Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 37 Þannig yrkir Örn Arnarsson skáld um ísland. Þessar ljóðlínur gætu eins vel lýst Helgu Jóhannesdóttur vin- konu minni, sem nú hefur kvatt þennan heim. Helga var eftirminni- leg persóna. Hún hafði sérstakt fas, var í senn eins og tign hefðardama, hnarreist og virðuleg, sem og óupp- alinn prakkari. Hún átti mörg sérstök orðatiltæki, var ómyrk í máli og lá ekki á skoðunum sínum. Þrátt fyrir þetta yfirborð sló hlýtt hjarta undir. Helgu Jó„ eins og hún var ævin- lega kölluð, kynntist ég árið 1980 þegar ég fluttist til Vestmannaeyja. Þá vann hún við hjúkrunarstörf á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Það var lærdómsríkt að fá að kynnast henni á vettvangi hjúkrunarstarfsins, því að hún mundi svo sannarlega tímana tvenna. Hún lét af störfum á fyrr- nefndri stofnun í apríl 1984, þá orð- in tæplega 77 ára. Það eru margir sem notið hafa þjónustu hennar á langri starfsævi og þeir sem ég þekki minnast hennar af hlýjum hug. Mér er sérstaklega minnisstæð heimsókn Helgu Jó. til mín þar sem ég dvaldist vortíma í Borgarfirði. Þar átti hún gamla vin- konu og skólasystur. Það var ógleymanleg stund að sjá þessar eldri dömur hittast og verða að ungum skólastúlkum. Þannig vil ég muna mynd þessarar merku konu, glaða í góðum félags- skap með nóg til að spjalla um. Þá veit ég að henni líður vel. Ég og fjöl- skylda mín kveðjum Helgu með þakklæti og vottum fjölskyldu henn- ar samúð. Guðný Bjamadóttir. Það er alltaf erfítt að kveðja ein- hvern nákominn í hinsta sinn. Við fínnum sterkt fyrir því ’þegar við minnumst ömmu okkar og langömmu, Helgu Jóhannesdóttur, með örfáum orðum héðan frá Kaup- mannahöfn. Það er óþægileg tilfínn- ing að vera ekki með öðrum íjöl- skyldumeðlimum á þessari stundu. Við og allir þeir sem þekktu ömmu vissu hvaða persónu hún hafði að geyma. Hún var ótrúlega lífsreynd og hörð að utan og hleypti ekki mörgum of nálægt sér. En inni var persóna sem vildi alltaf allt fyrir alla gera og unni sér sjaldan hvíldar; persóna sem lá ekki á skoðunum sín- um; persóna sem hægt var að treysta. Þegar ég og fjölskylda mín kvödd- um ömmu áður en við héldum utan nú í september lá hún á Borgarspítal- anum. Hún var mjög veik eftir að- gerð sem hún gekkst undir vegna lærbrots. En jafnvel þá sáum við skína í hina einu sönnu Helgu Jóh. eins og við þekktum hana. Það er nú einu sinni þannig að það eina sem við getum verið viss um í þessu lífi er að það tekur ein- hvem tímann enda. Hvað við tekur vitum við ekki en við erum þó viss um að amma er búin að ávinna sér góðan samastað þar sem henni á eftir að líða vel. Elsku amma, þökk fyrir allt sem þú varst okkur. Helgi Bjarnason, AÍida og Súsanna. Okkur systkinin langar að minnast hennar ömmu. Hún var gustmikill persónuleiki með stórt skap og ákveðnar skoðanir, en undir hijúfu yfírborðinu leyndist blíð manneskja, sem læddist út þegar mest á reyndi. Þegar sest er niður og minningar rifjaðar upp um veruna á Heiðarveg- inum fallast manni hendur að tiltaka eitt fremur öðru af þeim fjölda skemmtilegra og ljúfu minninga sem hrannast upp. Að sjálfsögðu var amma ekki alltaf sammála um gjörð- ir, atburði og málefni, en hlutimir vom sagðir hreint út og nærgætnin var aldrei langt undan. Eitt er víst að dvölin hjá ömmu og afa í Vest reyndist okkur dýrmætt veganesti í iífinu. Við þökkum henni fýrir samveru- stundimar og minnumst hennar með virðingu og mikilli eftirsjá. Kristinn, Anna Kristín, Kjartan, Helga, Ólafur Jón og Bjarni Daníel. Þegar mín kæra vinkona Helga Jóhannesdóttir hefur kvatt þennan heim 86 ára gömul vil ég þakka henni góð kynni og vinskap í gegnum árin. Henni kynntist ég fyrst þegar ég bjó í sama húsi og dóttir hennar í Reykjavík. Þá kom þessi skömlega kona oft í heimsókn og alltaf gust- aði mikið af henni. í fyrstu var ég nú hálf smeyk við þessa háu, grönnu konu sem hafði þann vana að standa með krosslagða fætur og hendur og þruma einhver vel valin orð yfir okk- ur krökkunum. En fljótlega fundum við að undir hijúfu yfírborðinu var mikil gæða kona sem gott var að vera nálægt, ekki síst vegna þess að skilaboðin vom skýr, allt sagt umbúðalaust. Síðar fluttist ég til Vestmanna- eyja. Árið 1975 réð ég mig í vinnu á lyflæknisdeild Sjúkrahússins þar sem Helga Jóh. var deildarstjóri. Það var lærdómsríkt fyrir mig nýútskrif- aðan hjúkmnarfræðing að fá að vinna með þessari reyndu og ákveðnu konu. Helga vann á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja fram yfír árið 1984, þá orðin 77 ára gömul. Margar ánægjustundir höfum við átt eftir að við hættum að vinna saman, bæði á Heiðarveginum þar sem hún bjó lengst af og það varð ekki minni samgangur eftir að hún fluttist nær mér í íbúðir aldraðra í Kleifahrauni. Þá fékk ég það ánægjulega hlutverk að fara með henni í bæinn að útrétta. Við áttum margar skemmtilegar stundir og ósjaldan var komið við í Bókabúðinni hjá Dóru og spjallað yfir kaffíbolla eða komið við í bakaríinu og fengið sér nýbökuð vínarbrauð og ilmandi kaffi. í ágúst á þessu ári fómm við síðast í slíka bakaríisferð. Það var ómissandi fyrir kosningar að fara með Helgu Jóh. í heimsókn í vígi Sjálfstæðisflokksins og hlusta á hana þmma yfír pólitíkusunum, en hún var mikil sjálfstæðiskona og starfaði í fulltrúaráði flokksins á ámm áður. Helga Jóhannesdóttir var fædd 9. október árið 1907 í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk námi frá Hjúkmnarskóla íslands árið 1935 og vann á ýmsum stöðum, m.a. í Dan- mörku, þar til hún fór til Vestmanna- eyja árið 1938. Þar kynntist hún eig- inmanni sínum, Kristni Magnússyni skipstjóra, miklum öðlingsmanni, en hann lést 5. október 1984. Þau eign- uðust sjö böm, tvö þeirra misstu þau í bemsku, en Helga son sinn misstu þau í sjóslysi 5. nóvember 1968 og Jóhannes lést 14. júlí 1990 eftir erf- ið veikindi. Líf Helgu minnar var oft erfítt, en alltaf stóð hún upprétt og sterk. Síðustu árin lék ellin hana grátt og hún varð fyrir hveiju áfallinu á fætur öðm. Síðast núna í haust, þeg- ar hún lærbrotnaði, þá var lítið eftir af þreki. Og þegar einskis er framar að vænta af þessu lífi er gott að kveðja kæra vinkonu og óska henni alls hins besta á nýrri vegferð. Að leiðarlokum þakka ég og fjöl- skylda mín Helgu Jóh. fyrir allar ánægjustundimar. Við munum sakna hennar og sendum fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín vinkona S. Lóa Skarphéðinsdóttir. Látin er í hárri elli Helga Jóhann- esdóttir hjúkmnarfræðingur í Vest- mannaeyjum. Æviágrip hennar verð- ur ekki rakið hér í smáatriðum, en þó stiklað á stóm og í leiðinni minnst mikilhæfrar og góðrar vinkonu. Leiðir okkar Helgu komu saman er hún giftist föðurbróður mínum, Kristni Magnússyni skipstjóra, í Vestmannaeyjum árið 1939. Nokkr- um ámm áður hafði hún lokið námi við Hjúkrunarskóla íslands og hafði m.a. starfað við hjúkmn í Kaup- mannahöfn og Reykjavík og var raunar starfandi hjúkmnarkona í Vestmannaeyjum þá. Allan sinn bú- skap bjó hún síðan þar. Helga var sjómannsdóttir úr Reykjavík og ólst þar upp. Föður sinn missti hún bam að aldri en með dugnaði og harðfylgi lauk hún hjúkr- unamámi. Síðar á ævinni mátti Helga þola mikið mótlæti og áður en yfir lauk hafði hún séð á eftir fjóram bömum og eiginmanni yfír móðuna miklu. Vera má að þetta hafí sett vemlegt mark á skapferli og framkomu hennar. En á bak við oft og tíðum heldur kaldranalegt yfírbragð bjó stórt og hlýtt hjarta. Okkur Helgu varð strax vel til vina þegar ég óx úr grasi og minnist ég margra ánægjustunda er hún sagði frá námsámm sínum, vinnuað- stöðu á sjúkrahúsum á þeim tíma og öðm er tengdist hennar starfi. Einhvem veginn varð þetta til að vekja áhuga minn á hjúkmn og leiddi til þess að ég gerði það að ævistarfi. Að koma í heimsókn til Helgu í „Verkó“ var alltaf upplífgandi og síðar minnisstætt. Þar var ekki töluð nein tæpitunga og þótti frændsyst- kinum mínum sem vom á svipuðum aldri nóg um. Þau vom lengi vel heldur treg til að koma með í heim- sókn, en við Helga vomm mjög góð- ar vinkonur frá upphafi. Helga var vel að sér í sinni starfs- grein, víðlesin og hafði áhuga á ætt- fræði. Fyrir vikið var hún mjög vel að sér um samtíðarfólk sitt í Reykja- vík og síðar í Vestmannaeyjum. Úr eldhúsglugga Helgu var víðsýnt, sást til Heimakletts, Helgafells og síðar til Eldfells. Frá því útsýni spmttu margar umræður. Oft sátum við saman yfír kaffibolla við gluggann og ræddum um allt milli fjalls og fjöra og alltaf kom ég einhvers vís- ari frá þeim fundum. Aldrei verður fullþakkað að hafa kynnst Helgu og sárt er að hafa ekki tök á að fylgja henni til grafar. Með þessum fáu orðum kveð ég kæra vinkonu með söknuði. Blessuð sé minning hennar. Ástvinum hennar votta ég og fjöl- skylda mín innilega samúð og bið þeim Guðs blessunar. Þórunn. Fyrir u.þ.b. 50 ámm hittust tveir peyjar og mgluðust á boltum. Annar boltinn var merktur KO en hinn ÓK. Þessi litli atburður var upphafíð á löngum og nánum kynnum fjöl- skyldnanna í Verkó og Stafnesi við Heiðarveg í Vestmannaeyjum. Peyj- arnir sem í hlut áttu vom Kristján Oddgeirsson og Ólafur Kristinsson, sonur Helgu Jóhannesdóttur, sem við kveðjum í dag. Upp frá þessu urðu þeir vinir, allt til dauðadags Kristjáns sem lést aðeins níu ára gamall. Helga í Verkó, sem svo var jafnan kölluð í daglegu tali, var litrík per- sóna. Hún var fædd og uppalin í Skuggahverfinu í Reykjavík og bjó yfír miklum fróðleik um höfuðstaðinn á fyrstu áratugum aldarinnar. Hún gekk í Kvennaskólann og síðan Hjúkranarskóla íslands. Fljótlega að námi loknu hóf hún störf við Sjúkra- hús Vestmannaeyja. Síðar giftist hún Kristni Magnússyni frá Sólvangi og bjuggu þau í Vestmannaeyjum allar götur síðan. Helga var tignarleg kona, hávaxin og grönn. Hún setti svip á umhverfi sitt og var aðsóps- mikil til orðs og æðis. I minningunni er hún ljóslifandi, prúðbúin með glæsilegan hatt á höfði. Þar sem heimilisstörfin vora ekki uppáhald Helgu og hún mikil félags- vera, var hvert tækifæri notað til að bregða sér yfír götuna. Oft var deilt um menn og málefni en mestur var hávaðinn um kosningar. Þá átti hún til að skunda af stað í einum inniskó af sér og öðmm af Kidda en hag- kaupssloppnum var haldið saman með einni nælu. Ræðan sem hún ætlaði að halda var hálfnuð þegar hún birtist. Síðan stillti hún sér upp og krosslagði hendur og fætur. Hurð- um var jafnvel skellt en allt var gleymt jafnharðan. Helga var alls ófeimin við að nota allt litróf íslenskr- ar tungu ef svo bar undir. Oft má heyra, að afkomendur hennar hafa margt af henni lært í þeim efnum. Vegna hjúkmnarmenntunar sinn- ar þótti sjálfsagt að leita ráða hjá Helgu við hvers konar kvillum, sama hvort í hlut átti heimilisfólkið eða „heimskötturinn". Aldrei brást hún hvort sem um minniháttar veikindi eða mikla sorg var að ræða. Alltaf stóð hún við hlið okkar eins og klett- ur. Tiltrúin og traustið á orð og gjörð- in hjúkmnarkonunnar í Verkó var algjört eins og eftirfarandi atvik sýn- ir: Eitt sinn lenti ein af heimasætun- um í Stafnesi í því að skera sig á fæti svo að talsvert blæddi úr. Auð- vitað var hringt í Helgu en eitthvað var sjúkdómslýsingin óljós því að hún taldi sárið vera á hendi. Skipaði hún svo fyrir að sjúklingnum skyldi þegar komið til læknis og mælti með því að hendinni skyldi haldið á lofti til þess að draga úr blæðingunni. Að sjálfsögðu var farið eftir þessum til- mælum og er enn í minnum hafður undmnarsvipurinn á lækninum þeg- ar sjúklingurinn með blæðandi sár á ' fæti mætti með höndina hátt á lofti. Nú hefur hún Helga fengið lang- þráða hvíld. Við þökkum henni ógleymanlega samfylgd og vottum öllar hennar afkomendum okkar dýpstu samúð. Fjölskyldan frá Stafnesi. í dag, laugardaginn 13. nóvem- ber, viljum við minnast heiðursfélaga okkar Helgu Jóhannesdóttur sem lést í Sjúkrahúsi í Vestmannaeyjum hinn 4. nóvember 1993. Þegar við-minn- umst Helgu leita á hugann margar t**- skemmtilegar og hlýjar minningar. Helga var fædd í Reykjavík 9. október 1907 og þar sleit hún barns- skónum „í Skuggahverfinu" eins og hún kallaði það og minntist ósjaldan á. Frásagnargleði hennar tók svo sannarlega völdin þegar hún rifjaði upp æskuárin. . Helga lauk námi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík árið 1925. Eftir það lá leið hennar í Hjúkmnarskóla Islands og lauk hún námi þaðan 1935. Að hjúkmnamámi loknu hélt hún til Kaupmannahafnar og vann við hjúkranarstörf. í nóvember 1935 kom Helga til Vestmannaeyja og vann þar í eitt ár. Næstu þijú árin vann hún á hin- jg um ýmsu sjúkrastofnunum í Reykja- vík. Til Vestmannaeyja kom hún aftur 1938, þá til að stofna heimili og setj- ast að með unnusta sínum Kristni Magnússyni skipstjóra, en þau gengu í hjónaband 23. september 1939. Helga og Kristinn eignuðust sjö böm. Eins og nærri má geta var oft í nógu að snúast með svo stórt heim- ili, en heilladísirnar voru ekki alltaf hliðhollar og var stórt skarð höggvið í barnahópinn því að Helga lifði fjög- ur af bömum sínum. ^ Árið 1962 hóf Helga aftur störf við Sjúkrahús Vestmannaeyja og var hún þar sannarlega á heimavelli. Helga var á 77. aldursári er hún lét af störfum. Það gustaði um svo litríkan per- sónuleika sem Helga var. Hún lét skoðanir sínar óspart i ljós og kall- aði hlutina sína réttu nöfnum, sama hver í hlut átti, en undir hrjúfu yfir- borðinu leyndist tilfínningarík, góð- hjörtuð kona eða eins og Einar Valur vinur hennar komst svo skemmtilega að orði er hann ávarpaði hana á 75 ára afmælinu og sagði: „Helga er eins og franskbrauð, hörð að utan en mjúk að innan." Hún var ósérhlífin og hafði mikla w, ánægju af hjúrkunarstarfinu. Helga lét sig sjaldan vanta þegar hjúkmnarfræðingar komu saman á gleðistund. Mætti hún þá í sínu fín- asta pússi og var óneitanlega glæsi- leg á velli þessi háa, granna kona. Hjúkmnarfræðingar í Vestmanna- eyjadeild kveðja nú mætan félaga með þakklæti og söknuð í huga. Aðstandendum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Vestmannaeyjadeild Hjúkrunarfélags íslands. Hjónaminning Guðmunda Guðrún Sig urðardóttir og Olafur Björn Þorsteinsson Guðmunda Fædd 30. mars 1916 Dáin 5. febrúar 1992 Ólafur Björn Þorsteinsson Fæddur 5. febrúar 1915 Dáinn 25. október 1993 Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp risa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. (Þess. 4:17) Með þessum orðum langar mig til að minnast elskulegra hjóna. Það er erfitt að rita nokkrar línur um fólk sem skilur svo mikið eftir sig að það nægði frekar að skrifa bók um það. Fyrir átta árum kynntist ég Guð- mundu eiginkonu Óla. Fyrstu orðin sem hún sagði við mig voru þessi: „Jesús elskar þig“, tvisvar sinnum, og það brast eitthvað hart og kalt í hjarta mínu og á þeirri stundu breyttist ég. Oft átti ég eftir að heyra Guðmundu segja þessi sömu orð við allskonar fólk, þau fáu ár sem hún lifði eftir okkar fyrstu kynni. Hún hafði einstakan kær- leika og fórnfýsi til að bera og í litla húsið við Njálsgötu 17 leitaði margur huggunar og hjálpar. Aldr- ei stóð á Guðmundu og alltaf var te á könnunni og pönnukökur, sem Óli bakaði og brögðuðust vel. Já, það vom hlýjar og nærgætnar hendur þar að verki. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og á sú lýs- ing vel við um Óla. Þar var perla á ferð, þolgóður maður með ljúfa lund og stutt var í húmorinn. Óli hafði breitt bak. — Fyrir skemmstu^ hitti ég mann, starfa minna vegna, sem hafði unnið með „Óla boy“, eins ©g hann var kallaður, fyrstu ár hans hjá Heklu. Hafði hann ekki séð Óla í fjölda ára, en þegar hann fór að tala um hann kom ánægju- og glettnissvipur _ á hann vegna minninganna um Óla. Já, Óli skilur góðar og hlýjar minningar eftir sig í huga manns og votta ég börnum, barnabörnum og öðmm nánum ættingjum þeirra ög vinum samúð inína og bið Drottin um að biessa ykkur og styrkja með eftirfarandiV* orðum úr 37. kafla Passíusálmanna: Hvort ég sef, vaki, sit eður stá í sælu og hættum nauða, krossi þínum ég held mig hjá, horfandi á blóð þitt rauða. Lát mig einnig, þá ævin þver, út af sofna á fótum þér, svo kvíði eg sízt við dauða. -*m Guðmundur Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.