Morgunblaðið - 13.11.1993, Side 43

Morgunblaðið - 13.11.1993, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 43 dýpstu samúð mína og honum sjálfum virðingu. Hreinn Ragnarsson. „Ég elska þig ekki bara fyrir hvernig þú ert, heldur einnig fyrir það hvernig ég verð í návist þinni.“ (Spakmæli. Nils Ekman.) Þó að dauðinn sé jafn eðlilegur og lífið sjálft er hann oftast fjar- lægur okkur unga fólkinu. Helst tengjum við hann háum aldri og alvarlegum veikindum. Þegar eitt okkar er svo hrifið burtu fyrirvara- laust, sest að okkur hinum sár tómleikatilfinning og undarleg gremja yfir þeim grimmu örlögum sem sviptu okkur góðum vini í hræðilegu slys. Örn Hrafnsson, eða Öddi eins og hann var kallaður í vinahópi, var lífsglaður ungur maður. Hann var togarasjómaður og vildi gjarn- an hafa líf í tuskunum þegar hann var í landi. Hann var léttur í lund og hafði lag á að koma fólki sem í kringum hann var í gott skap. Fáum er gefin jafn mikil kímni- gáfa og Öddi hafði, enda var hann félagslyndur og vinahópurinn stór. Akstur og ökutæki áttu hug hans allan og í fyrra fór hann langan hjólatúr um Evrópu og í undirbún- ingi var ný ferð. Honum þótti gam- an að ferðast. Nú er Öddi farinn í öðruvísi og lengri ferð. Við söknum hans sárt. Við sendum foreldrum hans og systkinum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að geyma góðan dreng. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifumar, ég reyndar sé þig alls staðar; þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Þorsteinn, Sölvi, Sigmar, Halldór, Ingólfur, Jónína, Hólmfríður, Rúnar, Sigurð- ur Páll, Grétar og Olafur. Kæru vinir, Guðmundur Geir og fjölskylda, ásamt systkinum hinnar látnu, við Kolbeinn vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Elínborgar Sig- urðardóttur. Mig langar að minnast elsku- legrar ömmu minnar, Elínborgar Sigurðardóttur frá Skuld í Vest- mannaeyjum. Ég á svo margar góðar minning- ar frá ömmu minni og margt var það sem hún kenndi mér. Fyrstu árin bjó ég hjá ömmu og afa á Stað á Selfossi, og vil ég þakka henni margt sem hún gaf mér þá. Margar voru þær stundimar sem ég átti með þér, elsku amma. Ég horfði á þig baka þessar gómsætu flatkökur þínar. Ég minntist ömmu minnar alltaf sem svo lífsglaðrar og kátrar manneskju, og hún sagði mér að brosa framan í heiminn ef eitthvað bjátaði á, og minnist ég þess oft. Alltaf var notalegt og gaman að koma til ömmu og afa og alltaf fékk maður kaffi og eitthvert góð- gæti, því að ekki þýddi að neita, eitthvað varð maður að fá hjá þér, þú varst ekki ánægð fyrr. Elsku amma, það eru svo marg- ar góðar minningar sem ég á um þig og geymi þær í huga mér. Ég veit, amma mín, að þér líður vel þar sem þú ert núna, og vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og þær góðu samveru- stundir sem við áttum saman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi minn, megi góður guð styrkja þig í þinni miklu sorg. Þórdís Sólmundsdóttir. Minning Sigurgeir Tómasson, Mávavatni, Reykhólum Fæddur 6. nóvember 1933 Dáinn 8. nóvember 1993 Heyrðu mig, Bjarni, ég þarf að segja þér dálítið. Þetta ávarp Sigur- geirs hafði orðið sérstaka þýðingu því vita mátti ég, að á eftir því kæmi annað hvort hollráð eða góð saga og hvort tveggja ætíð vel þegið. Þetta mun ekki hljóma fram- ar nema þá í endurómi minning- anna. Við hér heima í Reykhóla- hreppi söknum þess sárlega. Við huggum okkur við minning- una um góðan dreng þar sem Sigurgeir var. Kynni okkar Sigur- geirs höfðu varað stutt, aðeins rúm þijú ár, en þegar litið er um öxl þá finn ég hve stundirnar sem við áttum saman hafa skipt mig og byggðina hér miklu máli. Skömmu eftir að ég tók við starfí sveitarstjóra kom Sigurgeir til mín og bauð mér í gönguferð, við geng- um stóran hluta Reykhóladalsins og benti Sigurgeir á staði til útivist- ar, gönguleiðir, kennileiti, hverina og fuglana og gat þess í leiðinni að það þyrfti að skipuleggja og vinna markvisst að því að á Reyk- hólum risi heilsu- og útivistar- svæði. Sú vinna er nú í gangi. Við munum kapp hans frá því á vorin við að gera meiri mat úr grá- sleppunni, hugmyndina um þara- blöðin, gagnrýni hans á stefnuna í landbúnaðinum og vonbrigðin með getuleysi okkar til þess að koma lambakjötinu á markað, stein- vinnslu úr gijótinu á Þorskafjarðar- heiði svo fátt eitt sé nefnt af því sem hann lét sig skipta. Ómetanleg var aðstoð hans við mig og hjúkrunar- og dvalarheimil- ið Barmahlíð þegar mál voru þar í algerri upplausn eftir að forstjóri og hjúkrunarfræðingur höfðu sagt upp starfi sínu sökum ágreinings um stjórnunarstíl við mig. Þá gekk Sigurgeir úr húsi sínu og lánaði það hreppnum svo hægt væri að hýsa nýjan hjúkrunarforstjóra þar til íbúð hjúkrunarstjórans, sem þá var í smíðum, yrði kláruð. Tók það reyndar lengri tíma en ætlað var. Eða þegar Sigurgeir kom til mín, ávarpaði mig á sinn hefðbundna hátt og sagði mér að tala við ákveðna konu og athuga hvort hún fengist ekki til þess að taka að sér rekstur heimilisins. Það gekk eftir og víst að báðar gjörðirnar hafa reynst heimilinu gæfuspor. Sigurgeir fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi. Fluttist hann níu ára gmall að Reykhólum með for- eldrum sínum þegar þau hefja þar búskap. Foreldrar Sigurgeirs voru Steinunn Hjálmarsdóttir og Tómas Sigurgeirsson. Árið 1955 gengur hann að eiga Dísu Ragnheiði Magn- úsdóttur, ljósmóður frá Hólum í Reykhólahreppi. Stofnuðu þau ný- býlið Mávavatn og bjuggu þar. Dísa lést 3. febrúar 1974. Þau eign- uðust fjóra syni, Tómas, kvæntur Svanhildi Sigurðardóttur, Magnús, kvæntur Bryndísi Héðinsdóttur, Valgeir, kvæntur Báru Héðinsdótt- ur, og Egil, kvæntur Áslaugu Bertu Guttormsdóttur. Barnabörnin eru ellefu. Sigurgeir var mikill að burðum, sterkur svo til var tekið, forkur duglegur, hjartahlýr, ákafur, með ímyndunarafl skáldsins og stór- kostlega frásagnarhæfileika. Stór- brotinn persónuleiki hans lýsti sér í athöfnum hans og orðum. Lífsstíll hans var krefjandi hvort heldur í vinnu eða frítíma. Eins og áður segir stofnuðu þau 'hjónin nýbýlið Mávavatn út úr Reykhólajörðinni, byggðu þar íbúð- ar- og peningshús, fóru í jarðabæt- ur og ýmsar framkvæmdir sem gera Mávavatn að einni af betri jörðum sveitarinnar. Ekki gekk það þó áfallalaust, samanber þegar íbúðarhús þerira hjóna brann 1972. Eftir að ljóst varð um heilsu- brest Sigurgeirs tók Tómas við jörðinni, byggði sér íbúðarhúsið Mávatún sem stendur skammt frá íbúðarhúsinu á Mávavatni. Sigurgeir gekk frá þeim skiptum í fyrra og gladdist hann af því að vita af jörðinni í góðum höndum. Þá þótti mér gaman að því hve stoltur hann var af sonum sínum, konum þeirra og barnabörnum. Kom það oft fram í máli hans. Þær voru og ófáar ferðirnar sem hann fór á sumrin með barnabörnin inn í skóg og til þess að fara í fjöruna og vitja um netin. Efa ég ekki að þær stundir hafi verið þeim ógleymanlegar. Síðasta laugardag var glatt á hjalla á Mávavatni. Sigurgeir hélt þá upp á sextugsafmælið af rausn og skörungsskap. Þar var húrra- hrópað og honum óskað langlífis og hárrar elli, en þær óskir dugðu skammt því hann sem öllu ræður vildi annað. Við sem eftir erum þökkum Geira samfylgdina. Guð blessi minningu hans og veiti sonum hans, eiginkonum þeirra og bama- börnum og öðrum ættingjum og ástvinum styrk á sorgarstundu. Bjarni P. Magnússon, Reykhólum. Sigurgeir var fæddur á Miðhús- um í Reykhólasveit, sonur hjónanna Steinunnar Hjálmarsdóttur og Tómasar Sigurgeirssonar, sem þá bjuggu á Miðhúsum, en fluttust síð- an að Reykhólum árið 1939. Sigurgeir var yngstur af sjö systkinum, sem öll lifa bróður sinn, en foreldrar hans era bæði látin fyrir fáum árum. Hinn 4. ágúst 1955 kvæntist Sig- urgeir Dísu Ragnheiði Magnúsdótt- ur ljósmóður, fædd 4. ágúst 1932, frá Hólum í Reykhólasveit. Dísa lést 3. febrúar 1974. Þau hófu bú- skap á Reykhólum árið 1955, fyrst í sambýli við foreldra Sigurgeirs, en stofnuðu síðar nýbýlið Mávavatn úr landi Reykhóla. Þar bjuggu þau síðan að undanskildum tveimur vetram sem þau bjuggu í Borgar- firði. Eftir lát konu sinnar bjó Sigur- geir áfram með sonum sínum, en þeir eru Tómas, fæddur 7. júlí 1956, kvæntur Svanhildi Sigurðardóttur, þeirra börn, eru Sara Dögg Jóns- dóttir (stjúpdóttir Tómasar), fædd 26. júlí 1973, Dísa Ragnheiður, fædd 14. febrúar 1977, Kristín Ingi- björg, fædd 14. febrúar 1981; Magnús, fæddur 6. október 1957, kvæntur Bryndísi Héðinsdóttur, þeirra börn eru Sigmundur, fæddur 14. febrúar 1984, Sigmar Máni, fæddur 2. nóvember 1988, og Dísa Ragnheiður, fædd 29. mars 1992; Valgeir, fæddur 23. mars 1961, kvæntur Bára Héðinsdóttur, þeirra börn eru Berglind Rut, fædd 5. maí 1982, Sigurgeir, fæddur 29. októ- ber 1983, og Valdís, fædd 11. mars 1991; Egill, fæddur 20. maí 1965, kona hans er Áslaug Berta Gutt- ormsdóttir, þeirra börn era Ásbjörn, fæddur 3. júlí 1990, og stúlka, fædd 1. nóvember 1993. Barnabörnin voru einstaklega hænd að afa sínum og hann sá ekki sólina fyrir þeim. Enda sagði Valdís litla sem er tveggja árá, þegar ég spurði hana hvort hún væri litla prinsessan mín: „Nei, afa.“ Margs konar erfiðleikar urðu á vegi Sigurgeirs. Árið 1972 brann íbúðarhúsið, en annað var fljótt reist á fallegum stað og þangað var Qölskyldan nýlega flutt þegar kona hans veiktist og lést skömmu síðar. Heilsa Sigurgeirs var búin að vera tæp til margra ára, en það vissu ekki nema þeir sem næst honum stóðu hversu léleg hún var, en hann var bæði búinn að fara í bakaðgerð- ir og hjartaaðgerð. Það var honum æði oft þungt í skauti að geta ekki unnið eins og skapið bauð, en það gat verið stórt og óvægið en þó verst honum sjálf- um. Sigurgeir var skemmtilegur mað- ur og vinur vina sinna. Hann sagði betri sögur en flestir aðrir og eru nokkrar þeirra orðnar fleygar um Vestfirði og víðar og skemmtun margra að hafa þær eftir. Hinn 6. nóvember sl. varð Sigur- geir 60 ára og þá skyldi haldin veisla sem og var. Miklar endurbæt- ur hafði hann gert á húsinu á þessu ári og daginn fyrir afmælið lauk hann við sólstofuna sína sem verið hefur í byggingu sl. 2 ár. Fjölskyldan lagði fram hjálpandi hendur til að afmælisveislan yrði eins og Sigurgeir óskaði og fór hún fram með reisn og gleði. Sigurgeir gladdist með fjölskyldu sinni, vinum og sveitungum og veit ég að hann vildi gjarnan koma þakklæti til allra sem glöddu hann á einn eða annan hátt á þessum merkisdegi og þá mest og best til sona, tengdadætra, og barnabarna en öll voru þau mætt í afmælið, en yngsta barna- barnið kom í fyrsta sinn heim til afa á afmælisdaginn og var litla stúlkan honum kærkomin afmæl- isgjöf. Á 50 ára afmælinu kom nafni hans heim á afmælisdaginn svo að honum þótti það mjög eðli- legt að fá svona góðar gjafir. Systkini Sigurgeirs eru Kristín Lilja, Þorsteinn, Sigurlaug Hrefna, Anna, Hjörtur og Kristín Ingibjörg. Þau og makar þeirra voru öll í veisl- unni hans og bættu þar við góðum minningum um yngsta bróður sinn, sem þau þakka samveruna. Undirrituð er búin að ganga margar götur með bróður sínum bæði sléttar og grýttar, en saman renna þær í eina góða og beina. Við Máni sendum mínum kæru frændum Tómasi, Magnúsi, Val- geiri og Agli ásamt ijölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu Sig- urgeirs Tómassonar. Bróðir minn góður, margs er að minnast og margs að sakna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kristin Ingibjörg Tómasdóttir. Síðastliðinn laugardag komu saman vinir og vandamenn og sveitungar Sigurgeirs Tómassonar á heimil hans, Mávavatni á Reyk- hólum, til þess að samgleðjast hús- bóndanum, sem var síungur í anda þó að hann fyllti 60 árin. Að venju var öll fjölskyldan mætt, en það einkenni hefur fylgt fjölskyldu Sigurgeirs að standa ætíð saman sem einn maður, gleðj- ast og hryggjast saman. Á afmælisdaginn hafði nafni hans og sonarsonur komið heim að Mávavatni til þess að halda upp á tíu ára afmæli sitt og það má því segja að Sigurgeir hafí kvatt þetta líf með gleði og reisn. Ég minnist liðinna ára og sé hann fyrir mér lítinn, ljóshærðan, hæglátan dreng í stóram systkina- hópi. Tíminn líður og við áttum samleið í barnaskóla einn vetur og ég var tíður gestur á æskuheimili hans, en þá voru Reykhólar merki- legt fjölmennt bændabýli þar sem þrír ættliðir bjuggu saman, amm- an, foreldrar og börn. Allir höfðu nóg að starfa og þar þekktist ekki atvinnuleysi eins og þá heijaði á Reykjavík og aðra þéttbýlisstaði, en atvinnuleysið varð þess valdandi að ég ásamt foreldrum mínum fluttumst frá Reykjavík hingað í Reykhólasveit- ina. Á æskuheimili Sigurgeirs var mikið um að vera, margt fólk, at- hafna- og félagslíf einnig. I þá daga var heimilisiðnaður mikill. Fólk þurfti yfirleitt að búa að sínu og sem allra minnst sótt í kaupstað- inn. Að vetrinum var á Reykhólum spunavélin i gangi í kjallaranum; pijónavélin úppi í löngu stofu í stöð- ugri notkun. Saumavélinni snúið og falleg föt saumuð og gert við þau eldri. Hrefna, hálfsystir Sigurgeirs, hélt líka saumanámskeið á æsku- heimili sínu á Reykhólum. Alla tíð voru hverabrauðin henn- ar Steinunnar, móður Sigurgeirs, rómuð fyrir gæði og með nýstrokk- uðu smjöri var það meira sælgæti en sjoppufæði nútímans. I þá daga var heimilið á Reykhól- um líka samkomustaður og hjá foreldrum Sigurgeirs voru oft barnasamkomur, söngæfingar og félagsfundir og ætíð veitingar á eftir. Þegar mest var við haft stjórn- uðu foreldrar Sigurgeirs, þau Steinunn og Tómas, vefaraleik eða dansi og þá var feikilegt fjör. Allir gátu tekið þátt í þessum sígilda, norræna leik. Kristín, amma Sigurgeirs, var fróðleiksfús og fylgdist með öllu utan- og innanlands og ekki síst eftir að útvarpið kom til sögunnar. I þessu menningarumhverfi ólst Sigurgeir upp og þegar hans tími kom kvæntist hann stúlku úr Reyk- hólasveitinni sem þá var nýorðin ljósmóðir byggðarlagsins. I hlut Sigurgeirs kom að aka með ljós- móðurina hvenær sem kallið kom, en þá var það alsiða að konur áttu böm sín í heimahúsum. Þá kom sér oft vel að eiga góðan bíl og geta gert við þá sem og önnur verk- færi, en á þeim tíma var lítið um að viðgerðarvinna á ökutækjum væri stunduð hér. Þessi vinna lét Sigurgeir vel því að hann var verk- laginn og vandvirkur viðgerðar- maður. Síðustu áratugina hafa þeir feðgar, Sigurgeir og Tómas, sonur hans, unnið mikið saman, en fyrir 20 árum missti Sigurgeir konu sína frá fjórum ungrum drengjum og þá reyndi á manndóm hans að taka líka við móðurhlutverkinu. Um nokkurt skeið vann Sigur- geir á vélaverkstæði Þörungaverk- smiðjunnar á Reykhólum og er hann hætti störfum þar þá höfðu vinnufélagar hans á orði að á kaffi- stofunni stæði sæti hans svo mikið autt. Sigurgeir átti alltaf á taktein- um græskulaust grín til þess að „krydda“ tilverana og þeim eigin- leika hélt hann til hinstu stundar. Móðurbróðir minn var fyrri mað- ur Steinunnar móður Sigurgeirs, en hún varð ung ekkja með fímm ung börn. En þau eru: Lilja, hús- freyja og meðhjálpari á Grund í Reykhólasveit, Þorsteinn, járn- smiður í Reykjavík, Anna, húsmóð- ir og ræstitæknir í Kópavogi, Hrefna, húsmóðir og ræstitæknir í Kópavogi, og Hjörtur fram- kvæmdastjóri á Selfossi. Alsystir Sigurgeirs er Kristín Ingjbörg yfír- ljósmóðir Landspítalans og núver- andi forstöðukona dvalarheimilis- ins Barmahlíðar á Reykhólum. Syn- ir þeirra Sigurgeirs og Dísu eru: Tómas, bóndi á Mávatúni, Reykhól- um, Magnús, vélstjóri, Kópavogi, Valgeir, vélvirki, Reykjavík, og Egill, pípulagningameistari, Reyk- hólum. Miðhúsafólkið sendir sonum og fjölskyldum þeirra svo og systkin- um Sigurgeirs og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Þessum kveðjuorðum lýk ég með erindi eftir Valdimar Snævarr: Þú, Kristur, ástvin alls sem lifir, ert enn á meðal vor. Þú ræður mestum mætti yfir og máir dauðans spor. Þú sendir kraft af hæstum hæðum, svo himinvissan kveikir líf í æðum og dregur heilagt fortjald frá. Oss fegurð himins birtist þá. Ólína Kristín Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.