Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 41 í Ullarnesi í Mosfellsbæ, en það voru braggar sem reistir voru á stríðsár- unum. Dísa eignaðist einn son, Bern- harð Linn, 1. október 1942, en hann er kvæntur Dagbjörtu Pálmadóttur og eiga þau fimm börn. Dísa var ein af þessum perlum sem mikil eftirsjá er að. Við systkin- in nutum þeirra forréttinda að vera alin upp í næsta nágrenni við Dísu í Ullarnesi. En stutt var að hlaupa frá heimili okkar niður í Ullarnes, og þangað sóttum við mikið. Dísa gaf okkur mikið af sínum tíma þeg- ar við vorum lítil. Hún fór með okk- ur í ótal ferðir. Það voru fjöruferðir, fjallgöngur upp á Helgafell og Reykjafjall. Á sumrin í góðu veðri var líka farið í langa gönguferð í Mosfellsdalinn. En Dísa var hafsjór af fróðleik, og vel máli farin. í þess- um ferðum var oft sest niður á steina, og sagði hún okkur þá frá hinu og þessu, sem gerðist í gamla daga. Einnig var það árviss viðburð- ur að fara í leikhús með Dísu. En sjálf var hún Dísa mikil áhugamann- eskja um leikhús og starfaði um árabil með Leikfélagi Mosfellsbæjar. Dísa var með létta lund og sáum við hana sjaldan skipta skapi. Oft fengum við að gista í Ullarnesi hjá Dísu'og ömmu og afa. Þá var ljósið látið loga í herberginu sem við sváf- um í. Okkur var boðið góða nótt með orðunum „Guð geymi þig“. Þegar við hófum skólagöngu, vorum við oft samferða Dísu í vinnuna. Þða var á þeim tíma þear engin götuljós voru við Vesturlandsveginn, og hann var malarvegur. Nutum við þá birtu frá vasaljósi sem Dísa hafði meðferð- is, en í þá daga þekktust ekki skóla- bílar eða undirgöng. Það var gott að koma til Dísu, hlýtt faðmlag og klapp á bakið hlýjaði okkur. Og ekki mátti Dísa vita til þess að okkur liði illa, eða værum veik. Hún kom þá oftast eða hringdi. Þeg- ar bróðir okkar, Daníel, lést af slys- förum fyrir tæpum tíu árum, var Dísa frænka komin til að styrkja okkur og hugga. Dísa tók lát hans afar nærri sér ein og við hin. Hún var líka stoð og stytta foreldra okk- í ar á erfiðum stundum. Þegar við fórum að eiga okkar böm, tók Dísa þátt í gleði okkar. Þau kölluðu hana I oftast „Dísu ömmu". Dísa fylgdist vel með öllum börnunum, og þeim fannst það tilheyra að hún kæmi í | afmælin þeirra. Oft var spurt: „Kem- ur Dísa amma ekki í afmælið mitt?“ Og gladdi hún mörg lítil hjörtu í gegnum árin. Sárt var að hugsa til þess, að í næsta afmæli kemur hún ekki. En Dísa verður með okkur í huga og hjarta. Einnig ríkir mikil sorg hjá Benna og Döggu og bama- bömunum, en Dísa var þeim líka stoð og stytta og leituðu þau oft niður til Dísu ömmu ef eitthvað bját- aði á. En Dísa hafði búið í sama húsi og þau frá því 1975 eða frá því að hún fiuttist úr Ullarnesinu. Við systkinin sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til Benna og Döggu og barna þeirra, og eftirlif- andi systkina Dísu. Og við kveðjum Dísu með söknuði og þökkum henni fyrir allt sem hún gerði með okkur og allt sem hún gerði fyrir okkur. Og við biðjum góðan Guð að geyma Dísu frænku. Systkinin í Litlagerði. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér. Hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Laxness.) Nú er ástkær móðursystir okkar, hún Dísa, dáin. Eftir lifir í huga okkar ljúf minning um yndislega konu. Ekki er nema rúmt ár síðan Hjalti bróðir Dísu lést eftir illvígan sjúk- dóm. Því kom það sem reiðarslag að Dísa skyldi síðar greinast með sama sjúkdóm. Öll vissum við á hve alvarlegt stig sjúkdómurinn var kominn hjá Dísu. En samt var okkur brugðið við frétt um andlát hennar. Öll höfðum við haldið í vonina. Við minnumst þess hve yndislegt það var að fara í heimsókn til Dísu, hve hlýlega hún ætíð tók á móti okkur. Frá henni virtist alltaf geisla kærleikur og friður sem fékk okkur til að líða vel í návist hennar. Dísa fylgdist vel með öllum systk- inabörnum sínum og eins börnum þeirra. Hún var í hugum okkar allra amma. Amma sem gefíð hefur okkur svo margt með umhyggju sinni og hlýju. Amma sem fylgdist vel með öllum bömunum sínum. Amma sem við öll elskuðum og dáðum. Svo margt eigum við henni að þakka. Svo þakklát erum við og sæl að hafa fengið að njóta allra þeirra stunda er við áttum með Dísu. Eg sem þetta rita fyrir hönd systkina minna varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dveljast til langs eða skemmri tíma í Ullarnesi hjá ömmu, afa og Dísu og þaðan á ég mínar ljúfustu bernskuminningar. Nú eru þau öll horfín, þau voru mér öll svo kær. Ég vil þakka þér elsku, Dísa mín, fyrir allt sem þú gafst mér, alla þá hlýju, hjálpsemi og manngæsku sem í þér bjó. Ég mun varðveita það í hjarta mínu allt mitt líf. Megi algóður Guð styrkja fjöl- skyldu hennar, son, tengdadóttur og barnabörn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hörður Sigurbjarnason, Guðni Sigurbjarnason, Marta Sigurbjarnadóttir, Edda Sigurbjarnadóttir, Hanna Birna Sigurbjarnadóttir, Elísabet Sigurbjarnadóttir. Hún Dísa frænka, eða amma Dísa, eins og við systkinin kölluðum hana, er dáin. Eftir aðeins nokkra mánuði í veikindum er allt búið. Hún sem alltaf .var svo hress, ogs.eftir að hún hætti að vinna átti nú aldeilis að njóta lífsins með eldri borgurum í Mosfellsbæ. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Fyrstu minningar mínar um Dísu voru frá Ullarnesi þar sem hún bjó og annaðist afa og ömmu. Þar var maður alltaf velkominn og ætíð síðan þá hefur sambandið haidist vel. Allt- af var hún mætt manna fyrst í barnaafmælin sem og aðrar veislur með glaðning handa börnunum og enginn gleymdist. Hún hélt mér undir skjrn og gaf mér hluta af nafni sínu. Ég minnist hennar ávallt sem ömmu Dísu og er stoltur af að bera nafn hennar. Að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir allt. Samúðarkveðjur sendi ég Benna, Döggu, Dísu, Pálma, Steinunni, Gústa og Hauki, einnig systkinum hennar og tengdafólki. Arnar Stefánsson og fjölskylda. Arndís G. Jakobsdóttir var öllum grónum Mosfellingum kunn, sem hún Dísa á símanum. í meir en þijá- tíu ár starfaði hún sem talsímakona, fyrst á sveitasímstöðinni á Brúar- landi í Mosfellssveit, allt til ársins 1991 að hún lét af störfum á hæst- móðins stafrænni stöðinni í sveitinni sem orðin var að bæ. Þessi hæverska og greinda kona myndi ef til vill hafa valið sér annað lífsstarf, ef í þá daga hefði þótt nokkuð sjálfsagt að ung stúlka tæki upp á því að læra leiklist. Dísa var einn af stofnfélögum Leikfélags Mosfellsbæjar. Áður hafði hún tekið þátt í leiklistarstarfí hjá Skemmtifélagi Álafoss og svo hjá Ungmennafélaginu Aftureld- ingu, sem af mikilli atorku hélt uppi blómlegu leiklistarstarfí fyrr á árum. Það má segja að í rúmlega fimmtíu ára sögu áhugaleiklistar í Mos- fellsbæ hafi Dísa verið einn af mátt- arstólpunum. Hún var leikari af guðs náð, náttúrutalent eins og það er núna kallað. Upplestur Dísu á ljóðum var ógleymanlegur þeim, sem heyrðu, sjálf var hún prýðilega rit- fær, þó að hún flíkaði því sem minnst. Árið 1976 er Leikfélag Mosfells- sveitar formlega stofnað og hafði þá leiklist verið í nokkrum dvala í sveitinni. Og þar með var Dísa kom- in á fuilan skrið, hvort sem var í leiksýningum eða öðrum menning- aruppákomum. Hennar er minnst í hefðbundnum jólavökum LM og ýmsum hlutverkum, svo sem ömm- unnar í „Einu sinni á jólanótt", spunakonunnar í „Elsku Míó minn“, Fimmbjargar á Hrísbrú í „Innan- sveitarkróníku“. Dísa var gerð að fyrsta heiðursfélaga LM á tíu ára afmæli þess. Félagsheimilið Hlégarður þótti löngum hafa öfundsvert leiksvið og á því sviði nutu hæfíleikar Dísu sín. En allt hefur sinn vitjunartíma, um það leyti, sem sá ljúfi Hlégarður öðlaðist annað og heimsborgara- legra hlutverk, eignaðist LM í 17 ára afmælisgjöf eigið húsnæði. í veikindum sínum dreymdi Dísu um að komast þangað, þó að ekki væri nema að draga úr pensli á vegg. Á þessar nýju fjalir vissi hún að kraft- ar og heilsa leyfðu henni ekki. Leikfélag Mosfellssveitar þakkar Arndísi samfylgdina og á sér þá ósk að starf þess verði í þeim anda, sem einkenndi leilkistarstarf henar, hóg- værð, samviskusemi og einlæg leik- gleði. Leikfélag Mosfellssveitar vottar fjölskyldu hennar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Amdísar G. Jak- obsdóttur. Leikfélag Mosfellssveitar. Haustið er liðið og veturinn geng- inn í garð, framundan myrkir dagar með stuttum sólargangi. Það hefur líka verið myrkur í huga mér síðustu daga. Fyrstu fréttir, eftir að ég kom heim úr hálfsmánaðar fríi, voru að hún Dísa, fyrrum starfsfélagi minn, væri dáin. Það var svo alltof fljótt, ég sem taldi mig eiga nægan tíma að heyra í henni þegar ég kæmi heim. Það var svo stutt síðan ég frétti að hún væri alvarlega veik, en þar sannaðist það eins og svo oft áður, að geyma það ekki til morguns sem hægt er að gera í dag. Samstarfskona mín og vinkona hét Amdís Guðríður Jakobsdóttir. Hún var fædd 19. september 1923 og lést 5. nóvember síðastliðinn. Við vorum samstarfskonur í tæp 15 ár hjá Pósti og síma f Mos- fellsbæ. Þar vann hún lengst af ævi sinnar eða frá júlí 1958 til septem- berloka 1991. Þegar ég kom til starfa í Mosfellssveitinni tók Dísa á móti mér með sinni hlýju framkomu og viðmóti sem ávallt prýddu hana. Á þessum árum var Mosfellssveitin í örum vexti og miklar breytingar framundan, en enn það iítil að allir þekktu alla. Þarna var Dísa á heima- velli, það duldist mér ekki, það þekktu allir sveitungar haná Dísu á stöðinni og vissu að gott var að leita til hennar ef á þurfti að halda. Þarna var gott að koma í þetta litla samfé- lag sem starfsfólkið myndaði. Þar var góður starfsandi, sem Dísa átti stóran þátt í. Dísa var sú sem mest mæddi á, hún var svo samviskusöm og vandvirk við alla hluti að leitun væri að slíkri manneskju í dag. Oft kom fram í máli hennar hversu vænt henni þótti um sveitina sína. Hún sagði okkur frá skemmti- legum atburðum frá fyrri tíð með þeirri kímni sem hún hafði svo gott lag á í frásögninni, um gengna sam- ferðamenn og frá því hún var ung á kafí í leiklistinni með Leikfélagi Mosfellssveitar. Það var svo margt sem hún Dísa bjó yfír, hún var ekki langskólageng- in en var vel mælt á ensku og dönsku og gat bjargað sér á þýsku ef okkur lá á við erlendan viðskiptavin. Hún hafði lítið ferðast erlendis, en var manna fróðust um menningu hinna ýmsu landa, kom víða við í umræðum um menn og málefni. Oft sagði hún frá stöðum sem hún hafði komið til hér innanlands og notaði hvert tæki- færi sem gafst til að skoða landið sitt. Hún hafði gaman af að setja fram stöku og átti til, þegar henni ofbauð kerfisstaglið eins og hún sagði, að láta eina stöku fylgja með skýrslugerðinni sem hún var að senda frá sér. Hún Dísa var góður starfsfélagi. Öllum sem störfuðu með henni ber saman um það. Það var ekki svo sjaldan sagt ef svar vantaði við ein- hverri spurningu: „Spyijum Dísu, hún veit það áreiðanlega." Enda brást það ekki. Ávallt þegar sam- starfsfólk hennar ávarpaði hana var sagt: „Dísa mín.“ Já, minningarnar hrannast upp eftir 15 ára samstarf nú þegar kom- ið er að ferðalokum. Hún kaus að hætta starfí að hausti, sagði vetuma erfíða þegar aldurinn færðist yfír, en þó varð ég aldrei vör við nokkum aldursmun á vinnustað okkar. Samt er hún nú alfarin að hausti. Ég kveð samstarfskonu mína með virðingu og þökk fyrir samfylgdina. Ég og dætur mínar, Hjördís, Jó- hanna og Geimý, sendum fjölskyldu hennar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Arndísar Jakobs- dóttur. Marta B. Guðmundsdóttir. sjóð til minningar um Fríðu Guð- mundsdóttur og er honum ætlað að leggja fram fjármuni til líknarmála í sveitarfélaginu eftir því sem | ástæður ieyfa. Þess er vert að geta, að fjögur börn voru í fóstri hjá þeim Jensínu | og Guðmundi um lengri eða skemmri tíma og hafa þau öll bund- ist vináttuböndum við þau Bæjar- | hjón eins og þau væru þeirra eigin foreldrar. Segir það sína sögu um manngæsku og fórnarlund hús- bændanna. Jafnframt erfíðum húsmóður- verkum, þar sem heimilið varð brátt stórt og gestagangur mikill, sinnti Jensína ljósmóðurstörfum í Ámes- hreppi um áratugi. Var sú staða mjög krefjandi og raunar engum liðleskjum fært að ríða þeysireið eftir grýttum götuslóða og klífa fjallaskörð, skriður og hálsa og það stundum í hörkufrosti og hríðar- veðrum. Kom sér þá vel að hafa öruggan fylgdarmann, sem oftast var Þor- , steinn bóndi Guðmundsson á Finn- ’ bogastöðum. Það gefur nokkra hug- mynd um þá erfíðleika, sem við var , að glíma, að það vom tvær dagleið- ’ ir til þeirra sængurkvenna, sem fjærst bjuggu. Þótti því ráðlegt að , sækja ljósuna fyrir þær með löngum I fyrirvara. Vildi þá biðin stundum verða óþægilega löng, ekki síst þeg- ar svo hittist á, að ljósmóðirin sjálf var barnshafandi. En jafnan fór betur en á horfðist. Reyndar var til - bess tekið hve Jensína var farsæl í störfum sínum. Það er í almæli, að öll börn lifðu, sem hún tók á móti. Hún virtist kunna ráð við hveijum vanda og hafði hún þó ekki af löngum námstíma í ljósmóð- urfræðum að státa, aðeins einum vetri. En Jensína gerði fleira fyrir sveit- unga sína eins og nú skal vikið að. Þótt Árneshreppur væri sérstakt læknishérað og bústaður til reiðu í Árnesi, þá var löngum læknislaust og var þá Hólmavíkurlækni falið að þjóna Reykjafjarðarhéraði. En vegna fjarlægðar og kostnaðar var hans ekki vitjað nema í ýtmstu neyð. Þess vegna kom það ærið oft í hlut Jensínu að sauma sár og búa um beinbrot og bæta úr öðmm bág- indum sem upp komu. Hafði hún jafnan samband við héraðslækninn á Hólmavík um meðferð þeirra sjúklinga, sem til hennar leituðu með meiri háttar meinsemdir. Þá geymdi Jensína einnig lyfjabirgðir fyrir héraðslækninn og afgreiddi meðul eftir fyrirmælum hans gegn- um síma með góðum árangri. Vegna þessarar heilbrigðisþjónustu og hjálparstarfsemi átti Jensína ærið mörg spor um Ámeshrepp og er því engin furða, þótt hún hafí átt mikl- um vinsældum að fagna meðal svei- tunga sinna. Eftir hér um bil aldarfjórðungs- starf var Jensína tekin að þreytast sem og engin furða var og sagði þá stöðunni lausri. Vildi hún leyfa ungri stúlku úr sveitinni, sem lært hafði liósmóðurfræði. að snrevt.a sig. Hún tók og við starfinu og gegndi því með sóma um fímm ára skeið, en fluttist þá suður. Var Jensína þá beðin að taka upp þráðinn að nýju og varð hún við þeim tilmæl- um. Þetta var árið 1959 og Jensína var þá orðin 57 ára gömui. Um það leyti fóru ýmsar breytingar í hönd, byggðin færðist saman og bílvegur var lagður um sveitina, sem komst þó ekki í vegasamband fyrr en árið 1965. En þar með voru hin löngu og erfiðu ferðalög ljósmóðurinnar úr sögunni. Er fram liðu stundir komst í tísku, að sængurkonur lögðu leið sína í fjarlæga landsfjórðunga til að ala böm sín þar á sjúkrahúsum eða fæðingardeildum. Samt var mikið öryggi í því að hafa ljósmóður í sveitinni, sem gat haft eftirlit með bamshafandi konum og var til taks ef eitthvað bar út af. Og það átti eftir að sannast, að hlutverki Jens- ínu var enn ekki lokið. Sumarið 1982, þegar hún var orðin 80 ára, var hún fyrirvaralaust spurð, hvort hún treysti sér til að taka á móti barni. Það var tengdadóttir okkar, húsfreyjan á Melum, sem átti í hlut. Henni gafst ekki svigrúm til að komast undir læknishendur, því að fæðinguna bar bráðar að en hún ætlaði. Þá vom tíu ár liðin frá því að Jensína afklæddist ljósmóður- sloppnum og báru sumir kvíðboga fyrir því, að þetta yrði henni of- raun. En Jensína brást fljótt við og hetjulega eins og jafnan áður og var óðara komin í hvíta slonninn sinn, greip gömlu og snjáðu áhalda- töskuna og var þegar reiðubúin að hefjast handa. Þeir sem viðstaddir vom fæðinguna urðu vitni að því, hvemig hún færðist í aukana og breytti um yfirbragð eins og hún hefði kastað ellibelgnum. Fumlaus og ákveðin gekk hún til verka og það var unun að horfa á hana vinna. Fæðingin gekk eins og í sögu. Enn- þá var ljósmóðurstarfið sú heillandi íþrótt, sem Jensína lék af list með bros á vör og blik í augum. Hafin yfír fylgifíska ellinnar veitti hún nýju lífi viðtöku í síðasta sinn. At- höfnin var nánast óviðjafnanleg í okkar augum. Það var mikil reisn yfír þessari konu. Þegar halla tók undan fæti og Jensína sá að hveiju dró er hún tók að feta tíunda áratuginn, þá hélt hún enn ró sinni og gerði þær ráð- stafanir, sem henni þótti við eiga. Síðustu fyrirmælin gaf hún í bana- legunni og vörðuðu þau tilhögun á flutningi líkamsleifa hennar norður í sveitina kæm til hinstu hvílu í Ámeskirkjugarði. Hún vildi ekki valda mönnum þeirri fyrirhöfn að fara með kistuna upp að Bæ. Óskum hennar yrði fullnægt með því einu að nema augnablik staðar á vega- mótunum við afleggjarann. Síðan skyldi hún borin í kirkjuna. Fjómm sólarhringum síðar kvaddi hún jarð- lífíð, sátt við guð og menn. Hún dó með sömu reisn og ónefnd kona í Dölum vestur, sem einnig gaf fyrir- mæli um útför sína með rósemi og trúartrausti á árdögum íslands- byggðar. Við hjónin og fjölskyldur okkar, sem eigum Jensínu G. Ólafsdóttur svo mikið að þakka, biðjum Guð að blessa minningu hennar og styrkja eftirlifandi eiginmann hennar, syni og ástvini alla nú á saknaðarstundu við útförina og ævinlega. Torfi Guðbrandsson og Aðalbjörg Albertsdóttir. UNION FOAM PIPU- EINANCRUN í sjálflímandi rúllum, plötum og hólkum. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.