Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NOVEMBER 1993 5 Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda Þorsteinn Pálsson sjávarúvegs- ráðherra ávarpaði fundinn og sagði m.a. hvað deilur um veiðar króka- báta varðaði að hann hefði ekki lokað neinum leiðum i því efni. Raunar kallaði Þorsteinn eftir lausnum á deilunni frá fundarmönn- um, þannig lausnum að sæmileg sátt gæti orðið um þær. „Við hljót- um að freista þess að finna leiðir þar sem allir sitja við sama borð,“ sagði Þorsteinn og bætti við að smábátaútgerð væri ómissandi hrá- efnisöflun fyrir einstaka byggðalög víða um landið. Hinsvegar væri ábyrg nýtingarstefna forsenda fyrir þeim ákvörðunum sem teknar yrðu og ekki mætti falla í þá freistni að halda því fram að ein tegund út- ’ gerðar væri öðrum betri eða fremri. Arthur Bogason gat þess í setn- Hald lagt á vopnasafn Keflavík. LÖGREGLAN í Keflavík gerði talsvert magn vopna upptækt eft- ir húsleit hjá tvítugum Keflvíkingi á fimmtudagskvöldið. Lögreglan tók í sína vörslu liðlega 50 vopn af ýmsum gerðum og meðal þess sem fannst á heimili mannsins var hálfsjálfvirkur riffill, skamm- byssa, lásbogar, loftriffill, hnúa- járn, kylfur, spjót, sveðjur og hnífar. Maðurinn gaf þá skýringu að hann væri að safna vopnum og kem- ur það væntanlega í hlut dómara að skera úr um hvað úr safninu honum sé heimilt að eiga, en Ijóst er að hluti þess er ólöglegur. - BB Útreiðin í kvótakerf- inu keyrir nni þverbak Morgnnblaðið/Silli Svo lifir hænan á sköfum sínum... „Þessu væri hent, ef blessaðar hænurnar mínar væru ekki,“ sagði hin 88 ára gamla Guðný Friðfmns- dóttir frá Rauða- skriðu. Og mál- tækið segir: Svo lifir hænan á sköfum sínum, sem ljón á bráð sinni. yfir að þeir væru fúsir að taka á sig frekari skerðingu í sókn en nú er. Fyrir þá væri hinsvegar ós- ættanlegt að lenda í sömu hremm- ingum og félagar þeirra á kvótabát- um væru nú í. „Allt þetta mál snýst um heil 3% til 4% af heildarafla landsmanna og 6 til 7% af botn- fiskaflanum. A bak við þetta litla hlutfall starfar fimmtungur ís- lenskra sjómanna," segir Arthur. • ARTHUR Bogason formaður Landssambands smábátaeig- enda, LS, segir að sú útreið sem smábátaeigendur innan kvóta- kerfisins og fjölmargir útgerða- raðilar smærri skipa hafi orðið að þola frá gildistöku laga um kerfið sé með þeim eindæmum að um öll þverbök keyri. Þessir aðilar hafi verið sviptir svo stór- um hluta veiðiheimilda sinna að það sem eftir standi nægi ekki fyrir lögbundnum gjöldum. Svo örvæntingarfullir séu sumir þeirra orðnir að þeir séu farnir að freista þess að róa bátum sín- um ótryggðum. ! Þetta kom fram í máli Arthurs við setningu aðalfundar LS á Hótel Loftleiðum í gærmorgun. Arthur nefndi tvö dæmi máli sínu til stuðn- ings. í öðru tilvikinu var um að ræða ungan mann með nýlegan 9,6 } tonna bát. Þann 1. janúar 1991 var honum úthlutað 51 tonni af þorski sem var 27% skerðing miðað við veiðireynslu. Þann 1. september sl. var honum síðan úthlutað 22 tonn- um eða aðeins rúmlega 32% af kvót- anum aðeins 32 mánuðum áður. Niðurskurður hans á þessum ör- stutta tíma er því tæp 70%. Hitt dæmið var aldraður sjómaður sem fékk 15 tonn í kvóta er hann lenti í kvótakerfinu 1991. Hann kom að máli við Arthur og sagði að sá afli hefði dugað honum og konu hans fyrir lifibrauði enda þau ekki þurftafrek. Þann 1. september sl. fékk þessi aldraði sjómaður 6 tonna | kvóta. „Þessi aldni maður hefur nú endanlega verið sviptur möguleik- anum til þeirrar atvinnu sem hann hefur stundað frá blautu barns- beini,“ segir Arthur. „Sárast þótti mér að sjá að reisn þessa gamla ■ manns sem ég hef þekkt um árabil var horfin. Hann hafði játað sig sigraðan.“ ingarræðu sinni að ekkert samráð hefði verið haft við smábátaeigend- ur um útfærslu á þeim hugmyndum sem til staðar eru í frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytta fiskveiðistjórnun. Hann bar þá ósk upp við ráðherrann að málið yrði tekið upp á ný og slíkt samráð haft. Smábátar á kvóta yrðu að fá leiðréttingu mála sinna og eigendur krókaleyfisbáta hefðu marglýst því Engum leiðum lokað * nóskir til Háskóla Islands Hópur bandarískra sérfræóinga heimsótti / Háskóla Islands fyrr á árinu til að meta þá menntun sem verkfræðideild skólans veitir samanborið við þá staðla sem gilda í Bandaríkjunum. Niðurstöðvir eru þessar: . „Verkfræðjdeild Háskóla Islands veitir fyrsta flokks menntun „Gæði námsins og kröfur eru fyllilega sambærileg við þá verkfræðimenntun sem veitt er í Bandaríkjunum. Nemendur standa mjög vel að vígi á alþjóðlegum mælikvarða“. Árangur Marel er augljós vitnisburður ✓ Marel óskar Verkfræðideild Háskóla Islands til hamingju með þessa niðurstöðu. Sú viðurkenning og árangur sem við hjá Marel höfum náð á alþjóðamarkaði, er staðfesting þess að íslensk verkfræðimenntun er á borð við það besta sem gerist. Höfðabakka 9-112 Reykjavík • Sfmi: 91-686858 • Fax: 91-672392 Hðnnun: Gísli B. / Næst...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.