Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 16
16 MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 h Staða vísinda- og tækni- þekkingar á Islandi eftir Júlíus Sólnes í heimi harðnandi samkeppni skiptir menntun og þekking þjóðar á sviði vísinda og verkfræði höfuð- máli. Öll framleiðsla og markaðssetn- ing hennar byggir öðru fremur á traustri og góðri tækniþekkingu. Atvinnufyrirtæki verða að styðjast við vel menntað starfsfólk, sem kann skil á nýjustu tækniundrum og getur hagnýtt sér uppgötvanir í vísindum jafnharðan og þær eru aðgengilegar, svo þau geti haldið velli í heimi hins fijálsa markaðar. Þjóðfélag sem vili standa sig í hinni vægðarlausu sam- keppni um markaði verður því að hlúa að allri menntun og rannsóknum á sviði tækni og víginda. Annars verður það einfaldlega undir í lífsbar- áttunni. Miðstöð raunvísinda- og tækni- þekkingar á íslandi hefur um langt skeið verið í Verkfræðideild og Raun- vísindadeild Háskóla íslands. Þar fara fram kennsla og rannsóknir í verkfræðigreinum og í helztu grein- um raunvísinda. Fyrir utan mörg hundruð nemendur í báðum deiidum, sem fá þjálfun og innsæi í hinn margbrotna heim vísindanna, starfar mikill fjöldi velmenntaðra sérfræð- inga í báðum deildum. Starfsemi Verkfræðideildar og Raunvísindadeildar Háskóla íslands ís. Ný saumavél frá HUSQVARNA Verð frá 37.810kr. stgr. Verið velkomin og leitið nánari upplýsinga. VÖLUSTEINN Faxafen 14, Sími 679505 hafa ýmsir háskólamenn tekið þátt í því að stofna fyrirtæki byggð á rannsóknum þeirra og samstarfi við erlenda aðila. Má nefna fyrirtæki í hugbúnaðargerð og fyrirtækið Marel sem er þekkt dæmi um rannsóknir og þróunarstarf sem átti sér stað við háskólann og skilað hefur góðum árangri. í þessu umhverfi stundar íslenzkt æskufólk nám í verkfræði og raun- vísindum. Miklu skiptir að námsefni og kennsla séu í samræmi við kröfur sem gerðar eru við erlenda háskóla til að tryggja samkeppnisstöðu okkar eins og áður var vikið að. Þetta hef- ur að mestu leyti tekizt hingað til með ítrustu nýtingu takmarkaðra fjármuna. Það veldur því óneitanlega nokkrum áhyggjum að nú, þriðja árið í röð, eru fjárveitingar til Verk- fræðideildar skomar niður og útlit fyrir enn frekari niðurskurð á næsta ári. Hætta er á að starfsmenn deild- arinnar flýi af hólmi til annarra og hagstæðari starfa ef svo heldur áfram. Nemendur og starfsfólk deild- arinnar býr við þröngan húsakost og ekki útlit fyrir úrbætur á næstu árum. armennirnir komast þó að þeirri meginniðurstöðu að verkfræðinámið eins og það er standist þær kröfur sem gerðar eru til bandarískra há- skóla. Kennarar eru taldir vel mennt- aðir og áhugasamir og stúdentamir greindir og duglegir. Þeir viti hvað þeir vilji og séu fylgnir sér. Helztu aðfinnslur ABET ABET úttektin í Verkfræðideild eru nú starfandi um 20 fastir kennarar, prófessorar, dósentar og lektorar. A Verkfræði- stofnun Háskóla íslands starfa þar að auki um 40 sérfræðingar. í Raun- vísindadeild eru tæplega 90 fastráðn- ir kennarar og að auki um 60 sér- fræðingar að störfum hjá Raunvís- indastofnun og Líffræðistofnun. Alls eru því yfir 200 sérfræðingar í verk- fræði og raunvísindum að störfum við Háskóla íslands. Þetta eru bezt menntuðu og hæfustu menn okkar á sviði verkfræði og raunvísinda sem flestir eða allir hafa sótt menntun sína til beztu menntastofnana erlend- Innan Verkfræðistofnunar er unn- ið að margvíslegum verkefnum í samstarfi við íslenzk fyrirtæki og stofnanir svo og erlendar stofnanir og tæknimenn um allan heim. Þá Að fmmkvæði Verkfræðingafé- lags Islands var ráðist í það að fá bandarísku sjálfseignarstofnunina ABET til að meta nám og gæði kennslu í Verkfræðideild í saman- burði við bandaríska verkfræðihá- skóla. ABET stofnuninni, sem er rekin á vegum bandarísks iðnaðar, er ætlað að fylgjast með öllum verk- fræðiskólum íBandaríkjunum og tryggja að bandarískir verkfræðing- ar séu jafnan menntaðir á viðunandi hátt. Það var því mjög áhugavert að fá hingað bandaríska sérfræðinga á vegum stofnunarinnar til að kanna hvort íslenzkir verkfræðingar frá Háskóla íslands hefðu hlotið full- nægjandi menntun, sem stæðist kröfur bandarísks iðnaðar. Bandarískú sérfræðingamir komu hingað til lands síðastliðinn vetur og skoðuðu aðstæður og námsfyrir- komulag í Verkfræðideild. Þeir yfir- heyrðu alla kennara, tóku viðtöl við stúdenta og kynntu sér einnig ís- lenzkt atvinnulíf til að mynda sér skoðun á því á hvaða stigi þjóðin væri í tæknivæddum heimi. Niður- stöður úttektarinnar birtust svo í skýrslu úttektarmanna, sem var af- hent háskólanum fyrir nokkra. í skýrslunni er fjallað um námið og þær aðstæður, sem Verkfræðideild býr við. Á hlutlausan og skýran hátt era dregnir fram kostir og gallar námsins og bent á veilur og hvað betur megi fara. Bandarísku úttekt- Þótt ABET skýrslan segi að nám í Verkfræðideild standist samjöfnuð við verkfræðinám við bandaríska háskóla, er bent á ýmis atriði sem lagfæra þarf. Það er athyglisvert, að helztu aðfinnslur ABET nefndar- innar koma okkur kennurum í Verk- fræðideild síður en svo á óvart. Það var hins vegar gagnlegt að fá það staðfest af hlutlausum aðilum. Þá eiga margar aðfínnslur ABET nefnd- arinnar við um rekstur háskólans almennt, en vatða ekki eingöngu Verkfræðideiid. Sem dæmi um slíkt má nefna stöðu deildarforseta og skorarformanna. Þetta eru erfiðar stjómunarstöður sem kennar forðast. Deildarforseti þarf að sinna málefn- um deildar sinnar, gæta þess að rekstur sé innan ramma fjárveitingar og annast mál starfsmanna og stúd- enta. Engin fjárhagsleg umbun er fyrir þetta starf og veldur starfið enn fremur því að tekjur vegna kennslu- yfírvinnu, rannsóknar- og ritstarfa, sem oft er meira en helmingur launa háskólakennara, stórminnka, þar sem lítill sem enginn tími er fýrir slika vinnu. Þetta fyrirkomulag fínnst ABET nefndinni óeðlilegt og verði að lagfæra. Aðstoðarmenn á skrifstofu deildarinnar séu of fáir og valdi það miklu álagi á stjórnendur og raunar kennara alla. Um 20 til 30 kennurum ásamt deildarforsetum Verkfræðideildar og Raunvísinda- deildar er t.d. gert að styðjast við einn ritara, sem verður að sinna margvíslegum öðrum störfum að auki. Þá er bent á að launakerfi sem byggist á yfírvinnutekjum vegna kennslu sé óheppilegt. Þetta kalli á óeðlilega mikla kennslu með fyrir- lestrum og verkefnatímum í stað þess að þjálfa stúdentana til sjálf- stæðra vinnubragða. í heild telur ABET nefndin að launakerfí háskól- ans með kennsluyfírvinnu og yfír- vinnu vegna rannsókna- og ritstarfa eftir sérstöku flóknu matskerfi sé martröð sem verki gegn hagsmunum verkfræðinámsins. Á þetta jafnt við um allar deildir háskólans. Nefndin tekur ekki afstöðu til launanna sem slíkra, þ.e. hvort þau séu há eða lág, það er ekki hennar mál. Þá telur nefndin að fábrotið bókasafn Verk- fræðideildar sé meiriháttar vandamál og eigi að vera forgangsverkefni að Júlíus Sólnes. I heild telur ABET nefndin að launakerfi háskólans með kennslu- yfirvinnu og yfirvinnu vegna rannsókna- og ritstarfa eftir sérstöku flóknu matskerfi sé martröð, sem verki gegn hagsmunum verk- fræðinámsins.“ bæta úr því. Þetta á einnig við um allar aðrar deildir háskólans og staf- ar einfaldlega af bágri ijárhagsstöðu Háskólabókasafns. Það kostar fjár- muni að reka alvöruháskóla. Má segja, að margar aðfínnslur ABET stafí af því, að þeir hafa séð í gegn um þann blekkingarvef, að hægt sé að reka marga háskóla á íslandi og þeir þurfi ekki að kosta nema brot af því sem gerist hjá nágrannalönd- um okkar. Ef aftur er vikið að Verkfræði- deild sérstaklega er bent á að marg- ir góðir nemendur heltist úr lestinni í byijun vegna mikillar áherzlu á stærðfræðinám, þar sem fallprósent- an er mjög mikil. ABET leggur til, að gerðar séu ákveðnar lágmarks- kröfur um stærðfræði og eðlisfræði- kunnáttu stúdenta sem hyggjast hefja nám við deildina og stærðfræð- inámi verði dreift á öll fjögur námsár- in, þannig að þjóðin verði ekki af góðum tæknimönnum sem hefðu þurft lengri tíma til að ná tökum á stærðfræðinni. Við íslendingar höf- um sniðið háskólanám okkar eftir evrópskum fyrirmyndum, þar sem meiri áherzla hefur verið lögð á grandvallarfög eins. og stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði en tíðkast við bandaríska háskóla. Varðandi einstök svið innan Verk- fræðideildar er bent á að nám í bygg- ingarverkfræði sé of einhæft og skortur á kennurum á tilteknum svið- um. Það beri að leggja meiri áherzlu á greinar eins og samgöngumál, umhverfismál og fl. Skýring á þessu er m.a. sú að fram á síðustu ár hef- ur nánast verið ókleift að manna kennarastöður í þessum greinum. Lág laun hafa einfaldlega ekki höfð- að til sérfræðinga utan háskóians. I rafmagnsverkfræði er bent á að kennarahópurinn sé of ósamstæður og skortur sé á langtímamarkmiðum fyrir þróun námsins. Lagt er til að námsefni og námskeið verði endur- skoðuð frá grunni. Er þessi endur- skoðun þegar hafín. í vélaverkfræði er kennarahópurinn talinn samstiga, en skortur sé á undirstöðurannsókn- um. Of mikil áherzla sé á faggreinar sem hafí beina þýðingu fyrir atvinnu- lífíð. Þá er bent á að stundakennarar sjái um mörg námskeið og ekki sé nægilega fylgzt með því hvort kennsla þeirra sé viðunandi. Enginn beri í raun ábyrgð á stundakennurum sem koma og fara án þess að gera grein fyrir störfum sínum. Eina eftir- litið er fólgið í umsögn nemendanna sjálfra í námskeiðskönnunum, en þær vega ekki þungt. Þetta á reynd- ar við um allar þijár verkfræðiskor- irnar. Þá er bent á mikinn húsnæðis- skort og lýsir nefndin áhyggjum sín- um yfír því að erfitt er að gera breyt- ingar á náminu, breyta áherzlum með því að auka kennslu og rann- sóknir eða bæta við nýjum sviðum vegna plássleysis. ABET nefndin lýkur úttekt sinni með því að leggja til að komið verði á sérstakri ráðgjafarnefnd eða nefnd velunnara deildarinnar, sem skipuð verði athafnamönnum og lykilmönn- um úr þjóðlífinu, til að tala máli deildarinnar út á við. Ekki sýnist veita af að einhver taki upp hanzk- ann fyrir verkfræðimenntunina, sem á að vera undirstaða velmegunar og atvinnusköpunar á íslandi, en er gerð homreka í kapphlaupinu um íjármunina í þjóðfélaginu. Við starfsmenn Verkfræðideildar Háskóla ísiands getum verið ánægð: ir með úttekt ABET nefndarinnar. I fyrsta sinn hefur af hálfu erlendra aðila verið gerð formleg úttekt á háskólanámi á íslandi. Við tókum nokkra áhættu með því að gangast undir þetta mat sem alveg eins hefði getað orðið mjög neikvætt fyrir starf- semi deildarinnar. Þrátt fyrir ýmsa annmarka og gloppur sem oft stafa af aðstöðuleysi fremur en getuleysi, er það lokaniðurstaða ABET nefnd- arinnar að nám í Verkfræðideild standist vel þær kröfur, sem gerðar eru til verkfræðináms við viður- kennda bandaríska háskóla. Höfundur er forseti Verkfræðideildar Hiskóla íslands. L I I » 1 » » Viðhorfsbreyting í vaxtamálum » » l •• eftir Ogmund Jónasson HF Um árabil hefur BSRB bent á að ástæðuna fyrir efnahagsþrengingum þjóðarinnar væri að verulegu leyti að fínna í háum vöxtum. Áram saman hafa samtökin hamrað á því að á sama tíma og hagvöxtur hefur verið lítill hefur gróði af fjármagni verið mikill — allt að þrefaldur hagvöxtur. í stuttu máli hefur hávaxtastefnan leitt til þess að átt hefur sér stað geysilegur flutningur á fjármagni frá heimilum og atvinnulífi. Vítahringur vaxtanna Þetta hefur aukið samþjöppun fjármagns, stuðlað að einokun, minnkað arðsemi í atvinnulífi og rýrt lífskjör. Með öðrum orðum, kreppa þjóðarinnar undanfarin fimm ár er að stóram hluta vaxtakreppa, vítahringur hárra vaxta, mikiila tapa oe rvrnandi lífskiara. „Nú hefur verið sýnt fram á að sjónarmið BSRB voru rétt. Hægt er að lækka vexti með samráði örfárra stórra aðila á markaðnum án þess að fullnægft sé þeim markaðsskilyrð- um sem „sérfræðing- arnir“ töldu algera for- sendu vaxtalækkunar.“ Við höfum talið að hægt væri að snúa af þessari þjóðhættulegu braut og lækka vexti með samræmdum aðgerðum ef skilningur og vilji væri fyrir hendi. Við höfum bent á að ef stjórnvöld samræmdu aðgerðir í þessa vera myndi árangur nást. Öll þessi ár hafa hagsmunaaðilar, eigendur fiármae'ns oe beir sem Mjög jákvætt skref Ögmundur Jónasson þjónusta þá, haldið því fram að vext- ir gætu ekki lækkað fyrr en ríkis- sjóður hefði verið rekinn hallalaus, helst í nokkur ár. Nú hefur verið sýnt fram á að sjónarmið BSRB voru rétt. Hægt er að lækka vexti með samráði örfárra stórra aðila á markaðnum án þess að fullnægt sé þeim markaðsskilyrð- um sem „sérfræðingamir“ töldu al- gera forsendu vaxtalækkunar. Auðvitað er ljóst að hvergi er nóg að gert með þeim ráðstöfunum sem nú hefur þegar verið gripið til. En það skref sem stigið hefur verið til vaxtalækkunar er mjög jákvætt. Þegar horft er til framtíðar er þó mikilvægast af öllu, að orðið hefur grundvallar viðhorfsbreyting. Losað hefur verið um sálræna skrúfu; hindrun af hugmyndalegum toga hefur verið rutt úr vegi. Potemkín- tjöldin dregin frá enn einni kredd- unni. Hveiju mannsbarni má nú ljóst vera að hægt er að lækka vexti ef vilji er fyrir hendi. I I I Höfundur er formaður BSRB. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.