Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 54
.. *+54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur Bikarkeppni karla: Vestm’eyjar: ÍBV-Ögri............kl. 15 Sunnudagur Bikarkeppni karla: ísaflörður: BÍ’88-UMFA...........kl. 14 2. deild karla: Seltj’nes: Grótta - Fjölnir......kl. 14 Austurberg: Fylkir - UBK.........kl. 20 Höllin: Ármann - HK..............kl. 20 Keflavík: ÍBK-Fram...............kl. 20 Körfuknattleikur Laugardagur Úrvalsdeild: Strandgata: Haukar-ÍA............kl. 14 1. deild kvenna: Hlíðarendi: Valur-ÍR.............kl. 16.30 Sunnudagur Úrvalsdeild: Grindavík: UMFG-Valur............kl. 20 Njarðvík: UMFN-Snæfell...........kl. 20 Sauðárkókur: UMFT - Skallagr.....kl. 20 * Seltj’nes: KR-ÍBK..............kl. 20 1. deild karla: Hagaskóli: Léttir-ÍR..........kl. 15.30 1. deild kvenna: Hagaskóli: KR-UMFT...............kl. 14 Bikarkeppni kvenna: Digranes: UBK-Snæfell............kl. 15 Blak Laugardagur Karlar: Ásgarður: Stjarnan-ÍS.........kl. 15.30 Neskaupst.: Þróttur - Þróttur R. ...kl. 15.15 Höfn: Sindri - Þróttur II2. d.kl. 15.30 Konur: Neskaupst.: Þróttur-Víkingur.....kl. 14 Höfn: Sindri-ÍS...............kl. 14.20 Fimleikar Norðurlandamótið í trompfímleikum verður haldið í íþróttahúsinu Digranesi í dag. Þetta er fjölmennasta fímleikamót sem haldið hefur verið hér á landi. Keppni í trompi er rhópakeppni þar sem keppt er í gólfæfing- um, dýnustökkvum og stökki af trambolíni. Karate íslandsmótið í shotokan-karate fer fram í íþróttahúsi Víðistaðaskóla í Hafnarfirði i dag, laugardag. Keppni hefst kl. 11 en úr- slit í hinum ýmsu fíokkum hefjast kl. 16.00. Karatedeild Hauka sér um framkvæmd mótsins. Borðtennis Borðtennismót Pepsi og Víkings verður haldið í TBR-húsinu (stóra salnum) á morg- un, sunnudag. Keppt verður í öllum flokkum karla og kvenna, m.a. byijendaflokki. Keila IceAm Open í keilu verður í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og hefst kl. 20 I kvöld. Keppt verður í fjórum flokkum og fer skráning fram í afgreiðslu Keiluhallarinnar. FRJALSIÞROTTIR Haraldur skilar heiðursmerkjum - til að mótmæla að FH-ingarfengu ekki mann í stjórn FRÍ HARALDUR Magnússon frjáls- íþróttaleiðtogi úr Hafnarfirði hefur skilað heiðursmerkjum og gjöfum frá Frjálsíþrótta- sambandinu til að mótmæla því að FH-ingar fengu ekki mann kjörinn í stjórn FRÍ á árs- þinginu sem haldið var í Hafn- arfirði um síðustu helgi. Nokkrum vikum fyrir þing var okkur boðið að tilnefna mann í stjórnina. Okkur þótti heiður að því og tilnefndum einn af okkar bestu mönnum. Við stungum upp á Magnúsi syni mínum, sem á ekki minni þátt en ég í því öfluga frjáls- íþróttastarfi sem unnið hefur verið í Hafnarfirði. Hann á mikinn þátt í þeim heiðursmerkjum sem ég hef hlotið. Hafi mönnum þótt okkar starf til fyrirmyndar og ávinningur af því að hafa FH-ing í stjóminni gengur það bara ekki upp að hafna honum," sagði Haraldur í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef orð allra núverandi stjómarmanna fyrir því að þeir hafi ekki haft neitt á móti Magn- úsi og sumir þeirra höfðu ekki einu sinni verið spurðir hvort þeir vildu vinna með honum og hafa sagt við mig að þeir hefðu ekki sett það fyrir sig þó honum hefði verið stillt upp. Tveir aðilar, Þráinn Hafsteins- son landsliðsþjálfari FRÍ og Val- gerður Auðunsdóttir leiðtogi HSK, unnu hins vegar mjög gegn honum Á sunnudag kl. 20.00 leika KR og Kef lavík í körfubolta á Nesinu. Mæta Rauðu Ijónin á leikinn? N0RÐURLANDAM0T ÍTROMPFIMLEIKUM laugardaginn 13. nóvember í iþróttahúsinu Digranesi kl. 13.00 ' Fimleikaunnendur! Missið ekki af einstöku tækifæri til að fylgjast með toppkeppni í þessari vinsælu grein fimleikanna. Meðal keppenda eru lið frá Gerplu ogBjörk. Mætum öll og hvetjum okkar fólk! Haraldur Magnússon. og tókst að koma því til leiðar að nýliði var kosinn inn i stjómina í hans stað. Mér finnst að góðir starfskraftar eigi að fá að njóta sannmælis en komið hefur verið í veg fyrir það með þessu. Ég hef kannski þótt umdeildur en hef reynt að hlífa sonum mínum og því sætti ég mig ekki við þessa fram- komu. Og það er í hæsta máta óeðlilegt að landsliðsþjálfarinn, sem er starfsmaður FRI, skuli beita sér af hörku í kosningapólitík." „Ég vil taka það fram að ég óska nýkjörinni stjóm velfarnaðar og er út af fyrir sig ekki í stríði við hana. En með þeirri framkomu sem við erum látnir sæta bæði á þessu þingi og á þinginu 1989, sem einnig var haldið í Hafnarfirði, finnst mér nóg komið. Eftir góða umhugsun ákvað ég því að skila þeim viðurkenningum sem mér hefur hlotnast. Formanni FRÍ þótti ástæða til að afhenda mér bókarg- jöf á þinginu, sem viðurkenningu fyrir gott starf hjá FH. Eftir á finnst mér það hafa verið hálfgerð sýndarmennska því á sama degi er komið jafn gróflega fram við okkur og að framan segir. Það sætti ég mig ekki við bið um að nafn mitt verði strikað út af heið- ursviðurkenningarskrám FRÍ,“ sagði Haraldur. VETRARLEIKAR FATLAÐRA 1994 Frá æfingu í sleðastjaki. Lilja María Snorradóttir, Svanur Ingvarsson ásamt Thor Kleppe, leiðbeinenda og Eric Sandbraaten. íslendingar æfa sleðastjak Norska undirbúningsnefndin fyrir Vetrarleika fatlaðra sem fram fara í Lillehammer í mars á næsta ári hefur lagt mikla áherslu á að koma á fót nýrri íþróttagrein á þessum leikum sem er „ispigging“ eða sleðastjak. Keppni fer fram á ís og er keppt á sérstökum skauta- sleðum. Til þess að keppni geti farið fram þarf lágmarksþátttöku 10 landa í einstaklingsgreinum og 6 landa í íssleðahokkí sem er spilað af 6 manna liðum. íþróttasamband fatl- aðra í Noregi réð Thor Kleppe, sem hefur áralanga reynslu af vetrar- íþróttum fatlaðra, til þess að kynna þessa grein víða um heim í þeim tilgangi að þjóðimar sendi þátttak- endur á leikana. Noregur leitaði eftir stuðningi íslands vegna þessarar nýju íþrótta- greinar og stefnt er að því að Is- land sendi a.m.k. einn keppanda í þessa grein. Um síðustu helgi kom Thors Kleppe hingað til lands og var með námskeið í sleðastjaki í íþróttamiðstöðinni í Laugardal á vegum íþróttasambands fatlaðra í Noregi í samvinnu við Iþróttasam- band fatlaðra á íslandi. Sýnd voru myndbönd varðandi vetraríþróttir fatlaðra og farið yfir helstu atriði sem tengjast uppbyggingu og þjálf- un vetraríþrótta. Kleppe mun koma aftur í janúar til að fylgja eftir verklegum hluta námskeiðisins. Með Thor Kleppe í för voru tveir fatlaðir íþróttamenn, Eric Sandbra- aten og Bente Christine Gronle sem bæði eru fyrrverandi heimsmeistar- ar í vetraríþróttagreinum fatlaðra. Sérstakur hjólasleði sem Norð- menn komu með til landsins var notaður í stað skautasleða og af- hentu Norðmennirnir íþróttasam- bandi fatlaðra á Islandi hann að gjöf ásamt tveimur skautasleðum en Norðmenn vilja með þessum gjöfum þakka íslandi fyrir mikil- vægan stuðning við þessa nýju íþróttagrein. Það sem hér er um að ræða nýja grein er hér fyrst og fremst um að ræða þátttöku íslands, sem stuðn- ing við Noreg og þessa nýju íþrótta- grein sem getur hentað íslensku fötluðum íþróttafólki mjög vel. Keppt er bæði í einstaklings- greinum og einnig í íssleðahokkí sem er skemmtileg hópíþrótt fyrir fatlaða og nýtur vaxandi vinsælda í heiminum. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í íyrrinótt: Charlotte - Orlando..........120:87 Larry Johnson gerði sextán stig fyrir Charlotte. Þetta var fyrsta tap Shaquilles O’Neal og félaga í Orlando í vetur. Miami - Milwaukee............116:103 Rony Seikaly skoraði 33 stig og Steve Smith 24 fyrir Miami Heat. Þetta var fjórða tap Milwaukee Bucks í röð. Ken Norman gerði 30 stig og Todd Day 21 fyrir Bucks, sem hafa nú tapað sjö af síðustu níu leilq'um gegn Miami. Norman kom til Bucks fyrir tímabilið og hefur verið stigahæstur í þrem- ur af fimm leikjum liðsins. Matt Geiger gerði 18 stig fyrir Miami, sem er það mesta sem hann gerir f leik á ferlinum. New Jersey - Indiana.........105:108 Þessi leikur var framlengdur. Dwayne Schintzius kom heimamönnum í 103:102 er hann blakaði knettinum í körfuna en Rik Smits svaraði með tveggja stiga skoti stökkskoti, er 57 sekúndur voru eftir — og gestirnir létu forystuna ekki af hendi eftir það. Þetta var fýrsti sigur Indiana undir stjóma nýja aðalþjálfarans, Larry Brown. Houston - Minnesota..........107:99 Hakeem Olajuwon gerði 12 af 26 stigum sínum í flórða leikhluta, og var aðalmaðurinn á bak sig sigur heimaliðsins í framlengingu. Lið Minnesota Timberwolves hefur því enn ekki sigrað í vetur, en Houston hins vegar sigrað í öllum flórum og er það í fýrsta skipti sem liðið afrekar það síðan 1984, á fyrsta ári Olajuwons með liðinu. Houston hefur heldur ekki enn fengið á sig 100 stig í leik í vetur. Olajuwon, sem hitti úr 15 af 17 skotum í leiknum, tók einnig 17 fráköst og varði sex skot. Christian Laettner var atkvæðamestur í liði gestanna með 22 stig. Seattle - Cleveland..........115:102 Detlef Schrempf og Ricky Pierce gerðu 22 stig hvor fyrir Seattle, sem enn er tap- laust, í öruggum sigri. Schrempf gerði 11 af stigum sínum í öðrum leikhluta, er Se- attle náði 20 stiga forystu. Staðan var 61:49 í leikhléi. Pierce gerði sex síðustu á síðustu 80 sekúndunum í þriðja hluta eftir að Cav- aliers höfðu minnkað muninn í 81:75. L A Clippers - Detroit.......111:99 Mark Jackson skoraði 21 og Danny Manning 20 fyrir Clippers. Heimaliðið náði mest 28 stiga forystu og munurinn varð minnstur 12 stig f seinni hálfleik, þannig að sigurinn var mjög öruggur. Terry Mills gerði 18 stig fyrir Detroit og Joe Dumars 16. Ishokkí NHL-deildin Leikir í fyrrinótt: Boston - Edmonton.................5:1 Heimamennimir áttu 42 skot að marki, gestirnir 28. Cam Neely gerði 11. mark sitt í vetur fyrir Boston og Jon Casey í markinu varði 27 skot. Ottawa - Florida..................4:5 Jody Hull gerði sigurmarkið er 51 sek. var eftir af þriðja leikhluta. Florida hefur þar með unnið 3 leiki í röð í fyrsta skipti í sögu félagsins. Florida komst í 4:1 en Ottawa jafnaði með 3 mörkum í öðrum leikhluta. Philadelphia - New Jersey.........3:5 Eric Lindros hjá Philadelphiu varð fyrir meiðslum í hné og verður frá keppni f þijár til sex vikur. Tampa Bay - Washington............1:4 Peter Bondra, Dmitri Khristich og Randy Burridge skoruðu allir fýrir Washington, og hafa þar með allir gert átta mörk f vet- ur. Rich Tasbaracci, markvörður liðsins, varði 33 skot. Liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð og níu af síðustu tíu, eftir sex töp í röð. Tampa Bay á nú hins vegar að baki níu leiki í röð án sigurs. Chicago - Pittsburgh..............4:1 Jeremy Roenick gerði 10. mark sitt í vetur, og lagði upp tvö fyrir Chicago. Dallas - San Jose.................4:0 Darcy Wakaluk, markvörður Dallas, varði 20 skot og hélt hreinu f þriðja skipti á ferlinum og Ulf Dahlen skoraði tvívegis og lagði upp eitt mark. St Louis - Toronto.............. 3:2 Brett Hull skoraði tvívegis og lagði upp sigurmarkið, sem Ron Sutter gerði í þriðja leikhluta. Curtis Joseph varði 39 skot i marki heimaliðsins en þetta var sjöundi leik- ur St Louis f röð án taps. Lið Toronto Maple Leafs hefur flest stig í deildinni, 27, og hafði ekki tapað í fimm síðustu leikjum. Calgary - Anaheim.................5:4 Robert Reichel skoraði tvívegis fyrir Calgary og liðið hefur nú sigrað f sex af siðustu sjö leikjum. Reichel gerði seinna mark sitt er 2,18 mín. voru liðnar af þriðja leikhluta og kom liðinu í 5:1. Gestirnir sóttu sfðan heldur betur í sig veðrið, gerðu þijú mörk en vantaði herslumuninn til að jafna. Tennis Antwerpen, Belgíu: Evrópubandalagsmótið, 2. umferð: Magnus Gustafsson (Svfþjóð) vann Brett Steven (N-Sjálandi) 2-6 6-4 6-2. Goran Ivanisevic (Króatfu) vann Johan Van Herck (Hollandi) 6-3 6-3. Boris Becker (Þýskalandi) vann Chuck Ad- ams (Bandar.) 7-6 6-4. Michael Stich (Þýskal.) vann Henrik Holm (Svíþjóð) 7-6 6-1. 8-manna úrslit: Boris Becker (þýskal.) vann Magnus Lars- son (Svfþjóð) 6-1 7-6. Lefðrétting Nöfn sumra sem skoruðu fyrir ÍBK gegn Tindastóli í úrvalsdeildinni skoluðust til í blaðinu í gær. Rétt er að Kristinn Friðriks- son var stigahæstur með 40 stig en næstir komu Albert Óskarsson og Jonathan Bow með 15 hvor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.