Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans fyrir Morgunblaðið Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt um 8 prósentustig frá maí 30,4% svarenda í könnuninni styðja ríkisstjórnina - 47,3% eru henni andvíg SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR og Kvennalisti auka fylgi sitt en aðrir flokkar hafa misst fylgi, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblað- ið dagana 6.-10. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt mest samkvæmt könn- uninni og mælist nú með 33,8% fylgi samanborið við 25,7% í maí en þá mældist fylgi flokks- ins það minnsta á kjörtímabil- inu. Stuðningsmenn ríkisstjórn- arinnar eru 30,4% þeirra, sem afstöðu tóku en andstæðingar 47,3%. 22,4% segjast hlutlausir. Hafa hlutföllin breyst stjórninni lítið eitt í hag frá síðustu könn- un Félagsvísindastofnunar í maí, þegar stuðningsmenn voru 28,6% en andstæðingar 51,5%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins nú er svipað og í könnun í febrúar þegar flokkurinn fékk 33,3% en um 5 prósentustigum minna en í al- þingiskosningunum í apríl 1991 er flokkurinn fékk 38,6%. Framsóknarflokkurinn hefur misst talsvert fylgi frá könnun í maí þegar flokkurinn mældist stærsti flokkur landsins og fær hann nú 23,7% samanborið við 27,5% í maí. Framsóknarmenn fengu 23,9% í könnun í febrúar og 18,9% í kosningunum 1991. Alþýðuflokkurinn hefur misst fylgi frá skoðanakönnun í maí og mælist nú með 8,3% fylgi saman- borið við 10,2% í maí og 6,8% í febrúar. Alþýðuflokkurinn fékk 15,5% fylgi í seinustu alþingis- kosningum. Alþýðubandalag með minna fylgi en í kosningum 13,6% segjast styðja Alþýðu- bandalagið í könnuninni nú sem er minna fylgi en flokkurinn fékk Hvafi myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? Samanburður við fyrri kannanir og alþingiskosningar 1991, % þeirra sem taka afstöðu B KOSNINGAR 1991 Q Nóvember 1991 □ Júni1992 □ Nóvember 1992 □ Febrúar 1993 □ Maí 1993 11 Nóvember1993 15,5% 38,6% í seinustu alþingiskosningum og hefur flokkurinn misst talsvert fylgi frá í maí þegar hann mæld- ist með 17,7% stuðning og hefur stuðningur við flokkinn ekki mælst minni á kjörtímabilinu í skoðana- könnunum Félagsvísindastofnun- ar. Alþýðubandalagsmenn fengu 14,4% í alþingiskosningunum 1991. Kvennalistinn heldur áfram að bæta við sig fýlgi frá seinustu könnunum. Mælist nú með 19,9% fýlgi samanborið við 18% í maí, 13,1% í febrúar og 8,3% í seinustu alþingiskosningum. Kvennalisti fengi 26,7% í Reykjavík Sé fylgi stjómmálaflokka greint eftir landshlutum kemur í ljós að í Reykjavík er Sjálfstæðisflokkur- inn með 33,9% fýlgi, Kvennalistinn með 26,7%, Framsóknarflokkur- inn 16,7%, Álþýðubandalagið með 15,1% og Alþýðuflokkurinn 6,8% en aðrir flokkar 0,8%, skv. könnuninni. Félagsvísindastofnun bendir þó á að skekkjumörk fyrir niðurstöður einstakra landshluta séu mun stærri en fyrir svarenda- hópinn í heild, eða frá um 3% til 7%. Sjálfstæðisflokkurinn fær 37,8% fylgi á Reykjanesi og 31% á landsbyggðinni. Kvennalistinn fær einnig næst mest fylgi flokka á Reykjanesi eða 20,3% og 11,7% á landsbyggðinni. Framsóknar- flokkurinn er með 18,3% á Reykja- Hvort mundir þú segja að þú værir stuftningsmaður ríkisstjórnarínnar eða andstæðingur? Hlutfall þeirra sem svara Maí 1993 Nóv.1993 Stuðnings- menn And- stæðingar nesi og 35,5% á landsbyggðinni. Alþýðubandalagið er með 10,5% á Reykjanesi og 14% á landsbyggð- inni og Alþýðuflokkurinn 12,4% á Reykjanesi en 7% á landsbyggð- inni. Þriðjungur alþýðu- flokksmanna styður ekki stjórnina Ef litið er á fylgi við ríkisstjórn- ina eftir flokkum kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins styðja ríkisstjórnina eða 83,4%. 5,4% eru henni andvígir en 11,2% segjast hlutlausir. Ríkisstjómin nýtur hins vegar minni stuðnings meðal al- þýðuflokksmanna en 63,3% stuðn- ingsmanna Alþýðuflokksins segj- ast styðja ríkisstjómina, andstæð- ingar em 8,2% en 28,6% segjast vera hlutlausir. 7% stuðnings- manna Framsóknarflokks, 5,1% stuðningsmanna Kvennalistans og 1,2% stuðningsmanna Alþýðu- bandalags segjast vera stuðnings- mann ríkisstjómarinnar. And- stæðingar stjómarinnar em hlut- fallslega flestir meðal stuðnings- manna Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks, en 24,8% stuðnings- manna Kvennalistans ségjast vera hlutlausir gagnvart ríkisstjóminni. Framkvæmd og heimtur Könnunin var gerð í gegnum síma dagana 6.-10. nóvember. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóð- skrá sem náði til 1.500 manna, á aldrinum 18-75 ára af öllu land- inu. Alls fengust svör frá 1.090, sem er 72,7% svarhlutfall. Þegar búið er að draga frá þá sem em nýlega látnir, erlenda ríkisborgara og fólk búsett erlendis er nettó- svöran 74,9%, sem telst vel viðun- andi. Fullnægjandi samræmi er milli skiptingar úrtaksins og þjóð- arinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu að mati Félagsvísinda- stofnunar. Til að fækka óákveðnum svar- endum var eftir fyrstu spumingu spurt áfram, gæfu menn ekki upp stuðning við ákveðinn flokk: „En hvaða flokk eða lista heldurðu að líklegast sé að þú myndir kjósa?“ Segðu menn enn veit ekki vom þeir spurðir: „En hvort heldurðu að sé líklegra að þú kjósir Sjálf- stæðisflokkinn eða einhvem annan flokk eða lista?" Með þessu móti fer hlutfall óákveðinna niður í 5,9% og 8,2% neita að svara. Atriði úr myndinni Einu sinni var skógur. Teiknimynd í fullri lengd frumsýnd í Sambíóunum Alþýðuflokkur fundar um vextí FUNDAHERFERÐ á vegum Alþýðuflokksins, undir yfirskriftinni Lækkum vexti - bætum kjörin, hefst í dag, laugardag 13. nóvem- ber, og er fyrsti fundurinn á Seyðisfirði. Kjör aksturs- íþróttamanns ársins í kvöld ÍSLANDSMEISTURUM í akst- ursíþróttum verða afhentir titl- arnir á hátíð akstursíþrótta- manna á Hótel íslandi á laugar- dagskvöld. Þá verðíir einnig kjörinn akstursíþróttamaður árs- ins, en krýndir verða meistarar í sjö greinum akstursíþrótta og eru titlarnir 34 talsins. Það er Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga sem stendur fyrir hátíðinni, en tímaritið 3T sér um kjör á akstursíþróttamanni árs- ins í samvinnu við LÍA. Er þetta þriðja árið sem slíkt kjör fer fram, fyrsta árið hlaut Karl Gunnlaugs- son, kvartmílumaður nafnbótina, en Baldur Jónasson rallökumaður í fyrra. Sjö kappar em tilnefndir ár hvert, einn í hverri keppnisgrein. Bikarinn sem nafnbótinni fylgir er gefinn til minningar um Jón S. Halldórsson rallökumann. í ár vom tæplega fimm hundruð manns skráðir með keppnisskírteini í akst- ursíþróttum, sem var talsvert fjölg- un frá fyrra ári. Samtals vom hald- in 48 akstursíþróttamót, víðs vegar um landið. Hátíðin á Hótel íslandi hefst kl. 18.30 með borðhaldi, en afhending á titlum hefst kl. 21.00. Verður fjöldí skemmtiatriða á boðstólum og hátíðinni lýkur með rokksýningu og dansleik með Páli Hjálmtýssyni og milljónamæringunum. SAMBÍÓIN sýna um þessar mundir Einu sinni var skógur eða „Once upon a Forest“, teiknimynd í fullri lengd fyrir böm og fullorðna á öllum aldri. ■ FÓSTBRÆÐRAKONUR verða með jólabasar í Fóstbræðraheimilinu sunnudaginn 14. nóvember kl. 14. Eins og þeirra er von og vísa verður mikið úrval af fallegum handunnum jólavörum. Einnig verður til sölu rjúkandi kaffí og heitar vöfflur með ijóma. Fóstbræður taka lagið kl. 14.30. í myndinni segir frá þremur smádýram sem yfirgefa heimili sín í friðsælum, fallegum dal og leggja af stað í mikla hættuför inn í undraheim fmmskógarins í þeim tilgangi að bjarga vini sem er í hættu staddur. Framleiðendur em þeir David Kirschner og Jerry Mills, leikstjóm er í höndum Charles Grosvenor en meðal þeirra sem ljá dýmnum raddir sínar em Michael Crawford, Ben Cereen, Ellen Blain og Ben Gregory. Fundurinn á Seyðisfirði verður haldinn í Félagsheimilinu Herðu- breið. Fmmmælendur verða Jón Baldvin Hannibalsson og Gunn- laugur Stefánsson og að loknum fundinum hefst Kjördæmaþing Alþýðuflokksins á Austurlandi. Árangur í vaxtamálum í fréttatilkynningu Alþýðu- flokksins segir: !Í tilefni af frábær- um árangri í vaxtamálum hefur flokkurinn ákveðið að efna til op- inna funda í öllum kjördæmum landsins og gefa almenningi tæki- færi á að hitta þingmenn og ráð- herra flokksins. Á fundunum verða einnig kynnt helstu stefnu- mál flokksins og þau verkefni sem ríkisstjómin vinnur að um þessar mundir. “ Næsti fundur verður í Félags- miðstöð jafnaðarmanna í Kópa- vogi, mánudaginn 15. nóvember kl. 20.30. Þar verða fmmmælend- ur Jón Baldvin og Rannveig Guð- mundsdóttir. Fundirnir verða tíu talsins og munu allir þingmenn og ráðherrar flokksins taka þátt í þeim. Fundaherferðinni lýkur 7. desember með fundi á Kornhlöðu- loftinu í Reykjavík. -----♦ ♦ ♦---- Gerðuberg Sýningu Finnu Steinsson lýk- ur um helgina SÝNINGU Finnu B. Steinsson í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg lýkur nú um helgina, nánar tiltekið sunnudaginn 14. nóvember. Á sýningunni gefur að líta af- rakstur umhverfíslistaverks Finnu sem hún setti upp í Vatnsdalshól- um í Húnaþingi í sumar og nefn- ist „1000 veifur í Vatnsdalshól- um“. Verkið samanstendur af stik- unum sem komið var fyrir í hólun- um, innpökkuðum, og 10 ljós- myndum í römmum frá sama stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.