Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 56
MORGUNBLADW, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK StMl 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Ungur Reykvíkingur bjargaði konu úr alelda húsi í Arnarnesinu í Garðabæ í gærkvöldi Hjálpaði henni út um glugga Ég var í nágrenni við Hegranes 29, þegar ég sá mikinn reyk leggja frá húsinu. Þegar ég kom nær sá ég konu í eldbjarma í ein- um glugganum. Hún var að reyna að komast út. Ég hljóp til, greip skóflu klifraði upp á stillans og braut rúðuna. Konan vildi þá bjarga gæludýrum sínum, en það tókst ekki og hjálpaði ég henni þá út.“ Þannig lýsti Gunnar Ægir Guðmundsson, 29 ára Reykvík- ingur, því er hann bjargaði konu út úr brennandi húsi, Hegranesi 29 á Arnarnesi, í gærkvöld. Kon- an var ein heima, hlaut þriðja stigs brunasár á höndum og höku. Húsið stórskemmdist í brunanum, en slökkvistarfí var að mestu lokið um kl. 23 í gærkvöldi. Vakt var við húsið fram eftir nóttu. Haft var samband við slökkviliðið í Hafnarfírði kl. 20.05 í gærkvöldi og kom það á vettvang skömmu síðar. Helgi ívarsson, varðstjóri, sagði að mikill eldur hefði verið í húsinu þegar slökkviliðið kom að. Helgi sagði að mikið hefði verið af eldfimum varningi um allt húsið og hefði það auðveldað eldinum að breiðast út. Hann sagði að konan hefði verið að kveikja upp í ami og virtist eldur hafa komist í innan- stokksmuni. Morgunblaðið/Júlíus Húsið alelda Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang, eins og þessi mynd sýnir, en hún var tekin um tuttugu mínútum eftir að slökkviliðið var kvatt út. Slökkviliðið í Reykjavík aðstoðaði Hafnfirð- inga við slökkvistarfið, en því var að mestu Iokið um klukkan ellefu í gærkvöldi. Reyk lagði yfir stóran hluta Kópavogs og austurhluta Reykjavíkur. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ á fylgi sljórnmálaflokkanna Fylgi vex hjá Sjálfstæð- isflokki og Kvennalista SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 33,8% fylgi ef gengið væri til alþingiskosninga nú samkvæmt skoðanakönnun um fylgi flokk- anna sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið, og eykur flokkur- inn fylgi sitt um 8 prósentustig frá seinustu könnun stofnunarinn- ar í maí. Kvennalistinn heldur áfram að auka fylgi sitt frá sein- ustu könnunum og mælist nú með 19,9% fylgi en Framsóknarflokk- urinn, Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur tapa fylgi skv. könnun- inni. Þá hefur stuðningur við ríkis- stjórnina lítillega aukist frá sein- ustu könnun Félagsvísindastofn- unar í maí. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 23,7% fylgi og fellur úr 27,5% fylgfí könnun félagsvísindastofnunar í maí, en þá fékk flokkurinn mest fylgi allra flokka. Framsóknarflokk- urinn fékk 18,9% í alþingiskosning- unum 1991. Alþýðubandalagið tapar einnig fylgi skv. könnuninni og mælist nú með 13,6% samanborið við 17,7% í maí og 14,4% í kosningunum. Hefur flokkurinn ekki mælst með minna fylgi í skoðanakönnunum Félagsvís- indastofnunar á kjörtímabilinu. Kvennalistinn eykur fylgi sitt um tæp 2 prósentustig frá seinustu könnun í maí þegar flokkurinn mæld- ist með 18% fylgi en Kvennalistinn fékk 8,3% í kosningunum. Alþýðuflokkurinn fær nú 8,3% en hafði 10,2% í maí-könnun og 6,8% í fylgiskönnun sem Félagsvísinda- stofnun gerði í febrúar. Alþýðuflokk- urinn fékk 15,5% fylgi í kosningun- um 1991. Skv. könnuninni nú fær Sjálfstæð- Landsbankinn var fyrir vaxta- lækkun með lægstu útlánsvexti verð- tryggðra lána. Eftir vaxtalækkunina í gær er Landsbankinn áfram með isflokkurinn svipað fylgi og hann fékk í febrúar-könnun Félagsvísinda- stofnunar en í maí mældist fylgi flokksins hins vegar það minnsta á kjörtímabilinu eða 25,7%. Flokkurinn fékk 38,6% fylgi í alþingiskosningun- um. 30,4% styðja ríkisstjórnina Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar lægstu vextina, eða 7,2% meðalvexti á vísitölubundnum lánum á móti 7,8% meðalvöxtum hjá íslandsbanka og 7,7% hjá Búnaðarbanka og sparisjóð- eru nú 30,4% skv. könnuninni en voru 28,6% í maí. Andstæðingum hefur fækkað lítillega frá í vor og eru nú 47,3% samanborið við 51,5% { maí-könnun Félagsvísindastofnun- ar. 22,4% svarenda í könnuninni sögðust vera hlutlausir gagnvart rík- isstjóminni samanborið við 19,9% í maí. Sjábls.22. unum. Lánskjör Búnaðarbankans, sparisjóða og íslandsbanka eru frá 6,9% til 8,3% lakari en þau sem Landsbankinn býður upp á á vísitölu- bundnum lánum. Hann er einnig með lægstu kjörvexti verðtryggðra lána, eða 5,25%, en hinir bankarnir eru þar með 5,5% til 5,65% kjörvexti. Sjá Af innlendum vettvangi á miðopnu: Landsbankinn býður langbestu útlánskjörin... Snarpur kippur við Krísuvík ALL snarpur jarðskjálftakippur fannst víða á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 21 í gær og mældist hann 3,7 stig á Richter- kvarða. Upptök skjálftans voru fyrir vestan Kleifarvatn um fimm kílómetra austan Krísuvikurskól- ans, að sögn Barða Þorkelssonar á jarðeðlisfræðideild Veðurstofu. Jarðskjálftinn fannst víða á höfuð- borgarsvæðinu en ekki höfðu borist fregnir um hvort skjálftans varð vart á Suðurnesjum. All margir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið í gær- kvöldi og mældist sá stærsti 2,3 stig á Richterkvarða um kl. 21.30. Barði sagði líklegt að eftirskjálftar kynnu að halda áfram fram eftir nóttu. Að sögn Barða kemur jarðskjálfti á þessum slóðum ekki á óvart þar sem um þekkt jarðskjálftasvæði er að ræða og er þar iðulega nokkur skjálftavirkni. 20. nóvember á sein- asta ári varð jarðskjálfti á sömu slóð- um sem mældist 3,9 á Richterkvarða og fylgdi honum fjöldi eftirskjálfta. Landsbanki Islands með lægstu útlánsvexti á verðtryggðum lánum Lán 6,9-8,3% dýrari í öðrum lánastofmmum ÞEIR Jón Sigurðsson bankastjóri Seðlabankans og Sighvatur Björgvins- son viðskiptaráðherra telja í samtölum við Morgunblaðið, að ef útláns- kjör Landsbanka íslands á verðtryggðum lánum verða mun hagstæð- ari en lánskjör annarra lánastofnana til frambúðar, þá muni viðskipti í auknum mæli færast frá „hávaxtabönkum“ yfir til Landsbankans. Landsbankinn er stærsti banki landsins, með um 43% markaðarins í inn- og útlánum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.