Morgunblaðið - 25.11.1993, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.11.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 11 Stóri Dvergur: Margrét Guðmundsdóttir, Litli Dvergur: Stefán Jóns- son, Dreitill skógardvergur: Jón St. Kristjánsson. Þjóðleikhúsið Skilaboðaskj óðan Ævintýri með söngvum i Þjóðleikhúsinu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir Skilaboðaskjóðuna, nýtt íslenskt ævin- týraleikrit með söngvum fyrir börn á öllum aldri, fimmtudaginn 25. nóvember næstkomandi. Höfundur Skilaboðaskjóðunnar er Þorvald- ur Þorsteinsson og byggir hann verkið á sögupersónum í verðlauna- barnabók sinni með sama nafni. Þorvaldur hefur einnig samið söng- textana í sýningunni, en Jóhann G. Jóhannsson samdi tónlistina og er hljómsveitarstjóri. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir og er Skilaboðaskjóðan fyrsta leikstjóraverkefni hennar í Þjóðleikhúsinu. Leikmynd og búninga gerir Karl Aspelund, Astrós Gunnarsdóttir semur dansa og lýsingu annast Ásmundur Karlsson. í sýningunni eru óvenju margir leikarar sem leika nú fyrsta skipti í Þjóðleikhúsinu. í Skilaboðaskjóðunni fáum við að kynnast persónum sem búa í Ævintýraskóginum, mannfólki, dvergum, ævintýrapersónum, ill- þýði og tröllum. Þar býr til dæmis Maddamamma saumakona, sem leikin er af Margréti Pétursdóttur. Hún saumar fljótt og fallega hvað- eina sem skógarbúa vanhagar um, en Putti sonur hennar, sem Harpa Arnardóttjr leikur, er mikill draum- óraputti og þráir það heitast að lenda í alvöru ævintýri. Og Putti lætur sér ekki nægja að dreyma; hann laumast út í skóg að nætur- lagi til þess að leita að ævintýri og honum verður svo sannarlega að ósk sinni. Það er fjöldi persóna sem kemur við þessa sögu. Þarna eru t.a.m. dvergarnir úrræðagóðu: Dreitill skógardvergur og besti vin- ur Putta sem Jón Stefán Kristjáns- son leikur, Stóridvergur sem Mar- grét Guðmundsdóttir leikur, Snigill njósnadvergur sem Erling Jóhann- esson leikur, Skemill uppfinninga- dvergur sem Björn Ingi Hilmarsson ieikur, og Litlidvergur sem Stefán Jónsson leikur. Loks eru þarna Nornin, Úlfurinn og Vonda stjúpan, sem Felix Bergsson, Hinrik Ólafs- son og Jóhanna Jónas leika. Mjall- hvít, Rauðhetta og systkinin Hans og Gréta koma einnig við þessa sögu. Þeir leikarar sem nú þreyta frum- raun sína í Þjóðleikhúsinu eru Jón Stefán Kristjánsson, Björn Ingi Hilmarsson, Felix Bergsson, Hinrik Ólafsson, Jóhanna Jónas, Sóley El- íasdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir. Þorvaldur Þorsteinsson er myndlistarmaður og rithöfundur. Sagan um Skilaboðaskjóðuna kom fyrst út árið 1986 myndskreytt af höfundi. Þorvaldur er ennfremur kunnur fyrir örleikrit sem mörg hver hafa verið flutt í útvarpi í svo- nefndu Vasaleikhúsi. Frumsýningin á Skilaboðaskjóð-' unni er 25. nóvember kl. 20 og er opin öllum. Miðaverð er það sama og á aðrar barnasýningar. Önnur sýning verður sunnudaginn 28. nóv- ember kl. 14. Sýningar eru á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Rómeó og Ingibjörg ________Leiklist_____________ Guðbrandur Gíslason Halaleikhópurinn Rómeó og Ingibjörg. Höfundur: Þorsteinn Guð- mundsson Leikstjóri: Edda V. Guðmunds- dóttir í aðalhlutverkum: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Ingólfur Birgisson, Sigurður Björnsson og á sinn hátt, í þessari sýn- ingu, allir. Maður gengur að norðanverðu inn í Sjálfsbjargarhúsið, fram hjá sjálfrennihurðum og skilveggjum úr gleri og eftir þröngum gangi sem er lýstur upp af flúorljósum sem liggja langsum eftir loftinu í ógleijuðum skermum og inn í dumbrauðan dimman salinn og sest við enda gangsins og horfir á sviðið sem er suðurendi salarins, gólfið bert en borð og stólar í einu horninu og á borðinu pappaglös og inn tínast leikendur, sumir halt- ir, sumir haltir og málhaltir, sumir með visna hönd, einn blindur, aðr- ir ekki ferðafærir öðruvísi en í huganum og um rödd sína og þau leika sér í leikritinu að leikriti til að lifa í gegn um eins og við öll leitum að einhveiju til að lifa í gegn um og finna Rómeó og Júlíu, nei Rómeó og Ingibjörgu, sem er þó engu minni Júlía en Júlía, því hvað sagði ekki Rómeó: „Ástin, sem þó er sjónlaus sögð með réttu,/ratar í blindni beint að að marki settu!“ Manni dettur í hug „Sex persón- ur leita höfundar" eftir Luigi Pir- andello eða tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson, þar sem í upp- hafi tónkviðunnar ein tónrödd af annarri ræskir sig og slæst í för með hinum, og víst eru formlegar hliðstæður hér til staðar með verki Pirandellos og sumpart einnig efn- islegar: tjáningarþörfin er sterk þó að sumir efist um það brúk sem megi hafa af henni, og hún tekur á sig spaugilegar myndir. En þar lýkur samanburðinum, því Hala- leikhópurinn er hvorki á höttunum eftir tilgangsleysi né tilvistar- kreppu heldur upplyftingu og ást- inni sem Shakespeare sagði að væri „... reykur frá ekkans glóð; hún er sem bjarmi skær/ í augnak- asti, sé hún hrein og tær“. Og ástin stígur einmitt út úr leikriti skáldjöfursins og inn í leikrit Hala- leikhópsins þar sem hún býr um sig í barmi blindrar konu og þess sem ekki má ferðast öðruvísi en í huganum og um rödd sína. Og eins og segir í forljóðinu að Rómeó og Júlíu, þá er þetta „sú ást sem átti leið um hyldjúp höf/af hörm- ungum...“ og því ljómar hún skýr í endurskini um þetta svið. Það er óvanalegt að sjá (Rómeó sem haltrar og er stirt um tungu- tak, hvað þá Júlíu sem fálmar í blindni eftir vanga ástvinar síns. Slík er einhæfni (bíó)reynslunnar að manni verður tamt að tengja ástina við líkamshreysti og ofur- fagurt skinn. Inntak hennar út- vatnast, hverfist í roðið. En Hala- leikhópurinn þekkir framandleik- ann sem felst í slíkri reynslu og nauðsyn þess að upphefja hann og í upphafi leikritsins utan um leik- ritið gantast leikendur hvejrir við aðra yfir því sem þeim var ekki gefið, eða því sem var svo grimmd- arlega frá þeim tekið. Þjáningin er móðir skopsins. Mér þótti vænt um skopið. Það var á köflum grág- lettnislega fyndið og það ruddi mér leiðina aftur að inntakinu, en auk þess var það ágæt andstæða við upphafinn ástartexta Shakespear- es. Sá texti var oftar en ekki bráð- vei fluttur af aðalleikurunum, og grípandi. Yfirbragð þessarar sýn- ingar var afslappað og eðlilegt, og kemur þar eflaust til, auk leikstjór- ans, Eddu V. Guðmundsdóttur, nærvera þess ágæta leikhús- manns, Guðmundur Magnússonar, í hlutverki leikstjórans. Svo leið leikritið og frásögn þess og túlkun leikaranna náði þeim tökum á athygli minni og tilfinn- ingum að mér fannst ég léttast í sætinu. Það heitir að vera upp numinn. Þegar lófatakið hafði hljóðnað stóð ég upp, strekkti á stirðum lim- um, gekk fijáls undir flúorljós- unum þröngan ganginn út í víðáttu næturinnar norður af Sjálfsbjörgu og skildi að þau þarna inni í rauð- um sai höfðu fært mig á vit listar- innar með leik sínum og þannig leyst úr fjötrum holdsins um stund. (Tilvitnanir í Rómeó og Júlíu eru sóttar í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar, William Shakespeare, Leik- rit I. Heimskringla 1956) Svartálfadans og Atta einsöngslög ÍSAFOLD hefur gefið út tvær nótnabækur, átta einsöngslög og Svartálfadans, eftir Jón Asgeirs- son. Svartálfadans er safn tíu söng- verka, sem samin eru við kvæði úr samnefndri ljóðabók eftir Stefán Hörð Grímsson. Fjögur laganna hafa verið flutt opinberlega en sex þeirra koma nú fyrir almennings- sjónir í fyrsta sinn. Lögin við kvæð- in eru Þegar undir skörðum mána, Steinninn, Skammdegisvísa, Nú er garðstígurinn þögull, Stríð, Vetrar- dagur, Eirlitir dagar, Halló litli villi- kötturinn minn, Kvöldvísur við sum- armál og Svartálfadans. Átta einsöngslög eru samin á tímabilinu 1947 til 58 við kvæði STEINAR WAAGE eftir Kristján Jónsson fjallaskáld, Stein Steinarr, Einar Benediktsson, Örn Arnar, Braga Magnússon, Jón- as Hallgrímsson og Þorstein Valdi- marsson. Flest laganna hafa verið flutt opinberlega og fyrir eitt lag- anna, Occidente Sole, við kvæði eftir Jónas Hallgrímsson, hlaut Jón önnur verðlaun í samkeppni Ríkis- útvarpsins 1958. Átta einsöngslög eru 22 bls. í A4 broti og Svartálfadans er 43 bls. í jafn stóru broti. Nótnaritun og texti ljóðanna er unninn undir prentun af höfundinum með Finale nótnaforritinu en kápumynd teikn- aði Þorgeir Jónsson. Jón Ásgeirsson. Rithöfundasambandið Bókmenntavaka í Ráðhúsinu RITHÖFUNDASAMBAND ís- lands efnir til bókmenntavöku í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 25.-27. þessa mánaðar. Á bók- menntavökunni verða flutt er- indi og lesið úr nýjum bókum. Bókmenntavakan hefst fimmtudagskvöldið 25. nóv. kl. 20.30 og þá munu Pétur Gunnars- son rithöfundur og Kolbrún Berg- þórsdóttir gagnrýnandi flytja fyrir- lestra um gagnrýni, Illugi Jökuls- son, Steinunn Sigurðardóttir, Njörður P. Njarðvík og Guðrún Guðlaugsdóttir lesa úr nýútkomn- um skáldsögum. Einnig les Kristján Franklín Magnús úr verkum Hannesar Pét- urssonar og Gyrðis Elíassonar og Kristín Ómarsdóttir úr nýrri ljóða- bók sinni. Föstudaginn 26. nóv. hefst bókmenntavakan kl. 20.30 með fyrirlestri Silju Aðalsteinsdóttur um barnabókmenntir. Vésteinn Valgarðsson mun einnig fjalla um barnabókmenntir. Að loknum fyrirlestrum lesa eft- irfarandi höfundar úr nýjum bók- um: Guðmundur Ólafsson, Andrés Indriðason og Guðrún Helgadóttir. Ingólfur Margeirsson flytur fyrirlestur um ævisögur og ævi- sagnaritun og því næst lesa höf- undar úr nýjum bókum: Jóhanna Kristjónsdóttir, Baldur Gunnars- son, Elísabet Jökulsdóttir og Þor- steinn Gylfason. Laugardaginn 27. nóv. hefst bókmenntavakan kl. 14.30 með fyrirlestri Aðalsteins Ásbergs Sig- urðssonar um barnabókmenntir og Halldóra Jónsdóttir ræðir um barna- og unglingabækur frá sjón- armiði lesanda. Næst lesa höfundar úr nýjum bókum: Elías Snæland og Vilborg Davíðsdóttir og Kristín Steinsdótt- ir les úr bók eftir Heiði Baldurs- dóttur. Torfi Túliníus flytur erindi um mótunaráhrif bókmennta. Birgir Sigurðsson les úr nýrri skáldsögu sinni, Vigdís Grímsdóttir les úr nýrri ljóðabók Sigurðar Pálssonar og Guðlaugur Arason úr nýrri skáldsögu sinni. Sama dag flytja Gísli Sigurðsson og Soffía Auður Birgisdóttir fyrir- lestra um íslenskar nútímabók- menntir. Þá lesa fleiri höfundar úr nýjum bókum: Einar Már Guðmundsson, Álfrún Gunnlaugsdóttir og Krist- ján. Jóhann Jónsson. Bókmenntavöku lýkur síðan á lokaorðum Sigurðar A. Magnús- sonar. Bókmenntavöku Rithöfunda- sambands Islands er ætlað að vekja athygli á mótmælum gegn bóka- skatti. Það er von þeirra sem að vökunni standa að dagana 25.-27. nóv. nk. gefist lesendum og höf- undum tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum, auk þess sem fólki gefst kostur á að hlusta á rithöfunda lesa úr nýjum verkum. SKÓVERSLUN N Kuldaskór Stærðir: 28-46 Litur: Svartur Sóli: Grófur göngusóli Verð frá 2.495,- 1 PÓSTSENDU'M SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTURH Tökum vifí notuðum skóm III hanöa bágslötidum Domus Medica, Kringlunni, Toppskórinn Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, Veltusundi, sími 18519 sími 689212 sími 21212

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.