Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Ast er... að reyna að skilja skap hennar hveiju sinni TM Reg. U.S P«t Off.—ail rights reserved • 1993 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Krístni og fljúgandi furðuhlutir Frá Jan Habets: Er það hlægilegt að tala um fljúg- andi furðuhluti? Ef svo er, hvers vegna þá að tala um þá? Þeir gætu tekið of mikið af okkar eftirtekt, sem við eigum heldur að beina til Jesú Krists, Guðs. Maður getur talað um furðuhluti í sambandi við vísindi og einnig við trúmál. Tölum fyrst um vísindi. Vitum við hvar þessar verur geta búið? Nei. Vitum við hvort það eru menn, maður og kona með börn- um? Nei. Hafa þeir verksmiðjur til að búa til tæki eins og við til að lenda á Mars? Við vitum það ekki. Ef þeir eru þegar búnir að koma í okkar nálægð, hvers vegna koma þeir þá ekki líka til okkar eða tala a.m.k. ekki við okkar menn, t.d. Rússa, sem eru mánuðum saman í himingeimin- um? Hafa þeir stjórn í sínu landi, Frá Oddnýju Sigsteinsdóttur: NUDD er og hefur verið kennt á háskólastigi í bráðum 18 ár hér á íslandi, sem hluti af námi sjúkra- þjálfara við Háskóla íslands. Námið þar byijaði árið 1976, en fyrir þann tíma höfðu sjúkraþjálfarar farið utan til náms. Nám í sjúkraþjálfun tekur fjögur við læknadeildina í Háskólanum. Nudd er notað sem hluti af með- ferð en ekki sem meðferð í læknis- fræðilegu augnamiði. Eftir skoðun á stoð- og hreyfikerfi og á þeim taugum sem sjá um það, er ákveðið hvort nudd sé hluti af þeirri með- ferð sem við veitum. Fyrirfram er læknir búinn að gefa grænt ljós á meðferð og gefur upplýsingar um flokka, kosningar, spítala og skóla? Eru spurningar ekki hlægilegar því að til að spyija slíkra spuminga ættum við að vita eitthvað, sem eng- inn vísindamaður gæti efað. Tölum nú um trúmál. Fyrir kristna menn er aðeins einn Guð, skapari heimsins, sem sendi Son sinn til að kenna okkur um Föður sinn og hvemig við eigum að búa okkur und- ir að vera eftir dauðann sem kjör- böm hamingjusöm með Guði. Til að sannfæra okkur gerði Jesú ekki að- eins mörg kraftaverk, kallaði t.d. Lasarus úr gröfinni, heldur reis sjálf- ur upp frá dauðum og gerði það með mörgum birtingum, óefað fyrir Jerú- salemsbúa, sem urðu 3.000 tals kristnir á einum degi. (Post. 2,41). Jesús, risinn upp frá dauðum, borð- aði með lærisveinum, hvatti þá til að þreifa á sér. Slíks sambands krefj- þær rannsóknir sem sjúklingur hef- ur farið í t.d. röntgenmyndatöku, segulómskoðun, beinaskann og blóðprufur. En sjúkraþjálfarar með- höndla í samráði við lækna. Mjög sjaldan er nudd notað eitt og sér til lækningar, því það er eins og að mála yfir ryð á ryðgulum bíl án þess að gera nokkra undirvinnu. Ryðið kemur fljótlega aftur. Þannig vinna ekki fagmenn. Nudd sem fyr- irbyggjandi aðferð hefur verið not- að í þúsundir ára. En sem lækning eitt og sér, án skoðunar og grein- ingar á vandamáli viðkomandi, nei. Meðferðin er ekki svona einföld. ODDNÝ SIGSTEINSDÓTTIR, sjúkraþjálfari, Stigahlíð 12, Reykjavík. umst við af geimmönnum ef þeir eru til. Maður spyr einnig: „Hvers vegna skapaði Gúð þá? Dó Jesús fyrir þá? Eru þeir dauðlegir? Hvert fara þeir eftir dauðann? Til himins, án reynslu- tíma? Gefur Biblían okkur kannski bendingu um geimmenn? „Við getum örugglega neitað_ því. Alkunnur biblíufræðingur á íslandi, dr. Sigur- björn Einarsson, segir okkur það í bæklingi hans um sköpunartrú: „Kristnir menn hafa engar sérstakar fræðilegar kenningar um uppruna og þróun heimsins og lífsins. A vís- indalegwn vettvangi eiga þeir sam- stöðu með öðrum mönnum" (bls.5) Kirkjuþing, Vatíkanið II, segir einn- ig: „Biblían kennir fastlega og án villu þann sannleika, sem Guð vildi kenna okkur i.s.v. sáluhjálp okkar.“ Við getum hér líka vitnað til texta Hl. Tómasar um innblástur: „Það sem hefur ekki samband við sálu- hjálp okkar heyrir ekki ekki til inn- blásturs Biblíunnar." Dr. Einar Sig- urbjörnsson bendir t.d. til sköpunar á þremur dögum, hvíldardags á laug- ardegi, sem við höldum á Drottins- degi (sunnudegi), bls. 14-15. Og hvað segja vísindamenn, t.d. sálfræð- ingar? I Lexicon der Psychologie (3Bd) er t.d. talað um para-sálfræði. Það er mikið mögulegt, þar er einnig talað um sjónhverfingu. Slíkur mað- ur sér eitthvað sem er ekki til. Hafa ekki nokkrir íslendingar þessa gjöf? Geta þá sjónhverfing og hugmynda- flug hjálpað okkur að finna og sjá þessa geimmenn 5. nóvember? Eg má ekki lengja greinina. Enn þá aðeins ein skoðun. L’Encyclopédie Catholique, Paris, 1993, segir um okkar fljúgandi furðuhluti, sem hún kallar OVNI: „Fljúgandi furðuhlutir eru nú orðnir efni trúar og sama sem lotningar. Þessir geimbúar koma stundum í stað trúar á Guð hjá mönn- um, sem laðaðir eru fyrir kynlegheit og þegar tengdir við dulspeki..." Ég vil aðeins bæta við: Ef þeir vilja ekki koma til jarðar, þá fari þeir bara beint til himins. SR. JAN HABETS, St. Franciscuspítala, Stykkishólmi. Nudd á háskólastigi - Sjúkraþjálfun Nudd er kennt á háskólastigi - Leiðrétting á lesendabréfi Víkveiji skrifar Kunningi Víkveija var staddur í Kringlunni einu sinni sem oftar. Hann á lítið barn og fannst honum óþægilegt að hafa World Press Photo-myndirnar hangandi uppi í húsinu fyrir augum barna, sem hann kvað ekki skilja allt það blóð, byssur og hörmungar, sem sýndar eru á myndunum. Hann kvaðst efast um að Kringlan væri heppilegur staður fyrir myndasýn- ingar af þessu tagi. Sýningar sem þessa frétta- myndasýningu á að hafa í lokuðu húsnæði, þar sem fólk fer gagngert til þess að skoða slíkar myndir. Kunninginn kvað ung börn hrein- lega geta fengið martröð af að sjá þær hörmungar, sem myndirnar lýsa. xxx Nýlega auglýsti sjónvarpið eftir sviðsstjóra, þ.e.a.s. staðan var auglýst til umsóknar og bárust 127 umsóknir. Mun þetta vera metaðsókn að auglýstri stöðu hjá sjónvarpinu frá upphafi, en sviðs- stjóri starfar á vegum skrifstofu framkvæmdastjóra sjónvarps. Athygli vekur að um fimmtungur umsækjenda hefur háskólapróf og meðal umsækjenda eru m.a. við- skiptafræðingur, guðfræðingur, arkitekt, innanhússarkitekt og hjúkrunarfræðingur. Þá eru einnig meðal umsækjenda íjölmiðlafræð- ingur, trésmiðir, listfræðingar, teiknarar og listamenn úr öllum listamannastéttum. xxx Föstudag í fyrri viku var svokall- aður Guy Fawkes day, en í Englandi er það sérstakur gabbdag- ur, þ.e.a.s. menn pretta náungann, gera honum einhvern saklausan grikk, svo að hann geri eitthvað og verði að aðhlátursefni. Dagur þessi er kenndur við Guy Fawkes, sem var einn af samsæris- mönnum, sem ætlaði að sprengja upp brezka þinghúsið þennan dag, 5. nóvember árið 1605. En upp komst um kauða og eftir pyntingar sagði hann til allra samsærismann- anna. Guy Fawkes var síðan tekinn af lífí 27. janúar árið 1606. Því riijar Víkveiji þessa sögu upp, að dagurinn er sá hinn sami, er geimfar átti að lenda á Snæfells- nesi. Skyldi þetta vera tilviljun? xxx Borist hefur athugsemd vegna skrifa Víkveija frá því í fyrra- dag. Athugasemdin er frá starfs- fólki Landsbanka íslands í Háaleit- isútibúi og er svohljóðandi: „Víkveiji skrifar 11. nóvember sl. um flutning reikninga milli útibúa Landsbankans og furðar sig á stirðum afgreiðsluháttum og vísar til upplýsinga í útibúinu á Háaleitis- braut 68. Starfsfólk útibúsins er furðu slegið yfir þessum skrifum Víkveija og kannast ekki við tilfelli eins og lýst er. Venjan er sú, þegar viðskiptavin- ur Landsbankans óskar flutnings á tékkareikningi milli útibúa bankans að slík mál eru afgreidd samdæg- urs eða degi eftir að viðskiptavinur hefur lagt fram skriflega beiðni og gengið frá nauðsynlegum formsat- riðum í afgreiðslu bankans. Starfsfólk Háaleitisútibús hefur á þessu ári framkvæmt tugi slíkra breytinga að ósk viðskiptamanna, þannig að skrif Víkveija stangast algerlega á við venjubundna fram- kvæmd í útibúinu. Starfsfólk útibúsins þykir miður, ef misskilningur hefur myndast milli þess og Víkveija og væntir þess að honum sé hér með eytt og að Víkveiji muni í framtíðinni njóta þeirrar góðu þjónustu sem það vill vera þekkt fyrir að veita viðskipta- vinum Landsbankans.“ Víkveiji er sammála því að af- greiðslumáti sá er starfsfólk Háa- leitisútibús lýsir í ofangreindri at- hugasemd, sé eðlilegur, enda vill hann hafa hann þannig. En bréfið breytir þó eigi því, að tveir af starfs- mönnum Morgunblaðsins, hafa fengið þau svör er lýst var í Vík- veijapistlinum síðastliðinn fímmtu- dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.