmtiatriöi veröa öll úr rööum hestamanna: Heiöraöir veröa afreksmenn Hestakaupahorn Fjöldasöngur Sýnt verður frá stórmótum sumarsins á risaskjá. Ræðumaður kvöldsins: Páli Pétursson alþingismaður Eftirherman Hermann Árnason Einsöngur: Baldvin Kr. Baldvinsson Danssýning Veislustjóri: Guömundur Bírkir Þorkelsson HLJÓMSVEIT GEIRMUNDAR VALTÝSSONAR leikur fyrir dansi Matseðill Rjómalöguö humarsúpa Grillsteikt lambafillet meó rauövínssósu Grand Marnier tryffle Verö meö þriggja rétta kvöldverði, skemmtiatriöum og dansleik aöeins kr. 3.900,- Miðasala og borðapantanir í síma 687111. tiaiiT Húsið opnað fyrir matargesti kl. 20.30 og fyrir dansgesti kl. 24.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.