Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Hagnaður Olís 85 millj. eftir ir níu mánuði HAGNAÐUR Olíuverslunar íslands hf., Olís, var alls 85,2 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins. Allt síðastliðið ár var hagnaðurinn 60,5 milljónir. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir var 283 milljónir fyrstu níu mánuðina. Á þessu ári hafa 105 milljón- ir verið færðar til gjalda vegna breytinga á niðurfærslu og tap- aðra viðskiptakrafna. Rekstrartekjur fyrstu níu mánuði ársins voru 4.500 milljónir og juk- ust um rúmlega 13% frá sama tíma- bili í fyrra. Almenn rekstrargjöld hafa hækkað í samræmi við aukin Skoðanakönnun í Reykjavík Sjálfstæð- isflokkur áfram með meirihluta SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN héldi meirihluta sínum í borgar- stjórn ef kosið yrði nú og fengi 52% atkvæða samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar sem Félagsvísindadeild Háskólans gerði fyrir Ríkissjónvarpið og greint var frá í fréttum í gær. Samkvæmt könnuninni myndi Kvennalistinn auka fylgj sitt úr 6% í 22% og bæta við sig þremur borgarfulltrúum. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar færi Sjálfstæðisflokkurinn úr 60% fylgi í seinustu kosningum í 52% og myndi missa einn borgarfull- trúa. Alþýðuflokkurinn fengi 5% og engan fulltrúa en flokkurinn bauð fram með Nýjum vettvangi í síðast. Framsóknarflokkurinn fengi 9% at- kvæða, sem er svipað fylgi og hann fékk í kosningunum og héldi sínum fulltrúa. Alþýðubandalagið tapar hálfu prósentustigi og fengi 8% en héldi sínum borgarfulltrúa. Nýr vett- vangur fengi 3% í stað tæplega 15% í kosningunum og myndi tapa báðum borgarfulltrúum. í könnuninni var einnig spurt um afstöðu svarenda ef minnihlutaflokk- amir sameinuðust um einn fram- boðslista gegn Sjálfstæðisflokknum. Niðurstöðumar urðu þær að Sjálf- stæðisflokkurinn myndi missa meiri- hluta sinn í borginni ef minnihluta- flokkamir sameinuðust í einu fram- boði og fengi þá 45% atkvæða og 7 fulltrúa gegn 55% sameinaðs fram- boðslista, sem fengi þá 8 fulltrúa kosna í borgarstjóm. Könnunin náði til rúmlega 600 manns og svöruðu rúmlega 400. Skekkjumörk í könnuninni eru 1-6%. umsvif og verðlagsbreytingar en hækkun ijármagnskostnaðar er nokkm meiri, einkum vegna gengistaps, að sögn Einars Bene- dikssonar, forstjóra Olíuverslunar íslands. Á árinu hefur verið íjárfest fyrir 84 milljónir m.a. í stækkun birgða- stöðvar félagsins á Akranesi og í , 'undirbúningi er endurnýjun þjón- ustustöðva við Ánanaust og í miðbæ Hafnarfjarðar. Heildareignir félagsins í lok sept- ember námu 4.240 milljónum og eigið fé var 1.768 milljónir. Eiginfj- árhlutfall var því tæplega 42% og veltufjárhlutfall 1,20. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Unglingar lesa Biblíuna Félagar í Æskulýðsfélagi Árbæjarkirkju lesa Biblíuna í kirkjunni tii kl. 16 í dag og hafa þá verið að í heilan sólarhring en lesturinn hófst kl. 16 í gærdag. Unglingarnir, sem em um 40 talsins á aldrinum 13—16 ára, hafa gengið í hús og safnað áheitum til styrktar börnum sem dvelja í Kvennaathvarfmu. Þá verður einnig tekið við áheitum í kirkjunni í dag og þeim sem líta inn gefinn kostur á að fá sér kaffí og meðlæti. í gærkvöldi vom áheit komin í rúmar 100.000 krónur að sögn sr. Þórs Haukssonar. „Við byijuðum klukkan fjögur og höld- um ótrauð áfram. Krakkarnir eru spenntir og passa vel upp á'að taka við þegar þeirra tími kemur í lestrinum svo aldrei verði hlé. Áheitasöfnun hefur gengið framar vonum og í dag ætlum við að hafa kaffíveitingar fyrir þá sem kíkja í kirkjuna," sagði sr. Þór. Þriggja bíla árekstur und- ir Hafnarfjalli FJÖGUR umferðaróhöpp urðu vegna hálku og skafrennings á milli klukkan 16 og 20 á svæði Borgameslögreglunnar í gær. Engin meiðslu urðu á fólki en tals- vert eignatjón. Þrír bílar lentu í árekstri undir Hafnarfelli, tveir jeppar fóm út af veginum og tveggja bfla árekstur varð í Borganesi. -----» ♦ ♦--- Dekkjum stolið und- an bílum SEX hjólbörðum á felgum var stol- ið undan tveimur bilum í Reykja- vík í fyrrinótt. Undan öðmm bílnum, sem stóð við hús við Eskihlíð, var öllum dekkj- unum stolið; nýjum vetrarhjólbörðum sem eigandinn var nýbúinn að setja undir. Jón Sigurðsson verð- ur aðalbankastj óri NIB STJÓRN Norræna fjárfestingabankans (NIB) fór þess á leit við Jón Sigurðsson, bankastjóra Seðlabanka íslands, síðastliðinn þriðjudag, að hann taki við aðalbankasljórastöðu Norræna fjárfestingabank- ans. Jannik Lindbæk lætur af störfum aðalbankastjóra NIB um áramót. Jón þekktist boðið í gær, og tekur við hinu nýja starfi þann 11. apríl á næsta ári. Tveir íslendingar eiga sæti í stjóm NIB, þeir Guðmundur Magnússon prófessor, sem er varaformaður stjórnarinnar og starfandi stjórnarformaður, síðan í október, þeg- ar Olle Vástberg tók við ritstjórastarfi hjá Expressen, og Tómas Árnason, bankastjóri Seðlabankans. Um 50 umsækjendur sóttu um þetta mikla ábyrgðarstarf, en stjóra NIB ákvað þrátt fyrir þennan fjölda umsækjenda, að leita eftir þvi við Jón Sigurðsson að hann taki að sér starfið, en hann var ekki meðal umsækjenda. Manni bjargað úr brennandi herbergi ELDUR kom upp herbergi í tvíbýlishúsi í Vesmannaeyjum um kl. 18 í gær og var einn maður sofandi í herberginu þar sem eldurinn kom upp en lögreglu tókst að bjarga honum út úr húsinu. Slapp maður- inn að mestu við brunasár en hlaut minniháttar reykeitrun sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Ekki mátt miklu muna að verr færi því eldur var búinn að læsa um sig í rúmföt og dínu. íbúar annarri íbúð hússins urðu var við reykjalykt og létu lögreglu og vita og þurftu lögreglumenn að bijóta sér leið inn í húsið þar sem þeir komu að manninum sofandi og var þá mikill reykur í íbúðinni. Tókst fljóttega að ráða niðurlögum • eldsins. Talið er að kviknað hafí í út frá sígarettu. „Ég mun óska eftir því við Al- þingi að það veiti mér heimild tii þess að ráða ekki heldur í stöðu Jóns Sigurðssonar, fyrr en Alþingi hefur afgreitt nýtt frumvarp um Seðlabanka, þar sem meðal annars verður tekin afstaða til þess hvem- ig stjórn Seðlabankans á að vera háttað," sagði Sighvatur Björg- vinsson viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. „Ég tel að það komi vel til skoðunar og eigi að athuga það sérstaklega að bankastjóri Seðiabankans eigi bara að vera einn, og þá með að- stoðarbankastjóra sér við hlið,“ sagði Sighvatur. Stærsti lánveitandi íslands „Þetta nýja starf leggst afar vel í mig,“ sagði Jón Sigurðsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Jón sagði starfí sínu sem bankastjóri Seðlabankans lausu, á fundi bankaráðs Seðlabankans í gær, en hann mun gegna því starfí næstu fimm mánuðina. Ráðið er í stöðuna hjá NIB til fímm ára í senn, en að fimm árum liðnum, er mögu- leiki á framhaldsráðningu til ann- arra fímm ára. Höfuðstöðvar NIB eru í Helsinki í Finnlandi. Norræni fjárfestingabankinn er sameign ríkissjóða allra Norður- landanna en eignarhlutfail er mis- munandi. Svíþjóð á 40%, Danmörk, Noregur og Finniand eiga 18%-20%, en ísland á aðeins 1%. Þrátt fyrir það renna 9% af lánum og ábyrgðum sjóðsins til íslands, og er NIB orðinn stærsti alþjóðlegi lánveitandi íslands, þegar lagður er saman opinberi geirinn og einkageirinn. Hagnaður 2,56 milljardar Hagnaður af starfsemi NIB fyrstu átta mánuði þessa árs nam 2,56 milljörðum króna og hagnað- urinn af starfsemi bankans allt árið í fyrra var 4,1 milljarður króna. Island fékk að láni frá NIB fyrstu átta mánuði þessa árs 5,2' milljarða króna og alls eru úti- standandi lán bankans til ísiands um 28 milljarðar króna. Hjá NIB starfa nú tveir íslend- ingar, Þorsteinn Þorsteinsson, sem starfar í ijármáladeild NIB, og Guðmundur Tómasson, sem starf- ar í norrænu útlánadeildinni og annast samskipti bankans við ís- lenska aðila. Sjá viðtöl við Jón Sigurðsson og Sighvat Björgvinsson, á miðopnu. í dag Eftirlaunakröfur á SambandiÖ Verða væntanlega flokkaðar sem almennar kröfur við gjaldþrot 23 Sameiningartillögur á Vest- fjörðum_________ Lagt til að sveitarfélögum fækki úr 24 í 4 31 Aftur auöveldur sigur__________ ísland vann Búlgaríu í Evrópu- keppni landsliða í handknattleik öðru sinni með 28 mörkum gegn 17 55 Leiðari________________________ Réttaröryggi 28 Wt rjpr mer •^kki vpn um V að vmna wS&m iiww.ir -.Jmtá - jj ' ih's’iáSí USB0K ■ MOnOUNB L AÐB t N B Menning/Listir ► Skáldsögur Uiuga og Stein- unnar. Danstónlist Einars og Hilmars. Tónskáld tilnefnd til verðlauna. Dómur um skáldsögu Guðbergs. Arthur Miller á íslenzku leiksviðii A Lesbók ► Arthur Miller á íslenzku leik- sviði - Punktar af Snæfellsnesi: Komið við í Dritvík og á Djúpal- ónssandi- Meira um ömefni á og við Surtsey. Ljóð eftir Rilke. Tryggingayfírlækn- ar hætta störfum BJÖRN Önundarson tryggingayfirlæknir Tryggingastofnunar rík- isins sagði starfi sínu lausu frá og með næstu áramótum eftir fund með heilbrigðisráðherra í gær. Björn hefur þegar látið af störfum samkvæmt upplýsingum Jóns Sæmundar Sigurjónssonar, formanns tryggingaráðs. Stefán Bogason, aðstoðartryggingayfirlæknir Tryggingastofnunar, sagði einnig starfi sínu lausu í vikunni en mál þessara tveggja Iækna, ásamt tveimur læknum tryggingafé- laga, sem hafa metið örorku fólks, hafa verið til rannsóknar hjá yfirvöldum vegna meintra skattsvika. Heilbrigðis- og tryggingaráð- herra bað embætti ríkislögmanns fyrir skömmu að meta hvaða áhrif meint skattsvik tryggingalæknanna hjá Tryggingastofnun hefðu á starfshæfí þeirra. Skilaði ríkislög- maður ráðherra áliti sínu fyrir nokkrum dögum, en ekki hefur fengist upplýst hvert efni þess er. Máli Stefáns lauk fyrir skömmii með dómssátt en mál Björns er enn til meðferðar hjá yfirskattanefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.